Þjóðviljinn - 04.05.1980, Side 6

Þjóðviljinn - 04.05.1980, Side 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. mal 1980 Lúðvík Jósepsson STJÓRNMÁL Á SUNNUDEGI Jan-Mayen viðræður Kortiö sýnir ioönuveiöisvæöi. Heila linan er fiskveiöiiandhelgi islands. Svörtu reitirnir sýna hvar loöna hefur veriö veidd á mörkum fslensku landhelginnar og hvar fyrir noröan hana. Jan-Mayen er hins vegar um 10 gráöur austur. Þaö hafa oröiö allmiklar um- ræöur aö undanförnu um haf- svæöiö i kringum Jan-Mayen og hafréttarlega stööu þeirrar eyjar. Ekki hefir allt, sem sagt hefir veriö og skrifaö um þaö mál,veriö til glöggvunar fyrir þá, sem litiö þekkja til aöstæöna. Jan-Mayen-máliö er þó vissu- lega mikiö mál og sannarlega þess viröi, aö viö Islendingar átt- um okkur á þvl, sem þar skiptir mestu máli. 1 rauninni er Jan- Mayen-máliö ekkert eitt og aögreint mál.þaö er hluti af miklu stærra máli, sem I heild varöar hafréttarmálin noröur af efna- hagslögsögu íslands. Þar er ekki aöeins um hafsvæöiö f kringum Jan-Mayen aö ræöa, heldur einnig og ekki siöur hafsvæöiö viö Austur-Grænland en noröan Is- lenskrar efnahagslögsögu. Efnahagslögsaga viö A ustur-Grœnland Eins og nú háttar málum hefir efnahagslögsagan viö Austur- Grænland veriö færö út til miölínu viö Island noröur aö 67. breiddar- gráöu. Efnahagslögsagan viö Austur-Grænland nær þvl rétt noröur fyrir algeng fiskimiö Islendinga noröur og norö-vestur af Vestfjöröum. Efnahagslögsagan viö Island hefir hins vegar veriö ákveöin meö lögum I allar áttir út frá landinu og I grundvallaratriöum er hún miöuö viö miölinu-reglu viö Grænland og Færeyjar, en hins vegar viö fullar og óskertar 200 milur I átt til Jan-Mayen og I átt til Rockall f suöur. Þegar viö Islendingar færöum út efnahagslögsögu okkar, miöaö viö 200 milur, var I öllum aöal- atriöum gengiö út frá miölinu- reglu þar sem styttra var á milli landa'en 400 sjómilur. A þeim tfma var svonefnd ,,miðllnu- regla” grundvallarskiptireglan þar sem þannig stóö á. Nú hafa oröiö i þessum efnum miklar breytingar i þeim drögum aö hafréttarsáttmála, sem um þessi ákvæöi fjalla. Nú er miölfnu-skipting ekki lengur regla númer eitt. Þess I staö er nú ákveöiö aö þar sem styttra er en 400mflur millilanda, skuli semja um skiptingu svæöisins. Og fram er tekiö aö i þeim samningum skuli taka tillit tii aöstæöna og sanngirnissjónarmiöa. Miölfnu- reglan getur einnig komiö til greina en er nú sett aftar i rööina en áöur var. Nú liggur oröiö ljóst fyrir, aö aö þvf dregur, aö Danir og Grænlendingar muni ákveöa út- færslu efnahagslögsögunnar viö Austur-Grænland noröan 67. breiddargráöu. Þegar til þess kemur ris strax upp spurningin um þaö hvernig skuli haga skipti- linunni á milli islenskrar efna- hagslögsögu og grænlenskrar á svæöinu fyrir noröan 67. gráöu. Þar er komiö aö viökvæmu hags- munamáli okkar Islendinga. Hvernig ætti skiptilínan á milli íslands ogGrænlands að vera norðan 67. gráðu? Telja má víst, aöDanir hafi hug á aö haga skiptilfnunni þannig, aö miölinureglan veröi látin gilda. Frá hálfu okkar Islendinga er slik skipting þessa mikilvæga svæöis óhagstæö og óeölileg. Sé litiö á aö- stæöur og sanngirnissjónarmiö er ljóst, aö réttur Islands er miklu meiri en Grænlands. A Islandi lif- ir þjóð, sem beinlínis byggir af- komu sina á fiskveiðum, og sem hefir nýtt þetta hafsvæöi aö undanförnu. Grænlandsmegin er hins vegar nær óbyggileg strönd, svo til óbyggö. Þar liggur Isrönd viö land nær allt áriö og þaöan hafa engar fiskveiöar veriö stundaöar.