Þjóðviljinn - 08.05.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 08.05.1980, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 8. mai 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 AfmælisbarniO f essinu sfnu. listónleikar leikhúsinu Konunglega leikhúsinu i Kaup- mannahöfn 1953. Frá 1950 hefur hann komiö fram sem einsöngvari meö Sin- fóniuhljómsveit Islands og meö söngsveitinni Filharmóniu o.fl. i mörgum stórverkum, svo sem 9. sinfóniu Beethovens, Sköpuninni eftir Haydn, Stabat Mater eftir Szymano.wsky, Requiem eftir Brahms o.fl. Guömundur söng á tónleikum I Palais Schwarzen- berg I Vin 1960 og var einnig ein- söngvari meö Karlakór Reykja- vikur i áratugi. Hefur hann fariö I margar söngferöir meö kórnum til annara landa. Hann er nú heiöursfélagi kórsins. . Fjölmargar hljómplötur hafa veriö gefnar út meö söng Guö- mundar á sl. 30 árum. Guömundur hóf störf hjá Rikis- útvarpinu 1954 og starfar þar enn. Framkvæmdastjóri þess hefur hann veriö frá 1966. Hann er kvæntur bóru Haraldsdóttur og eiga þau þrjú börn. Guömundur Jónsson hefur veriö einn af fremstu og ást- sælustu söngvurum okkar um hartnær 40 ára skeiö. Veidur þvi ekki aöeins frábær rödd,heldur og maöurinn sjálfur, eins og hann leggur sig. Þaö er þvi ánægjulegt ekki einasta fyrir hann sjálfan heldur einnig fyrir hina fjölmörgu vini hans og velunnara, aö fé- lagar hans I listinni skuli ætla aö minnast sextugsafmælis hans meö svo veröugum hætti sem fyrirhugaö er. Þess er og vert aö geta, aö þjóöleikhússtjóri býöur Þjóöleikhúsiö fyrir afmælistón- leikana. Þaö veröur áreiöanlega þröngt á þingi i þvi húsi á laugar- daginn. — mhg Klemens Jónsson leiklistarstjóri og Kristinn Hallsson óperu- söngvari sjá um undirbúning afmæiistónieikanna. — Mynd: — eik á dagskrá Halldór Pjetursson: Það þarf ekki annað en íslenskan œrsmala, sem hugsar og les, til að sjá sannleikann um skyldleika okkar við Norðmenn í réttu Ijósi Jan Mayen-deilan angi af stærra máli Meining mfn er ekki sú, aö ræöa þessa deilu, til þess hef ég enga hentugleika. Aftur á móti skora ég á islenska alþýöu aö vera nó einu sinni samtaka og kreppa ekki hnefana i vösum, aö krata siö. An nokkurrar þykkju til norsku þjóöarinnar höfum viö fátt gott þaöan þegiö. Þvi réöu auövitaö höföingjarnir og oliu- furstarnir rata slóöina. Þaö voru norsku konungarnir, sem ollu hörmungum Sturlunga- aldarinnar, siguöu höföingjunum saman svo flest okkar mannval varleitttilhöggs. Og eins og fyrri daginn var kristnin I broddi fylk- ingar, meö ,,skaöa”-Arna, sem dr. Helgi Péturss nefnir svo, af sinni alkunnu snilld. Siöan reis hver bylgjan annarri brattari og hörmungaaldirnar fylgdu I kjöl- fariö þar til viö lentum i eins- konar skransölu undir Dana- konung. Sú saga er ljót, þó held ég að hún hafi útilokað að þjóðin yrði aldauöa. Auövitaö fláöu þeir okkur inn úr skyrtunni en höföu aldrei mannskap til aö rétta okkur náöarhöggiö. Heföi hór- dómurinn viö Noreg haldiö áfram mundi hér engin Islensk þjóö vera til staöar og Jan Mayen máliö úr sögunni. Þaö merkilega er, aö viö höfum alltaf legiö hundflatir fyrir Norö- mönnum, hvernig sem þeir hafa sparkaö I okkur og aldrei lagt okkur liösyröi. Þeir reyttu af okkur fiskinn, allt upp aö bæjar- dyrum og aldrei réttu þeir okkur hönd I öllu okkar þorskastríöi, sem viö háöum