Þjóðviljinn - 16.03.1980, Qupperneq 11
Sunnudagur 16. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
Anne Bronté: The Tenant
of Wildfell Hall.
Introduction by Winifred Gérin.
Edited by G.D. Hargreaves.
Charlotte Bronté: Villette.
Edited by Marx Lilly with an
introduction by Tony Tanner.
Penguin English Library.
Penguin Books 1979.
Sumir vilja kalla skáldsögu
Onnu Bront'é, Tenant of Wildfell
Hall, fyrsta feminista skáldsög-
una. Skáldsagan kom út 1848 og
þar er lýst harla ógæfusömu
hjónabandi og baráttu eiginkon-
unnar fyrir sjálfræöi, á timum.
þegar slikur óróleiki i konum var k
talinn fáránlegur og alger vit-
leysa. Anna var ákveðin i and-
stöóu sinni við formgerð sam-
félagsins varðandi stöðu konunn-
ar sem eiginkonu, hún var álitin
eign eiginmannsins og hlaut að
htýða honum og akta á allan
máta.
Bronte systurnar voru meira en
sérstæðar á sinum tima.
Charlotta skrifaði Villette og gaf
út 1853 og er það siðasta skáld-
saga hennar. Þar segir frá ein-
staklingi sem berst gegn óbliðum
örlögum fyrir sjálfræði og hér er
aðaláherslan lögð á þær breyt-
ingar sem verða á sálgerð aðal-
persónunnar i þessari baráttu.
Aðalpersónan rýnir i eigin barm
og leitast við að skilgreina þá til-
finningastorma sem svipta henni
til og tæra hana sökum óendur-
goldnar ástar. Saga þessi er talin
meðal athyglisverðustu verka
enskra skáldsagna hvað varðar
sjálfshverfni og þan tilfinninga-
lifsins.
Báðar þessar skáldsögður eru
vandlega gefnar út, með nauð-
synlegum skýringum og nótum,
ágætir inngangar fylgja.
Nú eru komin á annað hundrað
bindi i bókaflokknum Penguin
English Library, sem telja má
meðal vönduðustu útgáfa enskra
bókmenntaverka.
Robert Louis Stevenson
sem var kunnur fyrir einmuna
refsigleði og ruddahátt blandinn
grófri fyndni og oft snjöllum
athugasemdum. Sagan segir frá
viðskiptum föður og sonar, sem
var andstaða á flestan hátt við
föðurinn. Atburðarásin leiðir til
þess að Hermiston lávarður verð-
ur að dæma son sinn fyrir morð.
Dr. Jekyll and Mr. Hyde er mun
kunnari skáldsaga en Weir of
Hermiston og hefur verið þýdd á
flestar þjóðtungur Evrópu. Sagan
kom I fyrstu út 1886 og varð þegar
mjög vinsæl.
Stevenson hugsaði mikið um
andstæðurnar i mannlegu eðli og
þá leið sem menn leita til þess að
finna það sem þeir telja lausn úr
ánauð. Það hefur mikið verið
skrifað um þessa skáldsögu
Stevensons, sálfræðingar hafa
rýnt hana og krufiö og fram hafa
komið kenningar um að kveikjan
að sögunni hafi veriö draumar
höfundarins og eitt er vist að
Stvenson var draumspakur
maður og vitnaðist margt I
draumi, sem hann vann úr siðar.
The Far Arena
Richard Ben Sapir. Secker &
Warburg 1979.
Höfundurinn er bandariskur
og er þetta önnur skáldsagan
sem hann skrifar. Sagan hefst á
noröurslóðum, þar sem er verið
að bora niður i jarðlögin undir
Isnum, eftir oliu. Borinn er tek-
inn upp og þá greinir einn bor-
mannanna annarlegan aöskota-
hlut á broddinum. Það kemur i
ljós að þessi hlutur eru hold-
tæjur. Þær viröast hafa komist I
sner tingu við borinn á ekki miklu
dýpi I Ishellunni. Það er hafinn
gröftur og upp kemur gaddfros-
inn mennskur likami.
Bronté-systurnar
Robert Louis Stevenson:
Weir of Hermiston and
Other Stories.
Selected and edited with an
introduction by Paul Binding.
Dr. Jekyll and Mr. Hyde
and Other Stories.
Edited with an introduction by
Jenni Calder.
Penguin English Library.
Penguin Books 1979.
Weir of Hermiston var sú
skáidsaga Stevensons, sem hann
vann að fram i andlátiö og lauk
ekki við. Þessi skáldsaga hans er
af flestum talin sú merkasta, sem
hann skrifaði, þótt ófullgerð sé.
Sagan gerist i Skotlandi i byrjun
19. aldar og önnur aðalpersónan á
sér fyrirmynd I Lord Braxfield,
Likaminn er fluttur til Osló og
fenginn liffræðingum og læknum,
sem tekst aö þiða hann upp og
lifga hann við eftir að hafa legiö i
um tvö þúsund ár i ishellunni.
Frásögnin af llfgunartilraunum
og loks llfguninni eru vel geröar
og sfðan þróun þeirrar með-
vitundar, sem smátt og smátt
glæöist með aðhjúkrun og erfiðri
aðlögun. Það kemur I ljós að
„likaminn” getur talað latinu og
er grisk-rómverskur. Hann seg-
ir nú sögu sina og ástæöurnar til
þess að hann var látinn hverfa
úr Róm og ætlaöur bani langt I
norðri, viö sendnar strendur
Noröursjávar. En sú ætlan mis-
tókst, hann barst norðar með Is-
reki, sjálfur gaddfreðinn og beiö
upprisunnar 1 1900 ár. Höfundur-
inn er hugkvæmur og vinnur
skemmtilega úr hugmynd sinni.
