Þjóðviljinn - 08.05.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.05.1980, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. mai 1980 UOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis L tgefandi: utgáfufélag þjóöviljans Framkvænidastjóri: EiÖur Bergmann Hitstjórar: Arni Bergmann. Einar Karl Haraldsson- Kjartan Olafsson Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir Auglysingastjóri: Þorgeir Ölafsson. Kekstrarstjóri: Úlfar þormóÖsson Afgreiöslustjóri: Valþór HloÖversson Hlaöamenn : Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magntis H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. hingfréttir: Þorsteinn Magnússon tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. I.jósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson ftlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson. Sævar Guöbjörnsson, Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Sigriöur Hanna Sigurbjornsdóttir. Skrifstofa :Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla : Kristin Pétursdóttir. Bára Halldórsdóttir, Bára SigurÖardótt i' Símavarsla: Olöf Halldórsdóttir. Sigriöur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bánöardóttir. Ilúsmóöir: Jóna Siguröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halia Pálsdóttir. Karen Jónsdóttir. i tkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Kitstjórn. afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Keykjavfk, simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Fimm kröfur til Norömanna • Ný samningalota hefst í Jan Mayen málinu í dag. AAælikvarði á samningsvilja Norðmanna mun fást í upp- hafi þegar í Ijós kemur hvort samninganefnd þeirra hefur aflað sér heimildar til þess að semja um land- grunnsréttindi á svæðinu. Sé svo ekki, eins og á samningafundunum í Reykjavík 14. og 15. apríl sl.,eru heildarsamningar ekki á dagskrá og gagnslítið að þæfa mál við Norðmenn. • Eftir þá gliðnun sem fram kom í íslensku samn- inganefndinni í síðustu samningalotu lagði Þjóðviljinn áherslu á að Alþingi nestaði samningamenn okkar vel til Oslofarar. Flokkarnir hafa rætt stöðuna, en sveipað sig þagnarhulu eins og pókerspilarar. Þeir sem skil kunna á spilamennsku vita að tviræðni slíkrar þagnar getur verið ærin. • Alþýðubandalagið hefur jafnan verið þeirrar skoðunar að mestu skipti að norsk stjórnvöld og al- menningur í Noregi gerðu sér grein fyrir íslenska mál- staðnum, alvöru hans og þýðingu, og blandaðist ekki hugur um einarða afstöðu íslensku samningamannanna. í samræmi við þetta viðhorf hefur þingflokkur Alþýðu- bandalagsins sett fram opinberlega fimm meginkröfur á hendur Norðmönnum í þessum viðræðum sem nú eru hafnar. 1. Viðurkennd verði óskert200 mílna auðlindalögsaga is- lands, en Norðmenn hverfi alveg frá fyrri kröfu um miðlínu. 2. Veiðar á loðnu, kolmunna, rækju og öðrum tegundum, sem veiddar eru á Jan Mayen svæðinu, verði að jafn- aði byggðar á reglu um helmingaskipti. 3. Réttindi Islands til landgrunnsins á Jan Mayen svæðinu verði tryggð með afdráttarlausri skiptingu, sem tilgreind verði í samningi. Norðmenn fallist á að færa ekki útefnahagslögsögu sína við Jan Mayen fyrr en slíkur samningur hefur verið staðfestur. 4. Olíuboranir á Jan Mayen svæðinu verði háðar sam- komulagi beggja þjóðanna. 5. Samningar, sem gerðir yrðu á þessum grundvelli verði ótímabundnir og óuppsegjanlegir. • Sú yfirlýsing Olafs Jóhannessonar utanríkisráð- herra í Morgunblaðinu i gær, að þessi f imm áhersluatriði Alþýðubandalagsins „séu efnislega yfirleitt um það sama" og hann setti fram í sínum inngangspunktum á fundi landhelgisnefndar er mikilvæg í þessu sambandi. Svo virðist sem samkomulag sé innan viðræðu- nefndarinnar í öllum meginatriðurrvog er það vel. Krafan um aðolíuboranir norðan 70. breiddargráðu verði háðar samþykki beggja þjóða er þó ný. Eftir langt hik er nú meirihluti norska þjóðþingsins kominn á þá skoðun að