Þjóðviljinn - 29.11.1979, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 29.11.1979, Qupperneq 7
Fimmtudagur 29. nóvember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 „ Undir kalstjömu” uppseld Bókin Undir kalstjörnu eftir Sigurö A. Magnússon er nú upp- seld þó að ekki sé enn kominn desember. Upplagið var 3000 ein- tök en nú er verið að prenta önnur 3000 eintök. Þess skal getið að 1 fyrradag áritaði Sigurður A. Magnússon bókina i bókabúð Máls og menningar gegn frjálsu framlagi i Málfrelsissjóð og árit- aði hann á 3. hundrað eintök. -GFr. Stjörnu- syrpa í matvöru- búðum Steinar hf. hafa endurútgefið sex piötur undir nafninu „Stjörnusyrpa.” Þessar hljóm- plötur eru: „Þegar mamma var ung” með Diddú og Agii, „Látum sem ekkert C” með Halla, Ladda og Gisla Rúnari, „Sturla” Spii- verks þjóðanna, „Fagra veröld” með Sigfúsi Halldórssyni og Guðmundi Guðjónssyni, „Ævin- týri Emils I Kattholti” og „Jóla- stjörnur.” Verði þessara platna er mjög stillt i hóf. Hvert eintak kostar aðeins 4900 krónur, sem er hálf- virði nýrra platna. , ,St jörnuspy rpu”-plöturnar veröa á boðstólum um land allt. Þær verða ekki aðeins seldar i hljómplötuverslunum, heldur einnig i stórum matvöruversl- unum. —eös i / uujuui nu& u kapprœðufundi Troðfullt hús var á kappræðu- fundi Æskulýðsnefndar Alþýðu- bandalagsins og Heimdallar I Sigtúni I fyrrakvöld. Mikii stemn- ing var i salnum og óspart klappað, púað, gripið fram I og hlegið. Var þvi fundurinn i góðum og gömlum stil. Kappræðumenn af hálfu ÆnAb voru þau Svavar Gestsson, ólafur Ragnar Grimsson, Guðrún Agústsdóttir og Sigurður Tómas- son en af hálfu Heimdallar lög- fræðingarnir Haraldur Blöndal, Davið Oddsson, Jón Magnússon og Friðrik Zophusson. Fulltrúar Alþýðubandalafesins lögðu mest kapp á að sýna fram á þær geigvænlegu afleiðingar sem leiftursókn Sjálfstæðisflokksins gegn lifskjörum hefði fyrir launa- fólk og atvinnulif i landinu ef hann yrði leiddur til valda I kosningunum. Heimdellingar lögðu hins vegar mesta áherslu á aulafyndni og útúrsnúninga eins og þeim er sérstaklega lagið. Ekki mátti á milli sjá hvort Heimdellingarnir eða stuðnings- menn við málstað Alþýðu- bandalgsins voru fleiri á fundinum. Kappræðumenn af hálfu ÆnAb voru Svavar Gestsson, Ólafur Ragnar Grimsson, Sigurður Tómasson og Guðrún Agústsdóttir. Þau lögðu kapp á að skýra þær geigvæniegu afleiðingar sem ieiftursókn Sjálfstæðis- flokksins hefði fyrir launafólk og atvinnulif (Ljósm.: eik). Frá Heimdalli mættu fjórir lögfræðingar eins og búast mátti við: Jón Magnússon, Davið Oddsson, Haraldur Blöndal og Friðrik Sophusson. (Ljósm.: eik) Fyrsta plata Mezzoforte: Fyrsta alíslenska djassrokk-platan Hljómsveitin Mezzoforte hefur leikið inn á sina fyrstu hljóm- plötu, sem Steinar hf. hafa gefið út. Þetta er jafnframt fyrsta alis- lenska djassrokkplatan sem út kemur. Allt efni plötunnar er frumsamið, sumt sérstaklega fyrir þessa plötu. Friðrik Karlsson og Eyþór Gunnarsson sömdu megnið af tónlistinni. Eitt lag er eftir Stefán Stefánsson og annað eftir Gunnar Þórðarson. Hljómsveitin bræddi svo eitt lag á plötunni saman i einskonar hópvinnu. Félagarnir i Mezzoforte eru Friðrik Karlsson gitarleikari, Eyþór Gunnarsson hljómborðs- leikari, Jóhann Ásmundsson bassaleikari, Gunnlaugur Briem trommuleikari og Stefán Stefáns- son saxófónleikari. Stefán hefur hinsvegar ekki leikið með hljóm- sveitinni