Þjóðviljinn - 04.05.1980, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 04.05.1980, Blaðsíða 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. mal 1980 Hjördís Bergsdöttir Tökum lagið Sæl nú. í tilefni af 1. mai finnst mér viö hæfi aö taka fyrir gamalt bar- áttulag sem á rót slna aö rekja allt til þeirra daga þegar rússar geröu byltinguna 1917 gegn keisaraveldinu. Þessi söngur sem i islenskri þýöingu nefnist SORGAR- GÖNGULAG var sunginn yfir föllnum félögum og hetjum. Um höfund lagsins, sem er rússneskt.er ekki vitaö en islenska ljóöiöorti Jóhannes úr Kötlum. Sigursveinn D. Kristinsson radd- setti. Ljóöiö birtist i söngkverinu „Islandsljóö” frá árinu 1948. 1 þættinum meö laginu um Varsjáborg læddist inn villa sem skrifast á heimildir minar en þar var mishermt aö höfundur Is- lenska ljóösins væri Asgeir Ingvarsson. Höfundur islenska ljóös- ins hét Aöalbjörn Pétursson gullsmiöur á Akureyri. Ljóöiö birtist I kverinu „Vakna þú ísland” áriö 1936. Undirtitill kversins var Söngvar alþýöu en þaö var gefiö út af Karlakór verkamanna. Sorgargöngulag er hér skrifaö I e-moll en mörgum mun þykja betra aö syngja þaö I a-moll. Sorgargöngulag ---------------------------------------j Sorgargöngulug * Hússneskt lag S. D. hr. raddselti rJlt , , £ #- fr- - J Þér rlslt • uð • u hetj • ur. og lielg • uð • uð strííl • ift er hr un str ig • u3 tínd « Pi ui i V T1 C ■1 sem «1. og a d Þér elskuðu hetjur, er hniguð í vai E7 a sem hending úr frelsisins Ijóði, a d og helguðuðstríðiðum strönd og um dal, E7 a og staðfestuð rétt vorn með blóði. C G Að gröf yðar hjúfra sig andvörpin enn C E7 frá öreigans þjakaða barmi. a d Vér blessum nú sögu yðar, sannleikans menn, E7 a en söngur vor titrar af harmi. Þér þjáöust I fangelsum, þolduö allt böl sem þjóöanna kúgarar valda, og treystuö þó, þrátt fyrir tálvon og kvöl, á tákn hinna komandi alda. Viö logsárar minningar styrkist vor stétt og strýkur um vaknandi brána. A leiöi yöar, bræöur, vér breiöum nú létt vorn blóörauöa hugsjónafána. Svö höldum vér áfram meö hamar og sigö gegn hernum, sem tortimdi yöur, unz lýöfrelsi ræöur I borg og I byggö, og brosir viö réttlæti og friöur. — Þá drottnar ei framar sú helkalda hönd, sem hlekkjar nú mannsbarniö snauöa. Þá hlær yöur sigur um höf og um lönd, þér hetjur — I lffi og dauöa. C-hljómur t O € 4 > E7-hljómur ne r í ■ .J Aukasýningar á Stundarfriði Ekkert Islenskt leikrit á stóra sviöi Þjóöleikhússins hefur fengiö annan eins hljómgrunn meöal áhorfenda og STUNDARFRIÐ- UR Guömundar Steinssonar. Hafa reyndar einungis tvær leiksýningar á stóra sviöinu fengiö meiri aösókn til þessa, en þaö eru Fiölarinn á þakinu og My Fair Lady. Ætlunin var aö ljúka sýningum nú i apríl, rösku ári eftir frum- sýningu, en aösóknin á tvær slö- ustu sýningarnar varö sllk aö húsiö var fullt upp i rjáfur rétt einu sinni. Þess vegna veröa tvær aukasýningar á þessum vinsæla leik, sú fyrri sunnudaginn 4. mal og veröur þaö 75. sýningin og sú siöari laugardaginn 10. mal. Veröa þetta allra slöustu sýn- ingarnar. Vor guð er borg á bjargi traust Viö erum oft meö traustsyfir- lýsingar á Sigurö Helgason þegar eitthvaö bjátar á, sagöi Alfreö Eliasson i morgun. Visir. Hvað er þá orðið okkar starf? Enginn saltfiskur I höfuöborg- inni. Dagblaöiö. Englarnir hafa orðið Hagsmunir friöar og stööug- leika I Asiu krefjast ákveöinnar andstööu viö árásar- og úþenslu- stefnu, sem heimsvaldasinnuö