Þjóðviljinn - 26.08.1979, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 26.08.1979, Blaðsíða 9
Sunnudagur 26. ágúst 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Ágúst ’69- ágúst 79: i þessum mánuði eru tíu ár liðin frá því breski her- inn kom til N-írlands í því skyni að ,/Stilla til friðar" milli mótmælenda og ka- þólikka eftir einhverjar mestu óeirðir í landinu síð- an á fjórða áratugnum. Kaþólski minnihlutinn i Ulster einsog þessi hluti trlands heitir i munni breskra nýlenduherra tók komu hersins ekki illa i fyrstu, fólk vonaðist eftir vernd eftir svi- virðilega framgöngu löggæslunn- BARÁTTAN Á N-ÍRLANDI Breskur her í tíu ár ar á staðnum. Royal Ulster Constabulary (RUC). En þegar þessa atburðar var minnst núna, þegar 810 ár eru liö- in frá þvi breskur her gerði sina fyrstu innrás i írland, fóru 4000 kaþólikkar um Belfast undir merkjum lýðveldissinna til að krefjast tafarlausrar brottfarar hersins, og enn fleiri tóku þátt i göngu vinstri manna i London sem farin var til að hvetja til þess að herinn yrði kalláður heim.' >vi þó að mannréttindabarattu kaþólskra virðist lítið hafa miðað undanfarin ár er ljóst að breski herinn er fádæma óvinsæll og krafa lýðveldissinna um samein- að trland, sjálfsforræði allrar irsku þjóðarinnar, á enn mikinn hljómgrunn. Ýmislegt bendir meira að segja til að andheims- valdasinnuð barátta sé heldur að eflast á Norður-trlandi og að hún njóti vaxandi samúðar i Bretlandi sjálfu. Landi skipt Rösk hálf miljón kaþólikka býr á N-trlandi, mótmælendur, sem að verulegum hluta eru afkom- endur ensku yfirstéttarinnar meðan trland allt taldist bresk nýlenda, eru tvisvar sinnum fleiri á þessu svæði. trskir lýðveldissinnar hafa allt- af álitið það svik við sinn málstað þegar Irlandi var skipt með þess- um hætti, norðurhéruðin undan- skilin þegar sjálfstæðið loksins fékkst. Og það sjálfstæði hefur raunar alla tið einkennst af þvi að efnahagsleg itök breskra fyrir- tækja i Irska lýðveldinu eru mjög sterk. Kaþólski minnihlutinn hefur lengi verið fótum troðinn i N-tr- landi, þó á ýmsu hafi gengið i bar- áttu hans. En á siðasta áratug efldist mannréttindabarátta þeirra mjög og þvi harðskeyttari urðu viöbrögð ráöandi stéttar. Michael Fárrell rifjar i nýlegri grein (I Socialist Challenge) upp komu breska hersins til héraðs- ins. Farrell var þá og er enn einn helsti forystumaður samtakanna Aipyoulýöræöi (Peoples Demo- cracy) sem framarlega stóðu i baráttu þessara ára. Belfast í ágúst ’69 Arið 1968 og framan af árinu 1969 réðst norður-írska lögreglan (RUC) hvað eftir annað að göng- um mannréttindahreyfingarinn- ar, en það var ekki fyrr en I ágúst sem endanlega sauð upp úr. Lög- reglan ákvað að fylgja göngu mótmælendasamtaka sem voru að fagna 300 ára gömlum sigri á kaþólikkum i gegnum miðborg Derry, þar sem fjöldi kaþólskra býr. Þetta var þann 13. ágúst ’69. Til andmæla kom og svo fór að RUC menn gengu berserksgang i hverfum kaþólskra (Battle of Bogside). Daginn eftir urðu gifur- leg mótmæli meðal kaþólikka um allt N-Irland til að sýna sam- stöðu með fólkinu i Derry. Lög- reglan, en i henni voru á þessum tima þrjú þúsund manns, réð ekki við mótmælendur (nú eru 8000 manns i RUC). 