Þjóðviljinn - 04.05.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 04.05.1980, Blaðsíða 11
Sunnudagur 4. mal 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Einleikstónleikar Peter Kowald, kontrabassi Laugardaginn 26.4.1980 kl. 16.30 Djúpib Galleri Suöurgata 7 Skammt er stórra högga á milli í tónlistarlífi okkar þessa dagana. Þaö er úr ýmsu aö velja og nú fyrir skömmu gistu tveir ólíkir bassaleikarar landið á vegum tveggja áhuga- mannafélaga. Þetta eru assa leikararnir Niels- Henning örsted Pedersen, sem héit tónleika ásamt Töníu Maríu fyrir fullu húsi 19. april sl., og Peter Kowald, sem hélt tvegnna tónleika 25. og 26. april í Djúpinu við Hafnarstræti á vegum Gallerísins Suður- götu 7. Peter Kowald BASSA- SPUNI Tónleikar þessara tveggja bassaleikara voru mjög óllkir aö öllu leyti. Niels-Henning seiddi fram villtar sömbur ásamt hinni brasilisku Töniu Marlu, en Peter Kowald spann sólóa á kontra- bassann I þröngum en vinalegum húsakynnum Djúpsins, svo aö svitinn draup af honum. Övanalegur bassaleikur Peter Kowald, sem hér var I boöi Gallerlsins Suöurgötu 7 á leiö sinni til Bandarikjanna, er vestur-þýskur kontrabassaleik- ari, einn þeirra sem fremur kjósa aö leika spunatónlist en hefö- bundna jazzstandarda. Llkt og Peter Brötzman og Evan Parker, sem báöir hafa leikiö einleik hér á landi, er Peter Kowald þéttvaxinn.samanrekinn maöur um fertugt, burstaklipptur og meö skeggtopp. Hann virkaöi frekar á mig sem hraustlega byggöur verkamaöur,sem stritaö hefur erfiöisvinnu alla slna tlö, en kontrabassaleikari. Hnúa- miklir fingurnir, sem gripu bass- ann, virtust I fyrstu vanari aö handleika slaghamar en strengi kontrabassans.og þó svo aö fing- urnir léku nokkuö létt um hálsinn var spuninn fremur slitróttur I fyrstu, einsog neistann vantaöi. Aö visu er mjög erfitt aö byggja upp tónleika þar sem kontrabass- inn er eina hljóöfæriö. Vel má vera aö seinkun tónleikanna um hálftíma (vegna opnunarhófs I sambandi viö málverkasýningu Brians Pilkingtons) hafi haft ein- hver áhrif á leik Peters Kowald til aö byrja meö. Hvaö sem þvi liöur, fannst mér spuni hans ekki sér- lega áhrifamikill I upphafi. Upp- byggingin var fremur ómarkviss, það voru got I leiknum og jafnvel einsog Kowald væri ekki alveg I sambandi viö það sem hann var að gera. Hiti og sviti Peter Kowald hefur leikiö meö ýmsum þekktum spunamönnum s.s. Evan Parker, Peter Brötzman, Albert Mangelsdorff, Karl Berger, Keith Tippet. Man- 'fred Schoff, John McLaughlin, Carla Bley og Barre Phillips. Sé tekið miö af bassaleikaranum Barre Phillips, sem er góökunn- ingi Peters Kowald, og hafa þeir leikið nokkuö saman (m.a. inná eina dúó plötu), átti ég von á mun markvissari, og áhugaveröari leik hjá Kowald heldur en hann sýndi á fyrri hluta tónleika sinna I Djúpinu. Kowald hóf leik sinn á þvi aö plokka bassann af krafti, strauk hann slöan meö boga á mjög óvanalegan hátt og fram- leiddi ýmis sérstæö hljóö sem maöur heyrir bassaleikara vana- lega ekki framleiöa. Krafturinn sem hann lagði I tónleik sinn var sllkur aö svitinn bogaöi af honum. En allt kom fyrir ekki. Honum tókst ekki aö heilla mig á neinn hátt. Eftir u.