Þjóðviljinn - 04.05.1980, Page 21

Þjóðviljinn - 04.05.1980, Page 21
Sunnudagur 4. mai 198U ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21 NÝLAGNIR/ BREYTINGAR og viðgerðir á hita- og vatnsiögnum, og hreinlætistækjum. Danfoss-kranar se-ttir á hitakerfi. Stilli hitakerfi til lækkunar hitakostnaðar. . Löggildur pípulagningarmeist- ari. Sími 35120 eftir kl. 18 alla daga. Geymlð auglýsinguna Kvikmyndafélagið sýnir i Regn- boganum Vikan 4. maí — 11. maí. Sunnud. kl. 7.10 Ape and Superape Mánud. kl. 7.10 Rashomon Leikstj: Kurusava. Einnig: Paz de dux Þriöjud. kl. 7.10 Criminal Life of Archibaldo De La Cruz Leikstj.: Luis Bunuel. Miðvikud. kl. 7.10 Johnny Come Lately m/James Cagney Leikstj.:W.K. Howard. Fimmtud. kl. 7.10 Sympathy For The Devil m/Mick Jagger Leikstj.: Jean Luc Godar. Föstud. kl. 7.10 Rashomon Leikstj./ Kurusava Laugard. kl. 7.10 Ape and Superape. Upplýsingar i síma: 19053 00 19000. Geymið auglýsinguna. Jan Mayen Framhald af bls 6 norðan við 70. gráðu? Þaöan liggja allir staumar i átt til Islands og myndu blátt áfram ógna lifi islensku þjóöarinnar, ef illa tækist til. Skilyrði um þetta atriöi þarf þvi að vera skýrt og ótvirætt. Takist samningar ekki Um það er spurt, hvað við taki ef samningar náist ekki milli íslendinga og Norðmanna. Fari svo, að Norðmenn taki sér einhliða efnahagslögsögu við Jan- Mayen, án samkomulags við Islendinga, þá hjótum við íslend- ingar að mótmæla þeirri útfærslu og lýsa þvi jafnframt yfir að. við munum ekki fara eftir slikri vald- töku.Það myndi jafngilda þvi, að við héldum áfram að senda okkar skip inn á Jan-Mayen-svæðið og veiöa þar eftir þvi sem okkur þætti hagkvæmt. Auðvitaö gætu Norðmenn sent á okkur herskip sln og reynt að bægja okkar skip- um frá, en hæpið tel ég það og vægast sagt óllklegt. Meö sllkum aögerðum legðu Norðmenn I mikla áhættu og mikinn kostnað. Auk þess vissu þeir vel, að viö myndum kæra útfærslu þeirra fyrir dómstóli þeim, sem haf- réttarsáttmálinn gerir ráð fyrir. Og um niðurstööu þess dómstóls geta Norðmenn ekki sagt fremur en viö, en á þvi tel ég lltinn vafa aö málstaður Norömanna mun verða talinn hæpinn á ýmsum sviöum. Eins og málin standa I dag reynum við samninga við Norö- menn um Jan-Mayen-málið, og sennilega llöur ekki á löngu þar til við tökum einnig upp samninga um Austur-Grænlandsmáliö. Samningsstaða okkar I þessum efnum er sterk. Þvl fer vlðs f jarri aö við veröumaö semja sem fyrst við Norðmenn, þvi annars færi þeir út einhliða, eða að öörum kosti verði Danir fyrri til með út- færslu viö Austur-Grænland. Viö eigum ekki að standa I samninga- viðræðum meö sllkan þankagang. Viö semjum ekki við Norðmenn um Jan-Mayen vegna þess að annars færi þeir út einhliða. Einhliða aðgerðir Norðmanna I þessum efnum eru verri kostur fyrir þá en samningsleysi okkar. Vilji þeir ekki samninga við okk- ur, samninga sem eru þess virði að nefnast samningar, þá þeir um það, — þá munu þeir mæta mikl- um vanda, og sennilega meiri vanda en við. Við skulum heldur ekki semja við Norömenn i trú á, aö þeir verði okkur góöir frændur og vin- irá eftir. 