öfl, meö Bandarikin og Kina I broddi fylkingar, reka þar um slóöir. Sovéska fréttastofan APN Bókmenntaleg skilgrein- ing. Komminn vill stofna verkalýös- félag — kaupmaöurinn æfur. Fyrirsögn á lýsingu Dagblaösins á Sölku Vöiku A óvissum tímum. Ég vaknaöi snemma og sem betur fer heima hjá mér. Þingmannsdagbók I Heigarpósti. Hagnýtur kristindómur Sjálfur leita ég oft til Guös.... Maöur slappar af sem snöggvast meö þvi aö leita til hans og fara fram á sitt. Helgarpósturinn. Klórið kjósendum bak viðeyrun Hinu vil ég beina til ólafs Páls- sonar i allri vinsemd, aö þaö er ekki framboöi Vigdisar Finn- bogadóttur til framdráttar aö stuöningsmenn hennar hafi uppi niörandi ummæli um mig eöa aöra kjósendur á opinberum vettvangi. EllertB. Schram. Morgunblaöiö. Mamma hefuröu ekki séö augna- hárin mfn? islensk lævisi Þær færeysku uröu aö syngja eigin þjóösöng sjálfar, þaö setti þær út af laginu og þær töpuöu 11- 24 fyrir Islensku kvennaliöi. Dagblaöiö. Gleggri veöurfregnir? Norðurlandi skipt í tvö spásvæði lT.maí koma tii framkvæmda nokkrar brevtingar á spásvæöum Veöurstofu tslands, og er sú veigamest, aö Noröuriandi veröur skipt i tvö spásvæöi svo aö spásvæöin á landinu veröa 9 aö tölu I staö 8 nú. Nokkrar smærri breytingar veröa á mörkum milli svæöa og heiti þeirra breytast einnig nokkuö. Þessar breyingar á skiptingu landsins I veöurspásvæöi eiga sér alllangan aödraganda, en þær byggjast I meginatriöum á rann- sókn Markúsar A. Einarssonar deildarstjóra veðurspádeildar um þaö efni en einnig á frekari athugunum I kjölfar hennar. Þess má geta aö mörk spásvæöa á landinu hafa I aöalatriðum veriö óbreytt siðan áriö 1926. Veöurstofan mun kynna fyrir- hugaða breytingu um það leyti sem hún tekur gildi meö þvi aö senda dagblööum til birtingar ný kort með mörkum og heitum spásvæöa ásamt skýringum , auk kynningar i hljóövarpi og sjón- varpi. Um svipaö leyti er áformaö aö út komi prentaöur .’bæklingur meö upplýsingum um almenna veöurþjónustu svo sem veöurfregnatima og spásvæöaskiptingu auk skýringa á helstu hugtökum og táknum sem notuð eru i veöurfregnum I hljóövarpi og sjónvarpi. Y firvald Þorgeirs í skóla- útgáfu Iöunn hefur gefiö út skólaút- gáfu af skáldsögunni Yfirvaldinu eftir Þorgeir Þorgeirsson. Kristján Jóhann Jónsson annaöist útgáfuna. Ritar hann formála aö bókinni, tekur saman skýringar og verkefni handa skólanemum. Aftaster skrá um heimildarrit. — Formálinn skiptist I þrjá aöal- kafla: Bókmenntakennsla — bók- menntanám: „Aö eiga mátulega sterkan óvin”. Sögulegar skáld- sögur — skýrslusögur. Yfirvaldiökom fyrst út 1973 og hefur undirtitilinn Skáldsaga eftir bestu heimildum og skilrikjum. Sagan gerist I Húnaþingi 1824-30. Segir hún frá Birni Blöndal sýslu- manni Húnvetninga, Nathan Ketilssyni, Holtastaöa-Jóhanni, Skáld-Rósu og fleiri nafnkennd- um persónum. Greinir sagan frá moröi Nathans á Illugastööum um, réttarhöldum yfir Friörik og Agnesi, banamönnum hans, og lifláti þeirra I Vatnsdalshólum, 12. janúar 1830. Varö þaö siöasta aftaka á Islandi. Yfirvaldiö er kunnasta verk Þorgeirs Þorgeirssonar til þessa. Hlaut sagan lofsamlegar viötökur á sínum tlma og hefur komiö út I danskri og sænskri þýöingu. — Bókin er sextánda ritiö I bóka- flokknum Islensk úrvalsrit 1 skólaútgáfum.Á kápu er mynd af opnu Ur Dómabók Húnavatns- sýslu. — Yfirvaldiö er 164 blaö- slöur, Oddi prentaöi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.