Þjóðviljinn - 26.08.1979, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. ágúst 1979.
Góðir Norðmenn,
og slœmir
f blöðunum gefur að
lesa að 25 gamlir Wehr-
machfhermenn séu
komnirtil Kirkjuness í N-
Noregi. f þetta skipti sem
túristar. Fyrir tæpum 40
árum brenndu þeir sömu
jörð og jöfnuðu hús við
jörðu. En þá voru þeir
Herrenvolk og fram-
kvæmdu skipanir Hitlers.
Og kannski trúðu þeir á
yfirburði hins aríska kyn-
þáttar. Hver veit? í dag
eru þeir hógværir túristar
sem fyllast gleði við að
endurnýja tengslin við
land æskuáranna.
— Það er gaman að
vera kominn aftur til
Noregs, segir einn þeirra
við norskan blaðamann.
- O-
40 ár eru ekki langur timi. En
nógu langur til aö þurrka burt
helstu leifar striösins og nógu
langur til aö ala nýja kynslóö
sem kynntist ekki hörmungun-
um af eigin raun. Fyrir okkur
eftirstriösbörnin er siöari
heimsstyrjöldin myndir og
prentuö orö. Kannski þess
vegna veröa fundirnir viö
striösminjar svo óraunveruleg-
ir, við getum aöeins Imyndaö
okkur hryllinginn og brjálæðið.
Og notið spenningsins viö hinn
óvænta dauöa.
Það er aöeins tiu minútna
gangur til Skageraks-tjaldstæð-
isins frá Brekkestö. Hér skjóta
tugir tjalda upp kollinum á
sumri hverju og hjólhýsi eru al-
geng sjón. Hér er llka fagurt.
Grasi vaxnir vellir milli grárra
hamra sem gefa gott útsýni yf-
ir hafiö og ströndina. Þýsku
herforingjarnir sem hernumdu
S-Noreg komust aö sömu niöur-
stöðu fyrir 40 árum. Og hér
byggöu þeir mikið varnarvirki
með mörgum og stórum
fallbyssum.
Ég stend á kletti og viröi fyrir
mér fallbyssustæöið. Digrir og
ryðgaöir skrúfuboltar standa
upp úr sprunginni steypunni og
gefa til kynna stærö fallstykkis-
ins. Undir stæöinu eru neöan-
jaröarbyrgi og ranghalar sem
eru vinsælir leikvellir hjá hjól-
hýsabörnunum.
Flestar skotgrafirnar eru
fylltar af möl og steinum en
gaddavirinn er hér enn aö hluta.
Hann hlykkjast ryöbrúnn og
slitinn um gul strá klettanna
eins og tákn um óvissu fyrri
tima. Svo geng ég upp i ýtsýnis-
turninn og virði fyrir mér
skerjaströndina og reyni aö
imynda mér hvernig þaö hafi
veriö að vera þýskur hermaöur I
Noregi fyrir 40 árum.
Hér stóöu þessi peð i hervél
Hitlers og pössuöu aö óvinveitt
skip nálguöust ekki ströndina.
Kannski skrifuöu þeir bréf til
ástvina i fristundum við slæma
birtu i neöanjaröarbyrgjunum.
Eöa kannski gengu þeir niöur í
Brekkestö og keyptu tóbak og
súkkulaöi I búöinni hans Ander-
sens. Smjör og rjómi voru einn-
ig eftirlætisvörur hermanna
Þriöja Rikisins, svo og önnur
fituefni sem ekki voru algeng I
heimalandi setuliðsmanna.
Reiö þýsk rödd vekur mig úr
hugleiöingunum, og eitt andar-
tak svif ég á mörkum draums og
vöku. Svo er mér litiö á eitt hjól-
hýsið og sé rauðþrútinn mann
um fimmtugt sem situr undir
snúru meö nýþvegnum nærföt-
um. Hann er i óöa önn aö
skamma grátandi dóttur sina og
sveiflar hálffullri bjórflösku til
að undirstrika hrópin. Þaö er
undarlegt aö heyra germönsk
fúkyrði i þessum einmanalegu
rústum Þúsund ára rikisins.
A leiöinni út spyr ég tjald-
stæöisvöröinn hvort aö þýskir
feröamenn séu algeng sjón á
stæöinu.
— Já, segirhann. Sérstaklega
þeir sem voru hérna i strlöinu.
Þeir koma hingað ár eftir ár.
- 0 -
t hernumdu landi myndast
ólik tengsl milli setuliös og inn-
búa. í Noregi uröu mörkin skýr
nær samdægurs þegar Þjóö-
verjar hertóku landiö: Góöur
Norömaöur var sá, sem baröist
á móti nasistum og slæmur sá
sem vann meö innrásarliðinu á
einhvern hátt. Allra verstir voru
náttúrlega Kvislingar sem
gengu I flokk Quislings og trúðu
á nasismann. Smám saman
varö heitiö „góöur Norömaöur”
fast hugtak I vitund norsku
þjóöarinnar. Þaö var persóna
sem baröist gegn Hitler og hélt
nafni Hákons sjöunda á lofti.
Eftir striðið voru „góöir Norö-
menn” þjóöarhetjur, vissulega
mismunandi I ljósi þess sem
þeir höfðu afrekaö.
1 Brekkestö voru fáir góöir
Bréf frá
Brekkestö
Norömenn og slatti af slæmum
Norömönnum. En flestir voru
einhvers staðar mitt á milli og
skiptu sér ekki af striöinu.
Kleveland gamli sem lést I ár
var góöur Norömaöur. Hann
baröist meö andspyrnuhreyf-
ingunni og naut mikils álits.
