Þjóðviljinn - 20.04.1980, Page 15

Þjóðviljinn - 20.04.1980, Page 15
Sunnudagur 20. aprn 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 endasal draga mjög úr bergmáli, auk þess sem á gaflveggjum var komið fyrir þykku lagi af glerull bak við rimla úr kjörviði. Tókst þessi framkvæmd svo vel, að hljómburður er með ágætum”. ,/ Arkitektoniskur horror" Ekki voru allir á einu máli um ágæti þessarar sérkennilegu byggingar Guðjóns Samúelsson- ar. Þannig skrifaði Bjarni Guð- mundsson, siöar blaðafulltrúi i Stúdentablaðið 1929: „Ég hirði ekki að dæma teikninguna til neinnar hlitar þvi að hún stendur jafn langt að baki nútimahúsalist og islensku torfbæirnir Péturs- kirkjunni i Róm”. Um það að setja þessa byggingu við hliðina á Landsbókasafninu sem Bjarna finnst falleg bygging segir hann: ,,Að skella leikhúsinu við hliðina á þvi væri meiri arkitektoniskur horror en nokkurn tima hefur þekkst á Islandi”. Fyrr getur natural- isminn orðið plága Halldór Laxness var einn af hörðustu gagnrýnendum bygg- ingarinnar þó að hann siðar ætti sæti i fyrsta þjóðleikhúsráði og leikrit hans íslandsklukkan væri með fyrstu verkunum sem þar voru tekin til sýningar. Halldór skrifaði grein i Þjóðviljann 16. des. 1943 og hafði þá margt út á húsið að setja og kallaði það minnisvarða yfirborðsmennsk- unnar i islenskum menningar- málum siðasta áratugar. bað hafði þá staðið autt i 12 ár. Hann segir siðan: „Þetta „þjóðleikhús” hefur fáa kosti góðrar leikhússbyggingar, en marga galla. Plani leikhúss- ins, hugmynd og tilhögun, svipar litið til nútima leikhúsa, heldur virðist vera sniðið eftir leikhúsum fyrri tima, þar sem m.a. er gert ráð fyrir ákaflega miklu starfs- mannahaldi, en slikt fer mjög i bága við nútimaviðleitni i rekstri leikhúsa. Þótt rúm sé furðu mikið i húsinu, notast illa að þvi, mikið fer i ganga og fatageymslur, auk allskonar króka og kima, eins og jafnan vill verða um „facade- arkitektur”, þar sem fyrst og fremst er hugsað um ytra útlit, án tillits til nákvæmrar innanskip- unar”. Halldór tinir svo upp mörg að- finnsluatriði, og segir m.a. að til séu i húsinu „herbergi” i laginu eins og bókstafurinn vaff lagður á hliðina og önnur þar sem aðeins rönd af glugga gægist upp fyrir gólfbrún. Siðan segir hann: „Af riti sem byggingameistar- inn, hr. Guðjón Samúelsson, hefur gefið út með titlinum „Is- lensk byggingarlist” (sérprentun úr Timariti V.F.t. 1933), en það eru lýsingar á nokkrum húsum eftir sjálfan hann, verður ekki séð, að þegar hann gerði uppdrátt „þjóðleikhússins” hafi hann fyrst og fremst haft leikhús i huga, heldur einkum verið um það hug- að að gera „einskonar ævintýra- borg, einskonar álfakonungs- höll”. Hann segir orðrétt: „Þvi þá ekki að búa til einhverja klettaborg yfir allt það ævintýra- lega lif, sem sýnt er á leiksviöi”. Um slika athugasemd er ekki annað að segja en það, að fyrr getur natúralisminn orðið plága en byggingameistarar taki upp á að likja eftir klettum, þegar þeir byggja nútima menningarstofn- anir”. Fastur punktur tilverunnar I grein sem Indriði Einarsson, aðalhvatamaður að byggingu Þjóðleikhúss, skrifaði i Fálkann 1930 er hann eins og dálitiö undr- andi á húsi Guðjóns. Hann segir þar: „Þjóðleikhúsið verður mikið hús og sérkennilegt. Það verður byggt i islenskum stil, og það þori ég að