14. ágúst tók breski herinn við Ernie Roberts, Verkamanna- flokksþingmaður, var helsti hvatamaður að stofnun aiþjóð- legu nefndarinnar til að kanna framferöi Breta á N-írlandi. stöðvum lögreglunnar i Derry. tbúarnir vörpuðu öndinni léttar i fyrstu, þvi stöðugum yfirgangi lögreglunnar i bænum var þó lok- ið i bili. Stjórn Ulster undir forsæti Chi- chester-Clark hefndi sin grimmi- iega fyrir ósigurinn I Derry. Að kvöldi þess dags bættist RUC i Belfast mikill liðsauki úr röðum mótmælendahópa lengst til hægri. Þetta lið réðst inn i ka- þólsk hverfi i Belfast, skaut úr vélbyssum og brenndi hús ofan af fjölmörgum kaþólskum fjölskyld- um. Kaþólska verkafólkið i þessum hverfum ætlaði ekki að vera óvið- búið næstu árás. í minningu irsku lýðveldisbaráttunnar og átak- anna á þriðja áratugnum reistu menn götuvigi og afgirtu alit hverfið sem þaðan i frá hét „frjálsa Belfast”. 15. ágúst tók breski herinn við stöðvum lög- reglunnar i kaþólsku hverfunum I Belfast. Þá sem fyrr veittu fáir þvi athygli að byssum hermann- anna var i raun beint gegn ka- þólska minnihlutanum, en ekki árásarmönnunum sjálfum. Götuvígi og sjálfstjórn Kaþólska hverfið varð „sjáJf- ststt” eitt andartak irskrar sögu. Forysta þess var i höndum lýðveldissinna og róttækustu mannréttindabaráttumannanna, Varnarnefnd hverfisins setti á fót útvarpsstöð og gaf út dagblaðið „Citizen Press”. Þess var krafist að stjórnin segði af sér og að RUC yrði leyst upp. Hér er ekki rúm til að rekja sögu frjálsrar Belfast. Forysta varnarnefndarinnar féll smám saman i skaut „hófsamari” manna og fulltrúa kirkjunnar. I lok september höfðu flest götu- vigin verið tekin niður, jafnvel þó ekki hafi annað verið gert en að skipta um yfirmann RUC. Farrell telur eftir á aó hyggja — að mestu hafi valdið um þessa þróun að ekki var um raunveru- lega sjálfstjórn ibúanna i þessum hverfum að ræða. Varnarnefndin haföi I raun ekkert umboð frá fólkinu og forystumenn hennar voru tregir til að láta reyna á lýð- ræðið. Farrell telur að þetta van- traust hafi verið ástæðulaust, sambandið við ibúana var gott og samhugur mikill.. Farrell segir að lokum um þennan ágústmánuð fyrir tiu ár um: „Frjálst Belfast ætti að hafa svipaða þýðingu fyrir trland eins- og Parisarkommúnan og ráð- stjórnin 1905 haföi fyrir bolsévika i Rússlandi. Leiðin áfram var vörðuð, sú tegund skipulagningar sem árangursrik bylting þarfnast kom i ljós. Frjáls Belfast sýndi þann ótrúlega mátt sem býr i fjöldanum sameinuðum, skipu- leggjandi sjálfan sig.” Hnignun og sundrung Sögu þeirra tfu ára sem siðan eru liðin gefst ekki rúm til að rekja hér. Það má láta sér nægja að minna á að margt breyttist i rás baráttunnar samhliða þvi að hlutverk breska hersins kom æ betur i ljós. Lengst munu kaþó- likkar sjálfsagt muna þann blóð- uga sunnudag 30. janúar 1972 þeg- ar breski herinn skaut 14 óvopn- aða þátttakendur i mótmælum til bana. Um tima dró mjög úr afli bar- áttunnar, örvæntingarfullar skæruiiðaaðgerðir drógu kjark úr mönnum fremur en hitt, — svo virtist sem margir lýðveídissinn- ar hefðu misst alla trú á