Þjóðviljinn - 26.08.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.08.1979, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. ágúst 1979. Þórhallur Sigurðsson B-leikari: VIÐ KJÖTKATLANA Hinn 1. mars sl. fengu tveir leikarar ÞjóBleikhússins á B-samningi uppsagnarbréf. Voru i bréfum þessum tilfæröar þær ástæður, aö vegna ákvæöa um (j mánaöa uppsagnarfrest, sem Félag i'slenskra leikara heföi „hariö” i gegn i samningum, væri ■ ekki séö hvort not yröu fyrir leik- arana tvo næsta leikár. Þetta væri og nauösynlegt af fjárhags- ástæöum. — Tekið var sérstak- lega fram, aö leikhúsiö heföi ekkert viö störf leikaranna aö athuga. Stéttarfélag leikara brást hart viö, stjórn Starfsmannafélags rikisstofnana, meirihluti þjóöieikhúsráös og fjölmargir starfsmanna mótmæltu þessari málsmeðferö. Enginn þessara aðilia dró i efa lagalegan rétt leikhússtjóraii’s til egj’a upp samningum, en allir fordæmdu aöferðina. Eneftir viötal viö Svein Einars- son þjóðleikhússtjóna i Morgun blaöinu fyrir skömmu, hefur þetta mál tekið á sig talsvert undarlega mynd á opinberum vettvangi. t viötalinu hamrar Sveinn enn á þvi, aö samningar F.I.L. standi starfsemi leihússins fyrir þrifum, að hann hafi b£U"ist fyrir endurnýjun leikarahópsins, en allt strandað á ríkisvaldi og þó einkum á F.I.L. Þessiummæli hendir siöan Jón Viöar Jónsson á lofti i dagskrár- grein I Þjóöviljanum 10. ágúst, kallar þau „uppljóstranir” og þykir sem Sveinn sýni sérstakt hugrekki meö þvi aö rjúfa þagnarmúrinn um samninga leikaranna sem sitja einir i „friöi og ró viö kjötkatlana” og „eru komnir i feitt hjá stofnanaleik- húsunum.” En af þvi aö ég er einn af púk- unum og hef setiö að krásum og fitnaö og dafnaö i rúm 10 ár án þess aö „leyfa öðrum aö komast að”, þá verö ég aö leggja hér nokkur orð i belg, þó ég ætti náttúrlega að skammast mln og liggja ævinlega hundflatur og þakklátur fyrir aö leikhúsiö skyldi náðarsamlegast þiggja heilan áratug af sarfsorku og lifi ungs manns. Ef svo óllklega vildi til, aö ég, eiginhagsmunaseggur á B-samn- ingi hegöi mér nú „drengilega” og liti til vinnu.veitanda mins eins og gert var i fyrri krepputiö á Islandi, þá myndi ég ekki beina þakklæti minu og auömýkt til F.I.L., heldur beint til Sveins Einarssonar núverandi bióðleik- hússtióra og ekki sist til hins fyrr v erandi Guðlaugs Rósinkranz, sem „uppgötvaöi” mig og leyfði mér aö leika i Þjóöieíkhúsinu. Og mikiö eiga þeir stjórar inni hjá manni eins og Róbert Arnfinnssyni, eins og hann hefur nú fitnað i öll þessi ár. B-samningsleikararnir: Anna Kristin Arngrimsdóttir Bjarni Steingrimsson Bryndis Pétursdóttir Flosi Ólafsson Hákon Waage Helga Jónsdóttir Jón Gunnarsson Randver Þorláksson Sigmundur örn Arngrfmsson Siguröur Skúlason Steinunn J óhannesdóttir Þórhallur Sigurösson ættu aö beina öllu þakklæti sinu til Sveins Einarssonar, sem hefur ráöiöþau ár eftir ár á þann samn- ing, sem aö visu gerir þau aö ann- ars flokks fólki i leikhúsinu hvað