Þjóðviljinn - 29.11.1979, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 29. nóvember 1979
BJARNI HANNESSON:
Vargar í véum
Sjálfstæöisflokkurinn hefur aö
visu veriö hugmyndafræöilegur
hentistefnuflokkur, en oftast taliö
meginstefnu sina hafa veriö á þá
leiö aö kalla mætti hana „stétt
með stétt”;þetta var að visu kjör-
orö fasistanna ftölsku, en hins-
vegar hefur flokknum tekist aö
nota þetta kjörorö á næsta skyn-
samlegan hátt meö þeim árangri
aöhann hefur veriö stærsti flokk-
ur landsins um áratugi.
En þaö er meö flokka eins og
einstaklinga, aö þeir eldast,
staöna og aö siöustu koma á þá
elliglöp, á þann veg aö þeir hætta
aö skilja samtiöina og veröa
óhæfir til að ráöa i þróun samtim-
ans og hætta aö geta ráöiö í fram-
tiöina askynsamlegan hátt. Þetta
sannaöist i kosningunum 1978, og
viö útgáfu tveggja stefnuskráa nú
i ár, 1979; önnur var kölluö
„Endurreisnianda frjálshyggju”
og siöan kom kosningjaplaggiö
dæmalausa, er þeir kalla
„Leiftursókn gegn veröbólgu”.
Ætla ég aö fjalla lítillega um þær
hér á eftir.
Um „Endurreisnina” er það aö
segja að þar er boðuö einhver sú
svartasta stórauövaldsstefna
sem um getur i Islenskum stjórn-
málum um áratugi og felst I þvi
aö „Frjáls markaöslögmál” skuli
ráöa, i nálega (31um þjóöfélags-
rekstrinum.
Þetta er algerlega dæmalaus
timaskekkja i hagþróunaráætlun-
um og var endanlega sjálfdauö
sem marktæk hagstefna áriö
1929. Þetta hafa Sjálfstæöismenn
uppgötvaö um siöir, þvi aöeins
örfá atriöi úr þessu plaggi eru i
„Leif tursókninni” margfrægu, en
hinsvegar hafa þeir ekki aflýst
neinum af stefnuatriöum hinnar
svokölluöu „Endurreisnar”; er
hún þvi i fullu gildi af hálfu
flokksins, þó þeir fari lágt meö
þaö I þessari kosningabaráttu.
Ber þvi aö meta þessar tvær
stefnuskrár sem eina heild og eru
þærþvi alger umbylting, frá fyrri
stefnu flokksins, er var „stétt
meö stétt”og yröi I framkvæmd
„stétt gegn stétt” meö þeim af-
leiöingum aö hérhæfist efnahags-
leg og pólitisk „sturlungaöld”.
Þetta ættu allir landsmenn aö sjá
ef þeir kynna sér báöar stefnu-
skrárnar. Flestir kjósendur munu
vera þaö vel lesnir og minnugir
aö þeir vita aö afleiöingar
„fr jálsra markaöslögmála” eru á
þann veg aö til valda komast aöil-
ar, sem vilja fá sem mest, fyrir
sem minnst, á sem skemmstum
tima, án tillits til umhverfis og
mannlifs.
Einnig ættu þeir aö vita aö af-
leiöing þessa kerfis, í langtima-
þróun, er sú, aö hinir riku veröa
rfkari en hinir fátæku fátækari.
Eru þvi þeir aöilar er boöa þessa
stefnu ,;vargar I véum” þeirra
þjóöa sem vilja felagslegt jafn-
rétti og mannúðlega stjórnun i
þjóöfélaginu.
Foringinn og
föðuriandið
Allir vita, er hafa kynnt sér
störf Sjálfstæöisfbkksins I Is-
lensku þjóölifi, aö þetta eru sam-
tök og sameiningartákn manna er
hafa auöhyggju sem grunntón I
skoðanamyndunsinni. Foringi og
fööurland þessara manna er oft-
ast „buddan” og utanum þá
grunnhugsjón hafa verið prjónuö
ýmiskonar stefnumál er heyra
undir efnahagslegt jafnrétti, en
það hefur verið nauösyn til aö ná
auknu kjörfylgi. Þannig gátu þeir
kailaö flokksstefnuna „stétt með
stétt”, en nú er efnahagsmála-
ástand slikt, aö minna veröur til
skiptanna en áöur I þjóöfélaginu,
ýmissa orsaka vegna; fer þvi aö
haröna á dalnum hjá auöhyggju-
mönnum, þvi flestir þeirra eru
þanniggeröir.aöef þeir geta ekki
bætt viö eigur sinar árlega, þá
finnst þeim „allt I voöa.”
