Þjóðviljinn - 16.03.1980, Síða 24

Þjóðviljinn - 16.03.1980, Síða 24
PJQÐVIUINN Sunnudagur 16. mars 1980 nafn* m c 3 3 Sennilega hefur engin frétt frá tslandi vakiö jafn mikla athygli og uppnámi undan- farin ár eins og frétt Borg- þórs S. Kjærnesteds um lUx- usvændi i Holly wood. Sunnu- dagsblaðið náði tali af Borg- þóri og spurði hann um stöð- una i málinu en eins og fram hefur komið i fréttum hafa Módelsamtökin yfirvegað að kæra hann, og Ólafur Lauf- dal hefur farið fram á opin- bera rannsókn á vændi á skemmtistöðum. — Ég hef verið kallaður til rannsóknarlögreglunnar sem vitni vegna bréfs Ólafs Laufdals og þar lagði ég fram mitt skeyti i isl. þýð- ingu. Frétt mín hefur mjög verið mistUlkuö hér heima fyrir, og hafa skrif Ekstra- bladets i Danmörku verið lögð út sem mín orö. — En þd heldur fram i frétt þinni að vændi hafi ver- iö stundaö i Hollywood og það af sýningarstúikum sem þar komi fram? — Égsýni aðallega fram á að þjóöfélagshættir hafi breyst á Islandi. A striösár- unum hafi stUlkur i „brans- anum” ekki tekiö greiöslu fyrir bliðu sina, en nU sé hér stundaö lúxusvændi. Aftur á m6ti segi ég hvergi aö eig- endur Hollywood hafi skipu- lagt vændiö og tilgreini engin ákveðin sýningarsamtök. — Viimundur Gylfason segir i grein i Visi sem birt var á föstudaginn að þú sért blaðamannaasni sem orðið hafiir þér til minnkunar og þú sért hin eiginlega vændis- kona þar sem þú spljir frétt- ina fyrir peninga . — Ég veit ekki hvort grein Vilmundar er svaraverð. Hins vegar fékk ég 80 krónur danskar fyrir fréttina, og danska fréttastofan hefur lýstþvi yfir aö hún veiti mér fullan stuðning. Annars er ég farinnaðlíta kómiskum aug- um á mál þetta i heild og upphaflega var nU min frétt send sem smáfrétt i léttum dúr. Það er hinsvegar sorg- legt að einstaklingar verði fyrir baröinu á æsifrétta- mennsku á íslandi. — Morgunblaöið lætur að þvi liggja að þU sért óábyrgur fréttamaður þar sem þú sért ekki meölimur I Blaðamannafélagi tslands? — Skilyröi fyrir inngöngu i Blaöamannafélagið eru, að viðkomandi sé ráðinn að ís- lenskum fjölmiöli. Ég rek hins vegar sjálfstæöa frétta- stofu sem skiptir einkum við útlönd. Ég er ennfremur I er- lendum blaöamannasamtök- um sem ákvarða kaup mitt og taxta. — Hefur þU oröiö fyrir miklu ónæði vegna þessa máls hreint persónulega? — Þá aöallega aö einstak- lingarhafa veriö með miklar simhringingar á nóttinni. En þá era bara að taka simann úr sambandi. — im Þröstur Jensson iðnverkamaður og Hanna Hallgrímsdóttir nemi Aðalsfmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föst- udaga, kl 9 — 12 f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348. 0*1 Kvöldsíml Ol JJJ er 81348 Höfum aðeins dagvinnulaunin Ég held það teljist til viðurkenndra staðreynda að fáir verkamenn lifi af daglaunum einum saman en eftir 1. mars sl. eru al- gengustu verkamannalaun um 260 þús. á mánuði. Það kann að vera að einhverjir einhleypir menn komist af með þau laun svo framar- lega að ekki sé staðið í neinum stórræðum eins og að eignast íbúð, en f ráleitt er að ætla 3-4 manna f jöl- skyldu svo lágan f ramf ærslukostnað. Til stuðnings þessari fullyrð- ingu vil ég minna á að ein- hleypum námsmanni eru ætlaðar kr. 242. 