Þjóðviljinn - 04.05.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.05.1980, Blaðsíða 7
Sunnudagur 4. mal 1980 ÞJ6ÐVILJINN — StÐA 7 Forsvarsmenn Vlsnavina frá vinstri: Aðaisteinn Sigurðsson, Sigrún Ragnarsdóttir, Gisli Helgason og Hjalti J. Sveinsson. — (Ljósm.: — gel.) Vísnavinir gefa út kasettu: Efnið tekið upp á vísna- kvöldum Á næstu dögum kemur út kassetta, sem Vísnavinir gefa út með efni, sem þeir hafa tekið upp á vísna- kvöldum i vetur á Hótel Borg. Meðal þeirra sem eiga og flytja efni á kass- ettunni eru Bubbi AAorthens, Guðmundur Guðjónsson og Sigfús Halldórsson, Hjörtur Bergsson, Ási í Bæ, Baldur Kristjánsson og Bergþóra Árnadóttir. Útgáfa þessar- ar kassettu er í fjáröfl- unarskyni fyrir félagið Vísnavini. Forráðamenn félagsins boðuöu blaðamenn á sinn fund I tilefni þessa og sögðu m.a. að i sumar færi fram i Sviþjóð Norrænt visnasöngvaramót og myndi 20 manna hópur frá Vísnavinum fara á þetta mót. Af þessum hópi munu 10 manns koma fram á mótinu. Visnavinir var stofnað 1976 i Reykjavik og hefur starfsemi félagsins aukist jafnt og þétt. Frá þvi i mai i fyrra hefur félagið gengist fyrir visnakvöldum að Hótel Borg einu sinni i mánuði. Til að byrja með var fyrirfram ákveðið hverjir kæmu fram á þessum kvöldum, en siöan var ákveðið að leyfa hverjum sem vildi að koma fram og hefur það gengið mjög vel. Aðsókn að þess- um skemmtunum hefur lika verið með eindæmum góð, þetta 200 til 280 manns hafa mætt á Borgina á visnakvöldin og stór hópur fólks sem ekki hefur komið fram annarsstaöar hefur troðið upp með frumsamið efni. Fólk sem troöið hefur upp i vetur hefur ver- ið á aldrinum 14 til 86 ára. Kassetta sú sem félagið er að gefa út er með úrvali af þvi sem fram hefur komið á visnakvöld- unum og verða kassetturnar aðeins seldar á visnakvöldum að Hótel Borg. — S.dór 'AlS'v* TIL SÖLU vöruskemma i Njarðvikum Kaupfilboð óskast i vöruskemmu að Bolafæti 15, Ytri-Njarðvík. Skemman er 248,6 fermetr- ar að flatarmáli og 1095 rúmmetrar að stærð. Brunabótamaf er kr. 38,3 milljónir. Húseignin er til sýnis mánudaginn 5. maí kl. 2-4 e.h. og verða filboðseyðublöð afhent á staðnum. Kauptilboð eiga að berast skrifstofu vorri fyrir kl. 14:00 e.h. föstudaginn 9. maí 1980. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 I tilefni af 50 ára afmæli Búnaðarbanka íslands á Ari trésins verða 400 eigendum sparisjóðsbóka og vaxtaaukaskírteina við bankann gefin samtals 2000falleg birkitré til gróðursetningar. gróðursett þau við heimili sín eða á þeim stöðum, sem þau geta orðið flestum til yndisauka. um allt land, en gróðrarstöðvar afgreiða trén samkvœmt gjafabréfum Búnaðar- bankans. Afhendingartími birkitrjánna verður frá 15. maí til 1. júlí 1980. Fjögurhundruð numer sparisjóðsreikninga og vaxtaaukareikninga verða dregin með tölvuútdrætti í hlutfalli við reikningsfjölda í aðalbanka og útibúum Búnaðarbankans Það er von Búnaðarbankans að fimmtíu ára afmœli bankans verði þannig verðugt framlag almennrar þátttöku í gróður- setningarstarfi á Ári trésins. Hver afmœlisgjöf verðurfimm birkitré 1 m. til 1.25 m. á hœð og tilbúin til gróðursetn- ingar. Þeir sem eignast þessi tré geta því Dregið verður 8. maí n.k BUNAÐARBANKI / ÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.