hef ja beri tilraunaboranir eftir olíu norðan 62. gráðu við norsku ströndina. Norðmenn hafa gert sér grein fyrir þeirri hættu sem strandlífi og fiskveiðum er búin af olíuvinnslu á þessum slóðum. • Ahættan eykst að sjálfsögðu norður við ísrönd og ef illa tækist til með hugsanlega olíuvinnslu norðan 70. gráðu er ekki hægt að horf a f ram hjá þeirri staðreynd að þaðan liggja allir straumar I átt til (slands. Afleiðingar olíuslysa gætu ógnað lífi þjóðarinnar og skilyrði um þetta atriði þarf því að vera skýrt og ótvírætt. • Þaðserri umeraðtefla íþessum málum, bæði varð- andi Jan Mayen svæðið, og ekki síður Austur-Græn- landssvæðið, er fyrst og fremst að þarna er hagsmuna- svæði okkar til norðurs sem liggur upp að okkar fiski- miðum og er líffræðilega tengt og skylt okkar hafsvæði. • Engin þjóð á jafnmikilla og réttmætra hagsmuna að gæta á hafsvæðinu noröur af lögsögu islands og is- lendingar sjálfir. Fiskveiðar, nýting hafsbotns og olíu- vinnsia á þessum slóðum verða ekki slitnar úr tengsium við nýtingu okkar eigin iögsögu eða ísienskt efnahagslíf. Þennan sanngirnisrétt verðum við sjálf aö skilja og virða og sfanda að samningum i samræmi við hann. — ekh jilrippt Vinnufriður úti Svlþjóö, land hins „eillfa” vinnufriöar, er nú á ný oröiö land stórverkfalla og verk- banna. Hvaö hefur breyst, hvaö veldur? Tvær ástæöur viröast vera nærtækastar. Annarsvegar hefur hagvöxtur hin sföari ár veriö hægari en áöur, og hins vegar hafa Svlar búið viö borgaralega samsteypustjórn i fjögur ár, eftir aö sóslaldemókratar höföu veriö ráöandi I stjórn landsins um nærri hálfrar aldar skeiö. Félagsfræöiprófessorinn Walter Korpi, sem ritaö hefur læröar bækur um sænska vel- feröarkapítalísmann og verka- lýöshreyfinguna, og um verkföll I Svíþjóö, er aö minnsta kosti ekki I vafa um orsakir þess aö vinnufriöur er nú úti I landinu. Korpi segir I viötali viö Dagens Nyheter að þaö muni veröa mjög erfitt aö komast aö friösamlegum samningum á vinnumarkaöi meöan borgara- flokkarnireru viö völd. Þaö hafi veriö samtvinnun verka- lýöshreyfingarinnar og ríkis- valdsins, hin sögulega mála- miölun milli vinnu og fjár- magns, sem áöur tryggöi vinnufrið i Svlþjóö. Forsendur fallnar Nú eru þessar forsendur ekki lengur fyrir hendi. Fram undir 1930 voru Sviar og Norðmenn mestu verkfallsþjóöir fheimi. A áratugnum milli 1930 og 1940 gekk vinnufriöurinn hinsvegar i hlaö i Svlþjóö. Aö áliti Korpis var skýringin sú aö sósialdemó- kratar náöu á þvl timabili föst- um tökum á rlkisvaldinu. Verkalýöshreyfingin fór aö lita á stjórnmálin og rikisvaldiö sem tæki til þess aö jafna vel- feröinni. Á sama tima og af sömu ástæöum gátu atvinnurekendur ekki lengur rekiö þá verkbanns- stefnu sem þeim haföi áöur ver- iö svo töm. Meöan sósialdemó- kratlsk ríkisstjórn var viö lýöi og hagvöxtur var tiltölulega mikill, þannig aö svigrúm var til þess aö kosta félagslegar um- bætur og jafna lifskjör, gekk vel aö tryggja vinnufriöinn. Borgaraleg stjórny verkföll — Nú eru dagar hagvaxtarins aö mestu taldir, að mati Korpis. 1 framtiöinni veröur erfitt aö semja um kaup og kjör á vinnu- markaöi vegna þess að ekkert er'til skipta — amk ekki viöbæt- ur hagvaxtarins. Þó álitur hann aö þetta atriöi skipti ekki sköpum fyrir þróunina. — Næstum ekkert land á Vesturlöndum hefur getaö tryggt vinnufriö á eftirstriös- árunum án þess að veriö hafi viö völd sósialdemókratískar stjórnir — og þaö traustar i sessi. Þessi tengsl eru engin til- viljun og að áliti Korpis er þaö fyrst og fremst tilkoma borgaralegrar stórnar sem spillir vinnufriöi I Sviþjóð. — Viö héldum aö vinnufriöur og Sviþjóö væri eitthvaö sem tengdist saman. Nú vitum viö aö þaö er ekki tilfelliö. Fram aö 1930 höföum viö borgaralegar rikisstjórnir og verkföli. Nú er borgaraleg stjórn aftur komin á kreik og verkföllin sömuleiöis. Samleikur úr sögunni Astæðuna fyrir þvi aö verk- fallsaögeröir hafa ekki veriö upp á teningnum