Enda voruþeir fljótir aö leggja
niöur fyrri stefnu og boöa niöur-
skurö á félagslega geiranum i
þjóðarbáskapnum, en fuilt og
ótakmarkað frelsi fyrir stórauö-
valdiö og skattalækkanir fyrir
þaö sem rúsinu i pylsuendann.
Einnig er boöuö sala á tug-
miljaröa þjóöareignum til einka-
aöila án nokkurra marktækra út-
skýringa eöa ástæöna. Ætla ég aö
vikja fáeinum oröum aö þvi og
forsendum sliks. Uppgefnar
ástæöur eru engar af viti frá
flokknum og ber þvf aö meta
hvort þetta sé skynsamlegt. Þeir
tala aö visu aö nauösynlegt sé aö
dreifa valdinu og eignarhaldinu,
en ihvaöa formier ekki glöggiega
ótskýrt, t.d. hvernig starfsmenn
eiga aö geta keypt miljaröaeign-
ir, hvernig eigi aö fjármagna slíkt
og eftir hvaöa reglum og leiöum
og einnig hvort hindraö yröi aö
hlutabréf lentu I höndum fárra
aðila er öllu réöu.
Til þess aö meta keimlikar
þróunaraöstæöur myndi ég telja
skynsamlegt aö visa á Eimskipa-
félag Islands og áhrif almennings
á þaö. Varla var þaö samþykkt af
hálfu almennra hluthafa er þab
félag fyrir skömmu sýndi harö-
vitugt auövaldsandlit i sam-
keppni viö skipafélagiö Bifröst er
þeir undirbuöu flutninga til hers-
ins á Kefla vik urflugvelii um 20%.
Var þá flutningsgjald vlst
reikningslega oröiö svo lágt, aö
um meögjöf var aö ræöa. Svona
getur fariö þegar „frjálshyggj-
an” er i fullum gangi.
Pappirsskriðdrek-
arnir
bensinlausir?
Eftir 10 daga sókn viröast
pappirsskriðdrekar leiftur-
sóknarinnar hafa veriö orðnir
bensfnlausir,og til dæmis um þaö,
má vitna i ummæli Alberts Guö-
mundssonar fv. alþingismanns I
2. sæti I Rvik. Er hann taldi sig
vera kominn i baráttusæti; þann-
ig mat hann gagnsemi þessara
áætlana. Þetta hafa Sjátfstæðis-
menn uppgötvaö og fengið póli-
tisktdótturfyrirtæki sitt Vísitil aö
gera skoðanakönnun. Hlutleysi
eða marktækni hennar er ekki
hægt aö meta, en hinsvegar telur
almenningur þetta vera dulbúiö
flokksmálgagn og þvi óvist um
hlutleysiö, en úrvinnsla spáöi
Sjálfstæöisflokknum 26 þing-
mönnum. Þetta tel ég algerlega
ofmetið þar sem likur eru á aö
allir þeir sem á annaö borö ætla
aö kjósa Sjálfstæöisflokkinn hafi
gefiö þaö upp, en hinir óákveönu
eöa kjósendur annarra flokka
ekki viljaö tjáhugsinnum flokks-
stööu sina, þar sem könnunaraöili
getur vart talist hlutlaus I póli-
tisku tilliti.
Bjarni Hannesson
Þankar
um
frjáls-
hyggju
og
kosninga-
slag
Svo er alls ekki rétt aö skipta
þeim sem ekki svöruöu á sama
veg og þeim sem svöruöu. Rétt-
ara er aö gera ráð fyrir þvi aö
þeir dreifist mun meira á aöra
flokka, og þvi gæti Sjálfstæöis-
flokkurinn fengiö 21—23 þing-
menn. Skoðanakönnunin hjá Dag-
blaöinu bendir og til þess aö fylgi
Sjálfstæöismanna siminnki eftir
þvi sem nær dregur kosningum.
Hvað er að gera
Þaö sem allir ættu aö gera er aö
lesa um áætlanir þær sem Sjálf-
stæöisflokkurinn gaf út 9.11. og
kallar „Leiftursókn gegn verö-
bólgu”. Þeir hinir sömu ættu siö-
an aö meta hversu raunsæjar þær
væru og kynna sér hvernig
flokkurinn hefur starfaö aö lands-
málum, þegar hann hefur veriö
viö völd; hann hefur áöur reynt
ýmislegt af þvl, sem þarna er
tæpt á og ekki hefur þaö sýnt
markveröan árangur.
Sjálfstæöismenn hafa ekki gert
ýkja mikið af þvi aö Utskýra
áform sin. Þangað til loksins þeir
fóru á blaöamannafundi þann 20.
þ.m. aö nefna ákveönar tölur og
mjög grófar sundurliöanir á
niöurskuröi rikisútgjalda um 35
miljarða. Þar nefndu þeir aö
framlög til framkvæmda lækkubu
um 10 miljaröa, framlög til fjár-
festingar og lánasjóða um 5 mil-
jaröa, niöurgreiöslur um sjö mil-
jaröa, rekstrargjöld og aörar til-
færslur um 12 miljarða.
