Þjóðviljinn - 04.05.1980, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 04.05.1980, Blaðsíða 13
Sunnudagur 4. mai 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13’ kvenmanni þarna i Tungunum. Helduröu aö þaö heföi nú oröiö llf ef ég heföi ekki lent I Borgar- firöinum? Þarna læröi ég töluvert þótt timinn væri stuttur, bæöi i ýms- um námsgreinum ög svo um lifiö sjálft, sem 'auðvitaö skipti mestu máli. Fólkiö I Tungunni var ágætt. En þar vildi hver vera I sinu horni, að þvi er mér fannst. Þetta var nú aldarhátturinn en viö hann gat ég aldrei fellt mig. Samdráttur karls og konu, elskan min góö. Eigin- lega vissi ég aldrei hvernig þetta gerðist þarna, sem þó er eölileg- asti hlutur i lifinu. Ég held nú, þegar ég horfi til baka, aö heybandiö hafi komið þarna til hjálpar. Karl og kona voru alltaf saman I bandinu og svo kannski einhver liðléttingur, sem tók ekki eftir neinu en best var þó að vera laus viö og taka rökin bara sjálf- ur. Nú,svo hefur einhver fundiö upp á þvi, sem auövitað var merkileg, visindaleg uppgötvun og áreiöan- lega þarfari en margar aörar, aö með þvi að hnykkja nógu fast á um leiö og sátan var full reyrð þá féll karimaöurinn aftur fyrir sig með sátuna, sem velti kvenmann- inum á hann ofan. Ég býst viö aö viðar en i Tungunni hafi ekki veriðlitið á svona atvik sem nein- ar tiiviljanir heldur hafi einhver æðri forsjón haft þarna hönd I bagga. Og þá var svo sem ekki aö sökum aö spyrja, ekki þýddi aö spyrna á móti broddunum. Auðvitað kom svo aö þvi, aö félagsandinn glæddist i Tungunni eins og annarsstaöar. En þá hef ég liklega verið farinn þaöan. í Eiðaskóla Jæja, Halldór, nú ert þú búinn að segja mér margt og mikið og vel má vera, að þetta verði svo langt viðtal að mér endist ekki aidur tii að ljúka þvi. En þú varst vetrarpart I barnaskóla I Borgar- firöi. Var það öll þin skóiaganga? — Onei, ofurlitið átti nú eftir aö rætast úr I þeim efnum. Ég fór i Eiöaskóla 1921. Þá var Asmundur Guömundsson skóla- stjóri þar. Hann var afbragðs kennari og ágætur skólastjóri. Þarna voru einnig úrvals kennar- ar eins og Benedikt Blöndal, sem lék sér meö okkur eins og villing- ur, einstakur öðlingur.og ekki má gleyma konu hans henni Sigrúnu, iiklega einhverri þeirri gáfuöustu konu, sem þá var uppi hérlendis. Þau voru foreldrar Siguröar skógræktarstjóra. Sigrún var eins og ég hugsaöi mér höföingskonur fornaldarinnar. Og svo var þaö hann Guögeir Jóhannsson. Allt voru þetta afbragös kennarar en ólikir og bættu hvern annan upp. Guðgeir fylgdi Fjölnismönnum og vildi hafa Alþingi á Þingvöll- um. Mér hætti til að vilja fara minar eigin leiöir, eins og áöur. Nennti ekki aö lesa annaö en þaö, sem ég haföi áhuga á. Ég gat ekkert reiknað. Þrihyrningar og þriliða og þaö helvitis drasl, — uss. í prófinu held ég hafi bara skrifaö visu á reikningsblaöiö. En svo var einnig munnlegur reikningur og þar gafst Guögeiri færi á aö bjarga mér, annars hefði ég vist kolfalliö. Annars held ég aö allir, sem einhver veigur var I, hafi reitt eitthvað meö sér I þverpok- anum frá Eiöum. Einhver kennsla var þarna I iþróttum en ég var nú ekki mikiö fyrir þær. Og svo söngur. Ég var ekki frábitinn söng. Pabbi var mjög söngvinn og þrælaðist út I af engum efnum að kaupa sér orgel en sr. Einar kenndi honum