Þjóðviljinn - 29.11.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.11.1979, Blaðsíða 2
2 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 29. nóvember 1979 Hvergi verði slakað á Halda verður áfram þeirri sókn sem hófst með setningu heilbrigðisþjónustulaganna Auknu fjármagni þarf aö veita til þess aö bæta úr skorti á hjúkrunarrými fyrir langdvalar sjúklinga sem flestir eru aldrað fólk. Þaö er grundvallaratriöi aö sjúkra- trygging i einhverri mynd greiöi allan kostnaö viö sjúkrahúsdvöl þannig að mismunun eftir efnahag sjúklinga komi aidrei til greina. Aöstööu tii fullkominnar endurhæf- ingar þarf aö byggja upp. Stefna Alþýöubandalagsins í heilbrigðismálum Fréttabréf um heilbrigðismál fór þess á leit við Alþýðubandalagið i byrjun mánaðarins að það gerði grein fyrir stefnu sinni i heilbrigð- ismálum til birtingar i desember- hefti Fréttabréfsins. Alþýðubanda- x iagið hefur svarað með svofelldum hætti: „Hr. Jónas Ragnarsson. Alþýðubandalagið sendir eftir- farandi svar við bréfi yðar frá 9. nóvember 1979. í stefnuskrá Alþýðubandalags- ins, sem samþykkt var i nóvember 1974 er stuttlega fjallað um heil- brigðismál i kafla, sem ber heitið félagslegt jafnrétti. Upphafsorð kaflans eru þessi: „Félagslegt jafnrétti er krafa sem fylgt hefur sósialiskri hugsjón frá upphafi og ber með sér, að allir þegnar hafi sem jafnastan aðgang að þjóðfélagslegum gæðum.” Siðar i þessum kafla segir: „All ir þ jóðfélagsþegnar eigi — án tillits til búsetu eða efnahags — aðgang að eins fullkominni heilbrigðis- þjónustu og tök eru á að veita. Uppbyggingu heilsugæslustöðva verði hraðað og sjúkrarými aukið i samræmi við þörf. Efla þarf al- hliða heilsuvernd og taka upp öfl- ugt eftirlit er girði fyrir atvinnu- sjúkdóma.” Heilbrigðisþjónustulögin Þessi fáorði kafli er skrifaður skömmu eftir samþykkt laga um heilbrigðisþjónustu, þar sem lagð- ur var grundvöllur að gjörbreyt- ingu á læknisþjónustu utan sjúkra- húsa og merk nýmæli lögfest um uppbyggingu og stjórnun sjúkra- húsa. Alþýðubandalagið er fylgj- andi þeirri stefnumörkun sem i lögunum felst,enda voru þau mótuð og samþykkt á þeim tima sem Al- þýðubandalagið fór með heilbrigð- is- og tryggingarmál i rikisstjórn. Alþýðubandalagið telur nú brýn- ast að ekki verði slakað á þeirri uppbyggingu sem hófst eftir setn- ingu heilbrigðisþjónustulaganna. Nauðsynlegt er að vinna betur að skipulagningu heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa i þéttbýli, og að- stöðu til fullkominnar endurhæf- ingar þarf að byggja upp. Samræmdar áætlanir Höfuðvandamál heilbrigðisþjón- ustu innan sjúkrahúsa nú er skort- ur á hjúkrunarrými fyrir langdval- arsjúklinga, sem flestir eru aldrað fólk. Vandkvæði þessi eru fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu þar sem hlutfall ibúa 67 ára og eldri er hærra en annars staðar á landinu. Þvi fjármagni sem rikið ver til bygginga heilbrigðisstofnana ber að veita til þessa verkefnis i rikara mæli en hingað til. Nauðsynlegt er að heilbrigðis- ráðuneytið hafi forgöngu um að sjúkrahús starfi eftir samræmdum áætlunum um þjónustuþörf i mis- munandi greinum læknisfræðinnar og jafnframt að hverju sjúkrahúsi verði tryggt rekstrarfé þannig að það geti veitt þá þjónustu sem þvi er ætlað að veita. Viðvörun Alþýðubandalagið varar sér- staklega við öllum hugmyndum um að sjúklingum verði gert að greiða einhvern hluta kostnaðar við sjúkrahúsdvöl. Það er grund- vallaratriði að sjúkratryggingar i einhverri mynd greiði aílan kostn- að við sjúkrahúsdvöl þannig að mismunun eftir efnahag sjúklinga komi aldrei til greina. Hlutdeild fólks i greiðslu vegna læknisþjón- ustu, sem innt er af hendi á göngu- deildum sjúkrahúsa eða utan þeirra, þarf að endurskoða með það fyrir augum að slikar greiðslur verði i lágmarki og falli niður með öllu þegar fólk sem ekki hefur ann- að en bætur Almannatrygginga sér til framfæris á i