viö mestu mann- kúgara þessa hnattar, og smiös- höggiö létu þeir riöa þegar þeir komu inn á okkur herstööinni, til aö óvingast ekki viö Rússa. Þótt mér lfki nú ekki allt hjá þeirri þjóö býst ég ekki viö aö Norö- menn teymi þá á eyrunum. Þrátt fyrir þetta eru Islendingar alltaf aö flaöra upp um Norömenn og telja tilfrændsemi við þá, enda er til islenskt máltæki, sem segir: „Þangaö sækir klárinn, sem hann er kvaldastur”. Gamall vinur minn á Austurlandi sagöi oft: „Þótt min bein kólni”. Og ég tek þetta upp og segi „þótt min bein kólni” mun þaö siöar leitt I ljós, aö viö erum sáralitið skyldir Norömönnum. Mig skiptir þaö engu þótt sagnfræöingar og aðrir hakki þar hugvillur hver úr öörum. Þótt ég hylli Sigurö Nor- dal jafnt lifandi sem dauöan, þoröi enginn sagnfræöingur aö ryöja nýjar brautir meöan hann var á llfi, utan dr. Baröi Guömundsson, enda langt á undan sinum tima. Eins og veraldarsagan tjáir svo vel fá slikir menn litla áheyrn I lifenda lifi. Þeir, sem lægra hugsa, hafa alltaf sannleikann I greip sinni, en alltaf smýgur hann þeim úr greipum og svo mun enn veröa. Þaö þarf ekki annaö en islenskan ærsmala, sem hugsar og les, til aö sjá sannleikann um skyldleika okkar viö Norömenn i réttu ljósi. Þvi mun ekki veröa mótmælt, aö þegar þjóöflokkur flytur úr einum staö I annan ber hann meö áér siöi, venjur og þaö markverð- asta, sem hann veit. Þegar at- hugaö er hvaö viö vitum um svo- kallaöa Norðmenn á landnámsöld okkar, þá kemur ekkert heim og saman. Hér skulu aöeins nefnd nokkur dæmi: Hestakyn okkar finnst ekki fyrr en austur I Asiu. Fjárkyn okkar er svo ólikt norsku fé sem veriö getur og vart er þar um stökk- breytingu aö ræöa. Likbrennsla var I Noregi, hennar varö ekki vart hjá okkur I fornöld. Goðar eða goðorð voru óþekkt i Noregi. Um nautgripi veit ég ekki. Ekki einu sinni liking með norska hundinum og þeim islenska. Allt þetta veit hver smástrákur á tslandi, þótt sagnfræðingar neiti öllu sllku. Islendingar eru að mestu af öörum stofni en norskum, bæöi írum og allskonar stofnum, sem þá fluttu austan úr heimi. Þá sögu segja rúnasteinar alla leiö frá Svartahafi til Svíþjóðar, Dan- merkur og austurstrandar Noregs. Þykirekki mörgum kyn- legt, aö Noregur tæmdist af skáldum meö landnámi Islands? Jú, sagnfræðingar hafa bent á hálfa visu eftir Harald konung Sigurðarson og mig minnir aöra hálfa eftir hinn helga Olaf. Einnig Eyvind skáldaspilli og Þjóöólf úr Hvini. Séra Björn O. Björnsson, gáfaöur maöur og rýninn, sagöi mér aö hann heföi grafiö þaö upp, aö þeir heföu veriö af þeim stofni, sem dr. Baröi tilnefnir á austur- strönd Noregs, svonefndir Her- ólar. Þar þekktust goöar en konung vildu þeir ekki hafa. Höföu þó einn um tima og likaöi hann ekki illa en drápu hann bara vegna nafnsins. Herólar þessir voru sagna- og söguþjóö, iökuöu söng og kvæöalestur. Þeir höföu verið á mála hjá Rómverjum og vlöar og hröktust svo alla leiö til Sviþjóöar, Danmerkur og Austur- Noregs, aö hyggju dr. Baröa, og héldust þar lltt blandaöir kannski um 200 ára skeiö. Margir aðrir þjóöflokkar voru þá á ferli. Æsir, sem settust aö I Sviþjóö.og aörir flokkar komu til Danmerkur austan úr heimi. Þeir fáu land- námsmenn okkar, sem ein- hverjar sagnir eru um, telja ættir sinar I austur. Trúlegt er, aö Haraldur hárfagri hafi ekki verið