Þjóðviljinn - 29.11.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.11.1979, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 29. nóvember 1979 Samtök herstöðvaandstæðinga Umsjón: Arthur Morthens Björn Br. Björnsson Gunnar Karlsson Haukur Sigurðsson Vilborg Harðardóttir Skrifstofa Samtaka herstöðvaand- stæðinga að Tryggvagötu 10 er opin alla virka daga frá kl. 14 til 19. Þar er á boðstólum margvíslegt útgáfuefni Samtakanna s.s. bækur, bæklingar, veggspjöld, merki o.fl. o.fl. Eru menn hvattir til að lita inn ella slá á þráðinn (S. 17966). Þá má minna á gírónúmer Samtakanna, 30309-7, sem ætíð er fjár vant. HERINNBURT Trouble-maker Keflvíkingar sýna leik- rit um hermangið og sið- spillinguna sem af því leiðir. útkall í Klúbbinn eftir Hilmar Jónsson rit- höfund og bókavörð í Keflavík, en ritstjórar siðunnar skruppu þangað fyrir nokkrum dögum að sjá leikritið. Hér verður ekki rætt um gæði leik- ritsins né frammistöðu einstakra leikara, heldur vikið stuttlega að efni verksins og rætt um það frá sjónarhóli herstöðva- andstöðu. Pétur er forstjóri hermangs- fyrirtækis sem flytur inn toll- frjálst i gegnum Völlinn, stend- ur i framkvæmdum uppi á Velli og rekur þar jafnframt Klúbb i samvinnu viö kaftein i banda- riska hernum og skipta þeir ágóða af klúbbrekstri á milli sin. Ungmenni vart komin af fermingaraldri sækja Klúbbinn, hermenn krækja sér í stúlkur og hafa af þeim þaó gagn sem þeim erbestlagiö. Anna dóttir Péturs forstjóra er hætt komin i nauö- ung viö haröan atgang nokkurra hermanna, en Gógó vinkona hringir til lögreglunnar. Páll lögregluþjónn kemur sér i klipu þegar hann bjargar stúlkunni. V andrædagepíll Páll er i klemmu. Jónas lög- reglustjóra grunar aö hann sé heimildarmaöur aö slúöurfrétt i siödegisblaöi um lögreglu- stjóra. A máli Péturs og Jónas- ar er Páll „trouble-maker” en þeirhafa nána samvinnu: Jónas fær vænar fúlgur hjá Pétri for- stjóra fyrir aö hilma yfir ýmis óhæfuverk Péturs. Sameigin- legir hagsmunir valda sam- stööu þeirra gegn Páli lögreglu- þjóni. Nauögunarmáliö veröur aö þagga niöur, lögregluskýrsla eyöilögö og Páll rekinn úr starfi. Skömmu siöar er Páll handtek- inn. og á Sigrún kona Péturs drjúgan þátt i þvi verki. Pétur er margflæktur i svindli: brot- um á tollalögum, gjaldeyrislög- um og skattalögum. En bak- hjarl Péturs og Jónasar er flokkurinn sem báöir óttast þó. Ef þeir standa sig ekki i her- mangi verður þeim steypt. Samvíska Páis og Sigrúnar Páll gegnir þvi kalli samvisk- unnar aö bjarga stúlkunni úr Klúbbnum. Pétri finnst þaö óhæfuverk hiö mesta, fremur heföi átt aÖ þagga máliö niöur. Sigrúnu finnst voöalegt hvernig fariö hefur fyrir dóttur hennar, ætlar aö gera uppreisn gegn svinariinu, en snýr viö blaöinu þegar henni veröur ljóst aö eignahagsmunir og staba f sam- félaginu eru i veði. Þá gengur hún fús til liös viö þá félaga, Pétur og Jónas. Páll hefur áhyggjur af unglingum sem sækja Klúbbinn, einnig óbeit á herstööinni vegna spill- ingarinnar