Þjóðviljinn - 08.05.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.05.1980, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. mal 1980 Stefán Jónsson l Frumvarp þing- manna allra flokka Skyldu- trygging farþega erlendis Þingmenn úr öllum fiokk- um hafa lagt fram á Alþingi frumvarp sem á aö tryggja islenskum þegnum fyllsta öryggi varöandi læknishjálp, sjúkrahúsdvöl og aöra um- önnun á feröum þeirra utan- lands. Fyrsti flutningsmaöur frumvarpsins er Stefán Jónsson, en- meöflutnings- menn hans eru Lárus Jöns- son, Karl Steinar Guönason og Guömundur Bjarnason. Samkvæmt frumvarpinu er feröaskrifstofum, flug- félögum og öörum þeim aðil- um, er selja kunna islenskum þegnum far milli lslands og annarra landa, skylt aö tryggja farþegana fyrir tjóni af vöidum slysa og sjúkdóma, og skal tryggingarupphæöin nægja til þess aö greiöa hugsan- legan mismun á kostnaöivið læknishjálp, sjúkrahúsdvöl, lyfjakaup og sjúkra- flutningum, þar sem feröa- maöurinn dvelst og á bóta- rétti samkvæmt fslenskum lögum um almannatrygg- ingar. Gert er ráö fyrir aö trygging þessi gildi frá brott- farardegi frá tslandi tii komudags. Þá er I frumvarpinu ákvæöi þess efnis aö láti feröaskrifstofa, flugfélag eöa annar söluaöili farseöils hjá liöa aö tryggja farþega, ber söluaðila farseöils fulla fjárhagslega ábyrgö á greiöslu þess kostnaöar sem farþegi kann aö veröa fyrir vegna sjúkdóms eöa slysa I feröinni, umfram þaö sem greiöist lögum samkvæmt af hálfu almannatrygginga. Nánari grein verður gerö fyrir frumvarpinu sföar. — þm Gunnar Thoroddsen um hinar miklu orkuframkvæmdir ríkisstjórnarinnar: Þýða auknar útflutn- ingstekjur og innflutn- ingssparnað Hitaveituframkvœmdir síðan 1970 hafa sparaö okkur 15 miljarða í olíuinnflutningi þingsjá Gunnar Thoroddsen forsætis- ráöherra mælti s.l. þriöjudag fyrir fjárfestingar- og lánsfjár- áætlun rlkisstjórnarinnar fyrir áriö 1980. Hér á eftir fara þau atriöi úr ræöu forsætisráöherra er fjalla um orkuframkvæmdir, en áætlunin felur I sér verulega aukningu framkvæmda I orku- málum frá fyrra ári eöa um rúmlega þriöjung: ,,1 fjárfestingaráætlun ársins 1980 er gert ráö fyrir, að 127 miljöröum króna veröi variö til opinberra framkvæmda. Þessi fjárhæö er tæplega 39% af heildarútgjöldum til fjármuna- myndunar samkvæmt fjár- festingaráætlun, en var 33% á árinu 1979. Aukning opinberra framkvæmda stafar aö lang- mestu leyti af framkvæmdum á sviöi orkumála, sem beinlinis eru forsenda aukinnar framleiöslu og athafna á vegum einstaklinga og samtaka þeirra. Hér á landi eru þessar framkvæmdir á vegum opinberra fyrirtækja, en i raun og veru má líta á þær margar hverj- ar sem hina arövænlegustu at- vinnufjárfestingu. I heild veröur hlutfail orkuframkvæmda af þjóöarframleiöslu tæp 6% og er það meö þvi allra mesta á siöustu áratugum. A næstu árum skila þessar framkvæmdir sér i aukn- um Utflutningstekjum og innf 1 utningsspa rna öi. Framkvæmdir viö rafvirkjanir og rafveitur aukast um 46% og ber þar hæst Hrauneyjarfoss- virkjun. Alls er ætlaö aö verja til raforkuframkvæmda um 50 miljörðum króna á árinu. Þar af veröur 31 miljaröi variö tii framkvæmda viö Hrauneyjar- fossvirkjun, en framkvæmda- áform miöast viö aö unnt veröi aö taka fyrsta áfanga virkjunarinn- ar i notkun haustiö 1981. Framkvæmdir viö hitaveitur hafa