Þjóðviljinn - 08.05.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.05.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. mai 1980 Utboð HITAVEITA SUÐURNESJA óskar eftir tilboðum i lagningu dreifikerfis á Keflavikurflugfelli II áfanga. Allar pipur i verkinu eru einangraðar stálpipur i hlifðarkápu úr plasti, 0 25 til 0 200 mm viðar. 011 pipulögn er tvöföld og er heildarskurðlengd um 4,4 km. Otboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja Brekkustig 36 Njarðvik og Verkfræðistofunni Fjarhitun hf.,Alftamýri9 Reykjavik, gegn50 þús. kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja fimmtudaginn 22. mai 1980 kl. 14. ~ 2 Samkeppni um ibúðabyggð á Eiðsgranda Dagana 10.—20. mai verður sýning á Kjar- valsstöðum á 12 tillögum, sem bárust i samkeppni um ibúðabyggð á Eiðsgranda. Sýningin er öllum opin. Verðlaunaðar hafa verið 3 tillögur sem úthlutunarhöfum ber að yelja á milli, sbr. úthlutunarskil- mála. Úthlutunarhöfum ber að tilkynna lóða- nefnd Skúlatúni 2, Reykjavik eftir hvaða verðlaunaðri tillögu þeir vilja byggja fyrir 31. mai n.k., og jafnframt velja aðra til vara. Borgarstjórinn i Reykjavik LAUSAR STÖÐUR Viö Menntaskólann viB Sund eru lausar tvær kennara- stöður, önnur i eölisfræBi og hin i islensku. Umsækjandi um kennarastöBu i islensku þarf aB hafa menntun til aB kenna islenska málfræöi og almenn málvisindi. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráBuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavlk, fyrir 3. júni n.k. — UmsóknareyBublöö fást i ráöuneytinu. Menntamáiaráöuneytiö 5. mai 1980. Bókagerðarmenn Heilbrigðis- og hollustuhættir og tækniframfarir í prentiðnaði A yfirstandandi námskeiði fyrir trúnaðar- menn neðangreindra félaga koma tveir fulltrúar frá Grafiska Fackforbundet i Sviþjóð til að fjalla um ofangreinda mála- flokka. Fimmtudaginn 8. mai, kl. 13.30—18.00, verður f jallað um heilbrigðis- og hollustu- hætti i prentiðnaði. Föstudaginn 9. mai, kl. 9.00—12.00 og 13.30—18.00 verður fjallað um tækniframfarir i prentiðnaði og áhrif þeirra. Fyrirlesararnir eru Áke Rosenquist og Stig Vestberg, og túlkur verður Jóhanna Jóhannsdóttir. Á eftir verða fyrirspurnir og umræður. Ákveðið hefur verið að gefa fleiri félags- mönnum en trúnaðarmönnum tækifæri til að hlýða á umfjöllun Svianna um þessi mál sem verður i ráðstefnusal Hótels Loftleiða á ofangreindum tima. Bókbindarafélag íslands Grafiska sveinafélagið Hið islenzka prentarafélag Betra útflutningsverð á kindakjöti en 1978 Ársfundur Samstarfsnefndar Búvörudeildar og afuröasölu- félaganna innan vébanda Sam- bandsins var haldinn i Reykjavik 16. april. A fundinn voru boöaðir tveir fulltrúar frá hverju félagi, þar af annar starfandi bóndi. Gestur fundar- ins var Pálmi Jónsson land- búnaöarráöherra og flutti hann ávarp. Einnig flutti Arni Jónas- son, erindreki erindi um fram. kvæmd kvótakerfisins og Þór Guðjónsson veiöimálastjóri um fiskeldi sem búgrein. Þá fluttu þeir ólafur Sverrisson for- maBur Samstarfsnefndarinnar og Agnar Tryggvason fram- kvæmdastj. skýrslur sinar um máiefni landbúnaBarins á sl. ári. Eins og mönnum mun kunnugt var metslátrun hér á landi sl. haust. Slátraö var slls 1.088.440 kindum. Var þaö 66.797 kindum fleira en haustiö 