Þjóðviljinn - 04.05.1980, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 04.05.1980, Blaðsíða 23
Sunnudagur 4. mal 1980 ÞJóÐVILJINN — StÐA 23 af gördum og gróðri Spánarkerfillinn (Myrrhis odorata = af ilmefninu myrru sem getiö er i Lúkasarguöspjalli og odoratus = angandi) er fjöl- ær, fremur stórvaxin planta af sveipjurtaætt. A skýlum stööum I frjóum jarövegi getur hann náö eins metra hæö. Blöö hans eru stór, mják og margskipt meö sagtenntum flipum: minna i fljótu bragöi á burknablöö. öil er jurtin ljósgræn og dúnhærö meö sterku anisbragöi og lykt. Blómin eru hvit i litiö eitt hvolfdum sveip. Fræin tvö og tvö saman, stór ilöng (2 sm) dökkgijáandi, nokkuö barkandi á bragöiö. I Islenskri feröaflóru kallar Askell Löve hann smeöjuhvönn. Ég veit ekki hvort þaö nafn er gamalt eöa hvort þaö er ný- myndum Askels til aö útrýma spánarkerfilsheitinu. Smeöju- hvönn er nokkuö lýsandi nafn en harla óviröulegt á svo merki- lega jurt. Náttúruleg útbreiösla spánar- kerfilsins er um Pyreneafjöll, Týrol til hálendis Balkanskaga. Rómverjar hinir fornu höföu mikiö dálæti á jurtinni og tóku hana snemma i ræktun og meö þeim barst hún til skattlanda þeirra i Vesur-Evrópu. Til noröurlanda kom spánar- kerfillinn meö kristnitökunni og var oröinn algengur þar snemma á miööldum. I laukgarði Guðrúnar? Hingaö til lands hefur hann liklega komiö strax á land- námsöld frá Bretlandseyjum og sennilega hefur hann sprottiö i laukgaröi Guörúnar Osvifurs- dóttur. Ekki hef ég annaö fyrir mér en getgátur, en á hennar timum þótti engin matjurt mikilvægari hjá Vestmönnum og Suöurey- ingum en hvönn og laukur. Mæra eða mura Keltneska nafniö á plöntunni er „murrhag” en á ensku heitir hún „myrrh”. Bregöur heitinu „mæra” hvergi viö i islenskri tungu? — Eöa hvaö um aö grafa rætur og muru? Er hugsanlegt aö murunafniö sé yfirfært I þaö samhengi sem viö nú könnumst viö eftir aö kerfilinn þraut? Þurfum viö aö leita aftur I sans- krlt til aö komast aö niöurstööu um nafngiftina? Þaö þótti nefnilega aldrei bera vott um velmegun aö grafa upp gæsamuru sér til matar. Nú er varla von aö hægt sé aö benda á vaxtarstaöi spánar- kerfilsins viö sögustaöi Laxdælu Lesendur eru hvattir að hafa samband við síðuna varðandi hinar grænu hliðar lífsins! Umsjón: Hafsteinn Hafliðason. Spánarkerfillinn eöa á Siöu og Rangárvöllum. Til þess er hann allt of eftirsóttur af búfe óg llöur fljótt undir lok óvarinn gegn ágangi þess. En ekki yröi ég hissa, fyndust frjó- korn hans i mýralögum sögu- aldar næst bæjum á þessum slóöum. Siðaskipti Og skyldi hann ekki hafa Ilenst hjá munkum hér eins og annars staöar um Noröurlönd á pápiskum tima. Klausturgaröarnir geymdu margan gróöur sem féll i ónáö viö siöaskiptin og var upprættur og i eldi eytt. Alitiö Djöfulsins eiturbras sem engum sann- kristnum manni sæmdi aö sjá eöa neyta. Bókabrennur og bylt- ingar hafa aldrei veriö neitt ný- næmi I mannkynssögunni. Þegar dræmdi aftur i hinni heilögu trúarsannfæringu nokkrum kynslóöum siöar, hag- kerfiö jafnaöist út meöal heldri bænda og aöalsmanna jafn- framt þvi sem samskiptin bötnuöu viö kaþólikana I suöri, vaknaöi á ný áhuginn á garö- yrkju og murtasöfnun. Litils viröi þótti sá herragarö- ur eöa hallareign sem ekki gat státaö af urtagaröi meö safni grasa til nytja og nautnar. Klaustur jurtirnar komust aftur i hávegu. En nú höföu bor- ist aö nýjar mat- og kryddjurtir úr nýlendunum I austri og vestri. Spánarkerfillinn varö ein- hvernveginn útundan. Honum haföi I niöurlægingunni veriö visaö á hauga og aö húsabaki. Þar var hann oröin búbjörg hús- karla og daglaunamanna sem liföu viö kröpp kjör, þá sem endranær. Þess vegna hefur hann sennilega þótt til lltis hæfis höföingjum. — En upp reis Oskubltur! — þvi um og upp úr miöri siöustu öld dreiföist meöal heldri heim- ila um öll Noröurlönd ný mat- reiöslubók, sem tiundaöi