Þjóðviljinn - 20.04.1980, Qupperneq 23

Þjóðviljinn - 20.04.1980, Qupperneq 23
Sunnudagur 20. aprn 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23 Bubbi Morthens og Utangarösmenn/ Hlé, Fræbbblarnir, Kraftmiklir rokktónleikar Heilbrigð æska. Tónleikar i Félagsheimili Kópavogs, laugardaginn 12. apríl 1980, kl. 14.00-17.00. Dagskrá: Dordinglar, Kolossus, Laugardaginn 12. apríl sl. voru haldnir tónleikar I Félagsheimili Kópavogs undir yfirskriftinni Heilbrigö æska. Þegar blaöa- maður kom að Félagsheimilinu (áöur Kópavogsbíó) var saman- kominn hópur ungs fólks sem að mati hinna eldri heföu tæplega talist til heilbrigðrar æsku. t það minnsta má telja, að skilningur hinna eldri á hugtakinu heilbrigö æska sé: tápmiklir unglingar sem stunda iþróttir, snerta ekki við tóbaki eða öörum efnum og þar fram eftir götunum. Meginþorri þeirra sem þarna voru samankomnir teljast annað- hvort til hinnar róttæku æsku sem kallast „pönkarar” eða þeirra sem óðum eru aö hverfa inn fyrir veggi nýsteyptra kumbalda og kölluðust hér áður fyrr „hippar”. t útstillingarglugganum, sem áður sýndi myndir úr kvikmynd- um sem Kópavogsbió bauð uppá, blöstu við myndir úr sýningu Leikfélags Kópavogs á Þorláki þreytta og plakat meö mynd Sids heitins Vicious og yfirskriftinni Heilbrigð æska. Ef hinir þröng- sýnni af eldri skólanum hefðu séö þetta plakat má búast við að þeir hefðu fussað og sveiað og snúið á braut. En þeir sáust hvergi nærri. Þetta beit hins vegar ekkert á blm., þvi að hann er þeirrar skoð- unar likt og aðstandendur tón- leikanna, aö fleira sé heilbrigt æskufólki en ástundun fagurra iþrótta og dýrkun þess sem full- orðna fólkið leyfir sér, en ætlast til aö unglingarnir api ekki eftir þvi. Bilskúrsbönd Tónleikarnir hófustu eiginlega á þvi að Dato Triffler, „talent” og stórstjarna af guðs náö sem ætlar að vera búinn að slá allar súper- stjönur poppsins út eftir u.þ.b. ár, æddi upp að sviðinu og lýsti eigin ágæti, en kvaðst þrátt fyrir það ekki ætla að troða upp að sinni til að eyðileggja ekki fyrir Bubba Morthens, sem væri miklu betri en hann (þversögn?). Þvi næst hófust tónleikarnir formlega með þvi að Einar „pönkari” Bene- diktsson kynnti Dordingla, sem birtust i' þvi' á sviðinu. Dordinglar er hljómsveit skipuö 14-15 ára strákum sem hafa hina klassísku hljóðfæraskipan: tveir gitarar, bassi og trommur. Piltarnir fluttu fremur óathyglisveröa tónlist, en höfðu það þó fram yfir hljóm- sveitina Kolossus, sem kom fram á eftir þeim að efnisskráin var frumsamin og strákarnir greini- lega á þeim buxunum aö fylgjast með þróun nýbitlarokksins sem óöum er að ná fótfestu hér á landi að þvi er viröist. Þessir strákar eiga örugglega framtiðina fyrir sér, en það er þó mjög margt sem betur mætti fara hjá þeim. Þeir mættu helst taka til athugunar að kraftleysiö háir þeim mest, en þaö má skrifa á óöruggan og lftt samæföan bassa- og trommuleik. Einnig ættu þeir að yfirvega betur frasana sem þeir byggja lagasmlðar sinar á. Þeir eru alltof lausir I reipunum til þess að útkoman geti orðið góð. Djarft leikið Hljðmsveitin Kolossus, skipuð raf-planista, gitarista, bassista, trommara, söngvara og söng- konu, kom fram næst. Ekkí þótti blm. hljómsveitin athyglis- verð og eru ástæöurnar helstar þær að tónlistarmennina skortir þá tækni sem þarf til að skila sómasamlega frá sér þvl prógrammi sem þeir fluttu, og eins virtust þeir ná frekar illa saman — trúlega vegna litillar æfingar og/eða streitu. Það