Þetta er mjög ófullnægjandi
sundurliöun ef menn vilja gera
sér sér grein fyrir afleiöingunum.
En þaö þarf ekki mikla reiknings-
kúnst til aö finna þaö Ut aö þessar
kreppuráöstafanir muni stefna i
atvinnuleysi sem svarar meira en
2000 ársverkum. Meöal annars
var tiundaö aö.gjöld af feröa-
mannagjaldeyri skuli lækka um
tæpa tvo miljaröa en hvergi er
getiö neinnar upphæöar til tekju-
trygginga til láglaunafólks til aö
mæta hækkun á verölagi, sem
fylgir i kjölfar þess aö niöur-
greiöslur veröi lækkaðar. Sést
þar vel umhyggja Sjálfstæöis-
manna fyrir þeim, hvaö sem lof-
orðum líður.
Dómur allra framsýnna manna
hiýtur aö vera sá aö þessi plögg
Sjálfstæöisflokksins séuekki ann-
aö en ómerkilegt kosningaraup
sem enginn maöur meö heil-
brigöa skynsemi getur stutt meö
atkvæöi slnu.
Undirfelli
26.11 1979.
©
Afgreiðslutími
verslana í
desember kaupmannasamtök
ISLANDS
Náðst hefur samkomulag á milli Kaup-
mannasamtaka íslands og Verziunar-
mannafélags Reykjaviur um að haga af-
greiðslutima verzlana i desembermánuði
þannig, að heimilt verði að hafa verzlanir
opnar til kl. 23.00 iaugardaginn 22. desem-
ber n.k. en i stað þess verði lokað kl. 12.00
á hádegi laugardaginn 1. desember n.k.
Samkvæmt ofansögðu verður afgreiðslu-
timaverzlana i desember hagað sem hér
segir:
Alla virka daga nema laugardaga er af-
greiðslutima háttað samkvæmt venju.
Laugardaginn 1. desember til kl. 12.00
Laugardaginn 8. desember til kl. 18.00
Laugardaginn 15. desember til kl. 22.00
Laugardaginn 22. desember til kl. 23.00
Aðfangadag 24. desember til kl. 12.00
Laugardaginn 29. desember til kl. 12.00
Gamlársdag 31. desember til kl. 12.00
Fyrsta vinnudag eftir jól, þann 27. desem-
ber hefst afgreiðslutimi kl. 10.00.
Kaupmannasamtök íslands
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
Tökutrs aó okkur
viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smið-
um eldhúsinnréttingar, einnig viðgerðir á
eldri innréttingum. Gerum við leka vegna
steyþugalla.
Verslið við ábyrga aðila.
TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ
Bergstaðastræti 33, simi 41070
Auglýsmgasímínn
er 81333
Auglýslngar
í símaskrá 1980
Skilafrestur auglýsinga i simaskrá 1980
rennur út 1. desember n.k. Nánari upp-
lýsingar i sima 29160.
Simaskrá,
Auglýsingar
Pósthólf 311,
121 Reykjavik
FORSÆTISNEFND NORÐURLANDA-
RÁÐS
auglýsir starf
upplýsingastjóra
i skrifstofu nefndarinnar i Stokkhólmi.
Verkefni upplýsingastjórans eru m.a.:
aöfjalla um erindi sem varöa upplýsingar innan Noröur-
landa og utan um Norðurlandaráö og norrænt samstarf aö
ööru leyti,
aö veita upplýsingadeildinni forstööu, aö vera ritari
upplýsinganefndar Noröurlandaráös.
Umsækjandi um starfiö veröur aö kunna góö skil á sam-
starfi, þjóöfélagsmálum og stjórnarfari Noröurlanda.
Upplýsingastjórinn nýtur sömu launakjara og starfs-
maöur I launaflokki F 23 I Sviþjóö (nú 10.586 sænskar
krónur á mánuöi), en fær auk þess sérstaka uppbót. Starf-
iö veröur veitt til fjögurra ára, en möguleiki á framleng-
ingu allt aö tveimur árum.
Nánari upplýsingar um starfssviö og starfsskilyröi fást I
forsætisskrifstofunni (hjá Gudmund Saxrud skrifstofu-
stjóra eöa Harry Granberg upplýsingastjóra), simi
08/143420.
Umsóknir skal senda forsætisnefnd Norðurlandaráös og
berast henni i siðasta lagi 12. desember 1979.
Utanáskriftin er: Nordiska rldets presidiesekretariat
Box 19506, S-104 32. Stockholm 19.
Upplýsingar fást einnig hjá ritara Islandsdeildar Norður-
landaráös, Friöjóni Sigurðssyni skrifstofustjóra Alþingis
simi 15152. ’
i