þ.b. 45 mln. leik tók hann sér pásu. Fólk fékk sér pilsner eöa kók og hver reykti sem mest hann mátti. Nokkuð fjölgaði I salnum og var all þétt setiö þegar Kowald hóf leik sinn aö nýju. 1 þetta sinn var greini- legt aö hann var búinn aö finna sig og leikur hans var öllu mark- Peter spilar fyrir gesti „I djúpinu vissari en áöur og uppbygging spunans ákveðnari og jafnframt áhugaveröari. Peter Kowald lék aöallega meö boga, strauk strengina á ýmsan hátt og notaöi bogann bæöi til aö strjúka meö og til aö plokka strengina. Kraftur- inn sem Kowald lagöi I stroklist slna var svo glfurlegur aö svitinn rann I striöum straumum af and- liti hans niöur á bassann sem virtist um tlma lööra I svitabaöi. Enda var hitinn og reykmettaö loftiö i þröngum salnum á tima mjög þrúgandi. Andstæður Margir þeirra sem saman- komnir voru I Djúpinu laugar- daginn 26. aprll voru einnig á tón- leikum NHOP viku áöur. Trúlega hafa einhverjir átt von á aö Peter Kowald sýndi heföbundna bassa- tækni, plokkaði bassann af krafti og ryddi nokkrum taktskölum frá sér af eldmóöi. Synd væri aö segja aö eldmóöinn hafi vantað, e.n Kowald lét hefðbundna frasa alveg.fara lönd og leiö. Þess I staö plokkaöi hann strengina á ólik- legasta máta, ýmist meö fingrun- um eöa meö einhverskonar klóru, þegar á seinni hlutann leiö. Þegar Peter Kowald haföi lokiö seinni spuna sinum þakkaöi hann fyrir sig og sagöist vel geta haldiö svona áfram, en hér ætlaöi hann aö enda og meö þaö þökkuöu áheyrendur fyrir sig og héldu siðan á braut. Seinni helmingur tónleika Peter-Kowald var aö mlnu mati miklu áhugaveröari og skemmti- legri áheyrnar en sá fyrri, þrátt fyrir þaö snart leikur Kowald mig engan veginn á likan máta og saxófónleikur Evans Parker eöa Peters Brötzman hér um áriö. Engu aö síöur var fengur I aö fá Kowald hingaö til lands og tón- leikar hans voru skemmtilegt mótvægi viö tónleika NHÖP, þvi aö ýmsum hefur eflaust veriö ókunnugt um þá hliö bassaleiks sem Kowald sýndi okkur meö tón- leikum þessum. Gallerl Suöurgata 7 á þakkir skyldar fyrir framtakiö og von- andi er aö haldiö veröi áfram á sömu braut. — jg Banna rússneskt vodka Breska stjórnin ákvaö nýlega aö banna neyslu rússnesks vodka viö opinberar veislur I mótmæla- skyni viö innrás Sovétrikjanna i Afganistan. Bresk vodka veröur þó enn á boöstólum, en rússneska vodkað hefur aö sjálfsögöu veriö mun vinsælla og ætla má aö margir veröi óánægöir meö þessa þurrö. Talsmaöur rlkisstjórnarinnar upplýsti I þessu sambandi að stjórnin heföi greitt um 1.7 miljónir Isl. kr. fyrir vodka frá árinu 1974. Þar af hafa um 620 þúsund krónur runnið til aö greiöa rússneskt vodka. Hér er þvi ekki um neinar stórupphæöir aö ræða heldur táknræna aögerö I mótmælaskyni. Sjafnar- lager fluttur Vöruafgreiösla Iönaöardeildar SIS aö Hringbraut 119, Sjafnar- lager, hefur flutt sig þaöan aö Goöatúni 4 i Garöabæ. Þar eru af- greiddar málningar- og hreiniæt- isvörur frá Efnaverksmiöjunni Sjöfn, kaffi frá Kaffibrennslu Akrueyrar, Flóru-smjörllki frá smjörllkisgerö KEA og efna- geröarvörur frá Flóru á Akur- eyri. Sjafnarlagerinn opnaöi aö Goöatúni 4 hinn 31. mars. Þar er nýr slmi, 42000. Póstáritun er „Pósthólf 70, 210 Garöabær”. — mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.