Þjóðviljinn - 04.05.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 04.05.1980, Blaðsíða 15
Sunnudagur 4. mai 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Violetu hefur ekki mikla pólitiska þýöingu, enda bar hún viö heilsu- farsástæöum. tJrsögn Robelos er hinsvegar stórpólitiskt mál. Hann var i byrjum eindreginn stuön- ingsmaöur Sandinista, en upp á siökastiö hefur hann veriö mjög gagnrýninn á stefnu þeirra, t.d. á pólitlskt inntak lestrarherferöar- innar, sem Sandinistar leggja mikla áherslu á. Flokkur hans, MDN, hefur veriö einskonar miö- stöö hægri afla i landinu, þótt stefna hans veröi vart talin mjög hægri sinnuö. Þaö er lika athygl- isvert aö Robelo hefur sætt ámæli innan flokksins fyrir aö segja sig úr stjórninni, enda dregur hann þarmeö úr möguleikum flokksins til aö hafa áhrif á framvindu mála. Þaö sem máliö snýst um er i stuttu máli sú mikilvæga spurn- ing, hvort fulltrúar millistéttar- innar eigi aö halda áfram aö ráöa miklu eöa hlutur fjöldahreyfing- anna sem upp hafa sprottiö meöal alþýöunnar aö aukast aö mun. Svo viröist nú sem siöarnefnda leiöin ætli aö veröa ofan á. Ég kom til Nicaragua i júli, strax eftir sigurinn, og svo aftur núna i febrúar, og fann gifurlega mikinn mun á hinu pólitiska andrúmslofti. í fyrra skiptiö var greinilegt aö stórt bil var á milli Sandinista, þ.e. framvaröarsveit- arinnar, og alþýöunnar, hvaö snerti póltiska vitund. Þetta bil er nú aö mestu leyti horfiö, og þaö er hreint ótrúlegt hve fólkiö i land- inu hefur öölast mikinn pólitiskan skilning og þroska á þessum mánuöum. Enginn vafi leikur á þvi aö þetta hefur oröiö fyrir til- stillifjöldahreyfinganna, og og þá fyrst og fremst byltingarvarnar- nefndanna, sem starfandi eru I hverju borgarhverfi og út um állt land Sósíalismi — Er byltingin I Nicaragua sósiaiisk? — Þaö er athyglisvert, aö ennþá hefur oröiö sósialismi ekki veriö notaö af stjórnvöldum. Hinsvegar er augljóst, aö áætlan- ir og áform Sandinista eru sósial- Isk, og þaö er marxiskt oröalag á öllum þeirra plöggum. Sósialismi var heldur ekki nefndur á Kúbu fyrren tveimur árum eftir bylt- ingu. Afstaöa Sandinista til fram- tiöarskipulags I Nicaragua er augljós: Þaö er fólkiö sem ræöur feröinni og ákveöur hvert þetta framtiöarskipulag veröur. Ég tel óhætt aö fullyröa aö bylt- ingin I Nicaragua sé sósialisk bylting, viö sjáum þaö beinlinis á verkum hennar. Hún er sérstæö aö þvi leyti aö margir pólitiskir flokkar taka þátt I henni, en allir flokkarnir eru litlir. Sandinista- hreyfingin er ekki pólitískur flokkur, en byggir á stuöningi fjöldans og er i raun hiö ráöandi afl. Þaö eru einkum hægri sinnaö- ir stjórnmálamenn sem tala um margra flokka kerfi (plúral- isma). — Hvaö um frjálsar kosn- ingar? — Afstaöa meirihlutans er ljós: hann telur enga þörf á kosn- ingum ennþá. Menn segja sem svo, aö þeir hafi greitt atkvæöi meö blóöi sinu, og hafi enga þörf fyrir atkvæöaseöla. — Hvernig er ástandiö I efna- hagsmálunum? — Hrikalegt. Somoza