Og frjálshyggjuæöið heldur
áfram. „Night fever, night
fever”. Ritstjórar gerast
filusópar, og fordæma Hegel,
bæjarstjórar sanna, að stefna
Alþýðubandalagsins i
sorphreinsunarmálum sé al-
ræöiskennd, og skribentar
„skammast sin ekki fyrir
frelsis hugtakið”.
Sá sem þetta ritar vill taka
fram, að hann skammast sin
alls ekki fyrir samtenginguna
„og”.
„Fr jálshygg ja , frjáls-
hyggja”- Jó, diskótiskunni og
frjálshyggjunni er margt sam-
merkt. Báðum „stefnum” vex
fiskur um hrygg upp úr miðjum
siðasta áratug, og eiga sam-
Nú gerist sá merki atburður,
að þeir Gissur Steinhólm
Hannesson og Frasar Friömann
eru á yfirreið um landið aö boða
fagnaðarerindi frjálshyggjunn-
ar: „Leyfið einkaframtakinu að
njóta sin, en banniö þvi það
ekki, þvi þess er framleiönin”.
Þeir kumpánar hyggjast
flytja erindi I félagsheimilinu á
Hamri, en verða frá að hverfa,
þegar óöur skrill alráöunga
ræðst á húsið með grjót- og
fúleggjakasti. Fyrir alræðis-
sinnum fer Froöir Fellan,
verkalýðsrekandi staðarins.
Gissur og Frjálshyggju-
Frasar bjarga sér með naum-
indum inn um bakdyrnar á húsi
Kaupirs kaupmanns, og eyða
kvöldinu við að ræða bókina
„Málrof og markaður”
(Capitalism and Friedman) eft-
ir Milton Freedom.
Þrátt fyrir gífuryrði sin um þá
félaga hefur boðskapur þeirra
sáö efa I brjóst Alráðs bæjar-
stjóra. Innst inni veit hann, að
hinn mikli bæjarrekstur á
Hamri hefur leitt af sér efna-
hagslega stöðnun, á meðan
nágrannaþorpið i Krummavik
blómstrar.
örvita af hugarangri drekkur
Alráöur sig blindfullan og eigr-
ar út i nóttina. Þar rambar hann
beint út i höfnina og hefði
drukknað, ef ung stúlka,
Forkunn Friðan, hefði ekki séö
til hans, og fiskað hann upp úr
sjónum.
Vart þarf að taka fram aö
Alráöur og Forkunn fella hugi
saman, en svo heppilega viil til,
aö Forkunn er ein fárra frjáls-
hyggjukvenna staðarins.
Ast hennar forðar Alráði frá
villu sins vegar, og þorpið er
endurreist i anda frjálshyggju.
Sagan endar á brúðkaupi
Alráðs og Forkunnar, þar sem
Alráöur flytur ógleymanlega
ræðu um mátt frelsis og ástar.
Já, það er hægt að gera sér
margt til dundurs á meðan beð-
ið er eftir Hayek — eöa
„leiftursókn Sjálfstæðisflokks-
ins (þversum)” gegn veiðbölg-
unni. En að öllu gamni slepptu
ber aö hafa i huga, aö kjölfesta
frjálshyggjunnar er — trúin
auöinn.
Beöið
Hayek
eiginlega ákafa neysludýrkun.
Hámark frelsisins er, eð geta
valið milli Boney M og Abba.
Rétt eins og diskósöngvar
einkennast af inntakslausum
stefjum, siendurteknum,
einkennist málflutningur frjáls-
hyggjumanna af slagorðum,
fluttum I sibylju: „Kjölfesta
frjálshyggjunnar er trúin á
manninn”, „shake, shake,
shake, shake, shake shake,
shake your body”, „frelsi og al-
ræði, alræði og frelsi”.
Ef diskó og frjálshyggja
rynnu saman I æðri einingu yrði
útkoman eitthvað á þessa leið:
„Markaöurinn er orðið, orðið,
orðið”.
Frjálshyggjumenn hafa, sem
kunnugt er, komiö sér upp
heimspeki, hagfræði, og jafnvel
félagsfræði. Hins vegar vantar
tilfinnanlega bókmenntir I anda
frjálshyggjunnar. Hér stendur
frú Ayn Rand eins og frelsis-
stytta upp úr rauðu hafi menn-
ingarhálfvitanna.
Það má ljóst vera, að þörf er á.
endurreisn islenskra
bókmennta I anda frjáls-
hyggjunnar.
Skrifa ber bækur i anda
frjálsraunsæis, sem að sjálf-
sögðu er algjör andstæöa sam-
eignarraunsæis (sósial-real-
isma) alráðunga. Lifi frjáls-
raunsæið, niður með félags-
ráðgjafastilinn!
Frjálsraunsæjar bókmenntir
eru frjálslega skrifaðar,
einkennast af trúnni á manninn,
og boða frjálshyggju, en vara
viö alræðishyggju. Þannig
mætti til dæmis skrifa leikrit
þar sem bent væri á þá hættu,
sem frelsinu stafar af auknum
útgjöldum til heilbrigðismála.
Ég hef undanfarið spunnið I
huganum efnisþráð frjáls-
raunsærrar skáidsögu, og vil
leyfa mér að rekjaéfni þessarar
hugsuðu sögu, ef þaö mætti
verða frjálshyggjuskáldum
nokkur hvatning.
Sögusviðiö er þorpið Hamar
við Sigðarvik þar sem
kommúnistar hafa farið með
völdin allt frá striðslokum.
Alráðurá Báknstöðum, bæjar-
stjóri, er Þrándur i Götu einka-
framtaksins, en fulltrúi þess á
staðnum er Kaupir Héðinsson,
kaupmaður.
Stefán
Snævarr
skrifar