aö þekkja nótur. Þegar pabbi fór aö spila fylltist bærinn oft af fólki, allir vildu syngja og helst aö byrja svo hátt aö þeir spryngju. Þegar hundarnir svo heyrðu allan þennan söng vildu þeir auövitaö lika taka lagiö og þegar veðriö var gott fóru þeir út á tún og mynduöu þar sinn kór en ef veöur var slæmt tóku þeir sér stööu I bæjardyrunum og „sungu” þar. En þetta var nú útúrdúr, maöur má ekki láta listina leiöa sig á glapstigu. Skólalif og sósialismi — Þú varst að spyrja um skóla- lifiö á Eiðum. Jú, þaö var ágætt, en þó fannst mér þaö full tak- markaö, sem viö máttum vera hjá kvenfólkinu. Ég held við heföum ekki skemmt þaö neitt. A Eiöum fékk ég fyrst nasasjón af sósialismanum. Benedikt kenndi félagsfræöi og sagöi okkur frá öllum stefnum, sem þá voru uppi i stjórnmálum. En svo vel synti hann á milli skers og báru að hans eigin skoöanir komu aldrei fram. En einhvernveginn siaöist sósialisminn þarna inn I míg og hefur setið þar siöan. Ekki veit ég hvort Benedikt var sósialisti en áreiðanlega var hann ekki Ihaldsmaður. Þaö var algjörlega andstætt eöli hans. Auövitað á aö kenna félagsfræöi I skólum þvi allt okkar lif er háö þvl eftir hvaða formum þessari veröld er stjórnað. Ójá, siöan hef ég verið sósialisti en ekki alltaf ánægöur, hef aldrei getaö aðhyllst það, sem ég ekki skil. Jú ég eignaöist marga góöa . félaga á Eiðum. En þaö er nú ekki ástæöa til þess aö þylja upp nein sérstök nöfn. En þar sem þú ert fe; nú Skagfirðingur get ég sagt þér Jj frá þvi, aö þarna voru tveir sýsl- || ungar þlnir, þeir Hannes J. Sj Magnússon frá Torfmýri, seinna §| skólastjóri á Akureyri og Stefán jjj Eiriksson frá Djúpadal,- fór ekki || löngu siöar til Kanada. en kom || aftur heim I Djúpadal á efri ár- í; um. Agætis piltar báöir og Stefán f; alveg ógleymanlegur. Hann var alveg einstakur húmoristi. Þaö var eins og gamansemin og glettnin lægju ekki aöeins I þvi, sem hann sagöi, heldur einnig i || öllum hans hreyfingum og fasi. Hér er ekki rúm til að rekja þess- ar minningar, en ég get sagt þér hér frá einu tilsvari Stefáns. Ásmundur skólastjóri hafði gaman af aö grafast fyrir um þaö hvað nemendur heföu nú lesiö utan kennslubókanna. Eitt sinn var hann aö ræða við okkur um klaustrin, snýr sér aö Stefáni og spyr hvernig honum myndi hafa likaö að dveljast i klaustri. Stefán svarar: „Ég læt þaö allt vera. Þaö heföi sjálfsagt ekki veriö svo slæmt ef þeir heföu ekki alltaf veriö að þessu bölvuðu bænastagli á nóttunni.” Þetta heföi enginn sagt viö sr. Asmund nema Stefán. Og klerkur kimdi. Taka mér tveim höndum, — þrátt fyrir allt Eftir að ég kom af Eiöaskóla var ég enn andsnúnari ýmsum gömlum venjum og hélt fram minum nýjungum. út af þessu mynduöust smá ýfingar. Allt var það mér að kenna og minni þrjósku. 1 Tungu var gott fólk á gamla visu, gestrisið, greiöugt og vildi ekkert af öðrum hafa. En framfarasinnað fannst mér það ekki og stóö fast á þvi, aö hver bograöi I sinni holu, enda hafa minar hugmyndir sjálfsagt ekki veriö meö háu risi. Svo kom að þvl aö foreldrar mlnir hættu búskap, viö eiginlega farin aö heiman og þau útslitin. Þau höföu byrjað aö bolloka I húsmennsku meö einhverjar rolluskjátur, er pabbi keypti fyrir reiöhestinn sinn, sem hann nefndi aldrei framar. Nú var þó búiö oröiö um 300 fjár