Þjóðviljinn - 08.05.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 08.05.1980, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 8. mai 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Síðasta kvöldið í maí „Síðasta kvöldið i mal” heitir fimmtudagsleikrit útvarpsins að þessu sinni og er eftir Elvi Sinervo. Þýðinguna gerði Ást- hildur Egilson, en leikstjóri er Helga Bachmann. Magnús Pétursson samdi tónlist, sem Ólafur Haukur leikur á gitar. Meö hlutverkin fara Bryndis Pétursdóttir, Edda Þórarins- dóttir, Hanna Maria Karls- dóttir, Þorsteinn Gunnarsson og Jón Sigurbjörnsson. Flutn- ingar leiksins tekur rúma klukkustund. Tæknimaöur: Sigurður Hallgrimsson. Frú Aalto býr meö tveimur dætrum sinum. Sú yngri, Helvi, er nýorðin stúdent og ætlar út að skemmta sér „siö- asta kvöldi I mai” meö vini sinum. A skemmtistaöinn koma lika eldri systirin, móðirin og Lahtinen bilstjóri sem leigir hjá þeim mæðgum. Hann hefur undir niöri verið hrifinn af Helvi og bíður eftir henni I Ibúðinni um nóttina. Helga Bachmann leikstýrir fimmtudagsleikritinu. útvarp kl. 21.05 staöráöinn I aö tjá henni ást sina. Elvi Sinervo er finnsk skáld- kona, sem hefur skrifað nokkur útvarpsleikrit. Ekkert hefur áður verið flutt eftir hana I islenska útvarpinu. Víða farið Ástriöur Eggertsdóttir útvarp kl. 20.00 t kvöld ræðir Ásdis Skúla- dóttir við Astrföi Eggerts- dóttur, og er þetta fyrri hluti viðtalsins, en siðari hlutinn verður sendur út seinna. — Astriður Eggertsdóttir fæddist að Narfastaöaseli i Reykjadal I Þingeyjarsýslu skömmu fyrir aldamótin, — sagði Asdis. — Hún var tviburi og foreldrar hennar fátækir, sem m.a. má marka af bréfi sem móðir hennar skrifaöi, þar sem segir: „Ég hef eignast tvær dætur á kýr- lausum bæ.” Átján mánaöa gömul var Astriður sett I fóstur. Hún læröi öll þau störf sem stúlkum voru kennd I þá daga, en hugurinn stóð til mennta og henni sveið það sárt að fá ekki sömu tækifæri og strákarnir til að læra eitthvað bóklegt. Tvltug stóö hún upp frá þvottabalanum og fór til Ameriku, og fyrr en varði var hún orðin forstöðukona prjónastofu I Seattle. Þar var hún i nokkur ár, en kom svo heim og giftist Þórarni Vík- ingi. Þau fluttu til Bandarikj- anna og bjuggu þar i ein tuttugu ár, eignuðust 5 syni. Um 1940 komu þau heim og gerðust vitaveröir á Vattar- nesi við Reyðarfjörð, og fyrri hluta viðtalsins lýkur þar. —ih Haustsaga á vori Liney Jóhannesdóttir • Útvarp kl. 9.05 I dag og á morgun veröur lesin I Morgunstund barnanna sagan „Reksturinn” eftir Lln- eyju Jóhannesdóttur. Sigriður Eyþórsdóttir les. — Ég er nú svolitið leiö yfir þvi að þessi saga skuli vera flutt núna, — sagöi Llney i stuttu samtali við Þjóðvilj- ann, — vegna þess að þetta er ekta haustsaga, eins og nafnið bendir til. Mér finnst óþarfi að minna á haustið of snemma, þaö kemur alveg nógu fljótt. Enhvaöumþað, Reksturinn er saga sem ég skrifaði 1961, ef ég man rétt. Hún er þvi nokkuð komin til ára sinna, en ég held það komi ekki að sök. Þetta er löng smásaga og segir frá systkinum sem send eru I rekstur. Þau eru myrk- fælin og imynda sér allt mögu- legt, drauga og hvaðeina. Annars fjallar sagan um ýms- ar tilfinningar sem börn þekkja vel, ekki síður núna en þegar sagan var skrifuö: kær- leikann, öfundina, afbrýði- semina, osfrv. Liney Jóhannesdóttir hefur samiö mörg barnaleikrit og smásögur fyrir börn. — ih Hringið í síma 8-13-33 kl. 9-5 alla virka< daga eða skrifið Þjóðviljanum Lítið letters-bréf Heill og sæll, Arni Bergmann! Það er kristilegt og vestrænt að gera peninga að feimnismáli. Mér datt þetta I hug þegar ég las sunnudagspistilinn þinn um leiðindaskjalið mikla. Þú minnist þarna á viðtal sem Morgunblaðið átti við mig, i blaðinu 29. fyrra mánaðar. Ég vék þar I lokin aö hinum af- skiptu ungu rithöfundum sem eru vinstra megin við „Alla- ballann” eins og þú kallar þetta á einum stað. En ég geröi aö umtalsefni aðra sérkennilega hlið þessa máls, semsé þá, að fjórir þeirra fimm höfunda sem fengu mest I fyrra eru meðal þeirra sem fá næstmest I ár. Mig langar nú aö koma þessu aö I Þjóðviljanum, af þessum ástæðum, og lika vegna þess að þeir sem úthlutun ráða hafa veriö að láta þaö leggja I eyru fólks aö þeir hafi verið aö leiö- rétta eitthvað aftur i timann. Þú ferð i nafnaleiki, og þá er best að láta sig