Þjóðviljinn - 08.05.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.05.1980, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. mai 1980 Auglýsing Starfslaun handa listamönnum árið 1980 Hérmeöeruauglýst til umsóknar starfslaun til handa ís- lenskum listamönnum áriö 1980. Umsóknir sendist út- hlutunarnefnd starfslauna, menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, fyrir 5. júní n.k.. Umsóknir skulu auö- kenndar: Starfsiaun listamanna. 1 umsókn skulu eftirfarandi atriði tilgreind: 1. Nafn, heimilisfang, fæöingardagur og ár, ásamt nafn- númeri. 2. Upplýsingar um náms- og starfsferil. 3. Greinargerö um verkefni, sem liggur umsókn til grund- vallar. 4. Sótt skal um starfslaun til ákveöins tima. Veröa þau veitt til þriggja mánaöa hiö skemmsta, en eins árs hiö lengsta, og nema sem næst byrjunarlaunum mennta- skólakennara. 5. Umsækjandi skal tilgreina tekjur sinar áriö 1979. 6. Skilyröi fyrir starfsiaunum er, að umsækjandi sé ekki i föstu starfi, meöan hann nýtur starfslauna, enda til þess ætlast, aö hann helgi sig óskiptur verkefni sinu. 7. Aö loknu verkefni skal gerö grein fyrir árangri starfs- launanna. Tekiö skal fram, aö umsóknir um starfslaun áriö 1979 gilda ekki 1 ár. Reykjavik, 5. mai 1980. Othiutun starfslauna. Keflavíkurbær óskar eftir að ráða starfskraft við tölvu- umsjón nú þegar. Æskilegt að viðkomandi hafi stúdentspróf eða hliðstæða menntun. Laun skv. kjarasamningum STKB. Umsóknir hafi borist fyrir 20. mai. Nánari upplýsingar hjá bæjarritara i Keflavik, simi 92-1555. Prófessor Carl-Erík Thors frá Helsingforsháskóla heldur fyrirlestur i Norræna húsinu fimmtudaginn 8. mai ki. 20.30 og nefnir fyrirlestur sinn: „Svenskan i Finland. Dess varianter och stállning i samhállet.” Verið velkomin NORRÆNA HUSIÐ Yfirkjörstjóm Reykjavíkur mun koma saman til fundar að Austur- stræti 16, 5. hæð, þriðjudaginn 20. mai 1980, kí. 16.00, og gefa út vottorð um fjölda meðmælenda forsetaefna á kjörskrá i Reykjavik. Forsetaefnum, sem óska eftir yfirlýsingu frá Yfirkjörstjórn Reykjavikur um fjölda meðmælenda á kjörskrá, er bent á að af- henda oddvita yfirkjörstjórnar, Jóni G. Tómassyni, borgarlögmanni, Austur- stræti 16, meðmælendaskrár sem fyrst. 6. mai 1980. Yfirkjörstjórn Reykjavikur, JónG. Tómasson. Sigurður Baldursson. Jón A. ólafsson. Hjörtur Torfason. Hrafn Bragason. Húsráðendur athugið! Höfum á skrá fjölda fólks sem vantar þak yfir höfuðið. Leigjendasamtökin Bókhlöðustig 7 Opið: Kl. 15-18 alla virka daga, simi: 27609 Siglaugur Brynleifsson skrifar um bœkur Gráskinna Syrpa úr handritum Gisla Konráðssonar 1: Þjóðsögur. Torfi Jónsson sá um útgáfuna. Skuggsjá 1979. Skúli Sivertsen i Hrappsey kall- aði handritið, sem bók þessi er unnin úr, Gráskinnu og notar Olafur Daviðsson það nafn, þegar hann getur heimilda að sögum, sem hann skrifaði upp úr þessari syrpu Gisla Konráðssonar og sið- ar voru prentaðar i þjóðsagna- söfnum hans. Gráskinna er smábrot alls þess sem Gisli Konráðsson skrifaði upp eða setti saman, en þar er aö finna talsvert af þeim þjóðsögum sem aðrir hafa notað i þjóðsagna- söfn auk þess sem fjölda annarra þjóðsagna er að finna i öðrum rit- um Gisla. Eins og kunnugt er skrifaði Gisli margvislegan fróð- leik eftir samtiðarmönnum og þessar beinu uppskriftir þjóð- sagna og þátta gefa þeim einstakt gildi eins og Ólafur Daviðsson segir: „Hefir aðferð hans orðið til þess, að hann hefir bjargað frá- sögnum um ótal marga viöburði og fjölda manna, sem annars hefðu liðið undir lok með körlum þeim og kerlingum, sem kunnu frá þeim að segja, að ég ekki minnist á hina afarmiklu þýð- ingu, sem rit Gisla hafa fyrir islenska siðsögu og þjóðtrúar- fræði, einmitt af þvi að hann fór eftir munnmælum. Að öllu saman- lögðu minna rit Gisla mjög mikið á hið fræga sagnarit Heródóts.” A fyrri hluta og um og uppúr miðri siðastliðinni öld, var ekki auðvelt að afla sér prentaðra heimilda varðandi atburði og ætt- fræöi, handrit voru viða, en mis- jöfn og merkustu handritasöfnin litt skipulögö. Það varð ekki fyrr en með starfi og fyrir hvatningu Jóns Sigurðssonar að blað var brotið i heimildaútgáfu að Islandssögu. Fram að þeim tima höfðu einkasöfn hér heima, Biskupsskjalasafnið og Arnasafn i Kaupmannahöfn verið fræði- mönnum litt unnar námur. Um