Þjóðviljinn - 04.05.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.05.1980, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. mai 1980 Lúövík Jósepsson STJÓRNMÁL Á SUNNUDEGI Jan-Mayen viðræður Þaö hafa oröið allmiklar um- ræöur a5 undanförnu um haf- svæöiö I kringum Jan-Mayen og hafréttarlega stöðu þeirrar eyjar. Ekki hefir allt, sem sagt hefir verioog skrifaö um þaö mál.verið til glöggvunar fyrir þá, sem litiö þekkja til aðstæbna. Jan-Mayen-málið er þo vissu- lega mikio mál og sannarlega þess virði, að við Islendingar átt- um okkur á þvi, sem þar skiptir mestu máli. í rauninni er Jan- Mayen-málið ekkert eitt og aðgreint mál.baö er hluti af miklu stærra máii, sem i heild varðar hafréttarmálin norður af efna- hagslögsögu íslands. Þar er ekki aðeins um hafsvæðið i kringum Jan-Mayen að ræða, heldur einnig og ekki siður hafsvæðið við Austur-Grænlanden norðan is- lenskrar efnahagslögsögu. Efnahagslögsaga við A ustur-Grœnland Eins og nú háttar málum hefir efnahagslögsagan við Austur- Grænland veriö færö út til miðlinu við Island norður að 67.breiddar- gráðu. Efnahagslögsagan við Austur-Grænland nær þvi rétt norður fyrir algeng fiskimið íslendinga norður og norð-vestur af Vestfjöröum. Efnahagslögsagan við Island hefir hins vegar verið ákveðin meö lögum I allar áttir út frá landinu og I grundvallaratriðum er hún miðuö við miðlinu-reglu við Grænland og Færeyjar, en hins vegar við fullar og óskertar 200 milur I átt til Jan-Mayen og i átt til Rockall i suður. Þegar viö íslendingar færðum út efnahagslögsögu okkar, miöað við 200 milur, var i öllum aöal- atriðum gengið út frá miðlinu- reglu þar sem styttra var á milli landa en 400 sjómilur. A þeim tima var svonefnd „miOlinu- regla" grundvallarskiptireglan þar sem þannig stóö á. Nú hafa orðið i þessum efnum miklar breytingar I þeim drögum að hafréttarsáttmála, sem um þessi ákvæði fjalla. Nú er miölinu-skipting ekki lengur regla númer eitt. Þess i staö er nú ákveðið aö þar sem styttra er en 400míiur miili landa, skuli semja um skiptingu svæðisins. Og fram er tekið að I þeim samningum skuli taka tillit til aftstæftna og sanngirnissjónarmifta. Miðlinu- reglan getur einnig komið til greina en er nú sett af tar 1 rööina en áður var. Nú liggur orðið ljóst fyrir, að að þvl dregur, að Danir og Grænlendingar muni ákveða út- færslu efnahagslögsögunnar viö Austur-Grænland norðan 67. breiddargráðu. Þegar til þess kemur ris strax upp spurningin um það hvernig skuli haga skipti- linunni á milli íslenskrar efna- hagslögsögu og grænlenskrar á svæðinu fyrir norðan 67. gráðu. Þar er komið að viðkvæmu hags- munamáli okkar íslendinga. Hvernig ætti skiptilínan á milli íslands ogGrænlands að vera norðan 67. gráðu? Telja má vist, að Danir hafi hug á að haga skiptilinunni þannig, að miðlinureglan verði látin gilda. Frá hálfu okkar lslendinga er slik skipting þessa mikilvæga svæðis óhagstæð og óeðlileg. Sé iitið á aft- stæftur og sanngirnissjónarmift er ljóst, að réttur Islands er miklu meiri en Grænlands. A Islandi lif- ir þjóö, sem beinllnis byggir af- komu sina á fiskveiðum, og sem Kortift sýnir loðnuveiðisvæfti. Heila linan er fiskveiftilandhelgi tslands. Svörtu reitirnir sýna hvar loftna hefur verift veidd á mörkum Islensku iandheiginnar og hvar fyrir norftan hana. Jan-Mayen er hins vegar um 10 gráftur austur. hefir nýtt þetta hafsvæði að undanförnu. Grænlandsmegin er hins vegar nær óbyggileg strönd, svo til óbyggð. Þar liggur Isrönd við land nær allt árið og þaðan hafa engar fiskveiðar verið stundaöar.