Nielsen sálugi, pabbi
póstmannsins á staönum var
einnig góöur Norðmaöur. Aöra
sögu er aö segja af verksmiðju-
eigandanum, sem fór á hausinn
nýlega og feitu frúnni neöar i
götunni. Þau voru bæöi foringj-
ar I hirö Quislings og spókuöu
sig i gljáfægöum stigvélum og
glæsilegum búningum.
En nú er sá timi liðinn. I dag
eru þau bæöi gráhærö og vina-
leg eins og flestir sem þetta
þorp byggja. Börnunum þykir
vænt um þau, þvi þau stinga
gjarnan sælgæti aö þeim eöa
strjúka þeim um kollinn. Og
hvaö um Andersen gamla kaup-
mann? Vissulega seldi hann
Þjóöverjum vörur og hlaut góð-
an skilding fyrir á erfiöum tim-
um. En hvaö heföu þeir gert viö
hann ef hann hefði lokaö búðinni
þá? Kannski skipta slikar
vangaveltur engu máli. Eng-
inn brýtur heilann um 25 gamla
Wehrmacht-dáta sem þramma
um gamlar slóöir, aldna kaup-
menn sem högnuöust á þýskum
bændasonum sem dreymdi um
Stór-Þýskaland.
Og kannski eru 40 ár langur
timi.
ingó
---------------------------------!
Korchnoi
Stórmeistarinn Viktor Korch-
noi var hér á ferö fyrir skömmu
til viöræðna viö forseta alþjóöa
skáksambandsins, Friörik ólafs-
son. Þvi þykir okkur ekki úr vegi
aö helga honum þátt þenna. Fyrr
i sumar greindum viö frá afrek-
um Korchnois i einuaf fáum mót-
um sem hann hefur fengiö aö taka
þátt I eftir flóttann frá Sovétrfkj-
unum, nefnilega stórmeistara-
mótinu i Suður-Afríku. Þar sem
hann hefur ekki teflt neitt siöan
veröum viöaöhverfa lengra aftúr
i tfmann. öllum eru f fersku
minni einvigi hans viö núverandi
heimsmeistara, Karpov, og ekki
siöur einvigi þau, sem hann háöi
viö þá Petrosian ogSpassky þar á
undan.
Menn hafa oft talaö um aö
skákmeistarar eigi sér ekki lang-
a lifdaga viö boröið. Þessa full-
yröingu hefur Korchnoi afsannaö
að nokkru meö afrekum sinum að
undanförnu.
Korchnoi hefuroft á tiöum átt i
vandræöum meö klukkuna. A-
stæðan fýrir þvi er einfaldlega sú
að hann'sest alltaf viö taflborðiö
meö þvi hugarfari aö hverfa frá
troðnum slóöum I skákinni. Þetta
viöhorf hans leiöir oft til þess að
hann lendir i timahraki. Mörg
dæmi eru um aö hann hafi ein-
ungis átt örfáar minútur eftir á
marga leiki þegar hann eins og
fellur i algert dá yfir stöðunni
sem hann er að glima við i það og
þaö skiptið. Undir slikum kring-
umstæöum lætur hann skák-
skriftareyöublaðiö aö sjálfsögöu
óhreyft. En þegar hann loksins
lætur svo litið aö gefa klukkunni
gaum, þá stendur ekki á hæfileik-
unum. Enda ekki óalgengt aö
hann sé kominn meö vinnings-
stöðu þegar skákir hans komast I
biö.
Eins og áöur sagöi ætlum viö aö
leita nokkuö aftur i timann og
skoða skák, sem Korchnoi tefldi
viö landa sinn Geller á sovéska
meistaramótinu 1954. A þessu
móti varö Korchnoii öðru sæti en
Geller varö aö láta sér nægja þaö
11...
Hvitur: Viktor Korchnoi
Svartur: E. Gelier.
Sikileyjarvörn (Rauzer-árás).
6. Bg5-e6
7. Dd2-Be7
8. 0-0-0 0-0
9. f4-e5?!
13. fxe5-dxe5
14. Hgl?
1. e4-c5
2. Rf3-Rc6
3. d4-cxd4
4. Rxd4-Rf6
5. Rc3-d6
(Betra er 9..-Rxd4, 10. Dxd4-
Da5.)
10. Rf3-Bg4
11. h3-Bxf3
12. gxf3-Rd4
(Hvers vegna ekki 14. f4-Rh5,
15. Rxe7-Dxe7, 16. fxe5-Rf3, 17.
De3-Rxe5, 18. Be2-Rf6, 19. Rd5
o.s.frv.)
14. ...-Rxf3
(Geller er i þvi aö missa af lest-
inni. Hér heföi hann átt aö reyna
14..-HC8, 15. Bh6-g6!)
15. Df2-Db6 17. Hxd4-exd4
16. Be3-Rd4 18. Bxd4-Dd8?
skáh
20. ...-f6? 23. Bxf7+-Kxf7
21. Bc4-Hf7 24. Db3+-Ke7
22. Rf4!-Bd6
25. Bxf6+! 25. ...- gefiö
—eik.
(Þessi drottningarleikur er
fyllilega spurningarmerkis verð-
ur. Skárra væri 18 ...-De6, 19.
Rd5-Re8 o.s.frv..).
19. Rd5-Re8 2«- Dg3
Korchnoi
tirslitaleikur i Bikarkeppni K.S.í.
FRAM - VALUR
A Laugardalsvelli i dag sunnudag kl.
14.00.
Forleikur kl. 13.00 — ValurrFram i 5.
flokki.
Hornaflokkur Kópavogs leikur frá kl.
13.30.
Forsala aðgöngumiða er á Laugardals-
velli frá kl. 10 i dag sunnudag.
Fram — K.S.l. — Valur