Norömaöur. Hvort hinir vitru menn hafa enn fundiö fööur aö Ingólfi, sem á aö hafa numið Reykjavik, eöa nokkur önnur skil á honum, veit ég ekki. Ekki ósennilegt aö ísraelsmenn hafi verið I þessum flökkuhópum. Enginn trúir, aö svo harösnúinn þjóöflokkur hafi dáiö út. Þaö er sýnilegt aö lokaorrusta Haralds konungs stóö aö mestu viö þennan þjóöflokk á austur- ströndinni. Þaöan eru runnar þjóösagnir um aö Haraldur hafi tekiö af öll óöul I Noregi, sem ekki mun eiga sér neina stoö, en á allri austurströndinni, þar sem mót- staöan var mest, mun hann hafa gert þetta. Heföi hann afnumiö allan óöalsrétt heföi hann aldrei kembt af sér alla lús. Eftir orrustuna I Hafursfirði hreinsaöi Haraldur til I eyja- klösunum og þaö fólk flúöi til Islands. Menningu munum viö hafa hlotiö frá trum en ekki hin fornu kvæöi, þeir voru kristnir og lögöu ekki eyra viö sliku. Okkar fornu kvæöi eru þvi úr öðrum stööum en frá norsku þjóöinni. Noregur var á þeim tima menningarlaust land. Norömenn viröast ekkert. hafa átt, sem tengdi þá saman sem þjóð. Þaö voru tslendingar, sem gáfu þeim þá sögu sem til er frá þeim tima og þaö hafa þeir aldrei getaö fyrirgefiö okkur. Til eru sögur, sem eru kannski ekki aö öllu leyti þjóðsögur: Bjargi einhver lifi manns, sem kominn er aö hálfu yfir I aöra tilveru, fyllist hann hatri til þessa lifgjafa slns og vill helst ráöa hann af dögum. Þaö er þetta, sem kemur fram hjá Norð- mönnum. Eftir aö hafa sprengt þjóöllf okkar meö flugumönnum sinum, vildu þeir eigna sér okkar mestu menn, undir oldnordiskri lygaformúlu, sem liföi fram á daga hriflumanna og andar kannski enn. Þeir hjuggu snillinginn Snorra Sturluson, sem þá sat I hásæti menningar miöalda. Islendingar fylgdu eftir og vörnuöu þvl, aö af honum kæmi sönn saga, brugöu honum aöeins um fégræögi og hugleysi, sem hvort tveggja var lýgi. Sjálfsagt var Snorri ekki gallalaus, sllkt hendir ekkert mikilmenni enn I dag. En hann var fráhverfur manndrápum og níöingsverkum. Hann skildi hvaö var aö komast á vald óvina sinna, þaö var hans hugleysi, en hug- rekki hans leyndi sér ekki þegar hann fór til tslands I banni, þegar þvi reið mest á, og tók dauöa- dóminn meö sér. „Út vil ek”. Þegar b’óörakkinn Gissur reiö til Reykholts meö sin morödýr, vildi Snorri tala viö Gissur en kraup ei á kné. Oröin, „eigi skal höggva”, lýsa aöeins viti og hugrekki. Hann mun hafa taliö sig eiga hásæti á Islandi, en sllkt gat ekki gerst án fjármuna. Þar I mun hafa legiðhans fégimi. Hann gaf okkur nýja stjórnarskrá, ræðu Einars Þveræings, fyrir utan bókmenntimar, sem við munum lifa á þar til menningunni tekst aö sprengja þetta hnattkríli I agnir. Hann galt þess eins og önnur mikilmenni aö vera á undan sam- tiö sinni en þögn samtiöarmanna og slúðursögum mun ekki takast aö grafa nafn hans, þaö ris hærra meö hverri öld og afhjúpar ódáðamennina. Allt þetta skal nú i huga haft. Stöndum i órfjúfandi fylkingu. Skrifum ekki undir neinar oblátu- ölmusur. Látum slag standa þvi betra er aö' falla meö fánann I hendi en lifa á hnjánum. Mln spá er sú, aö þótt viö töpum þessari deilu munum viö alltaf standa Norömönnum ofar á þeim sviöum, sem manninn varöar mest. Og skiptir þá kannski ekki öllu máli þótt við eignumst aldrei neinn oliupall. Halldór P jetursson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.