samtimasögu þurfti að seilast viða eftir skriflegum heimildum. Þvi hlaut Gisli að bregða á það ráð, að nálgast þá einstaklinga sem mundu atburði og fólk fyrri tima og þá sem lifðu sjálfir at- burði samtimans, eða höfðu um þá góðar munnlegar heimildir frá þátttakendum. Gisli studdist við beinar munnlegar heimildir að mestu leyti i samantektum sin- um, þar sem eldri skrifaðar heimildir iágu á lausu nýtti hann þær og jók oft með munnlegum. Meðal rita Gisla, sem gefin hafa verið út, er Strandamanna- saga, sem sr. Jón Guðnason sá um útgáfu á, með miklum ágæt- um. Framan við söguna skrifar hann ritgerð um höfundinn, af næmum skilningi sagnfræðilegu næmi, þar segir hann m.a.: „Aðalatriðið er það, að i ritum Gisla á þjóð vor nú og komandi kynslóðir nær ótæmandi upp- sprettu fróðleiks og skemmtiefn- is, auk þess sem kynning af ritum hans mun jafnan efla þann þjóð- lega anda, sem varðveitt hefur samhengi i menningu þjóðar vorrar frá öndverðu fram á vora daga.” Sú sagnaauðlegð sem liggur 'eftir Gisla er stórmikil að vöxt- um, og er furðulegt „að einn mað- ur fengi sliku afkastað”. Og það þýðingarmesta er, að þarna er að finna uppspretturnar að mörgum sögnum, bæði þjóðsögum og þáttum um menn og málefni. Stærri rit hans, óútgefin, eru stundum eina heimildin um at- burði ög örlög manna og kvenna sem fyrrum lifðu i landinu. Það er mikið þarfaverk að gefa út ritverk Gisla Konráðssonar og er vonandi að framhald verði á útgáfu þessarar Syrpú úr hand- ritum Gisla Konráðssonar. Þetta bindi er merkt I. Þjóðsögur. Ot- gefandinn fylgir að mestu leyti niðurröðun efnisins eins og það liggur fyrir i handriti, færir þó saman sagnir um einstaka menn og atburði. Þetta eru þjóðsögur og þvi er ekki þörf á nánari at- hugagreinum varðandi þær persónur sem snerta atburðarás hinna ýmsu sagna, þjóðsögur eiga að lesast sem þjóðsögur, en ekki sem einhvers konar hálf- gildings sagnfræði. Ýmsar sög- urnar eru um atburði, sem gerð- ust á timum höfundar, en þær frá- sagnir hafa á sér farand- eða Siglaugur Brynleifsson þjóðsögublæ og ber að lesa sem slikar. Útgáfa Torfa Jónssonar er for- dildarlaus, vel unnin og trú frum- ritinu, formálinn ber með sér ræktarsemi og mat útgefanda á þvi verki sem hann hefur tekið að sér. Kvenfélaga- sambandið 50 ára A þessu ári eru iiðin 50 ár frá stofnun Kvenfélagasambands Is- lands. Afmælish&tlð var haldin 19. apríl sl. að Hótel Loftleiðum. Formaður K.I., Maria Pét- ursdóttir, setti hátiðina með ræðu. Sigriður Thorlacius fyrrv. formaður minntist frumherjanna og Þorbjörn Broddason flutti er- indi um atvinnu- og fjölskyldulif- ið. Liney Jóhannesdóttir ias kafla úr óprentaðri sögu eftir sig og Selma Kaldalóns lék á pianó und- ir fjöldasöng. Fyrrverandi formenn, Rann- veig Þorsteinsdóttir, Helga Magnúsdóttir á Blikastöðum og Sigriður Thorlacius, voru gerðir að heiðursfélögum. Ennfremur fengu Eisa E. Guðjónsson, Ólöf Benediktsdóttir, Kristjana Steingrimsdóttir og Sigriður Briem Thorsteinsson viðurkenn- ingu fyrir margra ára starf fyrir K.I.. .-i.. Síðustu forvöð aö sjá Sumargesti Tvær sýningar eftir Nú er slðasta tækifæri að sjá rómaða sýningu Þjóðleikhússins á Sumargestum eftir Maxim Gorki i leikstjórn Stefáns Baldurssonar og leikmynd Þór- unnar Sigríðar Þorgrlmsdóttur. Aðeins eru tvær sýningar eftir, föstudaginn 9. mal og á uppstign- ingardag fimmtudaginn 15. mai. Leikritið, sem frumsýnt var i febrúarmánuði, hlaut frábæra dóma gagnrýnenda, sem sögðu m.a. að sýningin væri i heild „listrænt afrek”, „andleg upp- lyfting” og „fagurfræðileg full- næging”. Sumargestir fjallar um firrt menntafólk, sem gleymt hef- ur uppruna sinum og glatað hæfi- leikanum til að finna til meö öðr- um. Þó svo verkiö sé frá fyrstu árum þessarar aldar þá könn- umst við mætavel við mann- geröirnar og samskipti þau og til- finningar sem leikritiö lýsir. Með hlutverk i Sumargestum fara Erlingur Gislason, Guörún Gisladóttir, Þórunn Sigurðar- dóttir, Siguröur Sigurjónsson, Helgi Skúlason, Anna Kristin Arngrimsdóttir, Gunnar Eyjólfs- son, Kristbjörg Kjeld, Þorsteinn Gunnarsson, Arnar Jónsson, Briet Héöinsdóttir, Róbert Arn- finnsson, Sigurður Skúlason, Baldvin Halldórsson, Jón S. Gunnarsson og Guðrún Þ. Stephensen.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.