Þjóðviljinn - 08.05.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.05.1980, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. mai 1980 Einvígisborðið til Skákminjasafns Einvigisborð það, sem þeir Bobby Fischer og Boris Spassky notuðu I heims- meistaraeinviginu 1972, og Skáksamband tslands gaf Þjóðminjasafninu strax að einvigi aldarinnar loknu, hefur nú verið afhent Skák- sambandinu á ný til varöveislu i hinum nýju aðal- stöðvum þess að Laugavegi 71, þar sem verið er að koma á fót Skákminjasafni. i ljósi breyttra aðstæðna hjá Skáksambandinu og þrengsla hjá Þjóðminjasafninu varð að samkomulagi að S.í. tæki við borðinu á ný. Jafnframt er fyrirhugað að opna húsnæði Skáksambandsins almenningi vissan tima i viku, sem siöar verður auglýstur. Það eru vinsamleg tilmæli þeirra, sem vildu leggja eitthvað til Skákminjasafns- ins, sem gjöf eöa til kaups, að þeir hafi samband við stjórnarmenn S.I. Sænsk tunga í Finnlandi Hér er nú staddur prófessor Carl-Erik Thors frá Finnlandi og flytur i kvöld kl. 20.30 fyrirlestur i Norræna húsinu. „Svenskan I Finland. Dess varianter och stallning I sam- hailet.”. Carl-Erik Thors hefur verið prófessor i norrænu við Helsinkiháskóla frá 1963. Hann lauk embættisprófi 1944, stundaði siðan framhaldsnám i Norðurtöndum og I Bretlandi oglaukdoktorsprófil949. Hann hefur sent frá sór ijölda rit- gerða og bóka ma. um nafna- fræöi, bæði mannanöfn og örnefni i sænsku og finnlands- sænsku, og einnig hefur hann ritað um sænskar bibliu- þýðingar, og I þvi sambandi má og nefna ritið „Den kristna terminologien i forn- svenskan” (1957). Carl-Erik Thors hefur árum saman skrifað dálk um sænska (íinnlands-sænska) tungu i stærsta sænska dagblað Finnlands Huvfudstads- biadet: Torsdag meö Thors, og nýtur sá dálkur mikilla vinsælda. Fyrirlesturinn i kvöld er öllum opinn. Att við sölu á eigin listaverkum I fréttatilkynningu sem birtist i dagblööunum 6. þ.m., segir m .a. að málverkasala sé undanþegin söluskatti. Til þess að koma I veg fyrir mis- skilning tekur fjármálaráðu- neytið fram i sértilkynningu, að hér sé einungis átt við sölu listamanna sjálfra á eigin verkum en ekki um sölu ann- arra aðila á verkum þeirra. Aðferðir í sögurannsóknum Lars Lönnroth, prófessor i bókmenntum við háskólann i Alaborg, flytur opinberan fyrirlestur i boði heimspeki- deildar Háskóla íslands i dag, 8. mai kl. 17.15 I stofu 422 i Arnagarði. Fyrirlesturinn nefnist „Nyare tendenser i saga- forskning” og verður fluttur á sænsku. öllum er heimill aðgangur. Vorhappdrætti Krabbameinsfélags Vorhappdrætti Krabba- meinsfélagsins hófst fyrir skömmu. Hafa happdrættis- miöar nú verið sendir um allt land. Vinningareru tiu talsins, þar af fjórir fólksbilar, Chevrolet Chevette Sedan (sjdlfskiptur), Volkswagen Golf L, Honda Accord Sedan og Mitsubishi Colt 1200 GL. Allt eru þetta fimm manna bifreiðar af árgerð 1980. Hinir vinningarnir sex eru hljóm- flutningstæki að verðmæti 700 þúsund krónur hver vinn- ingur. Heildarverömæti vinn- inganna er nálægt 30 miljón- um króna. Lausasala happdrættismiöa verður aö venju úr bil I Banka- stræti og á skrifstofu happdrættisins i Suöurgötu 24 en þar eru veittar nánari upplýsingar. Verö miða er nú llOOkrónur. Dregiðveröur 17. júni. Agóði af happdrættinu fer til styrktar hinni