Þjóðviljinn - 20.04.1980, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. aprll 1980
Gerard
Lemarquis:
Jean-Paul
Sartre
látinn
Jean-Paul Sartre var
jarðaður i gær i Mont-
parnasse-kirkjugarðin-
um. í lifanda lifi hafnaði
hann ávallt orðum,
verðlaunum og hvers
kyns opinberum viður-
kenningum en fékk ekki
komið i veg fyrir að Gis-
card d’Estaing, sem
hann fyrirleit, kæmi til
að votta honum virðingu
sina látnum. Það fór
ekki á milli mála, Sartre
var dáinn.
Reyndar höföu margir þegar
jarðað Sartre, og það fyrir löngu.
Allt frá 1950 höfðu einhverjir lýst
þvi yfir, að tilverustefna Sartre
væri algerlega útdauð. Aðrir
töldu nokkrum árum siðar, aö
tengsl hans við kommúnista
myndu ræna hann allra siöustu
aðdáendunum. Nokkrir sögðu að
Sartre væri búinn að vera eftir
Alsirstriðiö. Ungir „strðktural-
istar” sjöunda áratugarins til-
kynntu öllum sem heyra vildu að
áhrifa hans gætti ekki lengur. En
hvernig ber að skilja hinar nýju
vinsældir hans meðal röttækra
vinstrisinna eftir atburöina 1968?
Fjöldinn allur af vel upplýstu
fólki hafði lýst því yfir að hann
væri orðinn elliær.
En Sartre hélt áfram að halda
fólki vakandi og vekja hina.
Brúaði kyn-
slóðabilið
Jean-Paul Sartre hefur aldrei
tilheyrt ákveöinni kynslóð. Hann
var fertugur við striðslok, þegar
hann varð frægur rithöfundur.
Ungu tilverustefnumennirnir
sem studdu hann og stóðu meö
honum að timaritinu „Les Temps
modernes” sem Sartre ritstýrði
voru á þrítugsaldri. Næsta kyn-
slóö sem hann innblés anda sinum
var sú sem upplifði Alsirdeiluna
og var um tvitugt 1960. Aldurs-
munurinn er ennþá meiri milli
hans og meölima 68-hreyfingar-
innar. Timarnir höfðu breyst —
hann þúaði þetta unga fólk þó svo
hannhéldiáfram að þéra Simone
de Beauvoir, sem hann hafði náið
samband við i 50 ár.
Þeirri kynslóö sem endurreisti
landið úr rústum eftir yfirreið
nasista boðaði hann siöfræði
frelsis og ábyrgðar. „Maðurinn
er það sem hann gerir úr sér”
„Maöurinn er dæmdur til aö vera
frjáls”. „Það er ekki til neitt
mannlegt eðli, maðurinn sjálfur
veitir lffi sinu fyllingu og stefnu”.
Sartre var á þeirri skoöun að
rithöfundurinn ætti að vera virk-
ur og styðja pólitíska baráttu með
lifi sinu og verkum. En meö
hverjum á aö berjast? Biliö var
mjött á milli sósi'aldemókrata
sem studdu amerikana og stalin-
sinnaðra kommúnista.
Kommúnistar
og Sartre
Kommúnistaflokkurinn var
ekki mjúkmáll i garð Sartre:
„Heimspekingurinn Sartre knýr
manninn til að skriöa á fjórum
fótum. Hinn pólitiski Sartre
gengur I lið með ihaldinu. Rithöf-
undurinn Sartre er úrkynjaður og
persónan er rotin.”
Sartre og vinir hans stofnuöu
samtökin RDR, sem lifðu ekki
nema i nokkra mánuði og reyndar
missti hann sjálfur fljótlega
áhugann. Þessi óróaseggur var
ekkiflokksmaður. Sartre var allt-
af á móti NATO og stuðningsmað-
urhlutleysisEvrópu. En öllum til
undrunar gerðist hann hliðhollur
kommúnistaflokknum I miðju
kalda striðinu. Og maðurinn sem
kommúnistar höfðu skömmu
áður álitið þræl kapi'talismans
lýsti nú yfir: „Kommúnistaand-
stæðingur er hundur, ég fer ekki
ofan af þvi og mun aldrei gera”.
Sartre var þá álasað fyrir að
gagnrýna ekki lengur rússneskan
stalinisma jafn harðlega og áður.
Hann svaraði og hefur oft verið
gagnrýndur fyrir það, aö „ekki
megisvipta Billancourt allri von”
(Billancourt Renault verksmiðj-
an er aðalkommúnistaherbúð-
irnar).