fer ekkert eins mikið I taugarnar á manni og hljómsveit sem þekkir ekki sin takmörk og er aö remb- ast viö að spila tónlist sem reynd- ustu popparar eiga jafnvel fullt I fangi meö að spila. Það er helv... djarft, svo að ekki sé fastar að orði kveðið, að ætla sér að flytja lög á borö við „Another Brick in the Wall”, sem Pink Floyd lágu yfir I langan tima I stúdiói og þá á þann hátt semKolossus geröi. Kolossus hefði vel átt að ráða viö að skila góðu, léttu pönki eöa ný- bylgjuprógrammi, þar sem áherslan hefði verið lögð á hrátt einfalt rokk, en þá vantar æfing- una eins og Dordingla. Það er sjálfsagt fyrir ungar hljómsveitir að stefna hátt strax I upphaf, en eða verk Dylans, Iggys Pop eða annarra meistara. Bubbi Morthens og Utangarðs- menn eru án efa athyglisveröasta rokkhljómsveit sem fram hefur komið hér á landi um langt skeiö. Það verður gaman að heyra plötu þeirra og vonandi ber þeim gæfa til aö þróa sig áfram og takast á þvi óþrjótandi verkefni sem biöa þeirra. Það sem eflaust hefur vakið mesta athygli á þessum hljóm- leikum var þegar Utangarðs- maöurinn Mike Ness geröi sér litið fyrir I öllum æsingnum, barði rándýrum gitar slnum I gólfið, eftir aö strengur hafði slitnað á lokatónunum i slðasta laginu. Þótti flestum nóg um þegar Mike tætti gitarinn i sundur að hætti Pete Townshend (Who) eða Mick Jones (Clash) og fleygði brotun- um útl sal. Heföi margur ungl- ingurinn gjarnan gefið fötin sin á staðnum i skiptum fyrir gitarinn, frekar en aö horfa á hann flisast i sundur undan höggum gitarist- ans. Fræbblarnir Er Utangarðsmenn höföu lokið leik sinum var gert hlé og streymdi fólk út i birtuna til aö hreinsa hlustirnar eftir hávaöann og anda að sér fersku lofti. Sér- legur aöstoðarmaður Fræbbbl- anna gekk á milli manna og seldi plötuna „False Death” á 2000 kr. Einhverjir hljómleikagesta voru búnir að fá sig fullsadda og not- uöu tækifærið til að hverfa á braut, enda kl. orðin rúmlega fjögur. Aðrir tindust innl salinn og komu sér fyrir, þvl að Fræbbblarnir voru að hefja tón- leik sinn. Það sem telja má Fræbbblun- um helst til tekna, er aö Spakur Spýjugjafi, alias Valgaröur, hefur liklega öðrum fremur átt stærstan þátt 1 þvl aö ungir tón- listarmenn eru farnir aö reyna sig við pönk og nýbylgju, eða þaö sem þeir telja falla undir þær stefnur. Hann hefur verið kraft- mikill talsmaður þessarar tón- listar ásamt kliku sem safnast hefur um Fræbbblana. Hinsvegar má um það deila hvort þessi áhugi þeirra á pönki geti talist undir hreinræktað „menntasnobb” likt og gjarn- an tiðkast I menntaskólum eða hvort áhuginn er sprottinn af „exhibitionisma” einum saman. Það má vel vera að pönkiö sé Fræbbblunum hugsjón, en fram- koma þeirra og Spaks, sem er foringi þeirra, virkaði á blm. sem hreinn og klár ,,exhibitionismi”af sama toga og tiökaðist á mennta- skólaárum undirritaös. Spakur er að þvl er viröist vita laglaus og hefur hann tamið sér takta sem gera það að verkum að hann minnir á bæklaðan mann sem ræður ekki við hreyfingar sínar. Þessir taktar og aðrar tilraunir hans til að ganga fram af áhorf- endunum voru sem hjákátlegt hjal, eftir kraftmikla sviösfram- komu Bubba Morthens. Bassa- leikarinn og trommarinn I Fræbbblunum virðast vera mjög einlægir i pönkáformum sinum og virka mjög sannfærandi, en gitarleikararnir tveir draga hljómsveitina niður. Gallinn við Fræbbblana er ein- faldlega sá, að það er orðið leiðin- legt aö fylgjast meö sýndar- mennskunni. Þeir ættu að