sem þrifst i skjóli hennar, en herstöövaandstaöa hans er óljós aö ööru leyti. Til hvers að rekja þetta? Manni finnst sem þessir at- buröir sem leikritiö lýsir séu teknir beint úr bandarisku þjóö- lífi, en höfundur segir i blaöa- viötali aö hér sé um raunveru- lega atburði að ræöa sem gerð- ust á Vellinum og hann kynntist, þegar hann var i barnaverndar- nefnd Keflavikur. Hafa mörg svipuö mál verið þögguö niöur? Hverjir bera ábyrgö á meöferð sMkra mála? Verður ekki aö krefjast þess aö þegar islensk lög eru brotin, gangi mál til is- lenskra dómstóla? Viö höfum vist oft heyrt aö blessaður herinn kom til að vernda lýðræbið, enda erum viö smæsta lýöræöisþjóð i vestan- veröri Evrópu og þvi hægur vandi að stela frá okkur lýöræö- inu. Einhverjir veröa aö vernda þaö fyrir okkur. Islenskir ráö- herrar ætluöu þó sjálfir ,,að vernda lýöræöiö” 1949, þegar þeir létu i veöri vaka i viöræöum viö bandariska ráöamenn aö þá skorti fé til aö fjölga i lögregl- unni. Sú lögregla átti aö berja á verkalýð og mótmælahópum. En þegar viö vorum búin aö fá alvöruher, skyldu samskipti bandariskra hermanna og is- lenskra stúlkna vera greiö og frjálsmannleg, en ekki götótt. Annaö samrýmdist ekki lýöræö- inu, og Islendingar töldu sig á þessum fyrstu árum eftir stofn- un lýðveldis vera stolta þjóö. Greiöasemi er góður eiginleiki og erfitt að setja henni takmörk. En verra er meö stoltiö og stundum taka stolt og greiöa- semi aö stangast á og þá getur hitnað i hamsi beggja. Einu sinni voru þrir flokkar sem hétu Sjálfstæöisflokkur, Framsóknarflokkur og Alþýöu- flokkur. Þeir voru stoltir 1944, einn ætlaöi að standa vörö um sjálfstæöiö, annar haföi rætur i bændamenningu og sá þriöji vildi vernda alþýöuna. Sjálf- stæöismenn fóru með utanrikis- mál þegar herinn kom. Skömmu siöar fór sjálfstæöi flokksins aö birtast i þeirri skoöun aö sam- skipti bandariskra hermanna og islenskra stúlkna skyldu vera frjáls, annab væri haftastefna. Bændur tindu gullkrónur af trjánum sem uxu á herstööinni um heyskapartimann og upp úr þvi tók Timinn aö birta á þriöju siöu sinni myndir af klæðalitlum stúlkum handa þeim sem heima sátu i sveitum. Og alþýöan sem Alþýöuflokkurinn baröist fyrir fékk mikla vinnu á Vellinum og á nú drjúgan stuðningsmann i verkalýösleiötoganum og þing- manninum Karli Steinari. Þetta er sú hliöin sem snýr aö al- menningi. En allir vita um hina hliöina: Sterkrfkir sjálfstæöis- og framsóknarmenn hafa stjórnaö fyrirtækjum sem veriö hafa á kafi i hermangi og Vall- arframkvæmdum. Ailt lýö- veldisstolt er horfið, en greiöa- semin og fjárplógshugsunar- hátturinn rikja. Vonandi gerist Alþýöubanda- lagiö ekki sjálfstæöisflokkur, bændaflokkur né ábyrgur Al- þýöuflokkur þvi þaö gæti orðið byrjunin á þeirri þróun aö hann yröi flokkur greiöaseminnar i þessu máli. Nú riöur á haröri og vökulli andstööu gegn herstööv- um og aðild aö Nato. Hér i blað- inu hefur verið rakiö efni skýrslna um ásókn erlendra aubhringa i aöstööu og friöindi