Alsírdeilan
'Á meðan á Alsirdeilunni stóð
studdi Sartre Alsirbúa eindregið i
baráttunni gegn Frakklandi.
Hann hjálpaði liðhlaupum og
þeim sem neituðu að ganga i her-
inn. Nokkrir vina hans voru fang-
elsaöir en yfirvöld þoröu ekki að
hrófla við Sartre. Hinar „fögru
sálir” („Les belles ames”) sök-
uðu hann um að hjálpa öfgasinn-
um. En Sartre deildi á þá sem
létu sér nægja að biðja um frið og,
fallast á rikjandi stjómskipulag.
Að taka ekki afstöðu er að taka
afstöðu. Aö vera þátttakandi er
lika eins og ein persónan I
„Flekkuðum höndum” (Les
mains sales) orðar það: að vera
„með hendurnar i blóði og skit”.
Sartre tók virkan þátt I að koma
á fót Russel-réttarhöldunum þar
sem rannsakaðir voru bandarisk-
ir striösglæpir i Vietnam. Þessi
pinulitli, ófriði og rangeygöi
maður með hljómlausa rödd tal-
aði alltaf fyrir fullu húsi.
Stúdentaóeirðir
Mai 68 kom honum á óvart.
Sartre kom I Sorbonne háskólann
sem nemendurnir höföu á valdi
sinu til þess að styðja málstað
þeirra. Þetta var reyndar I fyrsta
og siöasta skipti sem hann tók til
máls i frönskum háskóla.
I forsetakosningunum 1969
baröist hann fyrir kjöri trotsky-
istans Alain Krivine. Skömmu
siðar gerðist hann ritstjóri maó-
istablaös, sem þá var bannað og
tveir fyrrverandi ritstjórar þess
sátu I fangelsi. Hann seldi blaðið
úti á götu og var handtekinn.En
það var ekki hægt að setja Jean-
Paul Sartre I fangelsi.
Gamli maðurinn vildi ennþá
stofna til óeirða. „Við breytum
rétt með þvi aö gera uppreisn”
heitir siðasta bók hans. Áriö 1977
heimsótti hann Andreas Baader i
fangelsi. Hvaða menningarviti
hefði farið að heimsækja Andreas
Baader 1977?
Aróðursmaðurinn Sartre var óhræddur við aö kynna málstaö sinn almenningi.
NÝ BÓK:
Smalastúlkan og útlagarnir
Iðunn hefur gefiö út leikritið
Smalastúlkuna og útlagana eftir
Sigurð Guðmundssón og Þorgeir
Þorgeirsson. Leikritiö er
afmælisverkefni Þjóöleikhússins
á þritugsafmæli sinu og frumsýnt
á sumardaginn fyrsta, 24. april.
Siguröur Guömundsson málari
var frumkvöðull i Islensku menn-
ingarlifi upp úr miðri nitjándu öld.
Meöal annars má kalla hann
fyrsta Islenska leikhúsmanninn I
nútimaskilningi og fyrsta eigin-
lega leikstjórann. Hann samdi
einnig leikrit, Smaiastúlkuna,
sem legiö hefur gleymt og grafið
þá rúmu öld sem liðin er frá láti
Sigurðar, en hann andaðist 1874.
Þorgeir Þorgeirsson hefur um
árabil kannaö ævi og verk Sig-
uröar og hefur nú dregið þetta
leikrit fram i dagsljósið og steypt
upp úr þvi þetta verk, Smala-
stúikuna og útlagana sem ber
höfundanöfn þeirra beggja, hans
og Siguröar. Meðal annars er
beitt nútimalegri tækni i sam-
þjöppun og niðurskipun leikatriða
„til að gera kjarna verksins
ijósari nútimamönnum sem mót-
aðir eru af öðrum leikhúss-
hugmyndum en öld Siguröar mál-
ara”, segir i kynningu forlagsins.
Þá hefur enda leikritsins verið
breytt og lýsir Þorgeir Þorgeirs-
son ástæðum þess i eftirmála,
Bréfi til Siguröar máiara. Þar
gerir Þorgeir auk þess frekari
grein fyrir skilningi sinum á
verkinu og sögulegri stöðu
Sigurðar. Sunnudagsblaðið birtir
grein þessa á siöu 15 i dag.
Leikritið gerist á árunum 1537-
1555. Ungir elskendur flýja til
fjalla undan ofriki valdsmanna
sem hneppt hafa stúlkuna I
klaustur. Á fjöllum fæöist þeim
sonur, stúlkan deyr og drengur-
inn eíst upp fjarri mannabyggö-
um. — Leikritið Smalastúlkan og
útlagarnirer 91 blaðslða að með-
töldum eftirmála. Prentrún sf.
prentaði. — A kápu er mynd af
uppdrætti eftir Sigurö málara af
leiktjöidum.