en afraksturinn af því þætti nú gefa litiö tlmakaup núna. Svo var haldiö uppboö og allt leystist upp, en þá kastaöi ég, af litlu viti, sprengju I formi vlsu, sem mikill eldur varö af og segja má að skipt hafi sveitinni I tvo hópa. Visan, nei, hana skulum viö ekkert vera aö rifja upp. Aöur en ég flutti alfariö komust þó á sættir aö fullu. Og Tungumenn taka mér alltaf sem týndum syni og ekkert slöur niðjar minna gömlu, góöu sveitunga. Menn sjá margt á langri ævi en vantar oft hæfileik- ann til þess að hagnýta sér rétt og rangt eftir sinu eigin mati. Það mat getur oft veriö skakkt, en tekur þó langt fram þvi, aö láta aöra hugsa fyrir sig. Jæja, svo fluttu foreldrar minir til Borgarfjarðar og ég ári slðar. Og hefst þar meö nýr || kapltuli. Um hann spjölluöum við S a.m.k. ekki I þetta sinni. Komdu R heldur fram I eldhús, ég hef grun um aö konan eigi eitthvaö á könn- unni. — m|1(. JON FRA PALMHOLTI: Greinargerð fyrir undirskrift A aöalfundi Rithöfundasam- bands íslands, laugardaginn 26. aprll s.l. var I fundarlok sam- þykkt tillaga mln um skipun nefndar til aö endurskoöa reglu- geröina um Launasjóö rit- höfunda. Meö þessari samþykkt taldi ég náö -merkum áfanga I langri baráttu gegn núverandi fyrirkomulagi. Ég vona aö nefnd- in fái sæmilegan vinnufriö viö þetta nauösynlega verk og bjóst viö aö deilur myndu lægja á meöan. Þaö kom þvl yfir mig eins og vatnsgusa þegar forráöamenn undirskrifta, sem safnaö var fyrir fundinn til áherslu þessu máli, voru allt I einu roknir I fjölmiðla meö undirskriftaplaggiö án þess aö ráögast viö undirskrifendur og þvert ofan I gefin loforö. Ég var eins og fleiri óánægöur meö þann texta sem undirritaöur var og taldi rangt aö bendla máliö viö pólitlk. Ég vil taka hér fram sérstaklega aö ég tel þau Jakob- inu Siguröardóttur, Ólaf Jóhann Sigurðsson og Svövu Jakobs- dóttur vel aö slnum launum komin, eftir núverandi kerfi. Sama má raunar segja um aöra þá sem á listanum eru. Biö ég þessa aðila afsökunar, ef þeir hafa lagt aöra rnerkingu I máliö. Ég hef á undanförnum árum tekiö nokkurn þátt i andófi gegn núverandi stefnu I kjaramálum höfunda, m.a. fallist á aö vera I framboöi viö stjórnarkjör I Rit- höfundasambandinu til aö geta unniö þar aö breyttri stefnu, og haft ýmsa samstööu meö þeim sem viljað hafa breytingar. Sú afstaöa er óháö stjórnmála- afskiptum. 1 þetta sinn var and- bfsmönnum ekki gefinn kostur á ööru en aö undirrita þetta plagg eöa þegja ella. Ég undirritaöi plaggiö eftir talsveröa umhugsun og gegn loforöi um aö þaö yröi ekki birt meö þessum hætti, heldur fyrsVog fremst lagt fram til umræöu á aöalfundi. Ég hef enga spjaldskrá yfir pólitlskar skoöanir höfunda og ekki löngun til aö bæta úr þvl. Ég kæri mig ekki um þátttöku I einhverskonar pólitisku upphlaupi. Ég fagna þvi þó ef umræðurnar sem útaf þessu hafa spunnist leiöa til breyttrar stefnu I málefnum höfunda og vona aö þær leiöi til góös en ekki ills. Þegar launasjóösmáliö var boriö fram á Alþingi á slnum tlma, var krafan um fjárveitingu til sjóösins miöuö viö tekjur rlkis- ins af söluskatti af bókum. Þessi viömiöun féll þó strax niöur og hefur aldrei veriö veitt til sjóösins neitt nálægt þvl sem gert var ráö fyrir I upphafi. Þetta hefur vita- skulö sagt til sln og er ein megin ástæöan fyrir