Þjóðviljinn - 26.08.1979, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 26.08.1979, Blaðsíða 23
Sunnudagur 26. ágiist 1979. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23 Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir Allt í einu varö til ljóö Systurnar Hildur og Urður Njarð- víkur. Hildur er 9 ára en Urður 8 ára. Myndin er tekin fyrir utan heimili þeirra að Skerjabraut 3 á Seltjarnar- nesi. í sumar voru systurnar á ferð um írland með foreldrum sínum. Þau voru að aka um fagra sveit í góðu veðri, stelpurnar sátu í aftur sætinu. Hildur sönglaði í hijóðfalli við hossið í bílnum. Allt í einu varð til Ijóð. Ljóðið sem er hérna á síðunni. Hildur raulaði það af munni fram svo eiginlega varð til lag líka, en það var ekki skrifað nið- ur. (Ljósm. Leifur) Líflð gerir svo margt Lífið leikur við sáiina, lífið gerir svo margt. Lífið það hoppar og lífið það skoppar, lífið gerir svo margt. Lífið það grætur og lífið það hlær líf ið brosir og grettir sig, lífið gerir svo margt. Lífið leikur við sálina, lífið gerir svo margt. Úr þjóðsögum r Jóns Arnasonar Álfar Soffia Halldórsdóttir sendi Rauða barnskiukkan Kona á bæ einum skammt frá sjó breiddi einu sinni ull til þerris á kletta við sjóinn og tók hana um kvöldið og bar inn í skemmu. Næstu nótt eftir dreymir hana að kona roskinleg, vel klædd og við- mótsgóð kemur til hennar og biður hana gæta að hvort hún finni ekkert í ullinni sem hún hafði breitt til þurrks um daginn, við hvað hún kannist ekki við. Kona gerir þetta og finnur rauða barnsklukku úr besta klæði í ullinni, hún ber klukkuna ofan á klettana þar sem ullin hafði verið, fer svo heim og getur ei um það við neinn mann í það sinn. Að litilli stundu liðinni fer hún ofan að klettunum og sér þá að rauða klukkan er horfin. Stúlkumynd eftir Sigurð málara. Trúiega gerð árið 1856. Hildur Njarðvík, 9 ára Skerjabraut 3, Seltjarnarnesi. Ljósm.: Leifur Barnsbrókin Kona er nefnd Ingibjörg Steinsdóttir, hún var vinnukona á Yztafelli í Kinn seint á átjándu öld. En um eitt sumarkvöld bar það til að klæði eður föt sem breidd höfðu verið til þurrks um daginn voru tekin inn um kvöldið. En af því þerrir hafði verið um daginn og fólk í heyönnum kom það ekki heim fyrr en seint um kvöldið og var þá orðið dimmt. Voru fötin gripin öll í eina hrúgu og borin í bæinn öll sem fundust án þess að athuga það framar. En þegar allt fólkið var sest að, var kall- að á baðstofugluggann og sagt: ,,Hefur engin séð eða tekið bláa barnsbrók á steini úti, ég verð barin ef ég finn hana ekki." Þá var farið að skoða fötin sem inn höfðu verið borin og fannst þar þá blá barns- brók sem enginn þekkti og var hún svo borin út á stein á hlaðinu og var horf in um morguninn. Húsbóndi fyrrnef ndrar Ingibjargar var Jónas Einarsson, merkur bóndi. 77/ garrnns handa bömum Þann 15. september 1854 skrifar Pétur Jóns- son bóndi í Hofdölum mági sínum, Sigurði málara Guðmundssyni, langt og mikið bréf til Kaupmannahafnar þar sem Sigurður er þá við nám. Neðanundir bréfinu er svohljóðandi eftir- skrift: „P.s. Móðir þín biður þig að gefa sér myndir á bréfum af Pilti og Stúlku til gamans handa börn- um." Þegar þetta bréf er skifað, eru f jögur ár frá því að bókin Piltur og stúlka eftir Jón Thorodd- sen kom út. Hann samdi hana i Kaupmannahöf n á árunum 1848—49, en hún var fyrst gefin út 1850. Sagan Piltur og stúlka er fyrsta skáldsagan á ís- lensku í nútíma skilningi og hefur notið feikna vin- sælda og verið gefin oft út. Þegar móðir Sigurðar málara biður hann að teikna á laus blöð myndir af þessum eftirlætis per- sónum barna og unglinga er það kannski ósk um fyrstu myndskreytingu barnabókar í nútíma skilningi. Hún fær bréf frá Kompunni Hildur Loftsdóttir, Hamragerði 25, Akureyri, sendi rétta lausn á get- rauninni í síðasta blaði. Hún gat lesið nöf n krakk- anna úr myndunum í hjartanu. Enn er nógur tími til að senda svör. Sendið eitt- hvert efni með, t.d. nokkrar línur um það hvernig ykkur líkar myndgáturnar, þó ekki væri annað. Kompan er handa ykkur til að skrifa í, svo þið verðið fær um að láta skoðanir ykkar í Ijós og f innist sjálfsagt að skrifa í blöðin, ef ykkur liggur eitthvað á hjarta.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.