veriö mjög miklar undan- gengin ár. I þessari áætlun er gert ráö fyrir verulegum lánveiting- um til hitaveitna sveitarfélaga og er áætlaö, aö þessar framkvæmd- ir aukist aö raungildi um 17% á árinu. Áætluö útgjöld vegna hita- veituframkvæmda á þessu ári nema rösklega 20 miljörðum króna. Stærstu verkefnin á þessu sviöi eru Hitaveita Akraness og Borgarf jaröar, Hitaveita Akureyrar, Hitaveita Suöurnesja og Hitaveita Reykiavikur. Aformaö er að leita heimildar til erlendrar lántöku fyrir bæjar- og sveitarfélög, er nemi rösklega -6,5 miljöröum króna. Þar af renna 5 miljarðar til hitaveitu- framkvæmda, 1.1 miljaröur til raforkuöflunar i Svartsengi og hálfur miljaröur til ýmissa ann- arra verkefna á þessu sviði. Raforkuframkvæmdir skila sér fyrst og fremst i auknum útflutn- ingstekjum og greiöslur af lánum til þeirra valda þvi ekki sömu hækkun á greiðslubyröi og lán til hitaveitna, sem auka ekki útflutning heldur spara innflutn- ing og hafa þvi hagstæö áhrif á viðskiptajöfnuðinn á þann hátt. Stefán Jónsson Spyr um ráðstöfun gengismunasjóðs Stefán Jónsson hefur beint tveimur fyrirspurnum til sjávarútvegsráöherra. önnur fyrirspurnin er um gengismuna- sjóö en hin er um úthlutun úr ald- urslagasjóöi fiskiskipa. Fyrir- spurnum þessum veröur svaraö á næstunni, en þær hljóöa orörétt svona: 1) Hvernig var ráöstafaö geng- ismunasjóöi haustiö 1978? 2) Hvaöa útgeröarmenn fengiö úthlutun úr aldurslaga- sjóöi fiskiskipa a) Út á hvaöa báta? b) Hversu gömul var aflvél i hverju einstöku tilfelli? c) Hvaö var gert viö aflvél og annan vélabúnaö bátsins? — bm hafa Fjármálaráðherra 1 umræðum um lánsfjáráætlun: Erlendar skuldir lækka á þessu ári I ræöu Ragnars Arnalds fjár- málaráöherra viö umræöur um fjárfestingar- og lánsfjáráætlun rikisstjórnarinnar s.l. þriöjudag kom fram aö hlutfall skulda miöaö viö þjóöarframleiöslu myndi lækka á þessu ári og veröa 34%, þrátt fyrir erlendar lántökur upp á 85,5 miljaröa. 1 ræöu sinni fjallaöi Ragnar einnig um ráö- stafanir til aö efla innlendan sparnaö og takmarka erlendar lántökur. Þá fjallaöi hann einnig nokkuö um skyldu lifeyrissjóö- anna til að verja 40% af ráö- Verða 34% af þ j óðarframleiðslu stöfunartekjum sinum til kaupa á veröryggðum skuldabréfum rikissjóös, en greint var frá þeim þætti ræöunnar I gær. 1 upphafi máls sins sagöi Ragnar aö 1 jóst heföi veriö siöan I haust aö framkvæmdaáform opinberra aöila varöandi fjárfest- ingar heföu erlendar lántökur stefnt i um 110 miljaröa. Miöaö viö vergar þjóöartekjur heföi skuldahlutfall íslendinga gagn- vart öðrum þjóöum veriö um 34,9% i lok siöasta árs. Sagöi Ragnar aö varhugavert væri aö hækka þetta hlutfallskulda miöaö viö tekjur þjóöarinnar. Vextir væru háir á erlendum lánum og þvl yröi aö gæta hófs i erlendum lántökum. Fjármálaráöherra sagöi aö reynt heföi veriö aö lækka er- lendar lántökur meö rööun verk- Framhald á bls. 13 ,,í heild veröur hlutfall orkufram- kvæmda af þjóöarframleiöslu tæp 6% og er þaö meö þvi allra mesta á siöustu áratugum". Til þess aö sýna hvaöa stæröir hér er um aö ræöa má geta þess, aö sú breyting sem oröið hefur á fjölda ibúa I oliukyntum húsum frá þvi á árinu 1970 svarar til þess aö 74 þúsund manns færri búi á þessu ári við oliukyndingu en heföi veriö ef viö á þessu ári stæöum I sömu sporum um hús- kyndingu og viö