þvl hvernig málum er komiö I Rithöfundasam- bandinu. Reyndar hefur ýmsum, og þar á meöal mér, þótt sem áhugi sumra forystumanna Rit- höfundasambandsins á eflingu Launasjóðs og kjaramálum höfunda almennt, mætti vera meiri á stundum. Illa gekk aö setja Launa- sjóönum reglugerö og varö aö blöa þrjú ár eftir henni. A meöan starfaöi til þess kjörin nefnd aö úthlutun úr sjóönum. Nefndin taldi sig úthluta eftir „bók- menntalegu mati” llkt og tlökast hefur um gömlu listamanna- launin sem valdiö hafa ómældu fjaörafoki gegnum árin. Kom fram mikil óánægja meö þessa þróun mála, enda ljóst aö bók- menntalegt mat nokkurra nefndarmanna getur naumast veriö mælikvaröi á launa- greiðslur til höfunda. Ég tel von- laust aö nokkur nefnd geti úthlutaö launum á þann hátt og enn slöur aö nokkur geti unaö slikri úthlutun. Menn geta litiö þar til annarra stétta. Þegar reglugeröin loks kom, var henni strax misjafnlega tekiö og helst samþykkt til aö losna viö fyrrgreinda nefnd og gert ráö fyrir endurskoöun reglugeröar- innar aö fáum árum liönum. Reglurnar eru lika þannig aö enginn veit hvaö hann fær úr sjóönum fyrren úthlutunarnefnd hefur lokiö störfum ár hvert og geta þeir sem ekki hafa sjálfir búiö sér sæmilega aöstööu þvl aldrei gert neina áætlun um rit- störf sln. Þaö sýnist undarlegt aö ekki skuli hægt aö búa höfundum aöstööu til vinnu, meö öörum hætti en þeim aö birta opin- berlega sorteraöa lista meö nöfnum þeirra sem finna náö fyrir augum einhverrar nefndar, sem svo hefur takmarkaöar reglur aö styöjast viö. Stööug óánægja hefur þvl veriö aö gerjast innan R.I. útaf þessum málum, en breytingar ekki feng- ist þará. Hefur mönnum fundist sem ákveöinn hópur félags- manna heföi afgerandi áhrifa á stjórnun félagsins og ráöstöfun fjár úr þeim sjóöum sem undir stjórnina heyra, beint eöa óbeint. Þetta fólk mætir á aöal- fundi til aö kjósa slna fulltrúa I skipulögöum kosning- um, en sinnir annars lltiö fé- lagsmáium, kemur t.d. ekki til hafa mikinn áhuga á eflingu Launasjóös eöa breytingu á reglum um hann. Þessi hópur hefur llka veriö nokkuö öruggur um einhverja styrki árlega. Viröistþarna um ákveöið samspil aö ræöa, fólkiö kýs fulltrúa sem slöan passa uppá hag þess og standa gegn breytingum sem hugsanlega gætu sett hag þess I hættu. Vel má vera aö margt af þessu fólki styöji sama stjórn- málaflokk, en þaö finnst mér ekki skipta máli, þaö væri engu betra ef það skiptist meö öörum hætti milli flokkanna. Hitt er áberandi hve margt af þessu fólki hefur stundaö háskólanám eöa annaö langt sérnám sem léttir þvl lífs- stritiö. Oft viröist þaö auk þess fjármagna húshald sitt meö tekjum útivinnandi maka ásamt þeirri viöbót sem sjóðakerfiö veitir þeim. Þá viröist sumt þetta fólk hafa góö sambönd viö stærri útgáfufyrirtæki (Væri kannski nær aö spyrja um hugsanleg tengsl stjórnar Launasjóös viö út- gáfufyrirtæki, fremur en stjórn- málaflokka?) Þaö er I sjálfu sér ágætt ef menn geta komiö sér upp þægilegri aöstööu og notið for- réttinda. Ég ætla ekki aö lasta þaö. Hitt er verra aö I Rithöfundasambandinu eru margir sem ekki hafa þessa aöstööu og mæna gjarnan á Launasjóöinn ár hvert, 1 sinni einu von um stundarfriö til aö skrifa. Þessi hópur er mjög sundurleitur og lltt skipulagöur. Þar er roskiö fólk sem hefur skrifaö lengi og litla umbun hlotiö. Þar eru byrjendur meö lltinn bakhjarl og gefa út sjálfir gjarnan. Og ekki slst eru þar menn úr verkalýðsstétt sem eiga þess litinn eöa jafnvel engan kost aö stunda ritstörf sfn, sem þeir ætluöu. Mönnum finnst sem stjórnir R.