Þjóðviljinn - 31.08.1979, Síða 9

Þjóðviljinn - 31.08.1979, Síða 9
Sovéskir dagar MÍR 1979: Föstudagur 31. ágúst 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Hópur áhugalistamanna frá einu af Miðasíulýð- veldum Sovétríkjanna, Kazakhstan, er væntanleg- ur hingað til lands hinn 6. sept. n.k. til þátttöku í „Sovéskum dögum", sem félagið MÍR efnir orðið til árlega. Listafólkið kemur fram á tónleikum og dans- sýningum á nokkrum stöð- um á Norður- og Austur- landi, auk Reykjavíkur. Þetta er fjóröa áriö i röö sem eitt 15 lýðvelda Sovétrikjanna er sérstaklega tekiö tii kynningar á „Sovéskum dögum” MIR, Menn- ingartengsla Islands og Ráö- stjórnarrikjanna. Aöur hafa þessi sovétlýöveldi veriö kynnt: Armenia (1976), Lettland (1977) og Úkraina (1978). 25 manna hópur kemur frá Sovétrikjunum til þátttöku i „Sovéskum dögum” MIR aö þessu sinni, þeirra á meöal er 3ja manna sendinefnd sem skipuö er þeim Sjamelkhanov, varafor- manni Aætlunarráðs Kazakhstan, Kumantaévu kennaraskólarektor og N. Pétkov starfsmanni Sovéska vináttufélagasambands- ins og félagsins Sovétrikin- Island. Aðrir i hópnum eru félagar 1 Þjóblaga- og dansflokkum „Úli- tá” frá einni af yngstu byggðum Miðkazakhstan, Dsezkazganhér- aöi. Þetta eru allt áhugalista- menn, sem þó hafa náö langt á listabrautinni, þvi aö flokkurinn „Úlitá” hlaut m.a. verðlaun á al- rikishátið sovéskra áhugalista- manna fyrir fáum árum. I hópn- um sem hingað kemur eru 4 ein- söngvarar, 7 hljóöfæraleikarar og 10 dansarar og á efnisskrá flokks- ins eru um 20 atriöi: einsöngur, kvartettsöngur, hljóöfæraleikur og þjóödansasýning. Úlitá-flokkurinn sýnir fyrst fáein atriöi efnisskrár sinnar aö Kjar- valsstöðum föstudagskvöldið 7. september, en þá verða „Sovésku dagarnir” settir þar og jafnframt opnuð sýning á listmunum og minjagripum, barnateikningum, grafik og ljósmyndum frá Kazakhstan, svo og forvitnileg sýning á svartlistarmyndum viö efni Njálssögu eftir rússneska listamanninn Viktor Prokofiev. Við opnun sýningarinnar verða flutt ávörp og Baldur Pálmason dagskrárfulltrúi les upp ljóð. Aö- gangur aö Kjarvalsstööum er ókeypis og öllum heimill. Úlitá-þjóðlaga- og dansflokkur- inn heldur tónleika og danssýn- ingu í Þjóöleikhúsinu laugardag- inn 8. september kl. 3 síðdegis og siöan veröa tónleikar á Akureyri 10. sept., Húsavik 11. sept., Nes- kaupstað 12. sept. og Egilsstöðum 14. september. 1 MIR-salnum, Laugavegi 178, verður sett upp bókasýning og sýning á ljósmyndum frá nýrækt- arsvæðunum miklu i Kazakhstan, og þar verða einnig flutt erindi og sýndar kvikmyndir fimmtudags- kvöldiö 13. september kl. 8.30. Aö- gangur aö MlR-salnum er öllum heimill meöan húsrúm leyfir. ÚTKALL Nýtt Brunalið með nýja plötu útkall heitir ný plata Bruna- liösins, sem nú kemur út frá Hljómplötuútgáfunni h.f..Með þessari plötu segist Brunaliöið marka nýja stefnu — enda nánast um nýja hljómsveit aö ræöa. I framlinunni eru nú fjórar stúlkur — Ragnhildur Gisladóttir og stöll- urnar Eva Albertsdóttir, Erna Þórarinsdóttir og Erna Gunnars- dóttir frá Akureyri. Þær sungu þar áður með hljómsveitinni Hver. Auk stúlknanna eru i hljómsveitinni Pálmi Gunnarsson og Magnús Kjartansson á bassa og hljómborö. Trommuleikari og gitarleikari verða engir fastir i hljómsveitinni, a.m.k. ekki fyrst um sinn. A plötunni eru niu lög, öll islensk, eftir liðsmenn Brunaliös- ins, Jóhann G. Jóhannsson, Jóhann Helgason og fleiri. Ahersla er lögð á fágaðan söng cg raddir, segir liðib. Platan var hijóörituð i Hljóðrita i Hafnarfiröi undir stjórn Magnúsar Kjartans- sonar, upptökumaður var Jónas R. Jónsson. Fjöldi hljómlistarmanna að- stoöaði viö gerð hljómplötunnar. Má nefna breska trommuleik- arann Jeff Seopardie og Friðrik Karlsson gitarleikara, sem lék allt gitarverk á plötunni utan i einu lagi, þar sem var Björgvin Gislason. Kristinn Svavarsson lék á saxófón og þeir Magnús Kjartansson, Andrés Helgason og Ingvi Jón Kjartansson á trompet. Þjóðlaga- og dans- flokkur frá Kazakhstan kemur til íslands Ráðning framkvœmdastjóra Æskulýðsráðs „Ummæli Hilmars eru makalaus ósannindi” SEGIR SJÖFN SIGURBJÖRNSDÓTTIR, BORGARFULLTRÚI Vegna bréfs Hilmars Jónssonar, sem birtist i Alþýðu- blaðinumiövikudaginn29. ágúst og endurprentað er i Þjóð- viljanum i dag,óska ég eftir að árétta það, semégsagðii viðtali við Alþýðublaöið vegna hinna makalausu ósanninda Hilmars