1 þeim efnum skulum við ekki treysta á neitt, nema okkur sjálfa og hugsanlegar gagnaðgerðir okkar. Hagsmunasvæöið fyrir noröan okkur Það sem um er að tefla I þess- um málum, bæði varöandi Jan- Mayen-svæðið og Austur- Grænlandssvæðiö, er framtiöar stórhagsmunamál íslands. Þar er verið að f jalla um hafið sem ligg- ur upp að okkar eigin hafsvæði, okkar eigin fiskveiðilandhelgi. Fiskistofnar munu leita þarna á milli. Fiskveiðar á þessum svæðum varða veiðarnar á okkar eigin lögsögusvæði. — Og hafs- botninn á þessu svæði er framhald af okkar botni, og það getur blátt áfram ráðið öllu um framtið okkar hvernig staðið verður að málum á þessu um- ráðasvæði. Engin þjóð á jafnmik- illa hagsmuna að gæta á haf- svæðinu norður af okkar lögsögu og við. Geti Norðmenn ekki samið við okkur á sanngirnisgrundvelli um þetta svæði er „vinátta” þeirra okkur litils virði. Og ekki trúi ég þvi fyrr en ég tek á þvl sjálfur, aö Islendingar og Grænlendingar geti ekki fundið sameiginlega og hagkvæma leið um skipan haf- réttarmála á þessum slóöum, báðum þjóöunum til hagsældar og öryggis. En þaö sem máli skiptir er að skilja rétt sinn og standa fast á honum I samskiptum við aðrar þjóöir. Kammersveit Reykjavíkur: Tónleikar í Bústaðakirkju Fjórðu tónleikar sjötta starfs- árs Kammersveitar Reykjavlkur verða I Bústaðakirkju I dag, og hefjast klukkan 17 á efnisskránni eru verk eftir innlend og erlend tónskáld. Flytjendur eru þrettán og stjórnandi Páll P. Pálsson. Etur norska tónskáldiö Egil Hovland, sem fæddist 1924, verður flutt tónverkið Musik fyrir 10 hljóðfæri, sem samið var 1957, Með þessu verki vann Hovland, sem veriö hefur organleikari við Glemmen kirkjuna I Fredrikstaö siðan 1949, sér alþjóðlega frægð, og hlaut hin þekktu Koussevitzky tónskáldaverðlaun. Eftir Atla Heimi Sveinsson verður flutt trló, sem tónskáldiö nefnir franska heitinu Plutot blanche qu’azurée og samið var fyrir Den Fynske Trio. Var verkiö frumflutt I Danmörku og leikiö inn á plötu af framangreindu tridi. Tónleikunum lýkur með strengjasextett I B dúr op. 18 eftir Johannes Brahms (1833- 1897). En Brahms samdi tvö verk fyrir strengjasextett, það sem Kammersveitin leikur 1859-60. Er sagt, að Brahms hafi valiö þessa hljóðfæraskipan til að foröast beinan samanburð við Ludwig v. Beethoven sem aldrei samdi strengjasextett Rithöfundaráö: Gegn hags- munum rithöfunda Rithöfundaráð Islands var kvatt saman föstudaginn 2. mal 1980 i tilefni af mótmælum 46 rit- höfunda gegn ,,þvi gerræði stjórnar Launasjóðs rithöfunda að úthiuta hæstu starfsiaunum eftir flokkspólitiskum sjónarmiö- um” eins og þarer komist að oröi. oröi. Rithöfundaráð lltur svo á að pólitlsk misbeiting I úthlutun starfslauna fyrir rithöfunda væri fólgin I því ef óverðugur rithöf- undur hlyti umbun fyrir stjórn- málaskoðanir sínar á kostnað annarra höfunda er maklegri teldust vegna rithöfundahæfileika sinná. Rithöfundaráð bendir á að I mótmælum 46-menninganna koma ekki fram nein rök er styðji sllka ásökun og að stjórn Launa- sóös rithöfunda hafi á engan hátt brotið gegn þeirri reglugerð er hún starfar eftir. Rithöfundaráð átelur þær árásir á skoðanafrelsi rithöfunda er felast I mótmælaskjali 46- menninganna og telur þær til þess eins fallnar að vinna gegn hagsmunum