skildi viö oj hrtaanifiW 91 TtiS landiö I rústum, og framleiöslan er enn ekki komin I eölilegt horf. Mjög mikil þörf er fyrir aljóölega efnahagsaöstoö, en hún hefur veriö alltof lltil enn sem komiö er. Sem dæmi má nefna, aö Bandarikjamenn ætluöu aö veita Nicaragua 75 miljón dollara efna- hagsaöstoö, en hættu viö þaö. Stjórnvöld I Nicaragua hafa lagt mikla áherslu á aö reyna aö fá aö- stoö frá Vesturlöndum til aö vega á móti aöstoöinni sem þeir geta fengiö og fá frá Sovétrikjunum og Austur-Evrópu. Þeir leituöu ekki til Sovétrikjanna fyrr en eftir aö þeir höföu þrautreynt möguleika á vestrænni aöstoö. Astæöan er augljóslega sú, aö þeir vilja ekki binda sig á klafa neinsstaöar, vilja ekki veröa háöir einhverju riki aöeins vegna þess aö þeir fá aöstoö þaöan. Þaö er hróplegt, aö sú aöstoö sem þeir hafa fengiö frá Vestur- löndum nú er minni en sú aöstoö sem veitt var Nicaragua eftir jaröskjálfann mikla 1972, eiida þótt þaö væri vitaö mál þá aö pen- ingarnir runnu beint I vasa Somoza-fjölskyldunnar, en komu þjóöinni aö sáralitlu gagni. Ástæöan fyrir tregöu Bandarikjamanna og annarra Vesturlandabúa nú er sú, aö þeir óttast aö Nicaragua veröi „önnur Kúba”. 1 Nicaragua segja menn hinsvegar aö þeir vilji ekki veröa önnur Kúba, heldur „fyrsta Nicaragua”! Þeir leggja mikla áherslu á sérstööu sinnar bylt- ingar. Þröngsýni yfirvalda I Bandarikjunum er hinsvegar slik, aö þau eru nú farin aö endur- taka nákvæmlega sömu mistökin og þau frömdu á fyrstu árum kú- bönsku byltingarinnar. Þau geta þessvegna engum um kennt nema sjálfum sér, ef Nicaragua veröur „önnur Kúba”. Gagnbylting — Hvaöum gagnbyltinguna, er hún I gangi I Nicaragua? — Þaö er hægt aö tala um fernskonar gagnbyltingar- eöa skemmdarverkastarfsemi. 1 fyrsta lagi beina, hernaöarlega gagnbyltingu, sem nú er aö mestu leyti úr sögunni, en var mest áberandi fyrst. Þar voru á ferö þjóövaröliöar Somoza, sem ýmist uröu eftir I Nicaragua eöa söfn- uöu liöi i Honduras, m.a. undir forystu sonar Somoza. Sú hætta er nú um garö gengin aö þeim takist aö ná völdum aftur. I ööru lagi er þaö starfsemi CIA. Sem dæmi um hana má nefna aö CIA samdi skýrslu eina mikla, sem byggö var á upplýs- ingum 300 njósnara, sem leyni- þjónustan haföi á slnum snærum I landinu, og þaö var eftir aö þessi skýrsla kom fram sem hætt var viö 75 miljón dollara efnahagsaö- stoöina, sem ég gat um áöan. I Nicaragua er fólk afskaplega meövitaö um þessar CIA-njósnir og eitt af helstu slagoröum bylt- ingarinnar er „Nicaragua verður ekki annaö Chile”. t þriöja lagi eru margir einka- framtaksmenn og landeigendur sem llta áform Sandinista horn- auga og gera allt sem þeir geta til aö spilla fyrir þessum áformum, ma. meö skemdarverkum I verk- smiöjum og á ökrum. t fjóröa og slðasta lagi er svo „gagnbylting frá vinstri”. Þar er aö verki lítill hópur, MAP, sem vinnur gegn byltingunni meö þvl aö skapa óánægju I verkalýðs- félögunum og vlöar og setja fram kröfur sem eru óraunhæfar viö þær