fyrr en eftir fjögurra ára stjórn borgara- flokkanna telur Korpi vera þá aö fram aö kosningunum 1979 hafi margir álitiö aö borgaraleg stjórn yröi aðeins millispil. Siö- an tækju sósíaldemókratar viö aö nýju og allt félli I sama far- veg og áöur. En borgara- flokkarnir reyndust fastari i sessi en svo aö þeim yröi velt eftir eitt kjörtlmabil, og nú er samleikur rlkisvalds og verkalýöshreyfingar úr sög- g unni. Meö honum hverfur sá I samkomulagsvilji sem Alþýöu- J sambandiö og Vinnuveitenda- | sambandiö sýndu — meö eöa á ■ móti vilja sinum — um fjörutíu I ára skeiö. m Velferðar- kapítalisminn Á þessu vinnufriöarskeiöi | byggöist sænski velferöarkapi- ■ talisminn upp. Margrómaö er g þaö fyrirbæri og kostirnir oftast J taldir þeir aö annarsvegar hafi ■ Svium tekist með háþróun i ■ rannsóknum, tækni og iönaöi aö í tryggja hagvöxt og sterka stööu | kapltaliskra stórfyrirtækja, á ■ alþjóðamarkaöi, og hinsvegar | aö virkja alþýöuhreyfingar, m styrkja stööu verkalýöshreyf- | ingarinnar I atvinnulifinu og ■ tryggja félagslegar framfarir. - En hvort sem þaö eru nú bata- I merki á sjúklingnum eöa ■ óhjákvæmilegur fylgifiskur vel- | feröarkapitalismans þá er nú ■ mest rætt I Sviþjóö um út- I sláttarsamfélagiö. Spurt er: Er J þaö svo aö velferöarkapitalism- ■ inn skapi nýtt ólæsi, unglingaaf- I brot, drykkjusjúklinga, eitur- ■ lyfjaneytendur, likamlegt og | andlegt heilsuleysi og annaö af ■ þvi tagi sem hann átti I raun að I útrýma? Gildi verkfalla? ! Þetta var útúrdúr, og svo viö | höldum okkur viö verkföllin þá ■ er þaö skoðun Korpis aö.enda I þótt tlma vinnufriöarins sé úti, Jj þá sé enn alvarlegra aö strax « komi til stórátaka. Sannleikur- B inn sé sá aö verkalýöshreyfingin ■ hafi aldrei grætt og oftast tapað | á stórverkföllum, og nefnir þar ■ allsherjarverkfalliö 1909 sem | dæmi. Stutt verkföll geti hins- " vegar veriö árangursrik. g Aöur hefur Korpi sett fram þá B skoöun aö tlö verkföll beri ekki £ vott um styrk verkalýöshreyf- g ingarheldurmiklufremur veik- ■ leika hennar á pólitlska sviöinu. ■ Hann hefur bundið vonir við B samstæöa verkalýöshreyfingu Jj sem væri þaö sterk pólitískt aö | hún gæti knúiö fram grund- ■ vallarbreytingar á eigna- og S valdakerfi þjóöfélagsins. I þvl " sambandi hefur hann mælt ■ mjög meö meöákvöröunar- ■ lögunum, „medbestemmande- " lagen”, sem veita sænskum • verkalýösfélögum aukinn rétt S til afskipta af ákvöröunum I at- ■ vinnullfinu og hugmyndum | sænska alþýöusambandsins um ■ launasjóöi sem smámsaman 1 eigi aö tryggja launafólki J eignaraöild og meirihiuta I ■ helstu atvinnutækjum Svia. og shorrið Fjársöfnun fyrir Skálatún Menn eru misjaf nlega af guði gerðir. Sumir eru sterkir og hraustir allt sitt líf. Aðrir eru vanmáttugir eða skertir allt frá fæðingu. Það er heilög skylda þeirra sterku að styðja hina veiku og van- máttugu. Með það sjónar- mið í huga hefur Umdæmisstúkan nr. 1 og Styrktarféiag vangefinna staðið að rekstri heimiiis fyrir vangefin börn að Skálatúni í Mosfellssveit. Heimilið er sjálfseignar- stofnun, sem fær tekjur sínar af daggjöldum vist- manna og styrkjum frá ýmsum vinveittum aðilum. Nú hin síðari ár hefur reynst mjög erfitt að láta tekjur heimilisins hrökkva fyrir útgjöldum og hefur stundum ekki verið séð hvernig takast mætti að halda heimilinu gangandi. Slíka erfiðieika þekkja menn af eigin reynslu nú á tímum. Til þess aö reyna aö bæta þetta ástand að nokkru hefur Umdæm- isstúkan nr. 1 ákveöiö aö hefja fjársöfnun til styrktar Skálatúnsheimilinu. 1 þessu skyni veröur haldinn basar I Templarahöllinni, Eirlksgötu 5, Reykjavlk, sunnudaginn 11 maí n.k.,Þar veröa seldir ýmsir góöir munir ásamt kaffi og kökum. Basarinn veröur opnaöur kl. 14. Þangaö eiga þeir erindi, sem vilja styrkja þetta göfuga málefni. Tekiö veröur á móti munum og framlögum eftir kl. 15 dagana 7.,8. og 9. mal I Templarahöllinni. — mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.