reyna að leggja meiri áherslu á að flytja tónlist sina af kunnáttu og vikka út frumlegheitin meö þvi aö koma fólki á dvart tónlistarlega* Þaö sem Fræbbblarnir eru að reyna að gera með kunnáttuleysi sinu var sniðugt fyrir 2-3 árum, en I dag er það orðin þreytt lumma. Ef það er vilji og ætlun Fræbbl- anna að halda forskoti sinu sem „prlmus motor” hráa rokksins hér á landi ættu þeir aö stinga stælunum undir stól I smá tima og leggja aðaláherslu á tónlistina. Ef þaö er hinsvegar ekki ætlun þeirra að stunda tónlistina af hugsjón og alvöru, verða þeir aö viöurkenna að þeir eru að missa af lestinni, þvi aö Utangarðsmenn viröast standa með pálmann I höndunum eftir þessa tónleika. Tónleikarnir I Félagsheimili Kópavogs voru að mörgu leyti ákaflega skemmtilegir og eiga aðstandendur þeirra þakkir skildar fyrir framtakiö. Óskandi væri aö slikir tónleikar fái þrifist áfram. — jg Sjaldan hefur Islenskur söngvari sýnt önnur eins tilþrif á sviði og Bubbi Morthens gerði á tónleikunum Heilbrigð æska, einsog þessi mynd ber með sér. og Mike sýndu kraftmikla og áhrifarika sviðsframkomu sem minnsti helst á pönklistamenn á breskri grund, eða islenska popp- ara á blómaskeiðinu fyrir u.þ.b. 10 árum siðan. Kraftmikill trommuleikur og drifandi bassa- leikur tryggðu þéttan rokk-rytma og gitarleikararnir tveir lögöu haröa og ákveðna gitartónana þétt að hráum, vel rokkuðum blúsnum, sem Bubbi kýs helst að flytja með textum sinum. Rokkmegas Bubbi er kraftmikill söngvari með skemmtilega liflega fram- komu og góöar áherslur sem eiga vel við hrátt rokkið sem Utan- garðsmenn leika. Ef likja á Bubba viö einhvern þá mætti kalla hann rokkmegas sem likist Bruce Springsteen i bland við Iggy Pop með hæfilegri blöndu af Dylan og þeim trúbadúrskóla sem hann hefur gengið t gegnum undanfarin ár. En það var einn stór galli við allann tónlistarflutning Bubba og Utangarðsmanna, galli sem er landlægur á islenskum hljómleik- um. Hljómurinn (soundiö) var fyrir meðan allar hellur svo að það var nær ómögulegt að skilja annars skemmtilega texta Bubba, vegna væls, iskurs og óþarfa óhljóöa. Engu aö slöur var mjög athyglisvert að fylgjast með dúndrandi ruddarokki sem þeir framleiddu.hvort sem um var aö ræða tónsmlöar og texta Bubba, það verður að leggja grunninn áður en hafist er handa við að byg'gja húsið. Kröftugt alþýðurokk Bubbi Morthens og Utangarös- menn voru kynntir á eftir Kolossus og brátt birtust þeir á sviðinu og tóku til við að „róta” hljóðfærum sinum til að stilla upp á nýjan leik. Eftir nokkrar tilfær- ingar og allskonar köll áhorfenda og hljómsveitarmanna hófu Utangarðsmenn (tveir banda- rlskir gitarleikarar og bassisti og trommari frá Raufarhöfn) að leika einskonar Intró og Bubbi Morthens gekk inn á sviðið pönk- legur til hársins og I gallabuxum og hlýrabol svo að stæltir vööv- arnir blöstu við áhorfendum. Bubbi keyrði prógrammið strax af staö og söng frystihúsa-blúsinn sinn af krafti og djöfulmóöi, æddi um sviðið eins og tarfur I flagi, skók sig framan I áhorfendur og minnti helst á Iggy Pop „afa pönkaranna”. Rytmagitarleikari Utangarðsmannna, Mike, æddi einnig um sviðiö, sveiflaði gitarn- um, rak hann úti loftið og mundaði hann eins og „sæðis- byssu” og horföi með köldu sting- andi augnaráði úti salinn. Bubbi Gitarleikararnir Drullugi Danni og Mike Ness. — Utangarösmenn keyrðu rokkiö áfram af krafti samkvæmt ákveönum taktslætti tromm- arans.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.