varöarlaunog stundum verkefni. Og viö getum lika þakkaö honum þaö, aö sl. 7 ár hefur enginn B-samningsleikari veriö ráöinn á A-samning, þóttsumir þeirrahafi starfaö viö leikhúsiö áratugum saman. Aldursskipting leikara á A og B samningi viö Þjóöleikhúsiö er nú þessi: A A-samningi eru 20 leik- arar, meöalaldur 50 ár. 16 leikarar á aldrinum 44-56 ára, einn 36 ára, einn 38 ára, einn 63 ára og einn 66 ára. A B-samningi 12 leikarar, meöalaldur 36 ár. 8 leikarar á aldrinum 30-34 ára, einn 38 ára, einn 43 ára, einn 49 ára og einn 51 árs. Helstu breytingar á samning- um i tiö Sveins Einarssonar eru: a) fjölgun A-leikara á aldursbil- inu 44-56, sem hefur nú siöustu ár haft þau áhrif aö verulegur verk- efnaskortur hefur veriö hjá þess- um ieikurum og veröur fyrir- sjáanlega á næstunni, b) manna- skipti á B-samningi fyrir 7-5 árum, en siöan sáraiitlar breyt- ingar. Hugrekki Sveins Einarssonar hefur þvi' ekki birst i aö endurný ja leikarahópinn. Hann hefur þvert á móti lýst þvi yfir, aö hann treysti sérekki til þess aö leggja listrænt mat á starf einstakra leikara eins og Jóni Viöari finnst sjálfsagt aö hann geri, og haga ráöningum eftir þvi. I stað þess hefur Sveinn skotið sér á bak við samninga FIL eins og I hópupp- sögn B-leikara i fyrra, og upp- sögnum tveggja leikara i ár. Afleiðingarnar eru augljósar; kynt er undir rig og deilur innan stéttarfélagsins og ungir leikarar og atvinnulausir fá þá hugmynd, aö i stóli þjóöleikhússtjóra sitji maður sem vilji opna allar dyr en geti engu um þokað fyrir samn- ingum F.I.L. Erfið samskipti Þaö vita allir sem I leik- húsunum starfa, aö samskipti stjórnar F.I.L. og Sveins Einars- sonar hafa verið býsna erfiö, svo ekki sé meira sagt. Þessir sam- skiptaöröugleikar voru reyndar fyrir hendi áöur en Sveinn kom I Þjóöleikhúsið og fluttust meö honum frá L.R. Mér dettur ekki I hug aö þar sé viö hann einan aö sakast og hefur mér oft fundist, sem báöir aöilar neiti aö tala sama tungumálog kjósi frekar aö vera móögaöir og spældir og grýta grjóti og sandi eins og krakkar. Égleitþess vegna á þaö sem mikilvægt verkefni hins nýja þjóöleikhúsráös aö bæta þessi samskipti til heilla fyrir leikhúsiö og þróun leiklistarmála I landinu. En þaö eru fleiri en leikhús- stjórarnir sem eru óánægðir meö samningana eins og þeir eru I dag. Leikarar Þjóöleikhússins fjölluðu mjög rækilega um þá á nokkrum fundum i vetur. I þeim eru fjölmörg atriöi sem færa mætti til betri vegar og tryggja eölilega endurnýjun og hreyfingu á starfsliöi leikhúsanna. En eftir reynslu síöasta vetrar verö ég aö efast um raunverulegan vilja manna til aö bæta ástandiö. 