Þjóðviljinn - 26.08.1979, Side 15

Þjóðviljinn - 26.08.1979, Side 15
Sunnudagur 26. ágúst 1979. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 • Vorum fastir í ís í Hvíta- hafinu í nærri 7 vikur • Þurftum að ná í1800 fullorðna seli til að fylla skipið • Það hlytur að vera eirihver skekkja í útgerðar- málunum okkar, hér á Fróni Jóhann D. Baldursson A SELVEIÐUM í HVÍTAHAFI FYRIR50ÁRUM Rcett við JOHANN D. BALDURSSON sem þekktari er undir nafninu Jói norski „Þaö bar nú allt svo skjótt I aö, þegar ákveöiö var aö ég ! færi fyrst utan til Noregs. Ég bjó þá á ólafsfirði, mér haföi veriö komiö þangaö I fóstur til móöurbróöur mlns. Þetta var áriö 1919 ogég þá 16 ára gamall. Viö faöir minn höföum veriö á skaki úti fyrir Siglufiröi fyrr um daginn. Þegar ég kom heim til Ólafsfjaröar lágu þar á lcgunni þrjú norsk slldveiöiskip, sem var ekki óvanalegt þá á sumrin. Skipstjórinn á einu þeirra, Arnt að nafni, haföi haft orö á þvi fyrr um sumarið aö hann heföi hug á aö taka islenskan pilt meö sér til Norcgs þá um haustiö. Sá sem haföi ætlaöutan hætti viö á slðustu stundu og Arnt skipstjóri var staddur inni hjá Árna Bergssyni kaupmanni að leita eftir einhverjum öðrum pilti sem heföi áhuga á að koma með sér. Þegar ég kom inn ( verslunina nefndu þeir þetta við mig, og ég hraðaði mér uppeftir til fóstra mins og sagði honum hversu var. Þaö varð úr eftir stutta um- hugsun að fóstri minn og fóstra féllust á þetta og slðar um kvöldið sama dag var ég lagður af stað til Noregs þar sem ég dvaldi næstu 15 árin, mestan timann viðselveiðar i Hvi'tahafi og við Svalbarða.” Viðmælandi okkar er Jóhann Daniel Baldursson vélstjóri um öll Norðurhöf um áratugaskeið, og yfirleitt aldrei kallaður ann- að en „Jói norski” eftir að hann flutti heim til íslands aftur. Byrjaði sem kokkur „Ég dvaldi fyrstu árin ytra, á heimili Arnts skipsQóra og fjöl- skyldu hans. Fyrsta árið var ég i landi og gerðiekki mikið annað en að saga \ eldinn. Strax eftir áramótin næstu fór ég með Arnt á sildveiðar og var ég þá kokk- ur aðra hverja viku á móti J6- hanni bróður Arnts. Þennan vetur gengu sildveiðarnar illa. Ekki veit ég hvort skipshöfnin hefurhliftmérviðskömmum lit af matseldinni þar sem ég var það ungur, en I það minnsta fékk églitið að heyra af skömm- um frá þeim. Þaðvar reynt að skammta of- an I menn ýmsa hluti. Kokkur- inn geymdi t.d. alltaf kaffi- birgðirnar. Þá var kokknum út- hlutaö einni steinoliuflösku á viku til að kveikja upp með i ká- etunni, og tvær flöskur mátti notaá viku tilupphitunar oglýs- ingar ieldhúsinu. Það eina sem við strákarnir gátum fengið eins og okkur lysti af var siróp og skonrok. Þessustungum viðupp i okkur eins oft og við máttum við, og man ég sérstaklega eftir þviað við steiktum það stundum á pönnu, og var þáð þá eins og besta sælgæti. Treystir þú þér ekki til að keyra? Arið eftir slldarvertiðina, bauðst mér staða vélstjóra hjá Arnt, en þá ætlaði hann I sela- veiðiferönoröuriHvitahaf. Vél- stjórastarfið kom upp i hend- urnar á mér á siðustu stundu áður en lagt var úr höfn eins og meðbrottförina frá Islandi forð- um