kosti kerfilsins og klykkti út meö upp- skrift aö ljúffengri kerfilsúpu sem allir vildu etiö geta. Danskir borgarar Ekki var aö sökum aö spyrja. Spánarkerfillinn fékk nú upp- reisn æru og sinn fasta blett l garöshornum betri borgaranna. Þvi má ætla aö sá stofn hans sem hér vex nú hafi komiö hing- aö meö dönskum fjölskyldum fyrir síöustu aldamót. Útbreiösla hans I gömlum bæj- arhverfum bendir líka til þess. Crr bæjunum fór hann svo fyrst út á prestsetrin og þaöan út um sveitirnar. Upp úr aldamótunum tók svo aö draga úr vinsældum hans og um 1930 má segja aö þær standi á núlli, enda voru aörar mat- reiöslubækur komnar i gagniö. Ýmsir fóru þá aö llta á hann sem illgresi en aörir héldu hlifi- skildi yfir honum og ræktuöu hann sem skrautjurt i göröum sinum. Sjálfur er ég einlægur aödáandi hans. Varla getur aö lita jafn friska og stæöilega jurt. Sem undirgróöur I trjábeltum heldur hann burt óæskilegum gróöri, bætir jarö- veg og hænir aö ánamaöka. Plássfrekur getur hann vissu- lega oröiö en auövelt er aö halda honum I skefjum meö þvi aö láta hann ekki fella fræ fram úr máta. Nú skal getið um gagn- semina. Spánarkerfils er getiö i nokkr- um grasalækningabókum. Ekki þykir hann hafa marga kosti sem lyfjagras. Þó er þess getiö „aö tugginn meö hunangi lækni hann kvef og lokki hor úr nös”. Linné hinn sænski segir aö soöiö kerfilkál aö vori sé hollt viö andþrengslum. Og hinn enski Gerard sem uppi var á sextándu öld skrifar aö: „Kerfill etinn meö oliu og ediki fjörgi þá sem misst hafa alla lifsþrána”. Og matargerðina Blöö kerfilsins söxuö I eggja- köku, salöt eöa kjötrétti. Og hvaö gera Amerlkanarnir.meö sinn háþróaöa „barbecue- kúltúr”? — Þar er engin grili- steik góö nema þakin sé kurluö- um kerfli eöa kerfilsmjöri. Kerfilblöö má nota á sama hátt og steinselju — (persille er danska!) Hefuröu prófaö aö sjóöa nokkra kerfilnjóla meö I rabbarbarasultunni? Bretar brugga kerfilvin — slikt er bannaö hér! Kerfilrótin skrubbuö og soöin I léttsöltuöu vatni rennur ljúf- lega niöur meö duggunarsmárri smjörklipu. Kerfil er auövelt aö þurrka og frysta til vetrarins. Eða þá súpan góða Taktu kerfilblöö og settu i pott: sparaöu ekki kerfilinn. Helltu vatni eöa kjötsoöi yfir þannig aö veröi eins og aö þröngt sé lagt I bleyti. Einn litri soös er skammtur handa fjór- um. Notirðu eintómt vatn þarftu aö salta aö smekk eöa setja súputening út I eftir forskrift til aö fá fyllingu i bragöiö. Hleyptu suöunni upp I fimm minútur. Slökktu undir. Taktu pottinn af hellunni og láttu hann standa meö lokiö á I hálftíma. Slaöu þá kerfilinn úr soöinu. Hnoöaöu smjörbollu (hveiti og smjör til helminga). Saxaöu kerfilinn. Hleyptu aftur upp suöunni á soöinu. Settu smjör- bolluna út i: suöan upp aftur andartak. Settu svokerfilinn út i aftur og láttu suöuna koma upp einu sinni enn. Slökktu undir. Lokaöu pottinum og taktu hann af plötunni. Láttu biða fimm minútur áður en þú berð súpuna á borö. Ein skeiö af sýröum rjóma eöa hálft harðsoðiö egg viö disk- barminn gefur góöan svip og gerir súpuna matarmeiri. Tærnar i kross og koss á kinn. Setjist svo niöur og boröiö súpuna. erlendar bækur Slowly, Slowly in the Wind. Patricia Highsmith. Heinemann 1979. Patricia Highsmith er kunn fyrirsmásögur sinar og skáldsög- ur. Hún er hugkvæmur höfundur og henni tekst að vinna hvers- dagslegustu efni þannig aö þau veröi frásagnarverö, hún sér ýmsar hliöar sem ýmsir sjá ekki. Auk þess hefur hún sett saman fjörlega reyfara. NIu af þeim tólf smásögum og skissum, sem hér birtast, hafa komiö út áöur i Umaritum. Þetta eru sögur og skissur úr nútimamannlifi I Bandarikjunum og fjalla einkum um kvlöa og „terror” sem viröist vera áberandi einkenni i borgum þarlendis. Fólk, sem reynir aö tryggja öryggi sitt meö stööugu sambandi viö hvert annaö, viö- brögð þess viö áreitni skemmdar- varga og árásarhópa, svo