1 lok janúar sl. óskaöi stjórn F.l.L. eftir fundi meö hinu nýja þjóðleikhúsráði þar sem viöraöar voruhugmyndir F.I.L. um breytt samningsfyrirkomulag. Tóku ráösmenn allir vel i þessar til- lögur svo og þjóöleikhússtjóri. Akveöið var aö skipa samstarfs- nefnd leikhússtjórnar og F.I.L. til þess að vinna sameiginlegar hug- myndir að næstu samningsgerð. Var nefndin skipuö i febrúar þeim Ivari H. Jónssyni og Þórhalli Sigurössyni frá Þjóöleikhúsinu og Gisla Alfreðssyni og Sigurður Skúlasyni frá F.I.L. Fannst mér nú hafa miðað talsvert áleiöis, þar sem aöilar heföu ákveöiö aö ræöa málin saman fyrst áöur en úti hörku og pressu sjálfra samn- ingafunda viö fjármálaráöuneyt- iö væri komiö. En var þá nokkur alvara meö þessu. Svo var ekki aö sjá, þvi 1. mars hendir Sveinn uppsagnarbombunni þrátt fyrir aö framundan væru viöræöur um gerbreytt samningsform sem heföu jafnvel leitt til þess aö þjóöleikhússtjóri heföi verið leystur undan hinni þungbæru kvöð aö þurfa aö leggja eingöngu persónulegt mat á leikara, heldur væri ráöningum sett ákveöin timamörk meö reglulegri endur- skoöun. Eins og aö uppsögnunum var staöiö komu þær fram sem bein ögrun viö F.l.L. Samstarfs- nefndin tók aldrei til starfa o g enn þann dag I dag er þetta mál óút- kljáö þrátt fyrir endalaus funda- höld fram og aftur. Seinna i marsmánuöi skýröi Sveinn svo frá þvi á fundi meö starfs- mönnum leikhússins, að mark- miö uppsagnanna væri fólgiö I þeirri stórkostlegu „endurnýjun” að ráöa einn aöalleikara L.R. á annan samninginn og ungan leikara, semhaföi staöiö sig mjög vel i nokkrum hlutverkum i leikhúsinu, á hinn. C-samningurinn En athugum nú nánar stööu C-samningsins, eöa þess fólks, sem viö B-leikarar höldum frá leikhúsinu með aöstoö Sveins og samninga F.I.L. Þaö er athyglis- vert, aö Jón Viöar telur sjálfsagt aö próf frá leiklistarskóla tryggi fólki vinnu. Ég veit ekki aö slikt gerist I neinni annarri starfs- grein, en mikiö væri óskandi aö svo gæti oröiö. Og ég er ekki aö mæla bót núverandi ástandi, sem er vissulega ótækt, þó ég minni á, aö flest okkar höföum starfaö árum saman á lausum samn- ingum áöur en um B-ráöningu var aö ræöa. Fyrir nokkrum árum þinguöu leikarar, er stóöu utan viö AogB samninga leikhúsanna, um hvaöa stefnu bæri aö taka i C-samningsmálinu. Þá var ástandið þannig, aö fjöldi C-leikara starfaöi viö leikhúsin sem af náö og miskunn „gáfu mönnum tækifæri”, mörg ógnar- smá, fyrir sáralitla borgun. Þessu vildu leikararnir ekki una, og samþykktu gjörbreytt samningsform, sem tryggöi laus- ráðnu fólki m .a. full mánaöarlaun ámeöaná æfingum stendur. Eftir þessum samningum var lika hag- kvæmara fyrir leikhúsin aö ráöa sama leikarann I tvö hlutverk hvertá eftir ööru.þ.e.ef leikarinn léki I tveim verkefnum samtimis færi hann inn á kjör B-leikara, sem væri leikhúsinu ódýrara en tveir C-samningar. Leikurunum, sem stóöu i þessari samnings- gerö, var þaö fullljóst, aö hún Þórhallur Sigurösson myndi hafa i för meö sér aö færri kæmust aö en áöur, og sú hefur orðið raunin. En mannsæmandi laun og tilraun til þess aö hreppa fleiri en eitt einstakt hlutverk, voru þau atriði sem algjör sam- staöa náöist um I hópi laus- ráöinna leikara, er mótuöu núverandi samningsform C-samningsins, og það er einmitt þessi samningur sem leikhús- stjórarnir hafa kvartaö sem mest undan. Þaö er misskilningur, aö leik- húsiö þurfi aö fara i bardaga viö fjárveitingavaldiö og F.