Þjóðviljinn - 08.05.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 08.05.1980, Blaðsíða 16
VOÐVIUINN Fimmtudagur 8. mai 1980 Sigurjón, Björgvin °g Birgir til Kína Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar, Björgvin Guömundsson borgarfulltrúi Alþýöuflokksins og Birgir Js- leifur Gunnarsson borgar- fulltrúi Sjálfstæöisflokksins voru valdir sem fulltrúar Reykjavlkurborgar I boös- ferö til Kina, á fundi borgar- ráös i fyrradag. Þaö var klnverski sendi- herrann hér á landi sem bauö borgarstjórn aö senda þrjá fulltrúa til Klna I sumar og þáöi borgarstjórn boöiö fyrir nokkrum vikum. Ráögert er aö Kinaferöin veröi farin i júllmánuöi n.k. -lg- Allt hjúkrun arnám í / HI innan 5 ára? Svanlaug Arnadóttir var endurkjörin formaöur Hjúkrunarfélags tsiands á fulltrúafundi félagsins, sem haldinn var 10.—11. aprfl s.l. Meöal athyglisveröustu samþykkta fundarins er áskorun á Alþingi og menntamálaráöherra um aö allt hjúkrunarnám veröi samræmt og þvl komiö i Há- skóla Islands ekki siöar en 1985. Menntamálaráöherra hefur nýlega skipaö nefnd til aö gera tillögur um hvernig gefa megi þeim sem hafa „óbreytt” hjúkrunarfræöi- próf kost á viöbótarmenntun til B.Sc. prófs i háskólanum og uröu nokkrar deilur um þaö á fundinum hvernig staöiö heföi veriö aö skipun fulltrúa HFl I þá nefnd. Núverandi stjórn HFI er þannig skipuö auk for- manns: Asa Steinunn Atla- dóttir, Anna Sigriöur Indriöadóttir, Brynja Guö- jónsdóttir, ritari, Aöalheiöur Vilhjálmsdóttir, Sigriöur Austmann Jóhannsdóttir og Sigrún Asta Pétursdóttir. úr stjórn gengu Þurlöur Back- mann og Gyöa Thorsteinson. A fundinum voru sam- þýkktar lagabreytingar I ýmsum málum og m.a. var kosin ný laganefnd til aö endurskoöa lög HFl. Enn- fremur var samþykkt aö stjórn HFI kanni möguleika á námskeiöahaldi fyrir hjúkrunarfræöinga og aö þaö veröi byggt þannig upp aö auövelt sé fyrir hjúkrunar- fræöinga úti á landi aö sækja þau, þ.e. aö þau séu sam- felld I 1—2 vikur og mögu- leikar á gistingu I Hjúkr- unarskóla Islands veröi kannaöir. — AI Ahalsími Þjóðviljans er H1333 kl. 9-20 mánudaga til föstudaga. I tan þess tlma er hægt aö ná í blaðamenn og aöra starfsmenn blaðsins f þessum sfmum : Kitstjórn 81382. 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmvndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná f afgreiöslu blaösins isima 81663. Blaöaprent hefur sfma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiöslu 81663 Heitt vatn, rafmagn og áburður hækkar mikill niðurskurður á hækkunarbeiðnunum Rlkisstjórnin ákvaö á fundi sin- um I fyrradag aö heimila Hita- veitu Reykjavikur 10% hækkun á töxtum sinum, en fariö var fram á 58% hækkun hitaveitugjalda. Þá var heimiluö hækkun á töxtum Landsvirkjunar um 12%, en fariö var fram á 30% hækkun. Rafmagnsveitum Reykjavíkur og öörum almenningsveitum var heimiluö 4,8% hækkun á gjald- töxtum. og aö lokum veitti rikis- stjórnin Aburöarverksmiöju rlkisins leyfi til 46% hækkunar á áburöi. Allar þessar hækkanir eru sam- kvæmt tillögu gjaldskrárnefndar, en eftirtekt vekur hinn mikli niöurskuöur rikisstjórnarinnar á umbeönum hækkunum. -1R. Skuttogari r Olafsvíkinga væntanlegur í næstu viku Hinn nýi skuttogari ólafsvik- inga, Már SH 126, sem smiöaöur var I Portúgal, er lagöur af staö þaöan áleiöis til Islands og er hann væntanlegur til heima- hafnar I næstu viku. Skipiö tekur á sig krók á heimleiöinni og kemur viö I Tromsö I Noregi þar sem þaö mun taka fiskikassa um borö og einnig veröur eitthvaö fariö yfir vél