Jónssonar frá Keflavik. Ég lýsi ummæli Hilmars þessa staðlausa stafi og tilhæfulaus með öllu. Ég hef hvorki lofað Hilmari Jónssyni né nokkrum öðrum fyrirfram stuðningi i bessumáli. Éghefhaftþað eitt að leiðarljósi, i sambandi við stöðuveitingar, aö jafnan skuli ráða hæfasta umsækjandann, en ekki ráðstafa stöðum fyrir- fram, meö pólitisku baktjalda- makki. Ég tel það hafið yfir allan efa, að Ómar Einarssonar er hæfastur þeirra, sem sóttu um starf framkvæmdastjóra Æskulýðsráös Reykjavikur, enda mæltu 5 fulltrúar 3 stjórn- málaflokka með honum til starfans. Aðeins einn meölimur æskulýðsráðs greiddi öðrum umsækjanda atkvæði sitt, en sá var jafnframt flokksbróðir umsækjanda. Hinn 21. ágúst siðastliðinn var gerð eftir- farandi samhljóða samþykkt i Æskulýðsráði Reykjavikur: „Æskulýðsráð mótmælir harð- lega þeim drætti, sem orðið hefur á ákvöröun borgarráðs um að ráða i stöðu fram- kvæmdastjóra ráðsins. Jafn- framt krefst æskulýðsráö þess að málið verði afgreitt á næsta fundi borgarráðs þ.e. á föstu- daginn n.k.. Vill æskulýðsráð i þessu sambandi minna á óþolandi seinagang borgarráðs á afgreiðslu samþykktar Æsku- lýðsráðs Reykjavikur varðandi Tónabæ, en afgreiðsla borgar- ráðs á þvi máli hefur nú staðið I tæpt ár og er ólokið enn.” Þegar þessi samþykkt æsku- lýðsráðs var tekin fyrir á borgarráðsfundi sl. föstudag gerði ég eftirfarandi bókun: „Ég harma þann drátt, sem orðið hefur á þvi, að borgarráð samþykki ráðningu ómars Einarssonar i stööu fram- kvæmdastjóra Æskulýösráðs Reykjavikur og átel harðlega þau vinnubrögð, aö fresta málinu aftur og aftur, án þess aö tilgreindar séu ástæður, og að þvi' er virðist, gjörsamlega að tilefnislausu. Ómar Einarsson nýtur þvi næst einróma fylgis Æskulýðsráðs en hann hlaut fimm atkvæði full- trúa þriggja stjórnmálsflokka þ. e. Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks, en aðeins einn ráðs- manna greiddi öörum atkvæði sitt.” 1 borgarráði lét Adda Bára Sigfúsdóttir bóka að Kristján Benediktsson hafi á lokuðum meirihlutafundi verið lofað frestun, en Björgvin Guðmundsson borgarfulltrúi segir i viðtali við Timann, að hann hafi lofað Kristjáni Benediktssyni þvi einu ,,að stuðla að frestun”. Þetta loforð stóð Björgvin Guðmundsson við meö miklum sóma, en meiri- hluta borgarráðs fannst ófært að vlkja sér undan kröfu Æ.R. um að ráða málinu til lykta á þessum fundi, enda búið að fresta málinu hvað eftir annað án nokkurrar tilgreindrar ástæðu. Þetta mál hefur orðiö vinstri meirihlutanum I borgar- stjórn Reykjavikur til mikillar vansæmdar vegna þess að borgarráð dró allt of lengi að samþykkja hina þvi sem næst einróma tillögu Æ.R. um ráðningu Ómars Einarssonar i stöðu framkvæmdastjóra Æ.R. Vegna þess moldviðris, sem þyrlað hefur verið upp i sumum blöðum út af boðun minni á umræddan borgarráðsfund siðastl. föstudag, sem vara- manns Kristjáns Benedikts- sonar, læt ég fylgja hér með svar Kristjáns Benediktssonar við spurningum blaðamanns Morgunblaðsins vegna þessa máls: „Varðandi ágreining um hver ætti að vera varamaður sinn i borgarráði sagði Kristján að reglan væri að I borgarráði gætu ekki setið aðrir en þeir, sem ættu sætí i borgarstjórn, en i borgarstjórn væri hann eini full- trúi flokks sins. Aðalmenn og varamenn meirihlutans i borgarráði hefðu verið kosnir af sameiginlegum lista og hann hefði ekki kjöriö sér neinn sérstakan varamann heldur látið rööina ráða, eins og almenna reglan segði tíl um. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir. Þannig hefði fyrsti varamaður Adda Bára Sigfúsdóttir tekið sætiþegar hann hefði verið fjar- verandi og ef hún væri fjar- verandi þá annar varamaður Sjöfn Sigurbjörnsdóttir. „Ég bar ekki fram neina ósk um að einhver sérstakur væri boðaður sem varamaður minn I þetta skipti heldur yrði röðin látin ráða”. Svo mörg voru þau orð. Við þessi ummæli Kristjáns Benediktssonar vil ég bæta þvi einu, að Adda Bára Sigfúsdóttír, fyrstí varamaður meirihlutans, var boðuð á tittnefndan borgar- ráðsfund sem varamaður Sigur- jóns Péturssonar, sem var i sumarleyfi; var ég þvi boðuð á þennan borgarráðsfund sem varamaður Kristjáns Benediktssonar I fjarveru hans, en ég er annar varamaður meirihlutans, samkvæmt kosningu i borgarstjórn frá þvi i júnf sl.. Virðingarfyllst, Sjöfn Sigurbjörnsdóttír borgarfulltrúi.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.