Þjóðviljinn - 16.03.1980, Blaðsíða 15
Sunnudagur 16. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
Leikklúbbur
Flensborgarskóla
í Hafnarfiröi
frumsýnir í
kvöld:
( kvöld frumsýnir leik-
listarklúbbur Flensborgar-
skóla í Hafnarfirði leikrit-
ið Zigger-Zagger eftir
breska leikritahöf undinn
Peter Terson. Þetta er í
fyrsta skipti sem fram-
haldsskólanemendur á ís-
landi frumsýna erlent leik-
húsverk, en verkið hefur
hlotið nafnið „Gulldreng-
irnir" í íslenskri þýðingu
Birgis Svans Símonarson-
ar sem var gerð sérstak-
lega fyrir leiklistarklúbb
skólans.
hpww| j
1
r ^ i i
„Það er ég sem stjórna klappliðinu”. Blöffi blöff gefur tóninn. — Myndir tvar Brynjólfsson.
GULLDREN GIRNIR
eftir Peter Terson
í þýðingu
Birgis Svans
Símonarsonar
Leikstjóri
Inga Bjarnason
Tónlist eftir
Sigurö Rúnar
Jónsson
Skólinn er ekki okkar staöur. Viö erum friöi Hlfðarendaiýöurinn.
Zigger-Zagger eöa „Gulldreng-
irnir” var upphaflega skrifaö fyr-
ir unglingaleikhúsiö (British Nat-
ional Youth Theater) og vakti
strax mikla athygli. Hefur þaö
veriö sýnt viö góöar undirtektir
viösvegar i Evrópu og þótti merk
nýjung i leikhúslifi, þvi þaö er
eitt fyrsta leikhúsverkiö sem er
samiö sérstaklega fyrir unglinga
og leikið af unglingum. Hlaut
leikritiö m.a. verölaun gagnrýn-
enda við breska leikhústlmaritiö
„Plays and Players”.
1 grófum dráttum fjallar verkið
um vandamál istööulausra ung-
linga sem hætta I skóla aö skyldu-
námi loknu og geta ekki gert upp
hug sinn varöandi framtiðina.
Þaö sýnir örlög Halla, aöalper-
sónunnar, bakgrunnurinn er fót-
boltinn sem flótti, sem lifsmáti,
sem trúarbrögö, einkenndur af
ofbeldi og múgæsingu, eins og
segir I leikskrá.
Leikstjóri þessa mikla verks er
Inga Bjarnason sem hefur stund-
aö leiklistarnám og kennslu á þvi
sviöi bæöi hér heima og erlendis.
Tónlistin er sérstaklega samin
fyrir verkið af Siguröi Rúnari
Jónssyni og er hann jafnframt
hljómsveitarstjóri.
Alls taka um 50 nemendur þátt i
sýningunni sem er sú viðamesta
sem sett hefur veriö á sviö I Hafn-
arfiröi.
Leikið af unglingum
fyrir unglinga
Þjóöviljinn leit inn á eina af
lokaæfingum I Flensborgarskól-
anum nú i vikunni og tók þau Ingu
Bjarnason leikstjóra og Sigurð
Rúnar tali aö lokinni æfingu.
Viö spuröum Ingu fyrst hvort
hún heföi ekkert veriö bangin viö
aö setja upp og frumsýna hér-
lendis meb framhaldsskólanem-
um svo viöamikla sýningu sem
„Gulldrengirnir” er.
— Ég sá enga ástæöu til aö setja
annaö leikrit upp. Þetta leikrit er
skrifaö fyrir unglinga og leikiö af
unglingum. Mér finnst vitlaust
ab vera aö setja upp leikrit i
framhaldsskólum sem sýnd hafa
verið i atvinnuleikhúsunum. Jafn
fáránlegt er aö setja upp drama
meö skólakrökkum. Þessir leik-
hópar I framhaldsskólunum
þjóna allt öörum tilgangi.
Hefur efnisumfjöllun leikritsins
auöveldaö uppsetningu þess?
— Ég tel það fullvist. Krakk-
arnir skilja viöfangsefniö vel, þvi
þaö er ekki svo ýkja langt frá
þeirra eigin raunveruleika. Ég
vona lika aö þetta efni nái til allra
þeirra unglinga sem sjá leikritiö.
Tónlist hins
vonlausa unglings
— Nú er þetta leikrit á köflum
ekki langt frá þvi sem kallaö er
punk. bæöi tóníistin og eins leik-
urinn. Heldur þú aö leikurinn
komi til meö aö sjokkera áhorf-
endur?
— Ég verö aö þora aö taka á-
hættuna. Krakkarnir standa meö
okkur og eru sér meövituö um
hvaö er að gerast. Aöapatriöið er
aö boöskapurinn nái út til áhorf-
endanna.
— Tónlistin i þessu leikriti —
bætti Siguröur Rúnar inni — er
tónlist hins vonlausa unglings,
likt og punkið er tónlist lágstétt-
arinnar f Bretlandi. Sjálfur leitaöi
ég aö ruddaskap þegar ég samdi
tónlistina. Ef þér finnst þetta
vera punk, þá er ég i sjálfu sér á-
nægður, þvi ég veit ekki ennþá
hvort mér hefur tekist aö ná þvi.
Þetta er sorgleg músik. Or-
væntingarhljóð unglinganna,
vonleysi framtiöarinnar, hélt Sig-
uröur áfram. Viö hér á landi
veröum aö fylgjast með þvi sem
er aö gerast i heiminum, viö erum
ekki ein. Sú hætta sem leikritið
fjallar um er alls ekki svo fjar-
lægé okkur. Hiö vestræna þjóöfé-
lag er sjúkt.
— Hefur þetta veriö skemmti-
legt verkefni aö fást viö?
— Þette er eitt það erfiðasta
sem ég hef nokkurn timann á æv-
inni gert, sagöi Inga, en ég trúi á
þaö þvi að þaö er fyllilega þess
vert. Eiginlega má segja aö i dag
sé leikritið ekki nema um 40% af
upprunalegu leikriti Tersons.
Birgir hefur unnið erfitt starf viö
aö staöfæra leikritið auk þess
sem Siguröur Rúnar hefur veriö
mér ómetanlegur i þessu sam-
starfi. Skólayfirvöld hafa veriö
okkur jákvæöi i hvívetna, en
kannski á hann Palli húsvöröur
mestu þakkirnar skilið, fyrir aö
þetta skyldi veröa aö veruleika.
Ég væri ekki tilbúin aö byrja
upp á nýtt á mánudaginn en ör-
ugglega einhvern timann seinna.
— lg-
Inga Bjarnason leikstjóri og Siguröur Rúnar Jónsson tónskáld og Lárus Vilhjálmsson sem Blöffi og Gunnar Richardsson aö baki hans
hljómsveitarstjóri. sem Halli, aöalpersóna leikritsins.