rithöfunda. Samkeppni Framhald af bls. 13 myndar sem liggur aö baki teikn- ingunni svo og teiknivinnu. Teikningarnar skulu merktar á bakhlið með nafni, heimilisfangi, slmanúmeri, skóla og bekkjar- deild. Dómnefnd verður skipuð fulltrúum frá Húsnæðismála- stofnun, Orkustofnun og Félagi isl. myndlistarkennara. Trúnaöarmaður dómnefndar er Sigurður G. Tómasson, Orku- stofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavik, og veitir hann frekari upplýsingar um keppnina. Teikn- ingarnar þurfa að berast trúnaöarmanni fyrir 1. júni n.k. Frá Gniiuiskólanum i Mosfellssveit - Innritun nemenda í forskóla og nýrra nemenda i allar deildir fyrir skólaárið 1980—1981 fer fram i skólunum mánudag- inn 5. mai og þriðjudaginn 6. maí n.k. Einnig óskast tilkynnt um nemendur sem flytja af skólasvæðinu fyrir næsta vetur. Forskóli — 6. bekkur: VarmárskÓli, simi 66267. 7.-9. bekkur: Gagnfræðaskólinn i Mos- fellssveit, simi 66586. Skólastjórar. ORÐSENDING frá frá Lífeyrissjóði verslunarmanna Llfeyrissjóður verslunarmanna hefur sent yfirlit til allra sjóðfélaga um greiðslur þeirra vegna til sjóösins á síðasta ári, 1979. Yfirlit þessi voru send á heimilisfang, sem sjóð- félagar höföu 1. desember 1979 samkvæmt þjóöskrá. Þeir sjóðfélagar, sem fengið hafa sent yfirlit, en hafa at- hugasemdir fram að færa, svo og þeir sjóðfélagar, sem telja sig hafa greitt til sjóösins á slðasta ári en ekki hafa fengiö sent yfirlit, erubeönir um að hafa samband við við- komandi vinnuveitanda eða skrifstofu sjóðsins. Lífeyrissjóður verslunarmanna. Auglýsing um aðalskoðun bifreiða i lögsagnarumdæmi Keflavikur, Njarðvikur, Grindavikur og Gullbringusýshi Föstudaginn 9. maf 0-1051 — 0-1125 mánudaginn 12. maf 0-1126 — Ö-1200 Þriðjudaginn 13. maf 0-1201 — Ö-1275 miðvikudaginn 14. maf Ö-1276 — Ö-1350 föstudaginn 16. maf 0-1351 — Ö-1425 mánudaginn 19. maf Ö-1426 — Ö-1500 þriðjudaginn 20. maf 0-1501 — Ö-1575 miðvikudaginn 21. maf Ö-1576 — Ö-1650 fimmtudaginn 22. maf 0-1651 — Ö-1725 föstudaginn 23. maf Ö-1726 — Ö-1800 þriðjudaginn 27. maf 0-1801 — Ö-1875 miðvikudagur 28. maf Ö-1876 — Ö-1950 fimmtudagur 29. maf 0-1951 — Ö-2025 föstudaginn 30. maf Ö-2026 — Ö-2100 mánudaginn 2. júnf 0-2101 — Ö-2175 þriðjudaginn 3. júnf Ö-2176 — Ö-2250 miðvikudaginn 4. júnf 0-2251 — 0-2325 fimmtudaginn 5. júnf 0-2326 — 0-2400 föstudaginn 6. júnf 0-2401 — 0-2475 Bifreiðaeigendum ber að koma með bif- reiðar sinar að Iðavöllum 4 I Keflavik og verður skoðun framkvæmd þar á fyrr- greindum dögum milli kl. 8.45—12.00 og 13.00—16.30. A sama stað og tima fer fram aðalskoðun annarra skráningarskyldra ökutækja s.s. bilhjóla og á eftirfarandi einnig við um umráðamenn þeirra. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilríki fyrir þvi að bifreiðagjöld fyrir árið 1980 séu greidd og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreiða sé i gildi. Vanræki einhver að koma bifreiða sinni til skoðunar á réttum degi, verður hann lát- inn sæta sektum samkvæmt umferðarlög- um og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli Lögreglustjórinn I Keflavik, Njarðvik, Grindvik og Gullbringusýslu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.