Þjóðviljinn - 15.05.1980, Page 3

Þjóðviljinn - 15.05.1980, Page 3
Fimmtudagur 15. mai 1980 ÞJúDViLJINN - SIÐA 3 Frá ársfundi Seðlabankans Héldum velli í þjódar- búskapnum 1979 Þótt ytri skilyrði versnuðu stórlega Borguðum samt 20% hærra verð fyrir sama heildarmagn af innfluttum vörum 1 islenskum þjóðarbúskap rikti sæmilegt heildarjafnvægi á árinu 1979, sagði Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri í ræðu sinni á ársfundi Seðlabankans I gær. I ræðu Jóhannesar komu fram margvíslegar upplýsingar um stöðu þjóöarbúskaparins og verð- ur hér greint frá nokkrum þeirra. Hagvöxtur var i fyrra rúmlega 3%, hins vegar rýrnuöu við- skiptakjör okkar um rúm 10% miðaö viö meöaltal fyrra árs, og varö þaö til þess aö þjóöartekjur lækkuöu um 1.7% þrátt fyrir aukna þjóðarframleiöslu. f Utflutningur óx um 9,5%, en innflutningur sá sami að magni Viðskiptajöfnuöurinn varö óhagstæöur um sem svaraöi 0.9% þjóöarframleiöslunnar. Heildar- verömæti útflutnings nam 278 miljöröum króna, sem sam- svaraöi 18% verðmætisaukningu frá árinu á undan, ef reiknað er til sama meöalgengis bæöi árin. Aætlaö er aö útflutningsverölag hafi aö meöaltali hækkaö á árinu 1979 um tæp 8% miöaö viö fast meöalgengi, en aö magni hafi út- flutningurinn aukist um 9.5%. Varöandi innflutninginn til landsins er aftur á móti þaö aö segja, aö i heild, jókst verömæti vöruinnflutnings um 20% þótt aukning væri svo til engin á árinu 1979. Um 2/3 af þessari verö- hækkun á innflutningum stafa af gifurlegum oliuhækkunum, en meðalveröhækkun á innfluttum oliuvörum milli áranna 1978 og 1979 nam rúmlega 90%. Hækkaöi hlutdeild oliuvara i heildarinn- flutningi úr 12% áriö 1978 i 19% á siöasta ári. Verölag annars inn- flutnings en oliu hækkaöi um tæp 8% á árinu Þrátt fyrir 20% veröhækkun á óbreyttu magni af vöruinnflutn- ingnum i heild, þá varö vöru- skiptajöfnuöur hagstæöur um 9.3 miljaröa vegna mikillar aukning- ar útflutningsframleiöslunnar. Hins vegar varö sú afdrifarika breyting á árinu, aö þjónustu- jöfnuöinn, sem veriö hefur jákvæöureöa nálægt jafnvægi um mörg undanfarin ár, snerist nú i mikinn halla. Námu tekjur af út- fluttri þjónustu samtals 107.2 miljöröum króna, en greiöslur fyrir innflutta þjónustu 123.7 miljöröum króna. Jóhannes Nordal sagöi, aö meira en helmingur þessarar miklu rýrnunar þjónustu- jafnaðarins stafaöi af óhagstæöri afkomu og minnkandi tekjum af Ný lög um aðbúnað og hollustu- hætti á vinnustöðum Frumvarpiö um aðbúnaö og öryggi á vinnustöðum var samþykkt sem lög frá Alþingi I gærkveldi. Frum- varpið er búið að vera lengi í meðförum þingsins en það felur I sér mikilsverðan rétt til handa launafólki á þessu sviöi. ekh/s.dór flugsamgöngum. Reiknaö á föstu gengi jukust tekjur flugfélaga að- eins um 2% frá 1978 til 1979, en út- gjöldin um rúmlega 42%. Viöskiptajöfnuöurinn viö útlönd sem sýnir niöurstööuna þegar bæöi vöruskipti svo og kaup og sala á þjónustu hafa veriö vegin saman varö óhagstæöur um 7.2 miljaröa. Heildarfiskaflinn varð á siöast ári 1630 þús. tonn. Magnáukning sjávarvöruframleiöslunnar I heild er talin hafa veriö 12-15% miðaö viö fast verölag. Fram- leiðsla á iönaöarvörum óx um 4- 5% en hins vegar dróst land- búnaöarframleiösla saman um 5- 6%. Um 15% aukning varö á verömæti útfluttra sjávarafuröa, en jafnframt jukust birgöir af sjávarafuröum um nálægt 44%. Útflutningur á iönaöarvörum öðr- um en áli og kisiljárni óx um 30% á siöasta ári. Framhald á bls. 13 Jóhannes Nordal ,rrr s«Eih Mu',EGub “«Eio u°Ersa AUO,l.YSINGASTOFA KRISHNAt? 10 3A

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.