hafa það að nefna þessa fjóra rithöfunda og launþega. Þeir eru Thor Vilhjálmsson, Þorgeir Þor- geirsson, Pétur Gunnarsson og Nina Björk, hver um sig með hæstu laun, 15 mánuöi á tveimur árum, hjá stjórninni sem nú var að úthluta i annaö sinn. Sam- kvæmt yfirliti rithöfundasam- bandsins um úthlutanir launa- sjóðs 1976—’80 standa þau nú uppi meö mánaöalaun sem hér segir: Thor Vilhjálmsson 31 mánuður, Þorgeir Þorgeirsson 25, Pétur Gunnarsson 25 og Nina Björk 26. Þarna eru þau fjögur meðal sjö efstu manna þegar á heildina er litið. Svona er nú farið að þvi aö leiörétta aftur i timann. — En biðum viö, það er eitthvað meir: I fórum minum finn ég þá bók sem „Rang- skinna” heitir. Það hef ég fyrir satt að sú bók verði nú aukin og lögð fram I bókmenntasam- keppni Norðurlandaráös. I þeirri bók er fjallað um úthlutun viðbótarritlauna árin áður en margnefndur launasjóður komst formlega á laggirnar, 1973, ’74 og ’75. Höfundur bókar- innar er með einhverjar bekk- ingar og talar um stórskáld og góðskáld og smáskáld og hefur þau orö innan gæsalappa. Nú er skemmst frá að segja að þarna eru i fyrsta flokki fimm menn sem hlutu viðbótarritlaun öll þrjú árin og er Thor Vilhjálms- son þar á meöal. I öörum flokki meö viðbótarritlaun i tvö ár er Þorgeir Þorgeirsson. — Ég get þess svona i leiðinni aö Ólafur Haukur Simonarson, einn þeirra sjö höfunda sem hæst standa eftir aö launasjóður varð formlegur (26 mán., þar af 15 hjá núverandi stjórn), hann er þarna með viðbótarritlaun I tvö ár, og Vésteinn Lúðvlksson, sjötti nefndur af sjö hæst- launuðum, maöur meö 27 mán- aða laun úr hinum formlega sjóði, hann var meö viöbótarrit- laun árin þrjú. Nú leyfi ég mér að gera þér upp orð, og þú segir: En þetta eru atvinnuhöfundar! Og ég svara: Tja, það er nú það. Að verða atvinnuhöfundur, er það ekki meöal annars, spurning um tækifæri? En hvað um leiðréttingu aftur i tlmann? Er þaö rugl?Likiega ekki að öllu leyti. NIu mánaða veitingin til Jakobinu Siguröar- dóttur getur vel veriö leiörétting aftur i timann. En mikiö væri gaman aö fá slika leiðréttingu án þess aö þurfa að leggja þaö á sig aö vera I Alþýöubandalaginu eða á. — Einhver sagði viö mig aö viö heföum ekki átt aö orða þetta svona: i eða á. Við hefðum átt aö tala um kliku i Alþýöu- bandalaginu. En þaö er vandi að velja sér orö. — Hins er ekki að dyljast að ég hef aö undanförnu hitt marga Alþýöubandalags- menn sem hafa sagt mér hug sinn i þessu máli, og ég tel ekki aö hér sé unnt aö sakast við flokkinn eins og hann leggur sig og hef ekki haldiö þvi fram. Jæja, Arni. Þú talar um Ólaf Hauk og segir: „Hann mundi samkvæmt merkingartlskunni eiga það sameiginlegt meö undirskrifurum mótmælabréfs- ins eins og Ólafi Ormssyni, Pjetri Hafstein Lárussyni og Þorsteini Marelssyni að „vera til vinstri við Alþýöubandalag- ið” og meira en reiðubúinn til að punda á það fyrir kratisma”. Ekki veit ég hvort svo er, en hitt veit veitt ég aö ólafur Haukur hefur áunniö sér það að verða dálkahöfundur Þjóðviljans, hin- ir ekki. Þá kemur þú aö þvi hvað Ólafur Haukur hafi gert, hvaö hann hafi veriö að skrifa og hvaö þeir hafi veriö aö skrifa. Hvaö Ólaf Hauk snertir, þá ætla ég nú ekki að gera lltiö úr framlaginu hans, og hvað hina þrjá snertir, þá er ég nokkuð viss um aö þú hefur ekki veriö ráðinn I þvi að við færum aö lesa svo I málið, aö þú værir að gera lltiö úr framlagi þeirra. Mér hefur sýnst að þeir Olafur Ormsson, Pjetur Hafstein og Þorsteinn Marelsson heföu nokkra tilburði til aö gerast at- vinnuhöfundar. Þá komum við aftur aö tækifærinu, og launa- sjóði. Niöurstaöan er þessi: Ólafur Ormsson 2 mánuöir, Pjetur Hafstein 2 mánuöir, Þor- steinn Marelsson 6 mánuðir. Leggjum sman laun þeirra: 10 mánuðir. Til samans vantar nú þessa menn þrjá mánuði til þess aö veröa einn hálfdrættingur við Ólaf Hauk. Mér datt það i hug, Arni, að segja þér frá þessu. En bíðum við, er ekki eitthvaö eftir? — Listamannalaunin ár- legu; a? nei, ég nenni ekki aö eltast við tittlingaskit. En er ekki eitthvað til sem heitir „starfslaun listamanna” eöa þvi um likt. Ég hef það ekki handbært. Stjórn launasjóðs gætir að þvi, hún gáir i fleiri sjóöi. Þú væri samt vls til að athuga þetta i rólegheitum. Kær kveðja, Baldur óskarsson frá lcsendum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.