skipsins. Már SH 126 er fyrsti skuttogar- inn sem keyptur er til ólafsvfkur, en hann er sameign ólsara og Sandara. —S.dór Vorið er áreiðanlega komið hér á höf uðborgarsvæðinu ekki síður en fyrir norðan. Eitt óbrigðult vormerki í Kópavoginum er þegar krakkarnir draga fram bátana sína og faraá flot í Fossvoginum. Þessa mynd tók —gel í blíðunni þar ígær. Von á fleiri forseta- framb j óðendum? Þjóðviljinn hefur það eftir áreiðanlegum heimildum, að búast megi við fleiri frambjóðendum við kjör forseta Islands í júní. I því sambandi hafa nöfn þriggja manna verið nefnd nokkuð ákveðið síð- ustu daga. Við leituðum í gær til þessara manna og spurðum þá hvort eitthvað væri hæft í þessum orð- rómi. Jóhannes Nordal er einn af þessum þremur og sagði hann í gær að slikt kæmi ekki til greina af sinni hálfu. „Það ganga svo margar skrýtnar sögur hér á landi, þetta er bara ein af þeim", sagði Nordal seðla- bankastjóri. Framboðsfirestur rennur út 24. maí nk. Dr. Sturla Friöriksson hefur einnig veriö oröaöur viö framboö. Hann neitaöi þvi ekki aöspuröur I gær. Hann sagöist vilja segja sem minnst um máliö, en sagöi þó aö margir heföu skoraö á sig aö gefa kostá sér. ,,Þá er mér einnig sagt i blööunum aö I gangi sé listi um aö skora á mig aö gefa kost á mér til framboös, en ég vil taka þaö fram aö sá listi er ekki á mlnum vegum”. Dr. Sturla sagöist ekki hafa ákveöiö hvaö hann geröi ef þessi áskorun bærist sér, en sér þætti afar vænt um aö til væri fólk sem treysti sér til þessa viröulega starfs. Þá tók hann fram aö hann heföi nú starf sem væri afar áhugavert og sér væri ekki ljúft aö sleppa þvi. Armann Snævarr hæstaréttar- dómari hefur veriö oröaöur viö framboö frá því snemma I vetur. Þessi orörómur hefur oröiö æ háværari aö undanförnu. Þvi miöur náöum viö ekki I Armann Snævarr i gær, þrátt fyrir Itrek- aöar tilraunir. Ólafur Walter Stefánsson full- trúi I dómsmálaráöuneytinu sagöi aö framboösfrestur til for- setakjörs rynni út 24. mai nk. Fyrir þann tima þurfa þeir sem ætla i framboö aö vera búnir aö skiia stuöningsmannalista til yfirkjörstjórnar, sem kannar hvort meömælendur eru allir á kjörskrá, en siöan ber frambjóö- endum aö tilkynna framboö sitt til dómsmálaráöuneytisins. Eng- inn þeirra sem þegar eru ákveönir I aö vera i kjöri hefur skilaö framboösgögnum til dóms- málaráöuneytisins enn sem komiö er. —S.dór I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I I ■ I i ■ L Aðalfundur atvinnurekenda: Skattalækkanir eina leiðin Boðar auknar gengisfellingar og verðhækkanir verði launin hækkuð I ályktun aðalfundar Vinnuveitendasambands (slands um kjaramál segir m.a., að fundurinn leggi höfuðáherslu á, að ekki sé unnt að taka neinar ákvarðanir í nýj- um kjarasamningum er auki heildarlaunakostnað án þess að til komi meiri gengisfellingar og verð- hækkanir en fyrirsjáan- legar séu. Þá segir, aö skattalækkanir séu eina færa leiöin til þess aö auka raunverulegar ráöstöf- unartekjur launþega. Jafnframt telur fundurinn þýöingarmikiö, aö grundvallarbreyting veröi gerö á gildandi veröbótakerfi á laun I þeim tilgangi aö draga úr vfxlhækkunum kaupgjalds og verölags. Fundurinn „mótmælir þvi mjög harölega aö stjórnvöld og ASI semji upp á eigin spýtur án aöildar vinnuveitenda um ýmis konar félagslegar aögeröir”, segir I ályktuninni. Aö lokum er skoraö á ríkis- stjórnina aö svara án frekari tafar óskum um þrihliöa viö- ræöur um kjaramálin. — eös 1 i ■ I ■ I i ■ I ■ I I ■ I i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.