að undanförnu, en Björn Thorarensen er nú fimmti með- limur hljómsveitarinnar. Hljóðritun plötunnar fór fram i Hljóðrita i Hafnarfirði undir stjórn Gunnars Þórðarsonar og Mezzoforte. Upptökumaður var Gunnar Smári Helgason. Aðstoð- armenn voru Magnús Kjartans- son, Andrés Helgason og Kristinn Svavarsson. Pétur Halldórsson hannaði plötuumslag og ljós- myndir tóku Gunnar Hannesson og Kristinn Ragnar Kristinsson. -eös Hótelstjórinn á Hótel Sögu: Opnar einkapóst til starfsfólksins t mars s.I. voru settar húsregl- ur fyrir starfsfólk á Hótel Sögu og i 15. grein segir orðrétt: „Allur póstur sem berst til hótelsins, annar en tii gesta,er opnaður og er þvi starfsfólki bent á að láta ekki senda póst ef um einkamál er að ræða”. Þjóðviljinn hafði samband við tvo hæstaréttarlög- menn i gær, og sögðu þeir báðir að það væri afdráttarlaust óiög- legt að opna bréf sem stiluð eru á einkaaðila. Konráð Guðmundsson hótel- stjóri á Hótel Sögu sagði,að þetta hefði verið sett inn i húsreglur vegna þess að honum hefði borist kvörtun i haust út af opnun bréfs og væri þaö önnur kvörtunin sem hann hefði fengið á 16 ára starfs- ferli. Astæðurnar fyrir þvi að hann vildi opna þessi bréf væru þær að þegar starfsfólk fer t.d. i sumarfri kæmu oft bréf stiluð til þess sem vöröuðu rekstur hótels- ins og yrði hann þvi að opna slik bréf. Vildi hann með þessu ákvæði beina þvi til fólks að einkabréf væri ekki stiluð á hótel- ið. Kvaðst hann ekki hafa hugleitt lagalega hlið málsins. Ekki mun ótitt að fólk fái bréf á vinnustað þegar sendandi veit ekki eða man ekki heimilisfang og mun þetta ekki sist eiga við um Verður þvi þessi ráðstöfun að starfsfólk hótela sem oft eignast teljast hæpin enda er hún ólögleg. kunningja i hópi viðskiptavina. -GFr. 30 barnaleikrit i samkeppni Ríkisútvarpsins: — ...................../... ........ Ekkert verdlaunahæft Alls bárust 30 handrit I sam- keppni Rikisútvarpsins um barnaleikrit, 16 fyrir hljóðvarp og 14 fyrir sjónvarp. Dómnefndin komst að þeirri einróma niður- stöðu að ekkert leikritanna væri verðlaunahæft. Rikisútvarpið efndi til þessarar samkeppni um barnaleikrit til flutnings i hljóðvarpi og sjónvarpi itilefniafári barnsins 1979. Skila- frestur var til 1. ágúst sl. Þrenn verðlaun voru i boði fyrir hljóð- varpsleikrit og jafn mörg fyrir sjónvarpsleikrit. I fimm manna dómnefnd, sem útvarpsráð skipaði, áttu sæti Elin G. ólafsdóttir kennari, Gunnar Stefánsson bókmenntaráðu- nautur, Hallveig Thorlacius skjalaþýðandi, Kristín Unn- steinsdóttir bókavörður og Stein- dór Hjörleifsson leikari. —eös Kosningaútvarp á stuttbylgju Fjarskiptastöðin í Gufunesi hefur nú valið fleiri bylgjulengdir fyrir kosningaútvarp á stuttbylgju. Aður var búið að tilkynna að kosningaút- varpiö yröi sent út á 12175 kHz (24.6 metrar). Auk þess verða eftir- galdar bylgjulengdir notaðar: 7657 kHz (39.18 metrar) 9115 kHz (32.19 metrar) 13950 kHz (21.50 metrar) sérstaklega til U.S.A.) Stuttbylgjuútvarpið hefst klukkan 19.00 gmt. mánudaginn 3. desem- ber en kosningaútvarp hefst ekki fyrr en klukkan 23.00 um kvöldið og verður haldið áfram um nóttina og fram á þriðjudag eftir þvi sem ástæða þykir til. Við alþingiskosningarnar 1978 heyrðist kosningaútvarpið viða um Evrópu á stuttbylgju. Nauðsynlegt er að hafa góð tæki og loftnet til þess að ná útsendingunni.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.