Þjóðviljinn - 26.08.1979, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 26.08.1979, Blaðsíða 17
Sunnudagur 26. ágúst 1979. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 17 Atriði úr fyrstu mynd Shyams Benegals, Ankur (Fræplantan). Skákmennirnir I kvikmynd Satyajit Rays. ShyamBenegal og indversk kvikmyndagerð Við fyrstu sýn mætti ætla, að hvergi væru framleiddar fleiri kvik- myndir en í Bandaríkjun- um þar sem megnið af þeim myndum sem hér eru sýndar dagsdaglega koma þaðan. Svo er þó ekki. Undanfarin ár hafa fleiri kvikmyndir verið gerðar i Japan og Indlandi en nokkru öðru landi og hefur það síðarnefnda að jafnaði haft vinninginn. Svo vitnað sé í tölur, þá voru framleiddar í Ind- landi 557 kvikmyndir árið 1977, en til samanburðar má geta þess, að í Banda- ríkjum Norður-Ameríku voru á sama tíma gerðar tæplega 250 myndir. Bandaríkjamenn eru því varla hálfdrættingur á við Indverja í þessum efnum. Astæðan fyrir þvl, að allflestar kvikmyndir, sem hingað berast til lands, eru af engilsaxneskum uppruna, er einfaldlega sii, að bfóin eru bundin samningi við bandarisk og bresk dreifingar- fyrirtæki, sem skuldbindur þau til að sýna ákveðið magn af framleiðslunni. Island er auðvit- aö engin undantekning frá þessu, þvi ameriskir dreifingaraðilar hafa löngum veriö einkar natnir við aö koma vöru sinni á markað hvar sem er i heiminum. Það eru sjálfsagt ýmsar ástæður fyrir þvi, hve mikið er framleitt af kvikmyndum i Ind- landi, en sem dæmi má nefna, að i mörgum héruöum landsins er varla um nokkra aðra skemmtun að ræða og sjónvarpið nær ekki til allra hluta landsins, þannig að kvikmyndageröinni stafar engin ógn úr þeirri áttinni — enn sem komiö er a.m.k.. Vitaskuld er meginpartur þessarar framleiðslu litið annað en afþrey- ing af verstu tegund, enda ekiti nema brot af henni sett á markað erlendis. Greinarhöfund rekur ekki minni til, að hérlendis hafi verið sýnd kvikmynd, sem upprunnin er frá þessari mestu kvik- myndaþjóð veraldar, nema þá i kvikmyndaklúbbum. Kvik- myndaklúbbur framhaldsskól- anna sýndi á sinum tima nokkur verk eftir Satyajit Ray, sem mun vera þekktastur þeirra örfáu ind- verskra kvikmyndaleikstjóra, sem eitthvað kveður að. Satyajit Ray vakti fyrst á sér athyglifyrir þriverkiðum Apu, er greinir frá æviskeiði manns frá bernsku til fulloröinsára. Erlend- ir kvikmyndagagnrýnendur hafa að jafnaðiborið mikið lof á mynd- ir Rays og með nýjustu kvik- myndinni, Skákmennirnir (Shatranj ke khilari), hefur enn eitt snilldarverkiö bæst i hópinn. Bakgrunnur myndarinnar Skákmennirnir er Indland árið 1856, þegar breska heimsveldið gerði landið að einni af nýlendum sinum. Aðalpersónurnar eru tveir auðugir aðalsmenn, sem skemmta sér við að tefla skák. Svo uppteknir eru þeir við þetta tómstundagaman sitt, að þeir láta sér fátt um finnast þó nýir herrar hafi tekið völdin 1 landinu. Auk innfæddra leikara fer hinn kunni breski leikari, Richard Attenborough, méð stórt hlutverk i myndinni. Að þessu sinni munum við þó beina athyglinni aö öðrum Ind- verja, Shyam Benegal að nafni, en hann er nú gjarnan nefndur næsturí röðinniáeftir Ray, þegar rætterum indverska kvikmynda- gerð. Shyam Benegal er fæddur i Hyderabad 14. desember 1934. Segja má, aö hann hafi haft áhuga á kvikmyndum allt frá blautu barnsbeini, þvi eitt af fyrstu leikföngunum, sem hann eignaðist,var 16 mm kvikmynda- tökuvél! Hann lét ekkert aftra sér frá að fara i bió, i hvaða veðri sem var tók hann fram hjólið sitt og hélt af stað i áttina að næsta kvikmyndahúsi. A námsárum sinum stofnaöi hann fyrsta kvik- myndaklúbbinn i Hyderabad og byrjaði auðvitað á þvi að sýna mynd eftir Satyajit Ray. Að loknu nám i hagfræði fluttist Benegal til Bombay og lagði stund á gerð auglýsingamynda. En það liðu fjórtán ár þar til hann loks fékk tækifæri til að gera kvikmynd I fullri lengd og ekki er hægt að segja annaö en hann hafi nýtt undirbúningstimann allvel, þvi á þessu 14 ára timabili gerði hann rúmlega 600 auglýsingamyndir, auk margra heimildarmynda. Fyrstu þrjár myndir Benegals, Ankur, Nishantog Manthan,eiga það sameiginlegt að fjalla um arðránið og kúgunina i sveitum landsins. I Ankur (Fræplantan) er sagt frá unga landeigandanum Surya, sem bæði er huglaus og veikgeðja. Þjóðfélagsleg staða hanser ekki tilkomin vegna eigin metnaðargirni.heldur vegna þess aðhann hefur fengið auðinn i arf. I þessari mynd sem og þeirri næstu, Nishant (Dögun), gætir töluverðrar bölsýni hjá Benegal, hvað varðar möguleika á róttæk- um