margþættu starfsemi krabbameins- samtakanna, einkum krabba- meinsleit, frumurannsóknum, krabbameinsskráningu og viðtækri fræðslustarfsemi. Minningargjöf um Hrönn Pétursdóttur Húsmæðrafélag Reykja- vikur færði nýlega Krabba- meinsfélagi Islands höfðinglega gjöf, að fjárhæö 200.000 krónur, til minningar um fyrrverandi formann sinn, Hrönn Pétursdóttur. Kaffi jyrir eldri Hánvetninga Húnvetningafélagið I Reykjavik býöur eldri Húnvetningum til kaffi- drykkju i Domus Medica sunnudaginn 11. mai kl. 15.00. Skemmtun þessi hefur alltaf verið mjög fjölsótt og er það von stjórnarinnar aö svo veröi einnig nú, segir i frétt frá henni. Ráðstefna og sýningar á Akureyri Menning á vinnustöðum VINNA-UMHVERFI-FRÍSTUNDIR SÝNINGARÁ AKUREYRI 8 11 MAÍ 1980 Menningarhátið málmiðnaðar- manna hefst á Akureyri I dag og er fólgin annarsvegar f sýningum undir nafninu „Vinna-umhverfi- fristundir” og hinsvegar ráö- stefnunni „Vinnustaðurinn og heimiliö”. Það eru Málm- og skipasmiöa- sambandiö, Sveinafélag járn- iðnaðarmanna á Akureyri og Slippstöðin hf. sem gangast fyrir þessari hátið I samvinnu við Menningar- og fræðslusamband alþýðu. Þetta verkefni er liöur i norrænni samvinnu fræðslusam- taka verkalýðshreyfingarinnar og er efnt til svipaðrar starfsemi á hinum Norðurlöndunum með málmiðnaðarmönnum þar. Samheiti verkefnisins er „Menning á vinnustöðum” og verður enda opnuð I kvöld kl. 20.30 sýning i stærsta vinnustað málmiðnaðarmanna norðan- lands, Slippstöðinni hf. Verða þar munir og myndir i eigu starfs- manna og eftir þá, ma. söfnunar- gripir ýmiskonar, ljósmyndir, málverk og graffk eftir núverandi og fyrrverandi starfsmenn og kvikmynd sem einn þeirra hefur MFA-MSÍ gert. Sýningin verður opin til sunnudagskvölds kl.14-22 daglega. Þá verður Slippstöðin sjálf til sýnis almenningi undir leiðsögn starfsmapna á morgun, föstudag, kl. 13-15.30 og munu forstöðu- menn svara fyrirspurnum um rekstur og starfsemi á sama tima. 1 Galleri Háhól verður opnuð á morgun kl. 20,30 málverkasýning með um 50 verkum úr Listasafni alþýðu og verður hún opin til 15. mai. Ráðstefnan „Vinnustaðurinn og heimilið” verður haldin i tengsl- um við sýninguna fyrir málm- iðnaðarmenn og annað starfsfólk sem vinnur i málmiðnaði viða um land. Hún hefst kl. 101 fyrramálið og stendur tvo daga og verður fjallað um vinnuumhverfi I málmiðnaði, vinnutlma og fri- tima og áhrif langs vinnutima og vinnuumhverfis á heimilislif verkafólks. Verður t.d. leitast við að fá fram sjónarmið fjölskyldna og þvi er einn framsögumanna á ráðstefnunni eiginkona starfs- manns I Slippstöðinni, Þórey Aðalsteinsdóttir, en aðrir fram- sögumenn eru Haukur Þorsteins- son Slippstöðinni, Ingólfur Sigur- jónsson Stálvik, Garðabæ.og Sig- mundur Benediktsson, Þorgeir og Ellert Akranesi. Stefán ögmundsson formaður MFA setur ráðstefnuna, sem haldin verður i Iðnskólanum á Akureyri, en ráðstefnustjóri er Hákon Hákonarson form. Sveina- félags járniðnaðarmanna Akur- eyri. — vh Sparar arða r r • f| a an: Þannig var umhorfs I Tollvörugeymslunni þegar Ijósmyndarinn var þar á ferð. Og nú er rætt um aö taka upp tollkrlt til sparnaöar og hag- ræöis fyrir „gesti og gangandi”. — Við eigum aö taka upp toll- krlt af þvi að af henni er mikið hagræði fyrir alla þá aðila, sem málið snertir: neytendur, inn- flytjendur, farmflytjendur og starfsmenn hins opinbera. Þannig fórust orð Einari Birni, formanni Félags Isl. stórkaup- manna er hann kynnti hugmyndir um tollkrit á fundi, sem hann og fleiri héldu með fréttamönnum sl. þriðjudag. En nú er ekki óliklegt aö ein- hver spyrji: Hvaö er tollkrít? Þvi er svaraö á þann veg, að hún sé greiðslufrestur á aðflutnings- gjöldum um einhvern tiltekinn tima, t.d. I tvo mánuði, og getur miöast viö þann tlma, þegar varan kemur til landsins eða er leyst úr tolli. Tollurinn er þá lánaöur, hugsanlega gegn trygg- ingum, sem viðkomandi fyrirtæki setur fyrir greiðslunni. Hagræði þaö, sem tollkritin er talin skapa, er fyrst og fremst greiðari flutningur á vörunni frá flutningsaöila til kaupanda, þannig aö geymslutimi hjá fram- flytjanda styttist, en hann er mun lengri hér en hjá nágrannaþjóð- um okkar. Skil á tolli yrði hraðari og reglubundnari. Varan kemst fyrr i umsetningu, vaxta- kostnaöur lækkar. Við athugun, sem gerð hefur verið á hugsan- legu hagræöi og sparnaði af toll- krlt, var lagt tölulegt mat á sparnað af styttingu geymslu- tima, einfaldari og hagkvæmari meðferð á vöru, minni vaxta- kostnaði, minni tjónahættu og varð niðurstaðan sú, aö unnt mundi aö spara 3 miljaröa kr. á ári með tollkritinni. Er sú tala þannig fengin: Sparnaður vegna meðhöndl- unar og geymslu 1100 milj. Vegna lækkunar erlendra vaxta 600 milj. kr. Vegna lagfæringa á skjala- meðferö 900 milj. kr. eða alls 2,6 miljaröar Auk þess er tollkritin talin fela I sér möguleika á al- mennri hagræöingu, sem skili sér smátt og smátt og þvi llklegt, aö heildarsparnaðurinn veröi ekki undir 3 miljöröum kr. á ári. Verulegur hluti þessarar upp- hæðar kæmi neytendum beint til góöa, þar sem niöur falla kostn- aöarliöir, sem reiknast inn I vöru- veröið, þjónusta eykst, vöruflutn- ingur verður jafnari og birgðir flytjast úr geymslum skipafélaga yfir til innflytjenda. Spyrja má: Raska svona aö- geröir engu hjá rikissjóði? .For- mælendur tollkritar telja að þau áhrif muni reynast óveruleg þar sem framkvæmdin tæki alllangan tima. Helstu rök fyrir því að taka upp tollkrit telja formælendur hennar vera þessi: 1. Hún rnundi flýta fyrir tollaf- greiðslu bæði hjá innflytjendum og tollheimtumönnum, sem þýðir minni bið og minna vinnutap. Framhald á bls. 13 Sinfónían í kvöld: Haffiði Hallgríms- son einleikari Hafliði Hallgrlmsson er einleikari kvöldsins á tónleik- um Sinfóniuhljómsveitarinnar I Háskólabiói I kvöld og leikur sellókonsert Haydns I C-dúr. önnur verk á efnisskrá tónleikanna eru Sorgartónlist eftir Hindemith og Petroushka eftir Stravinský. Stjórnandi er Guido Ajmone-Marsan hljómsveitarstjóri frá Italiu. Tónlistarferill Hafliða Hallgrimssonar sellóleikara er orðinn fjölbreyttur, hann hefur leikið sem einleikari, I kammersveitum, með sinfóniusveitum, kennt og gert upptökur fyrir hljómplötur, t Háskólabiói I kvöld: Hafliði Hallgrimsson sellóleikari. útvarps- og sjónvarpsstöövar. Ennfremur hefur hann I seinni tið lagt stund á tónsmiðar og m.a. skrifað verk sérstaklega fyrir Robert Aitken flautu- leikara og söngkonuna Jane Manning. Arið 1976 vann hann fyrstu verðlaun i alþjóðlegri keppni tónskálda sem kennd er við Viotti og haldin á ítaliu, — vh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.