aöstæöur sem nú rlkja. Þeir fara t.d. fram á 100—150% launa- hækkun. Þessi hópur er upphaf- lega maólskur og tilheyröi áöur Sandinistahreyfingunni en var rekinn þaöan 1970 þegar upp komst aö hann haföi gert áætlun um aö drepa marga helstu for- ingja Sandinista. Þetta er mjög ruglaö fólk, og hópurinn er fá- mennur. Jákvæðir prestar — Hvernig er afstaöa kirkj- unnar til byltingarinnar? — Afstaöa kirkjunnar er eitt af þvl sem hvaö fróölegast er aö kynna sér I Nicaragua. 1 stuttu máli sagt er hún mjög jákvæö, og þaö gerist nú I fyrsta sinn I Rómönsku Amerlku aö kaþólska kirkjan beinlinis tekur þátt I bylt- ingunni. Margir áhrifamenn i Strákar I Nicaragua stilla sér upp viö sprengjubrot úr striöinu. byltingunni eru prestar, og má þar nefna menntamálaráöherr- ann, Ernesto Cardenal, sem auk þess aö vera prestur er sennilega mesta ljóöskáld Rómönsku Ameriku slöan Pablo Neruda lést. Kirkjan I Nicaragua er ekki eins voldug og áhrifarlk og I mörgum öörum löndum álfunnar, en þátt- ur hennar I byltingunni hefur hingaö til veriö jákvæöur. Margt bendir til þess aö þaö sama sé nú aö gerast I E1 Salvador. — Margir hafa rómaö þátt kvenna i byltingunni I Nicaragua. — Já, og ekki aö ástæöulausu. Um 30% af þeim sem gripu til vopna gegn Somoza voru konur, og enn eru margar konur I bylt- ingarhernum. Þvi miður er hlutur þeirra I æöstu stjórn landsins ekki I samræmi viö þessa háu tölu, og þegar ég kom til Nicaragua I febrúar varö ég var viö svolitla óánægju kvenna meö minnkuö áhrif þeirra á gang mála. Hins- vegar eru kvennasamtökin I Nicaragua mjög sterk og áhrifa- rlk og láta öll málefni byltingar- innar til sln taka. Þessi samtök voru stofnuð 1976, en þaö var ekki fyrren eftir byltinguna sem þau urðu aö raunverulegum fjölda- samtökum. Þau eru óllk kvenna- samtökum á Vesturlöndum, enda er afskaplega mikill munur á þjóöfélagsástandinu þar og I Nicaragua. Aöalmáliö er aö vekja konur til vitundar um jafnréttis- mál, fá þær til aö taka þátt I at- vinnulífinu og stjórnmálunum. Kvennasamtökin eiga nú mjög sterk ftök meöal alþýöukvenna og stefna þeirra er I fullu samræmi viö stefnu Sandinista. En þær eiga langa og stranga baráttu fyrir höndum, þvl þjóöfélagiö er frá fornu fari undirlagt af „hana- hyggju” einsog önnur lönd álfunnar. — Aö lokum lagnar mig til aö spyrja þig um menningarmálin. Nicaragua hefur löngum veriö fræg fyrir góö skáld, en hvaö um aörar listgreinar? — Þaö sem nú er aö gerast I menningarmálum Nicaragua er þjóöleg og pólitlsk vakning. Nicaragua á sér rlkar, alþýölegar heföir I menningarmálum, sem hafa verið kæföar niöur og eru nú aö koma upp á yfirboröið eftir hálfrar aldar bandarlsk áhrif. Leiklist, tónlist, myndlist, bók- menntir — allt er þetta aö rlsa úr lægö og allsstaöar er eitthvaö mikiö aö gerast. Aöalmáliö núna er aö kenna öllum aö lesa og skrifa. Lestrarherferöinni á aö ljúka I ágúst, þá eiga þeir 180.000 skólanemendur sem aö henni standa aö vera búnir aö kenna 850.000 manns sem svarar