Ég tel einsýnt, að mið- linureglan á ekki við i þessu til- felli. Þegar Danir lýsa yfir út- færslu norðan 67. gráðu eiga Is- lendingar þvi að mótmæla ,,mið- linureglunni" og krefjast samn- ingaeins og hafréttar-sáttmálinn gerir ráð fyrir. Frans Josef t.jfc La Af tillitssemi við Grænlendinga gætum við þó fallist á þá reglu, að Grænlendingar sjálfir fengju að stunda veiðar upp að miðllnu- mörkum, þó að réttur tslendinga næði hins vegar alllangt út fyrir þau mörk. Við eigum hins vegar ekki að fallast á neinn veiðirétt Dana á þessu svæði né heidur Efnahagsbandalagsþjóða. Jan-Mayen svæðið Svæðið við Austur-Grænland norðan 67. gráðu er okkur tslend- ingum mikilvægt við margs konar veiðar. Einmitt á þessum slóðum hefir Islenski loðnuflotinn helst leitaö norður fyrir Islensku lögsögumörkin. Jan-Mayen-svæöið er hliöar- svæði við þetta Austur-Græn- landssvæði og vissulega hefir það sitt gildi, einnig fyrir okkur Is- lendinga. Við vitum að inn á það svæði gengur islenski loðnustofn- inn sum árin, þó að meira gangi á Austur-Grænlandssvæöið. Það sem er sameiginlegt með báðum þessum norðlægu svæðum er, að þau liggja upp að fslensku efnahagslögsögunni og eru þvi nær okkur en öðrum fiskveiði- þjóftum.Bæði þessi svæði eru þvi okkar hagsmunasvæði. Umræðan sem hér hefir orðið um Jan-Mayen-svæðið hefir öll beinst að fiskimiðunum þar og öðrum hugsanlegum verðmætum sem þar kunna að finnast. Slik umræða er röng og á of þröngu sviði, — hér er um aö ræöa hags- munasvæði okkar til norðurs, svæði sem liggur upp að okkar fiskimiðum og sem er llffræðilega tengt og skylt okkar hafsvæði. Deilan um Jan Jan-Mayen-málið var og er miklu stærra mál en svo að um það sé hægt að semja með nokk- urri milligjöf I formi loðnutonna I eitt eða nokkur ár. Hafsvæðið við Jan-Mayen hefir skiljaniega margvisiega og mikla þýðingu fyrir okkur tslendinga og varðar okkur meir en alla aðra. En hver er hafréttar. leg staða Jan- Mayen? Jan-Mayen hefir mikla sér- stbðu sem eyland. Eingarréttur Norðmanna á eyjunni er sföur en svo óvéfengjanlegur. Eyjan er óbyggð, þannig séð, að þar er engin föst búseta, þar er ekki um venjulegt samfélag að ræða. Eyjan er langt frá Noregi og aöskilin þar frá af djúpum úthafs- álum. Eyjan er hins vegar á land- grunni eða landgrunnsframleng- ingu tslands. tslendingar hafa nýtt eyjuna og áskildu sér réttar- stöðu til hennar á sinum tlma. 1 hinum nýja, eöa væntanlega hafréttarsáttmála er að visu gert ráö fyrir, að eyjar eigi jafnan að fá efnahagslögsögu. Sú takmörk- un er þó sett að „rocks",sem ekki geta framfleytt mannllfi, skuli ekki öðlast þennan rétt. Auðvitað koma upp margvlsleg ágreiningsefni um efnahagslög- söguréttinn og slik ágreiningsefni