hlut. Fækkun starfsfólks á sjúkrahúsum Hvemlg og hvar? Síöastliðna tvo mánuði hefur verið starfandi nefnd með fulltrúum flestra starfshópa/ sem vinna á sjúkrahúsum. Nefnd þessi tók til starfa vegna boðskapar stjórnar- nefndar rikisspitalanna í júli sl. um að fækka ætti starfsfólki á sjúkrahúsum. Nefndin einsetti sér að reyna að komast að því/ hvernig standa ætti að þessum fækkunum/ hvaða starfsfólki er ofaukið og hvar eigi að skerða þjónustu við sjúklingana/ en það hlýtur að verða eðli- leg afleiðing starfsfólks- fækkunar. Til þessa hefur veriö erfitt aö fá svör viö þessum atriðum, þrátt fyrir ýtarlegar tilraunir. 5. nóv. varhaldinn opinn fundur aö Hðtel Sögu og þangaö boðiö ýmsum ráðamönnum, sem þarna fengu tækifæri til aö svara fyrir sig, auk þess sem umræöur voru opnaðar fyrir þessi mál. Troöfullur Súlnasalur sýndi, svo ekki var um villst, aö starfs- fólk sjúkrahúsanna lætur þetta mál sig miklu skipta. Er það lika eölilegt,þvi hér er um aö ræöa at- vinnuöryggi fjölmargra og vinnu- aöstööu flestra sem vinna á sjúkrahúsum. Spurningum um hvort gera ætti langlegudeildir t.d. á geðsjúkrahúsum og fávita- hælum aö hreinum geymslustöö- um, þar sem aöeins er hugsaö um brýnustu þarfir sjúklinganna. Einnig hvort reka eigi almennu sjúkrahúsin þannig að treyst sé á aukavaktir í hvert sinn sem álag- ið eykst aðeins og litill sem eng- inn timi gefist til aö sinna adn- legri aöhlynningu sjúklinganna. Viö þessum spurningum og fleirum fengust engin svör frá ráðherra, ráðuneytisstjóra eöa stjórnarnefnd rikisspitalanna. Anægjulegt var þó aö heyra Magnús H. Magnússon lýsa þvi yfir, að heilbrigöisráöuneytiö hafi alltaf óskað eftir fleiri stööum — en þvi miöur — þaö hefur alltaf strandað hjá fjármálaráöuneyt- inu. t innleggi fulltrúa fjármála- ráðuneytisins kom siöar fram, aö allir stjórnmálaflokkar eru sammála um nauösyn þess að spara i heilbrigöismálum. Ein af ástæöunum fyrir þvi, aö ekki fæst aukiö fjármagn þangað, er hin ómálefnalega umræða ýmissa starfshópa innæn heilbrigðis- þjónústunnar varöandi þetta. Viö sem sitjum I áöurnefndri samstarfsnefnd eigum erfitt með aö átta okkur á þessum boltaleik yfirvalda með ábyrgö og ákvarðanatöku. Viöfreistum þess aö nú aö fá á siöum dagblaöanna svör, sem ekki fengust á fundin- um á Sögu. — Er i bigerö aö afturkalla tilskipun þá, sem gefin var út I lok júli um fækkun starfsfólks niöur i heimiluð stööugildi, aö viöbættum 7%? Ef ekki: — Hvernig á aö standa aö fækk- unum? — A hvern hátt á að hafa sam- ráð viö starfsfólkið um þetta mál? Þaö hefur komiö berlega i ljós i öllu samstarfi starfsfólks, aö fullur vilji er fyrir umræöum varöandi rekstrarhagkvæmni sjúkrahúsanna. Eölilega hefur einstaka starfsmaöur sjúkra- húsanna ekki fulla yfirsýn yfir allan reksturinn og getur þvi ekki komiö meö neina fullkomna lausn aö bættum rekstri. Þrátt fyrir þaö höfum við ýmsar hugmyndir um hluti sem betur mega fara á þeim stað sem viö vinnum og hug- myndir okkar hljóta að geta gefiö mikilsveröa visbendingu. Okkur er það vel ljóst, að nauðsynlegt er aö lita yfir rekstur opinberra fyrirtækja, en við teljum, aö þaö sé byrjaö á alröngum enda, ef sparnaðurinn á aöallega að vera fólginn i þvi aö fækka starfsfólki. Arangurinn af þvi hlýtur að veröa mjög aukiö vinnuálag á þá sem eftir veröa og skert þjónusta og öryggi fyrir sjúklinga. Nú hefur komiö I ljós aö stöðugt fleiri aöilar láta sig starfsmanna- hald Sjúkrahúsanna einhverju skipta. Viljum viö sérstaklega til- nefna starfsmannaráöin, en eitt af þeirra verkefnum er einmitt aö: gefa gaum aö endurbótum á sjúkrahúsinu, sem bæði geta haft i för meö sér bætta aöstöðu sjúklinga og þeirra sem á sjúkrahúsinu starfa. — miöla upplýsingum frá stjórnendum sjúkrahússins til starfsliðs, einkum varðandi rekstur sjúkrahússins og fyrir- hugaðar breytingar. Framhald á bls. 17.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.