daga. Þannig var að skyttan á bátn- um neitaði algjörlega að fara með i selveiðina ef sami vél- stjóriyrðimeð ogþá var á bátn- um. Þeim samdi vlst eitthvaö illa mönnunum og þar sem skyttan var Arnt dýrmætari maöur en vélstjórinn varð að finna nýjan vélstjóra á stund- inni. En það virtist ekki hlaupiö að þvl og eftlr stuttan tíma kom Arnt til min og sagði: „Jóhann minn, heldur þú ekki að þú treystir þér til að keyra vélina fyrir okkur?” Og þar með var kominn nýr vélstjóri á selveiðibátinn. Ég hafði að visu aldrei komið neitt nálægt vélum að ráði en þar sem mig fýsti mikið aö komast I selveiðarnar tók ég þá ákvörð- un aöláta slag standa. Siðan má segja aö ég hafi staðiö yfir vél- um bæði á haf úti og I landi allt mitt líf. Skipið sem við fórum á i sel- veiðarnar hét Lance og var sama skipið og ég fór með utan til Noregs, og stundaði sildveið- arnar á sumarið áður. Þetta var 40-50 tonna selveiði- skip sérstaklega styrkt fyrir siglingíu- i is. 1 skipinu var 40 hestafla Wickmannvél, ein sú fyrsta sem þær verksmiðjur framleiddu, jimgbyggð vél en traust. Vélin var vatnskæld og þaðmátti ekkert beraút af með kælivatnið, þvi að þá missti hún aflogfóraðreykja. Ef húnaftur ámóti fékkof mikið af kælivatni fór hún að hiksta heldur iriikTð. Ég varð. fljótt svo nátengdur vél- inni að mér fannst ég stundum vera orðinn stór hluti af henni. Hvar sem ég var staddur i skipinu hlustaði ég eftir gangi vélarinnar og rauk upp um miöjar nætur ef mér fannst ég heyra eitthvert óeölilegt hljóð 1 henni. Aðalveiöisvæðið hjá okkur var I Hvltahafinu. Aðallega stunduðum við veiöar á vööusel, „gammel hund”, en hann held- ur sig mest viö Isröndina I norðurjaöri Atlantshafsins. Vöðuselurinn er stór og mikil skepna. Brimillinn er stærri en urtan og getur orðið allt að 2 metrar aö lengd og spikið á hon- um allt aö 80 klló þegar hann er feitastur. Það er 1 marsmánuði áður en hann gengur til látranna. Fyrstu árin sem ég stundaði sel- veiðarnar I Norðurhöfum var yfirleittnógur selur á ísröndinni eða nálægt henni. Seinni árin var sdurinn þó farinn að færa sig innar á Isinnog olli það margvlslegum vandræðum við veiðarnar. Þurfti að veiða 1800 seli. Ég fór I alls 16 selveiðiferðir þann tima sem égdvaldi I Norð- ur-Noregi og sigldi um allt Norðurhafið: Hvltahaf, Bar- entshaf og norður undir Sval- baröa. Það var aðallega sel- skinnin og þá ekki sist kópa- skinnin sem sóst var eftir. Einn- ig var spikið hirt og það slðan brætt 1 verksmiðjum I landi. Maður hefur heyrt hroðalegar sögur um grimmd mann’a á kópaveiöum á vestrænum slóð- um. Ekki veit ég hvað hæft er I þeim. Hitt veit ég að fátltt var að lifsmark sæist með kóp sem tekinn var til fláningar þann tima sem ég stundaði þessar veiðar. Að minnsta kosti varð ég aldrei vitni að slíku. Veiðin gekk þannig fyrir sig, að þegar sellátur var fundið voru bátar látnir slga I sjó og eftir þaö voru skytturnar alls- ráðandi. Urtan veröur strax óróleg þegar hún verður vör við mannaferðir en hún yfirgefur ekki kópana si'na. Þær eru yfir- leitt skotnar strax og verða má ogsiðan ergengið ákóparööina með rothnall og hver kópur drepinn. Kóparnir þurfa ekki mikið högg á trýnið til aö dauð- rotast. 