500 í fram- færslueyri á mán. og námsmanni með maka og tvö börn helmingi hærri upphæð eða 485 þús. kr. á mán. Nú skyldi enginn ætla að ég sé að telja námsmenn of hlaðna, öðru nær. Ég veit mæta vel að enginn lifir neinu lúxuslífi af námslán- um einum saman — jafn- vel þó reiknuð fjárþörf þeirra yrði lánuð að fullu — enda kannast ég ekki við að neinir opinberir aðilar telji að svo sé. En hvað þá með verkamanninn? Á hann virkilega að svelta heilu hungri eða hvað? Eða Verð að hætta námi fáist ekki námslán er honum fullgott að vinna 16 tíma á sólarhring? Og hvað með börnin, ung og smá? Hver á að passa þau meðan mamma fer líka að vinna í fiskinum góða? Jú, það gerir dagmamman og það kostar 100 þús. á rhán. fyrir hvert barn. Hvað verður þá eftir af mánaðarlaunum annars hvors foreldris, séu bornin tvö. Svar: 60 þús. kr. á mánuði. Þröstur, Hanna og Perla — þröngt í búi Það vill svo til að ég hitti aö máli um daginn ungt fólk sem er að reyna að framkvæma hið ómögulega þessa 'mánuðina, þ.e. að lifa eingöngu af daglaunum fjölskyldufööurins, sem er iðn- verkamaður og vinnur i öskju- deild Kassagerðarinnar. Hann heitir Þröstur Jensson ættaður úr Borgarfiröinum og hún Hanna Haligrimsdóttir frá Dalvik. Hún er i Myndlista- og handíðaskólan- um og þau eiga eina - dóttur, Perlu.sem er tveggja ára siðan i haust. Þau voru farandverka- menn um nokkurra ára skeið i Vestmannaeyjum kynntust þar og stofnuðu þar sitt fyrsta heim- ili. Þar fæddist einnig dóttirinn litla en I haust fluttust þau til meginlandsins og tóku á leigu ibúð i Reykjavik. Er það satt að þið hafið ekki önnur laun en dagvinnukaup þitt, Þröstur? — Þröstur: Já, það er satt. Eftirvinna er af afar skornum skammti, hrein undantekning að hún sé nokkur. Það er samdráttur hjá fyrirtækinu og ekkert fólk ,er ráðið i staöinn fyrir það sem hættir. Fólki hefur þó ekki verið sagt upp vinnu. Hanna: Núna um siðustu mánaðarmót voru ekki eftir nema 18 þús. krónur þegar við vorum búin að borga húsaleigu, dagheimilisgjald, sima og sitt- hvað smávegis til heimilisins. Það er löngu búið. Ég hef verið aö leita fyrir mér um kvöldvinnu en ekki fengið neina ennþá. Eitt kvöldiö gekk ég t.d. á flesta barina i danshúsunum og falaðist eftir vinnu. Það var bara á einum stað að ég var skrifuð niður svo að ég býst ekki við að fá neitt þar. Þröstur: Það sem fleytir okkur ennþá eru peningar sem ég á inni hjá Kaupfélagi Borgfirðinga en þeir eru að verða búnir. Veit ekki hvort ég fæ námslán En færð þú ekki námslán Hanna? Hanna: Ég sótti um lán i haust á grundvelli 20 ára reglunnar svo- kölluðu en hef ekkert svar fengið ennþá. Ég er ekki viss um að ég sé lánshæf núna vegna þess að við höfðum allgóðar tekjur á siðasta ári. Ég skrifaði Lánasjóðnum bréf nýlega og lýsti aðstæðum okkar. Ég get ekki haldið áfram námi ef ég fæ ekki lán. Það er varla að við höfum fyrir mat og við skuldum viða, vinir og kunningjar hafa hlaupið undir bagga, en það gengur ekki til lengdar. 1 dag hef ég ekki borðað annað en eina brauðsneið sem ég keypti i skólanum og drakk vatn með. Það má segja að viö séum farin að herða sultarólina i bók- staflegri merkingu. 255-310 þús. kr. Hvert er kaup iðnverkamanna? Þröstur: Flest iðnverkafólk er i 2. launafl. Iðju og þar eru lægstu laun kr. 255.071-., og þau hæstu kr. 268.456.- Fastakaup okkar i öskju- deildinni er samt aðeins hærra eða 310 þús. núna eftir siðustu hækkun. Hvað hafið þið hugsað fyrir ykkur I framtiðinni, haldið þið aö hagur verkamanna vænkist kannski á næstunni? Hanna: Ég sé nú ekki mikil merki þess. Ég get ekki að þvi gert, en mér finnst eins og verka- lýðsforystan óttist það eitt að styggja atvinnurekendur. Það mætti halda að þeir væru fremur fulltrúar þeirra en okkar verka- fólksins. Þröstur: Ég hef veriðað svipast um eftir annarri vinnu en ég hef ekki miklar vonir um að fá neitt betra nema einhvers staðar þar sem mikil eftirvinna væri i boði. Annars langar mig til að læra ein- hverja iðn, það er ekkert spennnandi að vera verkamaður alla sina ævi. -hs

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.