Þjóðviljinn - 20.04.1980, Side 5
Sunnudagur 20. aprll 1980 ÞJÓÐVILJJNN — SIÐA 5
Svíar
og Hollendingar
sýna
kvikmynd um
dauða
arabískrar
prinsessu
dauða prinsessunnar.
Saudi-Arabía
hótar þeim
olíusölubanni
Bresk sjónvarpskvik-
mynd/„Dauöi prinsessu'ý
hefur vakið mikinn úlfaþyt
i Arabalöndum og orsakað
erfiðleika á stjórnmála-
sambandi Saudi-Arabiu og
ýmissa þjóðlanda. Myndin
f jallar um opinbera aftöku
prinsessu frá Saudi-
Arabiu, og er að dómi þar-
lendra stjórnvalda móðgun
við konungsf jölskyldu
Saudi-Arabíu og við þjóð-
ina i heild.
Saudi-Arabia hefur nú hótað að
leggja niður oliusölu til m.a. Hol-
lands sem sýndi kvikmyndina s.l.
miövikudagskvöld og Bretlands,
sem sýndi myndina fyrir rúmri
viku, og segja upp viðskipta-
samningum við Sviþjóð sem lýst
hefur þvi yfir að myndin veröi
keypt til sýninga i sænska sjón-
varpinu innan skamms.
„Dauði prinsessu” fjallar að
hluta til um óhugnanleg örlög 19
ára gamallar prinsessu, Mishu að
nafni, og aö hluta til um eitt
arabalandanna, Saudi-Arabiu,
sem Vesturlönd þekkja litið til en
eru þó háö i miklum mæli vegna
oliukaupa þaðan.
Myndin er gerð af breska heim-
ildakvikmyndamanninum
Anthony Thomas sem er heims-
frægur fyrir vel gerðar sjón-
varpsmyndir, m.a. um Arabalönd
og sem sýndar hafa verið um
heim allan.
Myndin sýnir atriði úr bresku sjónvarpskvikmyndinni „Dauði prinsessu". Myndin var sýnd I bresku
sjónvarpi fyrir rúmri viku og orsakaði harðorð mótmæli frá yfirvöldum I Saudi-Arablu.
Arabísk Rómeó og Júlía
Söguþráður myndarinnar er i
eins konar Rómeó og Júliu-stil, en
byggir i reynd á sannri sögu sem
átti sér stað 1977. Að baki heim-
ildarmyndarinnar felast viðtöl
við 27 manneskjur sem allar
þekktu vel til ungmennanna
tveggja sem sagan fjallar um.
Misha prinsessa var barnabarn
Múhammeðs, bróður Kahlids
konungs i Saudi-Arabiu. Misha
var uppáhald konungsins og eftir-
lætiallrarhirðarinnar. Henni var
gert að giftast frænda sinum
aðeins barn að aldri að sið
Múhammeðstrúarmanna. Hún
felldi aldrei hug til frænda sins en
fékk litlu þar um ráðið. Fram liðu
stundir og fór prinsessan til náms
við háskóla i Libanon. Þar varð
hún yfir sig ástfangin af ungum,
fátækum stúdent og fluttu þau
saman. Þar með hafði hún brotið
allar þær reglur sem arabiskur
kvenmaður getur brotið.
Hún var „ótrú sinum ekta-
maka”, fór gegn vilja foreldr-
anna, þverbraut lög þjóðfélagsins
og vanvirti islamska trúarsiði.
begar foreldrar Mishu komust á
snoðir um hið nýja lif hennar, var
henni þegar stefnt heim til Saudi-
Arabiu.
Dæmd til dauða
f stað þess að hlaupa frá unga
elskhuganum sinum Musleh, og
mæta fjölskyldunni full iðrunar,
tók Misha ástmann sinn með sér
til Saudi-Arabiu og sýndi hann
upp i opið geðið á fjölskyldunni,
og sagðist aðeins elska hann. Afi
hennar, konungsbróðir, dæmdi
þau umsvifalaust til dauða. Þau
voru tekin samtimis af lifi á opin-
beru torgi i viðurvist almennings.
Anthony Thomas heyrði þessa
sögu i London, og sagði hana
maður sem hafði orðiö vitni að
aftökunni. Thomas varð þegar
fullur áhuga og ákvað að gera
kvikmynd um Mishu. 1 tvö ár
ferðaðist hann viða og sótti heim
vini, ættingja og kennara Mishu
sem veittu honum upplýs-
ingarnar sem myndin byggir á.
Upphaflega hafði Thomas hugsað
sér að gera kvikmynd um örlög
prinsessunnar en smám saman
opnaöist heimur Arabalandanna
fyrir honum og myndin fékk æ
meir á sig blæ þjóöfélagslýsingar.
Andstæður
Mynd Thomas er lýsing á þeim
sterku andstæðum er rikja i
Arabalöndum. Islamtrú er stillt
gegn spilltri konungafjölskyldu;
andstæðum kynslóða lýst,
sonurinn sem hefur hlotiö
háskólamenntun á Vesturlöndum
og faðirinn sem aldrei hefur
ferðast lengra en tlu kilómetra á
asnabaki, og trúir að jörðin sé
flöt.
Myndin fjallar um gamalt,
lokað valdaþjóðfélag séð i ljósi
Framhald á bls. 21
KYNNIIMGARFUIMDIR LANGUAGE
Kvikmyndasýningar---- g™ (ÍTI
ANGLO-CONTINENTAL EDUCATIONALGROUP --------------
Lærið ensku í Englandi
Efnt verður til kynningarfunda á ACEG og LTC skólunum í Bretlandi sem hér segir:
AKUREYRI: 23. apríl kl. 20.30 í Hótel Varðborg
VESTM.EYJAR: 24. apríl kl. 17.00 og 20.30 í Alþýðuhúsinu
SELFOSS: 25. apríl kl. 20.30 í Selfossbíó
KEFLAVÍK: 26. apríl kl. 14.00 í Félagsh. Stapa,Njarðvík
REYKJAVÍK: 27. apríl kl. 14.00 í Kristalsal
Hótel Loftleiða
AKRANES: 28. apríl kl. 20.30
í Félagsheimilinu Reyn
Sérstakar hópferðir:
Norman Harris sölustjóri ACEG og
Peter O. Penberthy sölustjóri LTC
mæta á öllum fundunum.
Sýndar verða kvikmyndir frá skólun-
um og þeir kynntir. öllum er heimill
aðgangur meðan húsrúm leyfir.
Þeir sem hafa bókað sig á skólana sér-
staklega boðnir.
Tekið er á móti nýjum nemendum á
öllum fundunum og afhent kynningar-
gögn.
Verð um 400.000.— 3 vikur
Hægt að framlengja
10. mai, 1. júní, 22. júní, 13. júlí, 4. ágúst, 24.
ágúst og 14. sept.
Flogið á Heathrow með Flugleiðum.
Ekið með ACEG-vögnum á gististaði
Einkaheimili. 19 tímar vikulega á skólanum.
Hálft fæði kennsludaga
Fullt fæði um helgar. Einka herbergi.
Feróaskrilstota
KJARTANS
HELGASONAR
Gnoðarvogi 44 — 104 Reykjavík
Simar 86255 & 29211
Allt innifalið í verði.
I nútíma þjóðfélagí er enska orðin bráðnauð-
synieg og vísindum f leygir ört fram. An ensku
er vart hægt fyrir smá þjóðir eins og okkur að
tileinka sér þau.
Mjór er mikils vísir
Lærið undirstöðuatriðin á NOVIA School það
opnar leiðina að öðru og meira námi.