1 sumum veiðiferðunum urð- um við að liggja vikum saman við isröndina, annað hvort fastir i isnum eða þá að við urðum ekki varir við sel. Ef vel gekk hins vegar gátum við náö tveimur veiðiferðum I Norður- höfin yfir vertiðartimann sem stóð frá I febrúar og fram á vor- in, en yfirleitt var keppst viö aö komast I land fyrir þjóöhátiöar- daginn 17. mai. Það þurfti að veiða um 1800 seli til að fylla Lance. Ef ekki tókst að fylla skipið i Hvitahaf- inu var siglt alla leið norður að Svalbarða og tókst yfirleitt aö fylla skipið þar á skömmum ttma. Vistir voru teknir fyrir 3 mán- uði þegar lagt var upp i veiði- ferö. Mest var étið af selkjöti og saltfiski sem viö tókum með okkur, og eins var ávallt tekin með 1 tunna af islensku salt- kjöti. Þvl var slöan hætt slðustu árin sem ég var i Norðurhöfum þvi kokkurinn kvartaði undan þvi, og sagði að þaö syði alltof mikinn inn. Annars fannst mer alltaf há- tiðlegt að fá islenska saltkjötið. Slöustu selveiðiferðina fór ég 1931. Hún er mér aö mörgu minnisstæð því að þá voru mikl- ar og erfiðar vaktir við vélina. Lance var föst I isnum i nærri 7 vikur. Oft var eins og isinn ætl- aðiaðbrjóta skipið I spón og það small og brast i ölln, en heilir komumst viö heim um vorið með fullt skip af selspiki og skinnum.” Jóhann flutti heim til Islands árið 1934 ásamt eiginkonu sinni Coru, sem hann giftist i Noregi árið 1927, og fjórum börnum þeirra. Bjuggu þau fyrst á Ak- ureyri ogstundaði Jóhann ýmis störf við vélgæshi. Sigldi á gufu- togurum öll striðsárin þar á meðal Tryggva gamla, Ráninni og Jarlinum. Arið 1950 fór hann aftur utan til Noregs og starfaöi þá sem vélstjóri á norskum fiskiskipum bæði hér uppi viö tslandsstrend- ur og við norsku ströndina. Jóhann flutti síðan ásamt fjöl- skyldu sinni aftur heim til Is- lands f imm árum síöar og hefur dvalið hér siðan. Siöustu árin hefur hann dvaUð ásamt Coru eiginkonu sinni á elliheimilinu á Blönduósi. Allt annar og verri andi i útgerðinni hér en i Noregi Jóhann hefur kynnst vel sjáv- arútvegsmálum bæði hér á landi og ekki sist I Noregi og hefur ákveðnar skoðanir i þeim efnum. „Það er eitt alveg öruggt, og þaö er að allt annar andi rikir i útgerðarmálum Norðmanna en hér hjá okkur. Nýting Norö- manna á hráefni I vinnslu, fisk- tegundum og veiöarfærum er margfalt meiri en við höfum kynnst hér heima. Við erum með alltof gamaldags tæki I aUri vinnslunni og drögumst þvl hratt aftur úr öðrum þjóöum. Litið þið bara á loðnuverksmiöj- urnar hér á landi. Þar eru notuð sömu tækin og þegar sildin var brædd hér sem mest um árið. Við seljum fisk á sömu mörk- uðum og Norðmenn. Hér er út- gerðin slvælandi og segist allt- af á hausnum og heimtar sí og æ gengisfellingu. Kaupið til sjó- manna og fiskvinnslufólks er miklu lélegra en I Noregi. Þaö hljóta þvl allir heilvita menn að sjá að það er komin stór skekkja I útgerðar-og fisk- vinnslumálefni okkar, skekkja sem þarf aö lagfæra áöur en verður um seinan.” f -lg !

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.