Þjóðviljinn - 08.05.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.05.1980, Blaðsíða 7
Fimintudagur 8. mai 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 ÚRNATd Samtök herstöðvaandstæðinga HERINN BURT Umsjón: Árni Hjartarson Jón Ásgeir Sigurðsson Rósa Steingrímsdóttir Sveinn Rúnar Hauksson Vilborg Harðardóttir Skrifstofa Samtaka herstöðvaand- stæðinga að Tryggvagötu 10 er opin alla virka daga frá kl. 14 til 19. Þar er á boðstólum margvíslegt útgáfuefni Samtakanna s.s. bækur, bæklingar, veggspjöld, merki o.fl. o.fl. Eru menn hvattir til að lita inn ella slá á þráðiiin (S. 17966). Þá má minna á gírónúmer Samtakanna, 30309-7, sem ætíð er fjár vant. Fr á fallbyssum til kjarnorkuvopna Aðfaranótt 10. mai 1940 var landið liernumið af Bretum. Þjóðin var þess allsendis óvör, en það sama var ekki hægt að segja um þáverandi rikisstjórn, sem hafði verið þess mcðvitandi sett að hugum margra Islendinga" (Mbl. 19. júni 1940). Annað verður þó ekki sagt en að rikisstjórnin hafi sætt sig fljótt við orðinn hlut, og er forsætis- ráðherra, Hermann Jónasson, „Vinveitt þjóð” veitti hlutleysinu banatilræði — bresk herflutninga- skip i Reykjavikurhöfn. i heilan mánuð. Bretar höfðu farið þess á leit 9. april 1940, i gegnum fulltrúa sinn á islandi, að fá leyfi til hersetu hér á landi. Var þessari málaleitan synjað þar sem vaidastéttir landsins treystu sér ekki til aö ganga i berhögg við hlutleysisyfir- lýsinguna frá 1918, sem var skil- getið afkvæmi sjálfstæðis- baráttu islendinga og þar með lifakkeri þjóðarinnar. Var þungur hugur i mörgum varðandi atburði þessa og má nefna, að Gunnar Thoroddsen, núverandi forsætisráðherra, mælti svo m.a., er hann mælti fyrir minni Jóns Sigurðssonar, 17. júni 1940, en hann var þá pró- fessor við iláskóia islands: „Síðan hið mánaðargamla full- veldi vort var fótum troöið af erlcndu herveldi 10. mai og fjör- egg þjóðarinnar hið yfirlýsta ævarandi hlutleysi, mulið mélinu smærra, þá hefur kviða og ugg um framtið þjóðarinnar ávarpar þjóðina 10. mai 1940 er þvi haldið á loft, að hernámið sé „framkvæmt af mjög vinveittri þjóö”, en minna fór fyrir stórum orðum um, að hlutleysi þjóðarinnar hafi verið sýnt banatilræði. Þrátt fyrir alla svardaga um, að herinn skyldi hverfa héðan að styrjöldinni lokinni.er landið enn hersetið. Ekki þó af Bretum þvi að 7. júli 1941 sigldu banda- risk herskip inn á ytri höfn Reykjavikur. Ekki voru valda- menn þjóðarinnar með öllu óviðbúnir þessari heimsókn. Að kvöldi hins 7. júli 1941 flytur for- sætisráðherra útvarpsávarp, þar sem hann skýrir frá þvi, að Bretar hafi þörf fyrir herlið sitt annars staðar. Þar sem hann taldi mikilvægt, að Islandi væri vel varið.hefði islenska rikis- stjórnin, eftir vandlega ihugun, skrifað Bandarikjaforseta og beðið um vernd þar sem téður forseti hafði áður látið þau orð falla, að nauðsynlegt væri að tryggja öryggi þjóða á vestur- hvelinu. Það þarf ekki að orð- lengja það, að „verndarar” þessir skuldbundu sig til að hverfa með allan sinn herafla „undir eins og núverandi ófriði er lokið" eins og það var orðað. Eins og fram hefur komið hefur islenska þjóðin aldrei verið spurð hvort hún vildi hafa hér erlendan her eða ekki. Þann 30. mars 1949 gerast enn örlaga- rikir atburðir, er Islendingum er þröngvað inn i hernaðar- bandalag. Þá var þjóðin heldur ekki spurð. Siðan hefur her- námsnetið verið æ fastar riðið, möskvarnir verða æ smærri og útgönguleiðir þrengri. Með þvi að gera tsland að herstöð getur svo farið, að við verðum að bergja bikarinn i botn. Ef til kjarnorkustyrjaldar kemur er Island öruggt skotmark vegna mikilvægis herstöðvarinnar i Keflavik. Allur vopnabúnaður er orðinn svo geigvænlegur, að stuttan tima tekur að þurrka út allt lif á jörðunni. Þegar Bretar stigu hér á land 1940 höfðu tslendingar ekki séð önnur vopn en rifla og hagla- byssur, sem landsmenn notuðu til veiða sér til búgdrýginda. Vopn þau sem Bretar fluttu með sér til „varnar” þjóðinni 1940 myndu nú reynast álika mátt- laus og leikfangabyssur. En vopn þau, sem Bandarikjamenn hafa nú yfir að ráða geta tortimt öllu mannkyni á örstuttum tima, Ef vopn þessi eru geymd hér, en ýmislegt bendir til að svo sé, þarf ekki strið til að leysa heljarmátt þeirra úr læð- ingi. Aðeins smá mistök gætu orðið þess valdandi, að islenska þjóðin yrði kjarnorkuvopnum að bráð i þakklætisskyni fyrir „vernd" Breta 1940 og Banda- rikjamanna frá 1941 og æ siðan. Adgerdir 10. maí Samtök herstöðvaandstæðinga efna til aðgerða n.k. laugardag 10. mai, i tilefni þess að þann dag eru liðin 40 ár frá þvi að ísland var her- numið af Bretum. Æ siðan hefur þjóðin búið við við hernám i mis- munandi gervi. Megininntak þessara aðgerða verða mótmæli gegn kjamorku- vopnum hérlendis, hin geigvæn- lega hætta sem skefjalaust vig- búnaðarkapphlaup hefur leitt yfir heiminn, og staða íslands i hugsan- legum átökum. Aðgerðirnar 10. mai hefjast með fundi á Lækjartorgi klukkan 14 (tvö eftir hádegi), og verður dag- skrá hans þessi: 1) Ávarp: Vilborg Harðardóttir, blaðamaður. 