Í.L. til þess aö hægt sé aö ráöa aöra leikara aö leikhúsinu en þá sem þar starfa að staöaldri. En þaö þarf hins vegar að skipuleggja starf leikhússins meö góöum fyrirvara, til þess aö hin mörgu hlutverk sem skipuö eru laus- ráðnum leikurum ár hvert (24 leikarar sl. vetur) séu ekki eins og tilviljanakenndar ölmusur, sem oftlega er slett i leikarana með litlum eða engum fyrirvara. Ef leikhúsin vissu aö vori hvaða verkefni yröu sýndnæsta vetur og leikstjórar heföu um þau fjallaö, þá hlyti þaö aö vera þeim kapps- mál aö tryggja sér ákveöinn hóp leikara sem heföu þaö mikil verk- efhi, aö þeir nytu sömu kjara og B-samningsleikarar. Þaö mætti lika hugsa sér, aö koma af staö mikilli hreyfingu á hinn fasta hóp leikara viö leik- húsin meöþvi aö fastráöa leikara i eitt eöa fleiri misseri viö útvarp og sjónvarp. Samkvæmt laus- legum útreikningum greiddi Rikisútvarpiö laun til leikara sl. ár sem samsvara 17 árslaunum á A-samningi við Þjóöleikhúsiö. En einnig þetta krefst skipulagn- ingar og samræmingar þeirra sem stjórna leikhússtofnunum okkar, einhverrar stefnumótunar sem heldur litiö hefur fariö fyrir I islensku leikhúslifi. Ég trúi þvi ekki, aö Jón Viöar haldi þvi' fram i fullri alvöru, að listrænn vandi leikhúsanna yröi leystur, ef skipt yröi um fólk á B-samningi Þjóðleikhússins. En vegna ummæla hans i Þjóövilj- anum 22. ágúst verö ég aö biöja hann vinsamlegast um aö nefna meö nafni þá B-leikara sem aö hans skoðun og „margra ann- arra” standi islensku leikhúsi fyrir þrifum. Þaö er nefnilega þaö sem Sveinn hefur aldrei viljaö segja okkur. Gleymdur þáttur I lögum um Þjóöleikhúsiö segir: — „Viö samningu verk- eftiaskrár skal leitast viö aö nýting starfskrafta veröi hag- kvæm og tillit sé tekiö til list- rænnar velferöar og þroska lista- mannanna. — ” Þessari klásúlu er litiö haldið á lofti,enda sjaldan eftir henni fariö. Af þvi höfum viö leikarar Þjóöleikhússins miklar áhyggjur og oft leiðindi. Þessi þáttur leiklistarsögunnar væri ekki siöur verkefni fyrir fræöi- mann en kjör hinna sem utan leikhúsanna standa. Kynni þá aö koma ýmislegt dapurlegt I ljós. En ekki meira um þaö aö sinni. Ég er ennþá eiösvarinn. • En af því ég er einn af púkunum og hef setið að krásum og fitnað og dafnað í rúm 10 ár án þess að „leyfa öðrum að komast að”, þá verð ég að leggja hér nokkur orð í belg, þó ég ætti náttúrulega að skammast mín og liggja hundflatur og þakklátur fyrir að leikhúsið skyidi náðarsamlegast þiggja heilan áratug af starfsorku og lífi ungs manns 23. ágúst. ÞórhaDur Sigurösson i þessari grein ieggur formaöur þjóöleikhúsráös sinn skerf til umræöunnar um samskipti Félags islenskra leikara viö þjóöleikhússtjóra, svo og uppsagnir B-samningsleikara. Fyrri greinar um máliö hafa birst i Þjóöviljanum 10., 17., 18., 22. og 25. þessa mánaöar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.