fjölda- baráttu. Herinn greip til æ harö- ari aðgerða, grunaðir lýðveldis- sinnar voru beittir pyndingum, gátu setið endalaust i einangrun- arfangelsi án dóms og voru ekki viðurkenndir sem pólitiskir fang- ar. Þau samtök sem nú heyja bar- áttuna eru lika önnur. Irski lýðveldisherinn klofnaði, opinberi armur hans varft aft ábyrgum en fylgislitlum stjórnmálaflokki sem kenndi sig við sósialisma, hinn armurinn (Provisionals) naut að visu meira fylgis en greip á stundum til aðgerða sem vandséð er að hafi stuðlað að eflingu bar- áttunnar. Stuðningsmenn hans hafa sætt miklum ofsóknum en samt fer þvi fjarri að breska hernum hafi tekist að kveða hann i kútinn. Alþýðulýðræðið hefur samein- ast öðrum samtökum á hinum annars svo klofna vinstri kanti og tengst Fjórða Alþjóðasamband- inu og i sömu átt hefur Berna- detta Devlin, sem nú er McAlis- key, færst. t kosningum til Evrópuþingsins snemma I sumar sýndi sig að frambjóðandi Sósialdemókrat- iska Verkamannaflokksins (SDLP) á langmestu fylgi að fagna meðal kaþólikka, hann hlaut 170 þúsund atkvæði. t þvi kjördæmi hlaut Bernadetta Mc- Aliskey, sem bauð sig fram með stuðningi Alþýðulýðræðisins, 34 þúsund atkvæði. Frambjóðendur hins opinbera arms irskra lýð- veldissinna (Sinn Fein) hlutu ekki nema 4000atkvæði i tveimur kjör- dæmum. Irski lýðveldisherinn skoraði á menn að sitja heima: Kosningaþátttakan var 57%, sem mun samt litlu minna en i venju- legum þingkosningum. Belfast frjáls á ný? En gangan fyrir skömmu var sú fjölmennasta um langt skeið og margt bendir til þess að nú sé að koma nýr skriður á baráttuna, sem einkum snýst um brottför breska hersins og að lýðveldis- sinnar sem inni sitja séu viður- kenndir sem pólitiskir fangar. Þeim öflum i Englandi sjálfu sem berjast fyrir þvi að herinn sé kallaður heim vex lfka ásmegin. Gangan sunnudaginn 12. ágúst i London var sú fjölmennasta sem farin hefur verið vegna Irlands- mála siðan 1972. BBC segir þátt- takendur hafa verið 4000, Guard- ian og Daily Mirror segja 10.000. Krafa göngunnar var að stefnt væri að þvi að herinn yrði kallað- ur heim sem fyrst, en lang-stærst- ur hluti göngumanna gekk undir borðunum „Tafarlaus brottför” (Troops out now). Meira að segja 14 þingmenn Verkamannaflokks- ins hvöttu fólk til að taka þátt i göngunni. Vinstri öfl i Verkamanna- flokknum og viðar reyndu lika að vekja athygli bresks verkafólks á pyntingum breska hersins á þess- um slóðum og stofnuðu alþjóðlega nefnd i þvi skyni. Vist er að „Irlandsmálið” er langt þvi frá leyst og andstæðurn- ar skerpast. Ofstækispresturinn Ian Paisly vann mikinn kosninga- sigur meðal mótmælenda i vor, friðarhreyfing kvenna er hins vegar oröin að engu. Kannski er þess ekki langt að biða að götu- vigin risi á ný i fátækrahverfum Belfast. (Heim. SocialChallenge, Newsweek) Tökum að okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smiðum eldhúsinnréttingar: einnig við- gerðir á eldri innréttingum. Gerum við leka vegna steypugalia. Verslið við ábyrga aðila TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ Bergstaðastræti 33, simar 41070 og 24613

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.