þjóðfélagsbreytingum. I Nishant gera bændurnir upp- reisn vegna þess aö ofriki land eigendanna er orðíð yfirgengi- legt, en það er athyglisvert, að upphafcmenn uppreisnarinnar koma ekki úr röðum bænda- alþýöunnar, heldur frá millistétt- unum. Foyrstumenn uppreinsar- innar eru kennari og prestur. Bölsýnistónninn verður ekki aðeinsmerkturaf hinum tragfska Cr myndinni Manthan (Strokkurinn). Smita Patil fer með hlutverk kvikmyndaleikkonunnar I Bhumika (Hlutverkið). Shyam Benegal (til hægri) segir leikkonunni Nafassa Ali fyrir verkum. kvikmynda- kompa Umsjón: Sigurður Jón Olafsson endi myndarinnar, heldur fyrst og fremst vegna þess aö Benegal leitast við að sýpa fram á, að byltingin sé meö öllu tilgangs- laus. Slikar bölsýnishygmyndir er þó ekki að finna i Manthan (Strokk- urinn). Hún gerist i litlu þorpi i norð-vestur Indlandi þar sem bændurnir vinna við samyriqubú, er eingöngu framleiðir mjólkur- afurðir. Læknir nokkur kemur til þorpsins til að aðstoða bænd'urna en mætir hvarvetna tortryggni og fjandskap. Að einu leyti þykja myndir Benegals frábrugðnar öðrum ind- verskum kvikmyndum. Það hefur veriö viötekin venja að sýna kon- una sem tákn feguröar og hreinleika, en þessu er þveröfugt farið hjá Benegal. 1 Ankur verður þjónustustúlka land- eigandans þunguð af hans völd- um, en hún lætur eiginmanninn hugsa um barnið eins og það væri hans eigiö. I Nishant er eiginkonu kennarans nauðgaö og i Manthan heldur ein kvennanna úr þorpinu framhjá með leiðtoga samyrkju- búsins. Bhumika (Hlutverkiö) er einkennandi fyrir þessa afstöðu Benegals til stöðu konunnar en þar er aðalpersónan kvikmynda- leikkona, sem hefur sinar sjálf- stæðu skoðanir og fer sinar eigin leiöir. En þar sem slikt er i algerri andstöðu viö rikjandi hefð I' Indlandi leiðir það' til þess aö hún verður óhamingjusöm og finnur einmanakenndina umlykja sig. Kondura (Vitrun úr djúpinu) byggir á goðsögn. Parasuran hef- ur yfirgefið heimili sitt i örvæntingu, en þar hefur hann búið með eiginkonu sinni, móður og fjölskyldu bróður sins. Kring- umstæðurnar leiða til þess að hann fer að lifa i eigin hugar- heimi. Hann imyndar sér, að hann sjái sýnir og fái vitrun úr djúpi hafsins. Hann er heltekinn af þessari vitrun og snýr aftur heim sem helgur maður. Þessar kvikmyndir, sem hér hafa verið nefndar, eru geröar á timabilinu frá 1974—77, en um nýjustu mynd Benegals, Junoon (Dúfurnar), er ekki annað vitað en það, að hún fjallar um ást enskrar stúlku á innfæddum manni og gerist á þeim timum, er Indverjar voru að berjast fyrir sjálfstæði landsins. Shyam Benegal er I hópi þeirra kvikmyndagerðarmanna i Ind- landi af yngri kynslóðinni, sem einkum hafa snúið sér aö þvi aö gera myndir um ástandið I þjóðfélaginu i dag, en þeir hafa látið mjög að sér kveöa upp á siðkastið. Benegal er I farar- broddi þessarar hreyfingar vegna kunnáttu sinnar I faginu og einnig vegna þess að hann hefur uppgötvað hæfileikafólk jafnt meðal leikara sem tæknimanna. Nú munu sjálfsagt margir spyrja sem svo, hvað oss komi við kvikmyndagerð austur I Indlandi, þar sem kvikmyndaáhugafólki hér á Fróni gefst hvort eö er aldrei tækifæri á að sjá eitt eöa neitt frá þessu fjarlæga landi. Kvikmyndahúseigendur bera þvi lika við, að almenningur vilji ekki sjá annað en bandariskar eða breskar myndir. Þar liggur kannski hundurinn grafinn. Það er þegar búiö að móta hér ákveöinn smekk meö þvi að mata áhorfendur á menningar- snauðu afþreyingarefni, tilreiddu I gljáandi umbúðum Made in USA. Þessi áhrif eru ekki einung- is tilkomin vegna þeirra kvik- mynda, sem sýndar eru ár eftir ár i bióunum. Nærvera ameriskra herstöðvar á stóran þátt i þessu og siðast en ekki sist tilkoma sjónvarpsins, sem litið hefur gert af þvi aö kynna efni frá fjarlæg- um heimsálfum. Það þarf náttúrlega hugrekki til að bjóða þessu ástandi byrginn og bióeigendur þurfa sjálfsagt að hafa auga með aröinum, áður en þeir fara að taka einhverja áhættu. Með þetta i huga má svo sem segja með sanni, aö indversk kvikmyndagerð, þó mikil sé að vöxtum, komi oss ekki skapaöan hlut við. Greinarhöfundur hefur þó það sér til afsökunar, að hann vill kynna lesendum Kvik- myndakompunnar það sem er að gerast i kvikmyndamálum fjarlægra landa — einmitt vegna þess hversu takmarkað úrval kvikmynda berst hingað til lands. Og þvi ekki einmitt Indland þar sem framleiddar eru fleiri kvik- myndir en i nokkru öðru landi. (Heimild: International Film Guide 1979)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.