Þjóðviljinn - 26.08.1979, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.08.1979, Blaðsíða 3
Sunnudagur 26. ágúst 1979. ÞJ6ÐVILJ1NN — SÍÐA 3 erlendar bækur The Berlin Bunker. James P. O’Donnell. J.M. Dent 1979. Carl Gustav Jung sagöi höfundi þessa rits skömmu fyrir andlát sitt 1961, ,,aö neöanjaröarbyrgiö i Berlin væri skuggaleg táknmynd hinnar sameiginlegu undirvit- undar um nútimann”. Byrgiö hefur allt frá eyðingu þess haft slikt aðdráttarafl ásamt at- buröarásinni þar, að rit sem sett hafa verið saman um þá sögu fara viöa og eru þaullesin. Trevor-Roper varð fyrstur til þess aö skrifa um „Sföustu daga Hitlers”, sú bók komfyrstút 1947 og hefur m.a. komið út i islenskri þýðingu. Mörg rit hafa komið út siöan sem f jalla um þessi efni ein- göngu eða aö nokkru og hefur höf- undurinn stuðst viö þau og eigin rannsóknir, en hann var meðal þeirra fyrstu sem komu i byrgiö eftir aö Rússar náðu þvi á sitt vald. Höfundurinn er Bandarikja- maður, hefur starfað á vegum bandariska utanrikismálaráöu- neytisins sem hermaður og blaðamaður við Washington Post, New York Times ofl. blöð. Hann býr nú i Berlin. Höfundurinn hefur talað við flesta þá sem lifðu af veruna i neðanjarðarbyrginu og meðal þeirra voru einstaklingar sem höfðu lengi dvalist sem fangar i Ráðstjórnarrikjunum og veittu höf. upplýsingar sem hvergi höfðu komið áður, varðandi þá siðustu daga i byrginu. Fleira kemur til, að þessi bók veitir fyllri upplýsingar en aðrar um þessi efni. Svipmyndir höfundar af ýms- um atburðum i neðanjarðarbyrg- inu, viðbrögðum ibúanna við þeim og andrúmsloftinu siðustu dagana eru minnisstæöar, svo og viðbrögð og ástand höfuðpaurs- ins, sem var rúinn makt og veldi, altekinn sjálfseyðingarhvöt guðlausrar skepnu. Drollige Thierbilder und Reime aus der Fabelwelt. NeudrOck der 1850 erschienenen Ausgabe. Nachwort Heiner Vog- el. Edition Leipzig 1978. Bók þessi kom fyrst út i Stutt- gart fyrir 129 árum og er endurút- gefin i sama formi og þá, með vel gerðum litmyndum. Bókin er gef- in út i safni barnabóka, Histor- ische Kinderbucher, Band 29. Umsjónarmaöur útgáfunnar er Horst Kunze. Heiner Vogel skrif- ar eftirmála að þessari bók, þar sem hann rekur nokkuð sögu myndskreytinga i gömlum barnabókum. Esóp hefur löngum verið fyrirmyndin aö mórölskum frásögnum, þar sem ýmis húsdýr eru látin kynna og predika réttar hátternisreglur. Fabúlur Esóps komu fyrst út prentaðar með tré- skurðarmyndum 1478. Mynd- skreyting ævintýra La Fontaines gerð af Oudry i útgáfunni frá 1755, varð viðfræg. A 19. öld kom tals - vert út af myndskreyttum dýra- fabúlum, og er þessi þó ein þeirra. Bækur þessar tjáðu móralskar forskriftir sinna tíma oe voru einkum ætlaðar börnum. Dýrin voru gædd ýmsum mennskum eiginleikum, bæði góðum og slæmum og dæmi rakin um hegð- un þeirra við ýmsar aðstæður. 1 þessari bók er efninu raöað upp i rimaðar smáklausur og fylgir mynd einhvers dýrs hverri klausu, yfirskriftirnar eru t.d. hræsni, ótti, hroki, sjálfshælni, þjónustusemi, meðaumkun o.s.fr. Flestallar bækur þessarar teg- undar eru nú mjög sjaidgæfar I frumútgáfum og seljast á háu verði þá sjaldan þær berast á markaö. Þessvegna hefur skap- ast markaöur fyrir endurútgáfur, sem nálgast frumútgáfurnar að, lita- og prentgæðum. ,The China Syndrome’ frumsýnd í Svíþjóð „The China Syndrome” nefnist kvikmynd sem var frumsýnd i New York á þessu ári, skömmu fyrir slysið i kjarnorkuverinu i Harrisburg. Strax eftir frumsýn- inguna fóru að streyma inn mót- mæli vegna myndarinnar sem talsmenn kjarnorkuvera töldu gefa alranga og ýkta mynd af hugsanlegum hættum af kjarn- orkuverum. En eftir slysið I Harrisburg þögnuðu þessar raddir að mestu. Nú hefur mynd- in nýlega verið frumsýndi Sviþjóð og vakið miklar umræður. 1 ljós hefur komið að fjöldamörg stór- fyrirtæki i Bandarikjunum eiga fé i kjarnorkuiðnaðinum, jafnframt þvi sem þau eiga hlut i sjónvarps- stöðvum og jafnvel kvikmynda- fyrirtækjum. Þetta er talið hafa haft áhrif á umræðurnar, m.a. hafa sjónvarpstöðvar dregið til baka viðtöl um myndina „The Atomic Industrial Forum” sendi kvikmyndagagnrýnendum upp- lýsingabækling um kjarnorkuiðn- að áður en myndin var frumsýnd. Að þessum samtökum standa 600 fyrirtæki, sem á einn eða annan hátt taka þátt i „friðsamlegri not- kun kjarnorku” eins og það heitir. I kvikmyndinni segir frá þvi þegar hinn geislavirki kjarni i kjarorkuveri „bræðir úr sér” og fer i gegnum stál og stein, beint niður i jörðina og i gegnum hana. Eftir allar þessar umræður og slysið i Harrisburg hafa aðstand- endur sýningarinnar, m.a. Jane Fonda, sem leikur eitt aðalhlut- verkið, keppst um að sannfæra Jane Fonda og Michael Douglas I kvikmyndinni „The China Synd- rorae”. fólk umopinberlega að myndin sé ekki fyrst og fremst um kjarn- orku heldur sé hún „tryllir” (thriller) um tækni meðal annars. En þótt Jane Fonda hafi sagt þetta i sjónvarpsviðtölum, hefur Framhald á bls. 21. JÖFUR HF. AUÐBREKKU 44-46 - KÓPAVOGI - SÍMI 42600 árgerð Skoda Amigo á gamla veröinu. Aðeins 50 bílar til ráðstöfunar. Tilboð sem aðeins stendur skamma stund og verður ekki endurtekið. Grípið tækifœrið og tryggið ykkur nýjan Skoda Amigo strax Verð frá kr. 2.195.000.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.