1978. HeildarkindakjötsframleiBslan var þó 236 lestum minni en áriö á undan. Kindakjötsveröiö á heföbundnum útflutningsmörk- uöum var yfirleitt hagstæöara en 1978 og nú i lok april höföu veriö fluttar út 3.544 lestir en á- ætlaö er aö eftir sé aö senda úr landi 1.054 lestir. Ærkjötsframleiöslan hefur siðustu árin nýst aö fullu innan- lands, en af framleiöslunni sl. haust veröa fluttar út 200 lestir, sem markaður hefur fundist fyrir I Þýskalandi og Hollandi. Frá sl. hausti til febrúarloka hefur innanlandssala á dilka- kjöti dregist saman um 9% frá sama tima á siöasta ári. Fram kom á fundinum, aö dilkakjöts- sala hér innanlands er um 50 kg á hvert mannsbarn og er þvi tal- iö ósennilegt aö raunhæft sé aö ætla aö auka þá sölu svo aö nokkru umtalsveröu nemi. Gærur voru aö vanda aö nær öllu leyti seldar innlendum sút- Umsjón: Magnús H. Gíslason unarverksmiöjum en úr landi voru seldar gráar gærur, heima- og úrgangsgærur, skv. Ólafur Sverrisson, formaöur Samstarfsnefndar. venju. Ull var sömuleiöis seld innlendum verksmiöjum, og aöeins lélegustu ullarflokkarn- ir, sem innlendur iðnaöur nýtir ekki, seldir úr landi. Erlendis viröist nú vera aö vakna að nýju áhugi á kaupum á görnum og vinnur Búvörudeild aö þvi að kanna möguleikana á arðbærri hirðingu og vinnslu á þeim. Framleiösla á nautgripa-’ og hrossakjöti jókst mikiö á sl. ári. Er nú fyrirsjáanlegur nokkur vandi vegna þess aðnauösynlegt verður aö flytja nokkuð af hrossakjötinu út. Þetta kjöt þol- ir ekki langa geymslu og er þvi brýntaðfinna fyrir það markaö hið allra fyrsta. Útflutningur á ostum stór- jókst áriö 1979 og nokkuö var einnig flutt út af kaseini. Tals- vert var flutt út af æöardúni, en áframhaldandi samdráttur var i sölu selskinna. Hrossaútflutn- ingur varö nokkru minni en áriö áöur. Alls var flutt út 321 hross á móti 499 áriö 1978. Flestir hest- anna fóru á heföbundna mark- aöi i Vestur-Evröpu og Kanada,en tveir þeirra voru seldir aila leiö til Hong-Kong. Þá voru fluttar út 140 lestir af heyi á árinu. Sl. haust var útreikningi sölu- launa Búvörudeildar breytt þannig, aö þau eru reiknuö 31 kr. af hverju kg kjöts, að við- bættri kr. 1,77 fyrir sláturhúsa- eftirlit o.fl.. Það er nýjung aö reikna sölulaunin þannig, þvi að áöur voru þau jafnan reiknuö sem 2% af haustverði af- uröanna. Samstarfsnefnd Búvörudeild- ar og afuröasölufélaganna skipa nú þessirmenn: Ólafur Sverris- son kaupfél.stj. i Borgarnesi formaöur, ólafur Friöriksson, kfélstj. Kópaskeri Þorsteinn Sveinsson kfélstj. Egilsstööum, Böövar Jónsson, bóndi Gaut- löndum, og Þórarinn Þor- valdsson, bóndi Þóroddsstöö- um. A fundinum var kosinn full- trúi i fulltrúaráö Vinnumála- sambands samvinnufélaganna og er þaö Ólafur Friöriksson. — mhg Skaftfellingur IAustur—Skaftfellingar hafa nú byrjaö útgáfu timarits. Ber þaö nafniB Skaftfellingur, aB tillögu Friöjóns Guörööarsonar, • sýslumanns. II aöfaraoröum ritsins segir Friöjón sýslumaöur svo um til- urö þess og tilgang... aö á ■ sýslufundi I júni 1977 var flutt Itillaga um útgáfu sýsluritst, er skyldi koma út 1978. Tillagan var samþ. með atkv. allra • nefndarmanna. Ritnefnd var kosin en hana skipa: Friöjón Guörööarson, Höfn, formaöur, Sigruður Björnsson Kviskerjum ■ og Bennedikt Stefánsson, Hvalnesi. Báöir