í. og Launasjóös hafi lltiö sinnt þessu fólki. Má þar minna á orö formanns R.I. á aöal- fundi, þar sem hann sagöi samninginn viö útgefendur meira mál en Launasjóöinn. Margir munu þó hafa lltil not af þeim samningi þó flnn sé, t.d. þeir sem gefa út sjálfir. Launasjóöurinn hefur alltof lltiö gert aö þvl aö búa þeim aöstööu til ritstarfa, sem ekki ráöa viö þaö af eigin ramm- leik. Jafnvel innan þess kerfis sem nú er. Ég ætla ekki aö ræöa þetta mál persónulega, en ein spurning þó til aö skýra máliö án frekari útlistana. Dettur ein- hverjum I hug aö sá ágæti höfundur Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi fái 9 mánaða starfs- laun úr þessum sjóöi og kannski þriggja til sex mánaöa laun næstu árin á eftir? Hann hefur nefni- lega þurft aö standa sina pligt á almennum vinnustaö I staö þess aö „helga sig ritstörfum” á ann- arra kostnað. Hvers vegna má hann ekki fá aö njóta hæfileika sinna eins og aörir og viö verka hans. Ég mun ekki ræöa þessi mál meir opinberlega, nema sérstakt tilefni gefist, en vona að öllum sé mln afstaöa ljós I þessum málum. Ég vona aö nefndin sem kjörin var til aö endurskoöa reglur launasjóösins, og ég á raunar sæti I, nái samstööu um viöunandi lausn á þessu máli og fylgi fáist fyrir sllkri lausn innan Rit- höfundasambandsins. Rit- höfundum veitir ekki af samstööu um sln kjaramál, fremur en öörum vinnandi mönnum. Til aö ná þeirri samstööu held ég þó aö leggja veröi niöur stefnuna sem reist er á kjöroröinu: Ég ég ég, þvl allir aörir eru fifl. Tjánjngar- frelsi má aldrei veröa sérréttindi eins eöa neins. Erum viö ekki öll jöfn? Ég hef aldrei fattaö þá „rót- tækni” sem berst gegn breyt- ingum og er á móti félagslegu réttlæti. Reykjavlk 29. aprfl 1980 Jón frá Pálmholti Teiknimyndasamkeppni um orkusparnað Húsnæöismálastofnun rlkisins og Orkustofnun hafa i samráöi viö Menntamálaráöuneytiö — grunnskóladeild og Félag fsl. myndlistarkennara ákveöiö aö gangast fyrir teiknisamkeppni meöal grunnskólanemenda um orkusparnaö á heimilum. Fyrir- hugað er aö gefa vcrölaunateikn- ingarnar út á veggspjöldum. Samkeppnin er haldin i tilefni af útkomu bæklings: „Leiöir til orkusparnaöar á heimiium”. Allir nemendur I grunnskólum geta tekiö þátt I keppninni, og veröur þeim skipt I þrjá aldurs- hópa viö mat á teikningunum: 6—9 ára, 10—12ára og 13—15 ára. Aöalverölaun I hverjum aldurs- hópi eru reiðhjól. Einnig verða veitt tvenn bókaverölaun I hverj- um hópi. Húsnæðismálastofnun og Orku- stofnun áskilja sér rétt til að gefa verölaunateikningarnar út án endurgjalds. 1 reglum keppninn- ar stendur, aö stærö veggspjalda miöist viö 42.0x59,4 cm (A2), en einnig megi skila teikningum á blaðstærö 29.7x42.0 cm (A3). Teikningarnar eiga aö sýna hvern ig spara megi orku á heimilum (hita, rafmagn). Æskilegt er aö texti (vigorö) meö teikningunni fylgi, og skal hann vera á sérblaöi og I mesta lagi 8 orö. Viö mat á teikningum til verö- launa veröur tekiö tillit til hug- Framhald á bls. 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.