hér á landi sfðustu árin. Sú ásókn mun halda áfram með vaxandi þunga, og i skýrslum kemur berlega fram ab for- svarsmenn auðhringanna viija hafa Natóherstööina sem flug- völl til aö lenda á viö komuna til Islands. Þar taka Islenskir auö- borgarar á móti þeim og biöja um umboð. Sjálfstæöismenn boða nú aukna stóriðju erlendra fyrirtækja, ef þeir komist i rikisstjórn. Framsóknarmenn hafa vist tapaö samþykktum sinum frá siöustu flokksþingum, þvi að þeir muna ekki hver stefna þeirra er I herstöövamál- inu og ætla aö leita aö þessum samþykktum á sérstakri ráö- stefnu eftir kosningar. Stefna Karls Steinars virðist rikja i Al- þýöuflokknum. En i öllum þess- um flokkum eru herstöövaand- stæöingar. Þeir gætu m.a. lært af leikriti Hilmars Jónssonar aö gerast aliir „trouble-makers” i flokkum sinum og krefjast skýrrar andstööu viö herinn og spillinguna i kringum hann. Þarna gæti höfundur leikritsins sýnt gott fordæmi i sinum flokki. — hs Hermangið Þó aö leikrit Hilmars Jóns- sonar, Útkall f klúbbinn, geti ekki talistmikiö listaverk, getur veriö fróölegt aö veita fyrir sér pólitisku innihaldi þess. Höf- undur er sennilega ekki sérstak- lega meövitaöur pólitiskt, hann gengur varla til verks dt frá neinum mótuöum heildarskiln- ingi á þjóöfélaginu, heldur er túikun hans á herstöövamálinu sprottin tiltöluiega einhliöa af kynnum hans af þvi á heima- slóöum. Þeim mun fróölegra er aö sjá aö niöurstaöa hans er I rauninni sú aö hermangiö sé meginvandinn. Pétur, forstjóri Framkvæmdafélagsins, er skúrkur ieiksins, hagsmunir einstakra braskara, gróöi og mútur eru undirrót spilling- arinnar. Þaöan er ekki langt til þeirrar ályktunar aö þaö sé her- mangiö ööru fremur sem heldur I hérinn hér. Hverjir græða á herniim? Hermagnið hófst i rauninni áöur en herinn kom hingaö i siö- ara skiptiö áriö 1951. Fjármála- spillingin i kringum hernámiö á striösárunum er alþekkt, og hefur hún þó liklega veriö frem- ur smá i sniðum miöaö viö þaö sem siöar hefur oröiö. A gildis- tima Keflavikursamningsins, 1947-51, var Keflavikurflugvöll- ur rekinn af bandarisku flugfé- lagi, en islenskir aöilar önnuö- ust innflutning fyrir þaö. Þar skipti innflutningur á oliuvörum mestu máli, og fyrra fjársvika- mál Oliufélagsins hf. er einmitt frá árinu 1950. Broddar Sam- bandsins—eöaaö minnsta kosti nánir samstarfsmenn þeirra — voru þvi komnir á bragöiö áöur en völlurinn var mannaður her- liöi á ný áriö 1951. Fyrst eftir endurkomu hers- ins sáu bandarlskir verktakar um framkvæmdir fyrir hann, en þegar á árinu 1951 stofnuöu is- lenskir einkaaöilar fyrirtækiö Sameinaöa verktaka til aö kom- ast i hermangið, og á næstu ár- um tóku þeirvið sivaxandi hluta herstöövaframkvæmda. Siöan geröist þaö áriö 1953 aö Fram- sóknarmenn tóku viö utanrikis- ráöuneytinu,að þviær þeir sögöu i þvi skyni að stemma stigu viö yfirgangi herliösins. Vel má vera aö Kristni Guðmundssyni utanrikisráöherra hafi tekist að takmarka eitthvaö skemmti- feröir hermanna til