hinir siöartöldu eru sýslunefndarmenn. Nefndin hefur starfaö frá 15. • jan. 1978. I upphafi sneiö Inefndin ritinu stakk varðandi efni og var þá talaö um hámark 100 siöur i Skirnisbroti. * Aformað hafði veriö i Iumræðum á sýslufundi 1977 aö hér yrði um ársrit aö ræöa og þannig var i upphafi aö málinu ■ unniö frá hendi ritnefndar. IFljótt kom þó I ljós, aö ýmsir annmarkar voru á útgáfu all- stórs rits á ári hverju og mun ■ ritið þvi koma út annaö hvert I ár. Rétt er aö taka fram, aö þó • Austur-Skaftfellingar hafi hér I* forgöngu um útgáfu og gefi ritinu nafn, sem spannar yfir menn og málefni úr báöum sýslum, þykir oss það eigi á I" neinn hátt óviöeigandi. Ritnefnd vill jafnframt bjóöa Vestur—Skaftfellingum aö senda greinar I ritiö, svo og I" brottfluttum Skaftfellingum. Veröa.eftir þvi sem rými leyfir, slikar ritsmiöar birtar. Tilgangurinn meö útgáfu rits erfyrstog fremst sá, aö þessa skapa vettvang fyrir ritað mál i sýslunni um hvaö eina, er til fróöleiks og skemmtunar má telja. Er raunar svo að vart getur vansalaust talist aö i byggöarlagi sem Austur—Skaftafellssýslu skuli ekkert rit, blaö né tímarit, vera útgefiö af aðilum heima i héraöi.” Og ekki veröur annaö sagt en Skaftfellingur riö myndarlega úr hlaöi. Hefst hann á aöfara- oröum Friöjóns sýslumanns, sem hér hefur veriö vitnaö til. Þá koma Þjóöhátiöarljóö 1974, eftir Þorstein Jóhannsson. Birtir eru annálar ársins 1977, úr öllum hreppum sýslunnar. Eru þeir ritaöir af Oddi Jónssyni Fagurhólmsmýri (Hofshreppur), Torfa Steinþórssyni Hala ( Borgar- hafnarhreppur ), Arnóri Sigur- jónssyni ( Mýrahreppur ) Þrúömari Sigurðssyni ( Nesja- hreppur), Óskari Helgasyni Hafnarhreppur), Þorsteini Geirssyni Reyðará (Bæjarhreppur). Siguröur Björnsson á Kviskerjum ritar ágæta grein um Stefán Eiriksson fyrrum bónda og al- þingismann i Arnanesi. Drepur Siguröur þar m.a. á afskipti Stefáns af meöferö og afgreiöslu mála á Alþingi en hann var þing- maöur frá 1859—1883. Sigurlaug Arnadóttir i Hraunkoti segir frá breytingum á búskaparháttum i Lóni og rekur þróunina frá frumstæöum handverkfærum til nútima tækni. Birt er ræöa Bjarna Bjarnasonar i Brekkubæ, er hann flutti viö vigslu Bjarnaneskirkju I Nesjum en þar er m.a. „litillega minnst nokkurra þeirra, er setiö hafa staöinn”, eftir eftir þvi sem heimildir hrökkva til. Páll Þorsteinsson. fyrrum alþm. segir frá sauöfjársölu Oræfinga, en hún var tiðum ærnum erfiöleikum bundin vegna einangrunar sveitar- innar. Gunnar Snjólfsson, Höfn, kynnir fyrir lesendum sýslu- menn Skaftfellinga frá 1891—1976. Lestina rekur svo stórfróöleg og skemmtileg grein Steinjiórs Þóröarsonar á Hala um um „Sjósókn i Suöursveit”. Hún heyrir nú orðiö fortiöinni til eða eins og Steinþór segir: „Þegarsú kynslóö liöur, sem nú er uppi I Suörusveit, lifa sagnir um sjósóknina þar aöeins I þjóösögum. Þá er aö gripa i framanskráöan þátt og sjá hvernig þeir gengu”. Og mér er til efs, aö þessum þætti úr lifs- baráttu Suöursveitunga veröi betur lýst en Steinþór gerir þarna. Allmargar myndir eru I ritinu. Þaö er prentaö á ágætan pappir og vandaö aö öllum frá- gangi. Ef framhaldiö fer eftir upphafinu, og þvi skyldi þaö ekki, veröur Skaftfellingur eigulegt rit.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.