Ég tel einsýnt, aö miö- linureglan á ekki viö i þessu til- felli. Þegar Danir lýsa yfir út- færslu noröan 67. gráöu eiga ís- lendingar þvi aö mótmœla „miö- linureglunni” og krefjast samn- inga eins og hafréttar-sáttmálinn gerir ráö fyrir. Af tillitssemi viö Grænlendinga gætum viö þó fallist á þá reglu, aö Grænlendingar sjálfir fengju aö stunda veiöar upp aö miölfnu- mörkum, þó aö réttur Islendinga næöi hins vegar alllangt út fyrir þau mörk. Viö eigum hins vegar ekki aö fallast á neinn veiöirétt Dana á þessu svæði né heldur Efnahagsbandalagsþjóöa. Jan-Mayen svæðið Svæöiö viö Austur-Grænland noröan 67. gráöu er okkur Islend- ingum mikilvægt viö margs konar veiöar. Einmitt á þessum slóöum hefir fslenski loönuflotinn helst leitað noröur fyrir fslensku lögsögumörkin. Jan-Mayen-svæöiö er hliöar- svæöi viö þetta Austur-Græn- landssvæöi og vissulega hefir þaö sitt gildi, einnig fyrir okkur Is- lendinga. Viö vitum aö inn á þaö svæöi gengur Islenski loönustofn- inn sum árin, þó aö meira gangi á Austur-Grænlandssvæöiö. Þaö sem er sameiginlegt meö báöum þessum norölægu svæöum er, aö þau liggja upp aö Islensku efnahagslögsögunni og eru þvi nær okkur en öörum fiskveiöi- þjóöum.Bæöi þessi svæöi eru þvi okkar hagsmunasvæði. Umræöan sem hér hefir orðiö um Jan-Mayen-svæöiö hefir öll beinst aö fiskimiöunum þar og öörum hugsanlegum verömætum sem þar kunna aö finnast. Slik umræöa er röng og á of þröngu sviöi, — hér er um aö ræöa hags- munasvæöi okkar tii noröurs, svæöi sem liggur upp aö okkar fiskimiöum og sem er llffræöilega tengt og skylt okkar hafsvæöi. Deilan um Jan Mayen Þegar umræöan um Jan- Mayen-svæöiö hófst fyrir alvöru á s.l. sumri, beindist hún fljótlega inn á nokkuö varhugaverðar brautir. Ljóst var i máflutningi Norömanna, aö tilgangur þeirra var allur bundinn viö aö lokka tslendinga til aö fallast á „norska efnahagslögsögu viö eyjuna”; gegn þvi aö tslendingar hættu öllu múöri gegn fyrirætlunum þeirra I þessum efnum, ætluöu Norömenn svo aö „heimila” Islendingum aö veiöa eitthvert magn af loönu viö eyjuna, aö minnsta kosti um nokkurt skeiö. Af hálfu Islendinga bar mjög á þvi, aö þeir óttuöustaö Norömenn dræpu allan islenska loönustofn- inn, „ef ekki yröi samiö”. Og svo voru uppi barnalegar kenningar um aö betra væri,að „frændur” okkar, Norðmenn, heföu lögsögu yfir svæöinu og gætu þar meö úti- lokaö veiöar annarra, en aö svæö- iö yröi áfram alþjóðasvæöi. Auövitaö var allur þessi mál- flutningur fráleitur og markaöur stundar-hagsmunum og reyndar gyllivonum Jan-Mayen-málið var og er miklu stærra mál en svo aö um þaö sé hægt aö semja meö nokk- urri milligjöf I