Þjóðviljinn - 08.05.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 08.05.1980, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. mai 1980 ■ • ar+ "vr a a vaKiti Æk m ■ ■ . Fjölmenni var við opnun sýningarinnar á málverkum Glsla Jönssonar. (Ljósm. — gel) Sýning á verkum Gísla Jónssonar Fyrsta opinbera sýning- in í nýju húsnæði Lista- safns alþýðu að Grensás- vegi 16 var opnuð 1. maí og Iýkur25. maí. Þetta er sýn- ing á málverkum Gísla Jónssonar frá Búrfells- koti, en síðast var haldin sýning á verkum Gísla árið 1943, ári áður en hann lést. A sýningunni eru 78 málverk og hafa fjölmargir eigendur þeirra lánað safninu þau til sýningar. Gisli Jónsson var óskólaður al- þýðumálari, naut aðeins nokk- urrar tilsagnar á Akureyri hjá Einari Jónssyni málara frá Fossi i Mýrdal. Gisli bjó i Hafnarfirði, en siðar á Skansinum á Bessa- staðanesi og i Reykjavik með seinni konu sinni Björgu Böðvars- dóttur. Björn Th. Björnsson listfræð- ingur segir meðal annars um Gísla i sýningarskrá: „Fáir Is- lendingar það ég veit, hafa kjörið sjálfum sér erfiðari braut fátæktar og umkomuleysis, til þess að geta þjónað ástriðu sinni til listar. 1 þeirri sögu er hins- vegar enginn frægöartindur, og eina sólin sem þar skin er sú sem hann bjó sjálfur til I myndum sin- um. Hann er sigilt dæmi um mann sem finnst lifið þvi aðeins Gisli Jónsson frá Búrfellskoti (1878-1944). einhvers viröi, að það veiti honum andlega fullnægju á því sviði sem hugur hans stendur til, og að engin fátækt geti verið verri en afneitun þess”. — eös 60 ÁRA AFMÆLI GERMANÍU: Klee og Kandinsky Grafíkmyndir þýskra expressionista sýndar á Kjarvalsstöðum 10.-18. maí Paul Klee. Myndin er tekin I Berlln nokkrum árum fyrir dauða hans. 60 ára afmælishátíð Germaníu verður haldin á Kjarvalsstöðum 10. maí og jafnframt verður opnuð þar sýning á grafík-mynd- um þæyskra expressíonísta, og stendur hún til 18. maí. Hátíðardagskráin hefst kl. 14 á laugardag með ávarpi formanns Germaníu en síðan flytur Þórir Einarsson prófessor ræðu. Þá verður flutt kveðja frá Þyskalandi og Coletta Burling, sendi- kennari kynnir grafík-sýn- inguna. Sendiherra V- Þjóðverja Raimund Hergt opnar sýninguna. Reykja- víkur Ensemble leikur verk eftir Schumann og Jón Ásgeirsson. Að grafiksýningunni standa Germanía og þýska bókasafniö og er sýningin komin frá Institut ftlr Auslandsbeziehungen I Stuttgart. A sýningunni eru margar frægar grafikmyndir meistara expressionismans, m.a. myndir eftir Klee, Kandinsky, Grosz, Heckel og Nolde. Trérista eftir Wassily Kandinsky frá 1922, Litlir heimar VIII (Kleine Welten VIII). Guömundur Jónsson óperusöngvari sextugur Guðmundur Jónsson, óperusöngvari og fram- kvæmdastjóri Ríkisút- varpsins verður 60 ára laugardaginn 10. maí n.k. Af því tilefni efna nokkrir vinir hans og velunnarar til tónleika í Þjóðleikhúsinu á afmælisdegi hans. Tón- leikarnir hef jast kl. 14,30. Dagskráin verður mjög ‘ fjölbreytt. Um 10 helstu einsöngvarar landsins koma þarna fram, auk tveggja þekktra kóra og undirleikara. Nær 100 söngvarar og undir- leikarar taka þátt í tón- leikunum og flytja nær 20 atriði, þará meðal aríur og dúetta úr þekktum óperum, íslensk lög og kór- lög o.fl. Afmæl í Þjóðl Meðal einsöngvaranna eru Magnús Jónsson, Þurlður Páls- dóttir, Kristinn Hallsson, Jón Sigurbjörnsson, Sigurður Björns- son, Sieglinde Kahman, Svala Nielsen, Sigurveig Hjaltested og Elin Sigurvinsdóttir, auk Guð- mundar sjálfs. Aögöngumiðar eru afgreiddir i Þjóöleikhúsinu, hjá Astvaldi Magnússyni, formanni Karlakórs Reykjavikur og Söngskólanum i Reykjavik. Guðmundur Jónsson er fæddur i Reykjavik 10. mal 1920. For- eldrar hans voru Halldóra Guö- mundsdóttir og Jón Þorvarðar- son, kaupmaður. Guðmundur út- skrifaðist úr Verslunarskóla ls- lands árið 1937. A yngri árum vann hann við verslunarstörf. Guðmundur er Vesturbæingur i húð og hár. Hann hefur frá barn- æsku veriö mikill aödáandi KR og fylgist enn af áhuga meö starf- semi félagsins. Guðmundur fór aö syngja ungur aö árum. Hann stundaöi söngnám hjá Pétri Jónssyni óperusöngvara 1941-1943. Sigldi til Ameriku á strfðsárunum og var við söngnám I Los Angeles árin 1943-1946. Aöalkennari hans var Lazar Samoiloff. Þá stundaði hann nám við Musikaliska Aka- demien I Stokkhólmi 1947-1949 og i Vlnarborg 1959-1960. Aöalkennari hans I Vln var prófessor Stein- bruck. Guðmundur kom fyrst fram i kórverkinu „Arstlðirnar” eftir Haydn meö söngfélaginu „Hörpu” 1943. Hann söng titil- hlutverkiö i óperunni „Rigoletto” eftir Verdi I Þjóðleikhúsinu, er frumsýnt var 3. júni 1951. Var það fyrsta óperan, sem leikhúsið sýndi. Þar vann Guömundur mikinn sigur, sem lengi verður I minnum haföur. Siðan hefur hann sungið I fjölmörgum óperum og óperettum hjá Þjóöleikhúsinu. Þá söng hann einnig „Rigoletto” á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.