ábyrgjast að það verður kallað svo, þegar frá liður”. En hvað um það? Nú hefur Þjóðleikhúsið gegnt mikilvægu hlutverki i leikhúslifi íslendinga i 30 ár og engum dettur i hug að gagnrýna bygginguna nema þá helst leikurum. Hún er löngu orð- in einn af föstum punktum tilver- unnar i Reykjavik. Eins og klettaborg. —GFr Kæri Sigurður: Mig langar til að senda þér fá- einarlinur, nokkurskonar skýrslu um þaö hvernig ég hef staðiö aö þvi aö ganga frá þessu leikriti þinu til frumflutnings i leikhúsi nú röskri öld eftir dauða þinn. Mér er lika skylt að þakka þér fyrir það sem mér hefur lærst af þvi verki. Undarlegt má það annars heita að ég sem hef atvinnu af þvi að skrifa texta fyrir útgáfu — handa dauðum sálum mestanpart — skuli ekki fyrr hafa skrifaö fram- liðnum manni bréf. Það sem ég á við er náttúrlega þetta: Þú ert mér um þessar mundir lifandi staðreynd og það umfram marga þá sem ég daglega er að heilsa á götunum hérna i Reykjavik. Þar- aöaukiskilég þig liklega að sumu leyti betur en þú gerir sjálfur. Og það er vænti ég forsenda alls var- anlegs lifandi kunningskapar — svo ekki sé talaö um fjandskapinn — það veit enginn betur en þú. Þú ert kallaöur rómantiker og það ertu. Almennt er þvi trúað aö þú hafir drepist úr hor og vesöld sem sprottin var af þvi aö þú hafðirekkibeskyn á peninga. Það er náttúrlega fjærri öllum sanni eins og þú veist. En svona hefur fólkið þurft að hugsa —tóma vit- leysu. Hversvegna? JU, einhverra hluta vegna þurfa menn að trúa þvi að heimurinn sem þeir lifa i sé betri en aðrir þekktir heimar. Þetta er ein- hverskonar lágmarkskrafa til andlegra þæginda. En leiðir á hinn bóginn af sér þá reginfirru að gjörvöll þróun heimsins sé framþróun, allt sé betra en það varáður. Þvllik hugsanavilla tek- ur á sig furðanlegustu myndir. Oft eru hugsanavillur nefnilega frjórri en vandaöar hugsanir. Þannig lifi ég nú, á timum þegar menn verða umhugsunar- laust að trúa þvi — til aö foröa sér frá sálarháska —aö borgaralegur realismi sé fullkomnari hugsun- armáti, betri skilningsleið en gamla rómantikin var. A öðrum svæöum búa aðrir menn við þær aöstæður að sósialrealisminn er þeirra andlegi hægindastóll. En báðum þessum hugsanakerfum er vaxandi nauðsyn aö þvi að gera rómantlkina fyrir hvern mun að andheiti, andstæðu við raunsæi. Rómantiskt er það sem er óraunsætt. Nú er sannleikurinn sá að þvi lengur sem maður veltir þessum hlutum fyrir sér þvi augljósara verður manni að borgaralegur realismi ellegar sósialrealismi eru bara einsog gengur skömmt- unarkerfi mannlegrar hugsunar og staðna i staönandi samfélagi. Þaö rennur semsé upp fyrir manni — meðal annars við kynni af mönnum einsog þér — að real- ismarnir eru llka bara reglur um það hvað leyfist aö segja, sjá og túlka sem „veruleika”. Og hrörni mannsideal einhvers realismans niðri smálegasta kvább — einsog dæmi eru til — þá fækkar stofn- aukunum á þeim skömmtunar- seöli andlegra verðmæta stund- um svo gressilega að útá þá fæst litið nema blinda og fordómar, frasar og patentgagnrýni. Og sveimér ef þörfin fyrir að túlka ykkur rómentlkerana sem óraunsæja kjána og draumóra- menn vex ekki I réttu hlutfalli við tómahljóðið i viökomandi „real- isma”. Þá geta menn orðiö hálf- gerðir fangar þessarar blekk- ingar að rómantik sé andstæða alls raunsæis. Og rómantikin