aö ekki sé minnst á þjófnaö og rán. Svip- myndir höfundar eru eftirminni- legar. Siöasta sagan gerist I náinni framtlö, atburöarásin orsakast af ægilegu tæknislysi, svo aö landiö umhverfist og hverfur I hafið. Hún dregur þarna upp góöa mynd af hugsanlegum viöbrögöum tæknivæddra og hálf- vita, en þeir álita sumir hverjir aö hamfarirnar séu geröar til þess aö veita mönnum tilbreyt- ingu I heimi, sem er algjörlega mótaöur af fullkominni tækni og algjörri mötun. Heidegger George Steiner. Modern Masters. Fontana/Coilins 1978. Þessi bók er meðal þeirra bestu sem Ut hafa komið I bókaflokkn- um Modern Masters. Höfundur- inn er meöal hugkvæmustu „essayista” og heimspekinga, sem nú eru uppi, og hefur sjálfur sett saman mörg ágæt rit um nú- tima þróun hugsunar og mats. Meöal þeirra er Death of Tragedy, Language and Silence og After Babel. Ahrifa Heidegg- ers gætir á sinn hátt i ritum hans. Þegar Heidegger lést 26. mai 1976 hlaut hann ýmis eftirmæli og meðal þeirra umsagnir nokkurra franskra heimspekinga, sem töldu aö 20. öldin væri öld Heideggers, eins og sú 17. heföi veriö öld Descarters. Hannah Arendt taldi hann vera hinn leynda konung 20. aldar hugsunar og heimspeki. Skoðanir manna voru og eru mjög skiptar um kenningar og ritsmlöar Heidegg- ers. Bertrand Russell minnist ekki á Heidegger i bók sinni um vestræna heimspeki, sem er reyndar skemmtilega skrifaö snakk, heldur þunnt i roöi, enda viröast enskir, „pragmatistar” aldrei hafa kunnaðaö meta þýska heimspeki. Eitt er þaö, sem hefur fælt marga frá aö lesa Heidegger, og þaö er mál eöa oröanotkun hans, sem er alveg persónubundin. Hann fer þar engar troönar slóöir — mitt er aö skrifa, ykkar aö skilja, — svo aö mörgum viröist mikill hluti verka hans — sem er gifurlegt magn — vera dskiljan- legur. Hann minnir á Heraklitus I þessum efnum. George Steiner skýrir ástæöurnar fyrir hinu mjög svo persónubundna tján- ingarformi Heideggers I þessari bók sinni og fjallar á greinar- góöan hátt um inntakiö I kenning- um Heideggers. „Exitensinn” var ekkert sjálfgefiö I augum Heideggers, hann var honum „numen”. Afstaöa hans markaö- .ist af þessum grunntón, og þess- vegna eru áhrif hans slik, aö þeirra gætir i flestum marktæk- um verkum nútimans sem snerta lifsmat heimspeki og listir. The Ancient Régime in Eu- rope. E.N. Williams — Penguin 1979 Government and Society in the Major Statcs 1648-1789. Bodley Head gaf þessa bók út 1970, siöan kom hún út hjá Peng- uin 1972 og er nú endurprentuð. Höfundurinn hefur sett saman nokkrar bækur um 18. aldar sögu. Höfundurinn fjallar um Holland, Spán, Prússiand, Austurrlki, Rússland, Frakkland og Bret- iand, en þessi riki voru áhrifa- mest i Evrópu á þvl tlmabili, sem kennt er viö Ancient Régime. Inn- gangur höfundar er skrifaöur af skynsamlegu viti, gott yfirlit yfir stefnur og mat landstjórnar- manna á tlmabilinu. Þaö var áberandi aö á þcssum árum voru menn fæddir til ákveðins hlut- skiptis, lltiö bar á stéttarlegum umskiptingum og skyldur og rétt- indi áttu aö vera jafnmikilvæg i mannlegum samskiptum. Fram- leiöslugeta þessara samfélaga var mjög takmörkuö og ef illa ár- aði varö mannfellir, stjórnvöld reyndu hvaö þau gátu til þess aö auka framleiösluna og á sumum sviöum varö talsveröur árangur, rikisafskipti voru mikil varöandi atvinnuvegi og viðskipti og á- byrgö stjórnvalda á velgengni þegnanna var talin skylda. Höf- undurinn dregur upp glögga mynd af gerö þessara samfélaga, atvinnu og framleiösiuháttum. Athugasemdir um Rómverjasögu 1 frásögn sl. sunnudag af útgáfu á Rómverjasögu Mommsens, gleymdist aö taka fram hver gæfi ritiö út en þaö er forlagiö D.T.Vy útkomuár er 1976. Sem sagt: Theodor Mommsen, Römische Geschichte, D.T.V. 1976. Mommsen varö fyrstur sagnfræöinga til aö fá bók- menntaverðlaun Nóbels.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.