Þá hefur Iðunn gefið út i 100
eintökum leikritsgerð Siguröar
málara, Smalastúlkuna. Þetta er
fjölrituö útgáfa og er textinn
gefinn út stafréttur, en staf-
setning Sigurðar er býsna sérstæö
og athyglisverð frá málsögulegu
sjónarmiði. — Þorgeir Þorgeirs-
son sá um útgáfu textans og naut
aðstoðar Halldórs J. Jónssonar
vand. mag. Smalastúlkan verður
ekki til sölu á almennum markaði
Einkalífið
hneykslaði
almenning
Sartre var orðinn næstum
blindur. A meðan hann skrifaði
„La critique de la raison dialecti-
que” hafði hann tekið of stóran
skammt af amfetamini til að geta
skrifaðallan sólarhringinn. Hann
vissi hvað olli heilsutapi hans en
hann „sá ekki eftir neinu”. Var
hann orðinn gamall?
„Allir umgangast mig sem
gamalmenni”, sagöi hann i við-
tali við Nouvel observateur
fyrir þremur vikum. „Það hlægir
mig. Hvers vegna? Vegna þess að
gamalmennum finnst þau aldrei
vera gömul.”
Þaö var oft litið á einkamál
hans sem hneyksli. Þaö mátti
sætta sig við að þau Simone de
Beauvoir héldu áfram aö búa
hvort I sinni ibúð eftir 50 ára sam-
band án hjónabands. Listamenn
eru aldrei eins og annað fólk. Þaö
var hægt að þola að þau viður-
kenndu hvort ar.nars rétt til aö
lifa tilfinningalifi óháö hvort
öðru. Maöur veröur að fylgjast
meö timanum. Það var erfiðara
að skilja að þau töluðu opinskátt
um þetta i verkum sinum. En
allir vita aö rithöfundar eru
„exhibitionistar”. En þessi
ósvifna ást þeirra var reglulega
ósmekkleg. Lif án hjónabands
vekur ekki samúð nema þaö sé
misheppnaö.
Mótsagnakenndur
Tölum ekki um verk hans, les-
um þau heldur. Sartre var heim-
spekingur, sem var erfiður af-
lestrar. Frábær leikritahöfundur.
Umdeildur skáldsagnahöfundur.
Pólitiskar greinar hans voru
stundum skrifaöar eins hratt og
minningagreinar og einkenndust
af spennu og röksemdaleysi. „Eg
skrifaði nákvæmlega andstæðu
þess sem ég vildi segja”, lýsti
Sartre yfir stuttu fyrir dauöa
sinn.
Sem betur fer....
Milli verka Sartre og lifs hans
er stundum mótsögn. Andstæð-
ingar hans undirstrikuðu oft
hvernig hann skipti um skoðun á
franska kommúnistaflokknum.
Hvers vegna hafnaði hann
Nóbelsverðlaununum en þáði t.d.
opinbert boð Krútshevs?
Hrifandi lýsingar hans á Alsir,
Kúbu og Vietnam eru I andstöðu
við yfirlýsingar hans sem komu i
kjölfar vonbrigða. Sartre hefur
alltaf leyft sér aö vera i mótsögn
viö sjálfan sig.
Sartre hafði einungis áhuga á
manninum. Hann horföi aldrei á
landslag. Honum leiddist náttúr-
an. Hann hataði bernsku sina,
sem þó varð innblástur að meist-
araverki hans „Les Mots”,Orö.
Með aldrinum varð hann róttæk-
ari, eins og Victor Hugo, en það
hafa fáir oröið.
Vitanlega lætur hann ekki eyri
eftir sig. Hann gaf byltingar- og
mannúðarsamtökum höfundar-
réttinn aö öllum verkum sinum.
Til þess að styrkja dagblaðið
„Liberation” tók hann 200.000
franka lán. Pólitikin er lika þetta.
Og kannski bókmenntirnar?
Hann lýsti sjálfum sér þannig I
lok bókar sinnar „Les Mots”:
„Heill maður, geröur úr öllum
mönnum, sem er eins mikils virði
og allir hinir samanlagt, en hver
og einn hinna er jafn mikils virði
og hann sjálfur.”
SMALASTÚLKAN
OG ÚTLAGARNIR
en fáanleg hjá forlaginu. Eintökin
— eru tölusett.