sem er sprottin uppúr byltingaróti söguiegra tima þegar mannsi- dealið, hugmyndirnar um mögu- leika mannsins eru þær aö hann sé ofjarl kringumstæöna sinna og fær um að bæta þær, eöa minsta- kosti breyta þeim. Hversvegna ætti hugsunarháttur sem þvflikir timar geta af sér endilega að vera „óraunsæi”? Nema þá frá sjón- arhóli kyrrstöðunnar og stjarfans. Það eru vitaskuld til bæði raun- sæir og óraunsæir rómantikerar og realistar eru sumir blindir og aörir sjáandi. Telja má vist að rómantikerar séu flestir óraun- sæir enda gengur þaö upp i þeirri staöreynd að flestir realistar eru blindir. En þegar rómantikerinn er raunsær þá verður hann stór. Mannsideal hans er stærra, við- feðmara og möguleikarlkara. Það eru einfaldlega stærri and- stæður og meira flug i rómantisk- um raunsæismanni helduren raunsæjum raunsæismanni. (Afmælissýning Þjóöleik- hússins er „Smalastúlkan” eftir Sigurð málara Guðmundsson. Verkið er endurunnið af Þorgeiri Þorgeirssyni rithöfundi. Bókaút- gáfan Iðunn hefur sent frá sér leikritið i bókarformi og ritar Þorgeir þar eftirmála sem hér er birtur með leyfi bókaútgáfunnar og rithöfundarins.) wm /vi Þorgeir Þorgeirsson: Bréf Sigurðar málara Þú ert rómantlskur raunsæis- maður. Vafalaust stafar það af mikilli eölisgreind, skapfestu og svo þessari ómissandi heppni — sem mér liggur stundum við aö segja að hún geti orðiö fullstór. Heppni þin varð minstakosti þitt ólán þegar öll kurl koma til grafar. Enda naumast einleikið um hana. Sautján ára gamall, rétt um þærmundirsem þú hlýturaðhafa verið búinn að taka til þin flest það sem islensk bændamenning hafði að færa á öndverðri 19. öld, þá taka rausnarbændur Skaga- fjarðar og baráttuvinur þeirra — Jón Sigurðsson — þig uppá arma sina og styrkja þig til þess að fara beint til Kaupinhafnar en ekki i Læröaskólann i Reykjavik þarsem lunginn úr atgerfissonum bænda var hakkaöur i andlegum kvörnum konungsvaldsins við enga heimspeki en mikinn aga og latinubeyingar þangaðtil fabrik- an skilaði fullbúnum embættis- mannadraugum úti kerfið. En þú komst ferskur og ósnortinn til Kaupinhafnar árið 1849 þegar seinustu glóöirnar af frönsku byltingunni loguðu sem skærast um gjörfalla Efrópu. Enda er heimspeki þin þaðan. Af eftirlátnum munum þinum sé ég lika að þar hefurðu fundiö myndlistararf þjóðarinnar i teiknibókum Arnasafns — þennan sem ýmsir voru siðar aö upp- götva sér til viöurværis — þvi hann hefuröu kópérað nostur- samlega og haft með þér heim aftur. Enda listrænn metnaður þinn þaðan. Og fyrirmyndir þinar i leikhús- inu eru — sýnist mér — Shake- speareogMoliére ásamt natúral- isku leikhúsi samtima þins I Dan- mörku. Undarleg blanda þaö. Og þú skrifaðir þetta eina leik- rit: Smalastúlkuna. Lengi var ég að fást við að skrifa það leikrit upp. Ekki veit éghversvegna, þvi mér gekk það fremur illa. Einhverntima sat ég og var að lesa eftirmála þinn að þvi verki, liklega i hundraöasta sinn. Ég haföi nýlega fengið um- sögn eins af sérfræðingum min- um i heimspeki um valda texta eftir þig — þess efnis að sjaldgæft væri að sjá jafn Utfærða heim- spekilega skólun i islenskum nitjándualdartexta og fundinn yröi ianarkisma þinum. Og ég las enn upphafið að EPTIRMÁLA sem þú bersýnilega skrifaðir á seinasta æfiári þinu, 1874.