formi loönutonna I eitt eöa nokkur ár. Hafsvæöiö viö Jan-Mayen hefir skiljanlega margvlslega og mikla þýöingu fyrir okkur Islendinga og varöar okkur meir en alla aöra. En hver er hafréttar- leg staða Jan- Mayen? Jan-Mayen hefir mikla sér- stööu sem eyland. Eingarréttur Norömanna á eyjunni er slður en svo óvéfengjanlegur. Eyjan er óbyggö, þannig séö, aö þar er engin föst búseta, þar er ekki um venjulegt samfélag aö ræöa. Eyjan er langt frá Noregi og aöskilin þar frá af djúpum úthafs- álum. Eyjan er hins vegar á land- grunni eöa landgrunnsframleng- ingu Islands. Islendingar hafa nýtt eyjuna og áskildu sér réttar- stööu til hennar á sinum tlma. I hinum nýja eða væntanlega hafréttarsáttmála er aö visu gert ráö fyrir, aö eyjar eigi jafnan aö fá efnahagslögsögu. Sú takmörk- un er þó sett aö ,,rocks”,sem ekki geta framfleytt mannlifi, skuli ekki öölast þennan rétt. Auövitaö koma upp margvisleg ágreiningsefni um efnahagslög- söguréttinn og slik ágreiningsefni koma upp um „óbyggöa” eyju, fjarri heimalandi og á landgrunni annars lands, eyju sem ekki hefir i reynd getaö framfleytt mannfélagi. — Þaö er þvi öld- ungis óvist aö Jan-Mayen eigi hafréttarlega stööu til efnahags- lögsögu. Af þessum ástæöum og fleirum hafa Norðmenn dregið aö færa út lögsöguna viö Jan-Mayen, þó aö þeir hafi ekki látiö standa á sér meö útfærslu annars staöar. Getum við samið við Norðmenn um Jan Mayen? Samningaviöræöurnar við Norömenn um Jan-Mayen hafa veriö viö þaö miöaöar aö samn- ingar gætu tekist milli þjóöanna um máliö. Grundvallarsjónarmiö okkar I slikum samningum hljóta aö veröa þessi: 1. Norömenn viöurkenni skilyröislaust 200 milna óskerta fiskveiöilandhelgi og efnahags- lögsögu lslands. (Miölinuregl- an falli þar niöur). A þetta veröa Norömenn aö fallast áöur en lengra er haldiö, þvi allir sem til þekkja viöurkenna, aö I úrskuröi myndi tsland fá sitt sjónarmiö I þessumefnum viöurkennt skilmálalaust. 2. Allar fiskveiöar á Jan-Mayen- svæöinu veröi byggöar á helmingaskiptareglu á milli þjóöanna. I þeim efnum má ekki aöeins vera um að ræöa loönu, heldur einnig kolmunna, þorsk, rækju og annan fisk. Allt veiöisvæöiö er tengdara íslandi en Noregi og sé þar um opið liaf aö ræöa hafa Islendingar yfir- buröa aöstööu til aö nýta þaö umfram allar aörar þjóöir. 3. Samningar veröa aö takast um skiptingu botnsvæöisins viö eyjuna, og allir samningar veröa aö vera ötlmabundnir og óuppsegjanlegir. 4. Skýr samningur veröi geröur um aö ekki verði ráöist I ollu- boranir á Jan-Mayen-svæöinu, nema meö samkomulagi beggja þjóöanna, eöa sam- kvæmt úrskuröi sérstakrar sérfræöinganefndar, sem báöar þjóöirnar eiga aöild aö. Oliuboranir á svæöi noröan 70. breiddargráöu, eins og hér er um að ræöa, eru gifurlega áhættusamar. Norömenn hafa sjálfir deilt um réttmæti þess aö leyfa oliuboranir viö Noreg noröan 62. gráöu. Þeir hafa óttast áhættuna af mistökum vegna sinnar strandar og sinna fiskveiöa. — En hvaö þá um oliuvinnslu norður við Isrönd og Framhald á bls. 21 Novaja —' Semlja ^

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.