koma upp um „óbyggöa" eyju, fjarri heimalandi og & landgrunni annars lands, eyju sem ekki hefir I reynd getað framfleytt mannfélagi. — Það er þvl öld- ungis óvíst að Jan-Mayen eigi hafréttarlega stöðu til efnahags- lögsögu. Af þessum ástæðum og fleirum hafa Norðmenn dregið að færa út lögsöguna við Jan-Mayen, þó að þeir hafi ekki látið standa á sér með útfærslu annars staðar. Getum við samið við Norðmenn um Jan Mayen Kortift svnir afstöftu Islands til Jan-Mayen og Austur-Grænlandssvæð- isins. — Heilu linurnar eru hugsaftar „miftiinur". Þegar umræðan um Jan- Mayen-svæðið hóf st f yrir alvöru á s.l. sumri, beindist hún fljótlega inn á nokkuð varhugaverðar brautir. Ljóst var I máflutningi Norðmanna, að tilgangur þeirra var allur bundinn við að lokka tslendinga til að fallast á „norska efnahagslögsögu við eyjuna"; gegn þvi að tslendingar hættu öllu múöri gegn fyrirætlunum þeirra I þessum efnum, ætluðu Norömenn svo aö „heimila" Islendingum að veiöa eitthvert magn af loðnu við eyjuna, að minnsta kosti um nokkurt skeið. Af hálfu tslendinga bar mjög á þvi, aö þeir óttuftustað Norðmenn dræpu allan Islenska loðnustofn- inn, „ef ekki yrði samið". Og svo voru uppi barnalegar kenningar um að betra væri.að „frændur" okkar, Norðmenn, hefðu lögsögu yfir svæðinu og gætu þar með úti- lokað veiðar annarra, en að svæð- ið yrði áfram alþjóðasvæði. Auðvitað var allur þessi mál- flutningur fráleitur og markaður stundar-hagsmunum og reyndar gyllivonum. Mayen. Samningaviöræöurnar viö Norðmenn um Jan-Mayen hafa verið viö það miðaðar að samn- ingar gætu tekist milli þjóðanna um málið. Grundvallarsjónarmið okkar i slikum samningum hljóta að veröa þessi: 1. Norömenn viðurkenni skilyrðislaust 200 milna óskerta fiskveiðilandhelgi og efnahags- lögsögu tslands. (Miðlinuregl- an falli þar niöur).A þetta verða Norðmenn aft fallast áður en lengra er haldið, þvi allir sem til þekkja viðurkenna, að I úrskurði myndi tsland fá sitt sjónarmið I þessum efnum viðurkennt skilmálalaust. 2. Allar fiskveiðar á Jan-Mayen- svæðinu verði byggöar á helmingaskiptareglu á milli þjóðanna. í þeim efnum má ekki aðeins vera um að ræða loðnu, heldur einnig kolmunna, þorsk, rækju og annan fisk. Allt veiðisvæðið er tengdara tslandi en Noregi og sé þar um opið liaf að ræða hafa Islendingar yfir- burða aðstöðu til að nýta það umfram allar aðrar þjóðir. 3. Samningar verða að takast um skiptingu botnsvæðisins við eyjuna, og allir samningar verða að vera'ótimabundnir og óuppsegjanlegir. 4. Skýr samningur verði gerður um að ekki verði ráöist I oliu- boranir á Jan-Mayen-svæðinu, nema með samkomulagi beggja þjóöanna, eða sam- kvæmt úrskurfti sérstakrar sérfræftinganefndar, sem báftar þjóftirnar eiga aðild að. Oliuboranir á svæði norðan 70. breiddargráðu, eins og hér er um að ræða, eru gifurlega áhættusamar. Norðmenn hafa sjálfir deilt um réttmæti þess að leyfa oliuboranir við Noreg norðan 62. gráðu. Þeir hafa óttast áhættuna af mistökum vegna sinnar strandar og sinna fiskveiða. — En hvað þá um oliuvinnslu norður við isrönd og Framhald á bls. 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.