-' ,,Mörgum mun þykja of djarft aö setja Henglafjöllin sem útilegumannastöövar, sem eru svo nærri byggð, en aögæt- andi er aö margar lauslegar alþýöusagnir eru bæði um tröll og útilegumenn i Henglafjöll- um; og þegar alþýða trúir að útilegumenn séu á einum stað, á hafa menn — einkum fyrr á öldum — veriö mjög hræddir að rannsaka fjöllin. Allir þekkja sögnina um Jóru úr Jórukleif sem sumir segja aö hafi átt heima i Jóruhelli sem er i gili i Jórutind, hún á að hafa verið úr ölvesi oghafa tryllst við hesta- at afþvi' aö hestur fööur hennar varð halloka fyrir öðrum hesti, þá fór hún uppi Jóruhellir og hafðistþar viö lengi. Henni var svo háttaö að hún þurfti aldrei að sofa nema Jónsmessunótt — aðrir segja hvitasunnunótt. Þá sveikst maður að henni og hjó milli herða henni, en i þvi hún fékk áverkann sagði hún: „Höndurnar fastar við skaft- ið!” Þá sagði hann: „öxina framaf!” Þá er sagt hún hafi hlaupið þar ofan skriðu frá hellinum og ofani vatn. Svo er hún úr sög- unni. Menn hafa hver eftir annan fundið helli stóran sunnanundir Selfjalli fyrir sunnan Lækjar- botna; i honum hafa menn sagt mér aö þeir hafi fundið mikið af ösku svo auöséð er að menn hafabúiöþar— enalþýða segir að þar hafi búið tröllskessa; og elti hún eitt sinn smalann á Hólmi niðrundir bæ. Hún haföi þá yfir sér jarpa hrosshá. Við hana eru vist kennd tröllbörn. Sagt er að stúlka, Margrét að nafni, ættuö austanúr Hreppum hafi lagst út i Svinahrauni og f jöllin þar i grennd, hún átti aö hafa átt heima i Hafnarfirði þá húnlagðistút, orsökina hefi ég ekki heldur heyrt, sagt er hún hafi étið hrátt, og var orðin svo tryllt, svo sterk og ill að hún réðstá menn er fóru um veginn og rændi þá enda þótt þeir væru 2 eða 3 saman. Siöast vóru 2 menn gerðir út til að ná henni og drepa hana, en þeir urðu fráskila hvor frá öörum annaö- hvortaf hrekk eða tilviljun. Þá kom Magga aö öðrum þeirra og flaug á hann, þau gllmdu alla nóttina, loksins hafði hún hann þó undir, en hann var hand- sterkari svo hann gat náö um hálsinn á henni og kreisti hana síðan niðurað sér, og beit i sundur á henni barkann — menn fullyrða að þetta sé sönn saga og segja að þetta hafi skeð fyrir um 100 árum siðan, og nafngreina jafnvel ætt þess sem drap hana. Til eru og ýmsar enn óljósari sagnireinsog um að Fjalla-Ey- vindur og Halla hafi verið þar...” Hvurneginn verður svona texti til? Þúleggur upp með skyldur og kvaðir hins natúrallska leikhúss og þarft að útlista það og sanna með „visindalegum hætti”, fyrir leiktjöldin þin trúlega, að úti- legumenn geti vei hafa búiö i Henglinum. Óðara c-rtu farinn aö tina til það sem okkur „raunsæis- mönnunum” þykja hindurvitni um konu sem leggst út og étur hrátt, veröur af þvi tveggja manna maki og forynja sem bita þarf á barkann svo fært sé um alfaraleið. En velaðmerkja — hvað eru hindurvitni? Sjálfur þekki ég ein- staklinga sem orðið hafa hálfu verri forynjur af þvi að leggjast út á bankabiðstofur, svo öflugir eru þeir aö enginn þorir að bita þá á barkann. Fréttamyndir um jöt- uneflda mannlega fólsku I Viet- nam, Kampútseu, Laos og Afriku velta daglega inná gólfteppið hér án þess að mér hvarfli nokkurn- tima að kalla þær hindurvitni. Samt eru þetta frásagnir um hálfu tröllauknari forynjur i mannsliki en þær eru skessumar Framhald á bis. 16

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.