Reykjavik- ur. En skemmtiferðir islenskra fjármálamanna i fjárhirslur hersins takmarkaöi hann ekki. Ariö 1954 tóku islenskir verktak- ar viö öllum framkvæmdum á vellinum. Stofnaö var fyrirtækiö Islenskir aðalverktakar meö 50% eignaraðild Sameinaöra verktaka, 25% aöild rikissjóös og 25% aöild hlutafélagsins Reg- ins, sem er dótturfyrirtæki Sambands Islenskra samvinnu- félaga. Islenskir aöalverktakar fengu einokun á öllum bygging- arframkvæmdum fyrir herinn, þótt þeir hafi stundum hleypt undirverktökum sinum I einstök verk. Aö ööru leyti er hermangiö einkum bundiö viö oliuinnflutn- ing fyrir herinn — eöa eins kon- ar toll á oliuinnflutning hersins þvi aö hann mun raunar útvega þessaoliusjálfur frá Bandarikj- unum — og flutninga meö skip- um á varningi hans. Oliufélagiö hf., dótturfyrirtæki Sambands- ins, hefur mataö krókinn á oli- unni, en Eimskipafélag Islands, eitt af höfuðvlgjum ihaldsfor- ystunnar, hefur setiö aö flutn- ingunum. Þannig skýrir her- mangiö ágætlega hvernig Sjálf- stæöismenn hafa slfellt haft herinn ihjartastaö, og foringjar Framsóknar hafa ævinlega hrokkið til baka iherstöövamál- inu er þeir hafa fengiö tækifæri til aö framkvæmda þá stefnu sem þeir veifa annars framan i almenna liðsmenn sina. Meö þessu er hins vegar ekki skýrt hvers vegna kratar hafa lengst af veriö meöal dyggustu stuöningsmanna hersetunnar, og má vera að þar eigi hags- munatengslin ef tir aö koma upp á yfirborðið siöar. Ólafur R. Einarsson sagnfræðingur hefur gert gagnmerkar athuganir á fjármálatengslum danskra og Islenskra krata. Islenski Al- þýöuflokkurinn var lengi á framfæri danskra krata aö verulegu leyti, og þegar kemur fram yfir 1950 fara útsendarar Bandarikjanna aö skjóta upp kollinum I þeim skiptum. Viö hljótum aö biöa spennt eftir aö meira komi i ljós um þau mál. Kemur ekki við þjóðarhag Stundum er þvl haldið fram aö islenskt þjóðfélag sé svo háö hersetunni fjárhagslega aö upp- sögn herstoðvasamningsins mundi leiða alvarlega kreppu yfir þjóöina. Þessi skoðun er sprottin af háskalegum mis- skilningi, sem raunar gætir i fleiri málum en þessu. Ruglaö er saman miklum hagsmunum örlitils hóps braskara og þjóö- arhag. Umsvif hersins, verk- taka hans og þjóna hér, eru ekki svo mikil aö þau hafi nein telj- andi áhrif á hag almennings i landinu eöa þjóöfélagsins i heild. Islenskur almenningur þarf þvi ekkert aö óttast þó aö herinn fari. Hinsvegar er aug- ljóst aö þeir fáu sem mata krók- inn á hermangi geta orðiö fyrir verulegum skelli. Þess vegna berjast þeir eölilega af fullri hörku gegn brottför hersins og magna upp hvers kyns grýlur i sambandi viö hana. Annar misskilningur er sá aö hersetan sé mikiö hagsmuna- mál fyrir þá sem vinna hjá her- liöinuá Keflavikurflugvelli. Þar eru á ferðinni leifar af löngu úr- eltum hugsunarhætti sem gerir ráö fyrir aö „atvinnuveitandi” sé velgeröarmaöur „launþega” sinna. Hann veitir þeim vinnu, Framhald á bls. 17.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.