tveimur fyrstu bekkjum barna- skóla, og strax á eftir hefst önnur herferö fulloröinsfræöslu. Þessar herferöir eru ekki aöeins farnar til þess aö kenna fólki stafina, heldur til aö vekja þaö til vit- undar um land sitt og þjóöfélag. Kennslugögnin eru innlend, þaö er lögö áhersla á aö kenna fólki sögu landsins og byltingarinnar. Skilin milli skólans og þjóöfélags- ins eru aö hverfa: skólinn er ekki lengur einangruö stofnun heldur er allt landiö aö breytast I risa- stóran skóla. — ih n MYNDMÁL 5. grein Umsjón: Jón Axel Egilsson | HANDRIT JC> (M • Aoa/vf y /V /V MrfJT/r/? />/)/YH/A/S SMc-r fiunf cftJctiefr oCt//c, r't c/scr /V»<h y J Cisí/c /is/ /& t* s S/ss - 9 s/c rl _ /Zs Hvaöan kom hugmyndin aö I jafn áhrifariku myndskeiöi og I þessu: Frá höfundi J handrits, James R. Webb, eöa j leikstjóranum.Lewis Milestone? ' | Þetta atriöi er úr strlösmynd- • inni „Pork Schop Hill” (1959). * Þessar teikningar voru geröar I áður en tökur hófust til aö fá til- | finningu fyrir atriöinu I mynd. I Fyrst veröur sprenging. Þegar J reykurinn hverfur sjáum viö I skó særöa hermannsins I I forgrunn. Hann öskrar: — Ég er ■ særöur! Ég er særöur! Annar J hermaöur tekur undir hendur I hans og dregur hann aftur á bak j og upp á viö I sitjandi stööu og > viö sjáum aö skórinn hreyfist J ekki. Hermaöurinn öskrar: — | Fóturinn! Fóturinn! Slöan sjá- | um viö aöeins skóinn eftir og ■ myndin dökknar niöur. Eitt af því fyrsta sem kvik- I myndatökumaöur veröur aö I kenna nýliöa I leikstjórn er ' „landafræöi tjaldsins”. Viö höf- J um rætt um mikilvægi þess aö | leikarar haldi sig réttu megin á I tjaldinu og sama máli gegnir ■ um hreyfingar. Ef leikari legg- I ur af staö frá vinstri til hægri, 1 verður hann aö halda áfram frá I vinstri til hægri I næstu tökum. I Sama máli gegnir um feröa- I lög. Við erum svo vön þvl frá 1 landabréfum aö vestur sé til | vinstri og austur til hægri.aö ef | viö sæjum mynd af flugvél, sem I ætti aö vera á leiö frá Keflavík J til Kaupmannahafnar og nef I hennar vlsaöi til vinstri, þætti I okkur frekar sem hún væri á 1 leið til New York. Þegar kvikmyndatökumaöur- | inn Delmer Daves tók atriöi I | kvikmynd þar sem kafbátur átti * aö stefna út á Kyrrahaf (I J vestur), þurfti hann aö notast | viösviösmyndinnil kafbáti sem | notuö haföi veriö til aö sýna kaf- * bát sigla frá Bandarlkjunum til J Frakklands. Þar sem sviös- I myndin sýndi aö kafbáturinn | stefndi I austur, til hægri, tók J hann lykilatriöin I spegli til aö . áhorfendum fyndist báturinn I stefna frá hægri til vinstri eöa I vestur. Hér til hliöar er svo uppkast ■ úr tökuhandriti eftir Delmer | Daves. Þetta atriöi er ein taka, I tekin meö krana og fylgir ■ persónunni Rune eftir. Rune I kemur niöur stigann meö | bakka, gengur fram hjá Frail aö I eldavélinni. Frail stendur upp * og þeir ganga aö rúmi þar sem I meövitundarlaus stúlka liggur. I Úr myndinni The Hanging Tree I (1959). *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.