gerðum á árinu 1970. Láta mun nærri aö þetta jafngildi oliusparnaöi aö fjárhæö um 11 miljaröa króna fob. á árinu 1980 og er þá eingöngu metinn sá sparnaöur sem stafar af breyt- ingum á húsakyndingu heimila. En breytingin hefur einnig náö til fyrirtækja og lauslega má áætla aö sá innflutningssparnaöur geti numiö 4 miljöröum á árinu 1980. Þessar tölur gefa hugmynd um hversu mikilvæg innlend húshitun er á sviöi gjaldeyrissparnaðar. I ljósi þessara staöreynda leggur rikisstjórnin kapp á framkvæmd- ir viö hitaveitur og fjarvarma- veitur á þessu ári.” — þm. Skattalœkkun Viö höldum áfram aö birta dæmi um áhrif breytinganna á álagningarkerfi tekjuskatts fyrir lágtekjufólt einstæöa foreldra og barnafjölskyldur. Boriö er saman hvaö fólk heföi þurft aö greiða i tekjuskatt nú i ár (eöa fengiö greitt i formi barnabóta) annars vegar samkvæmt gamla skattkerfinu, og hins vegar eftir þeim nýju álagningar- reglum, sem Alþingi hefur nýlega samþykkt aö tillögu Ragnars Arnalds. 1 sumum dæmanna er um „öfugan” tekjuskatt aö ræöa, þaö er aö segja menn borga engan tekjuskatt, en fá meiri eöa minni hluta sjúkratryggingargjalds og útsvars greiddan af rikinu i formi svokallaös ónýtts persónuafsláttar frá tekjuskatti, — eöa beinlinis borgaö út i formi barnabóta. 1 dæmunum er jafnan viö þaö miöaö, aö tekjur hafi á síöasta ári hækkaö um 45%, þaö er til jafns viö hækkun verölags. Einnig er jafnan viö þaö miöaö, aö frádráttur samkvæmt eldra kerfi heföi numiö 5% af tekjum, en hann gat auövitaö veriö meiri eöa minni i reynd, og aö frádráttur samkvæmt nýja kerfinu sé nú lögboöinn lágmarksfrádráttur einstaklinga kr. 550.000. — eöa 10% af tekjum eftir þvi sem viö á«Frádrátturinn getur nú veriö meiri i reynd, en ekki minni. Dæmin sem viö birtum eru reiknuö af embætti rlkisskatt- stjóra. Dæmi V Hjón meö 2 börn á framfæri, bæöi börnin innan 7 ára aldurs. Tekjur eiginmanns áriö 1979 kr. 4.000.000.-. Tekjur eiginkonu engar. (Rétt er aö taka fram, aö dagvinnutekjur samkvæmt II. taxta Dagsbrúnar aö meötöldu orlofi og miöaö viö fullar aldurs- hækkanir og samfellda vinnu allt áriö voru áriö 1979 kr. 2.502.609.-) Gamla skattkerfiö: Samkvæmt þvl heföu þessi hjón fengiö I „öfugan” tekjuskatt upp i greiöslu sjúkratryggingagjalds og út- svars kr. 276.814.-. Nýju álagningarrcglurnar: Samkvæmt þeim fá þessi hjón I „öfugan” tekjuskatt, til greiöslu uppi sjúkratryggingagjald og útsvar og aö hluta greitt út sem barnabætur kr. 545.000,-. Hagnaður þessara hjóna við breytinguna er kr. 268.186,-, sem er 6,71% af öllum tekjum þeirra á síð- asta ári. Dæmi VI Hjón meö fjögur börn, þar af 2 yngri en 7 ára. Tekjur eigin- mannskr. 4.000.000,-.Tekjureiginkonukr. i.000.000,-(Munum aö dagvinnutekjur Dagsbrúnarverkamanns voru um 2.500.000,-) Þetta eru tvöfaldar dagvinnutekjur ! Gamla skattakerfiö: Samkvæmt þvi heföu þessi hjón fengiö I „öfugan” tekjusktt upp I greiöslu á sjúkratryggingagjaldi og útsvari kr. 598.262,-. Nýju álagningarreglurnar: Samkvæmt þeim fá þessi hjón I „öfugan tekjuskatt til greiöslu upp I sjúkratryggirgargjald og útsvar og aö hluta greitt út sem barnabætur kr. 748.250,-. Hagnaður þessara hjóna við breytinguna er kr. 149.988,- sem er 3% af öllum tekjum þeirra á síðasta ári. |_Fleiri dæmi á morgun

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.