2) Leikþáttur: Kjamorkuárás á Keflavikurflugvöll. Höfundur Þorsteinn Marelsson. Flytjendur: Leikarar við Þjóðleikhúsið, undir stjórn Baldvins Halldórssonar 3) Arni Hjartarson, jarð- fræðingur. 4) Sönghópur Rauðsokka flytur lög við ljóð eftir Þórarin Eldjárn, Hjört Pálsson o.fl., á milli atriða. Fundarstjóri á Lækjartorgi: Andri ísaksson, prófessor. Að loknum fundinum á Lækjar- torgi verður gengið að sendiráði Bandarikjanna við Laufásveg. Þar mun formaður Miðnefndar her- stöðvaandstæðinga flytja ávarp og afhenda bandariska sendi- herranum ályktun. Reykjavik, 6. mai 1980 Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga KJARNORKUARAS A KEFLAVÍKURFLUGVÖLL Stórbœtt útgáfumál herstöðvaandstæðinga Fallegt og eigulegt blað Loksins er komin regla á út- gáfumál herstöövaandstæðinga. Búiö er að prenta fyrsta hefti ársins 1980 af málgagninu — Dagfara. Blaðið er ekki aðeins stórfall- egt, enda hönnuðinum Birni Björnssyni margt til lista lagt, heldur mun það koma út ná- kvæmlega fjórum sinnum þetta árið. Askrifendur geta treyst þvi aö fá blaðiö, ef þeir eru rétt skráöir hjá skrifstofunni, og ekki siður ef þeir borga áskrift- ina fljótt, fljótt. Auðvitaö nægir ekki aö gefa út fallegt og læsilegt blað, þaö veröur einnig að vera áhuga- vert. Likt og gert verður 1 öðrum tölublöðum þess árs, fjallar fyrsta tölublaö Dagfara um eitt ákveðið þema, eitt höfuðviðfangsefni. ísland og þriðja heims- styrjöldin Meginviðfangsefniö er hættan sem herstöðvar á lslandi bjóða heim, og afleiöingar kjarnorku- árása á landiö ef til striðs kæmi. „Ef til striðs kæmi”, er alls ekkert fjarri lagi, helstu ráö- gjafar Ronalds Reagan fyrrum kúrekaleikara og núverandi for- setaframbjóðanda I Bandarikj- unum gera fastlega ráð fyrir að til slikra átaka muni koma innan fárra ára. Dagfari fjallar um þetta þema á 15 af 48 sföum blaösins. En á öðrum slðum ritsins er vlða komið við. Þar er að finna tvö ljóð eftir Birgi Svan Símonarson, smásögu eftir ólaf Hauk Slmonarson, ljóð eftir Þórarin Eldjárn, frásögu eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur, og teikningu eftir Sigurð Orn Brynjólfsson. Hvar stendur Alþýðubanda- lagiö i herstöövamálinu? Bragi Guöbrandsson og Ólafur Ragnar Grimsson reyna að skýra afstöðu fiokksins fyrir lesendum Dagfara. Jón Asgeir Sigurösson skrifar fréttaskýr- ingargrein um E1 Salvador, birtar eru teiknimyndir eftir Kúbumanninn Nuez, og Inga Lára Baldvinsdóttir ræðir um teiknimyndasögur. En sjón er sögu rikari! Borgið áskriftina strax Málgagn andstæðinga her- stööva og NATO-aöildar á sér lengri sögu en Samtök her- stöðvaandstæöinga. Dagfari var einnig gefinn út af Samtökum hernámsandstæðinga, sem stofnuð voru á Þingvöllum áriö 1960. Finar Bragi skýrir frá að- draganda Þingvallafundarins — baráttunni fyrir og eftir 1960 — i nýjasta hefti Dagfara. Þessa dagana er veriö að bera út eða póstleggja 1. tölublaö á árinu 1980. Akveðið hefur verið að gefa út alls fjögur tölublöö á þessu ári. Voru gerðir samn- ingar um kostnaö við alla útgáfu þessara fjögurra tölublaöa, þannigaö greitt veröur fyrir allt kostnaðarveröiö strax þegar fyrsta tölublað er komiö út. Þetta þýöir að jáfnframt út- sendingu fyrsta tölublaðsins veröur innheimt áskriftargjald fyrir allt áriö 1980, en það er 5.000 krónur. 1 Reykjavik verður Dagfari borinn út og inn- heimtur af herstöövaandstæð- ingum sjálfum. Sama gildir um nokkra stærri kaupstaöi utan Reykjavikur. Eru áskrifendur beðnir að bregöast vel við og greiða áskriftina strax. A landsbyggðinni verður Dagfara dreift af póstþjónust- unni.en jafnframt verða áskrif- endum sendir giróseölar I sér- stöku bréfi. Brýnt er að menn -greiði giróseðlana sem allra fyrst. Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.