Þjóðviljinn - 12.07.1980, Page 2

Þjóðviljinn - 12.07.1980, Page 2
2 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 12.-13. jlíll. AF SÉNÍVERMANNI Ég sótti nokkrar merar vestur í Dali í vik- unni, reið með þær um Hörðudal sem leið liggur suður Laugardal, Sópandaskarð, Langavatnsdal og niður í Stafholtstungur. Þetta var ekki merkilegri ferð en fjöl- margar aðrar slíkar, náttúrufegurð, sól í heiðt og afréttarkyrrð rofin á hefðbundinn háttaf fuglasöng, kvaki, krunki, velli og tísti. Ég skildi svo merarnar eftir í Borgarf irðin- um og tók rútu í bæinn, já, og svo ég gleymi nú engu — konan mín var með. Það var sem sagt ekki fyrr en rútuferðin hófst, að verulega dró til tíðinda. Við heiðurshjónin tókum rútuna við Fúsa- skála, en gátum ekki komið okkur saman um hvort ætti að fá að sitja við gluggann, svo ákveðið var að set jast hvort f yrir f raman ann- að og þá bæði við glugga, enda rútan nærri tóm. Ég hef grun um að okkur haf i bæði langað til að hvíla okkur ögn á hvort öðru, enda búin að sitja á rökstólum undir fjögur augu svotil viðstöðulaust í rúman aldarf jórðung. Nú skyldi sem sagt„slappað af", en þó í kallfæri við hvort annað. Varla var rútan runnin af stað þegar maður nokkur, sem hafði sofið í aftasta sætinu með séniverflösku undir höfðinu, vaknaði, brölti frameftir rútubílnum, settist síðan í sætið við hliðina á mér, bauð mér einn og tók mig — það sem kallað er — tali. Hann sagðist þekkja mig, hann læsi stund- um greinarnar mínar í Þjóðviijanum og sér þættu þær ekki nærri nógu góðar. „ Brandarar, brandarar. Þú átt að hafa brandara í greinun- um Taktu vegamálin og ríkisstjórnina maður og verðbólguna, landbúnaðinn og hraðfrysti- húsin, einhverja brandara maður! Fjörutíu- þúsund tonn föst í frystihúsunum". Og nú setti að honum óstöðvandi hátur. Hann qat með naumindum stunið upp milli hviðanna: „Fyrst er hann f rystur og svo er hann f rystur í f rysti- húsunum O! o! o! ho! ho! ho! hah! hah! hah! — Veistu, ég held að vandi hraðfrystiiðnaðar- ins stafi af því, að enginn vinnufriður var mánuðum saman í hraðfrystihúsunum fyrir forsetaframbjóðendum, sem voru að koma sér upp tengslum við alþýðuna f landinu. Fisk- urinn alltaf orðinn gamall og úldinn, þegar loksins gaf st tími til að fara að gera að, og þá kominn nýr togari með nýjan físk, sem ekki var hægt að byrja að gera að, f yrr en hann var orðinn gamall. Fyrst þarf jú að skvera upp gamla þorskinn sem er fyrir O! O! o! o! ho! ho! ho! hah! hah! hah! Fáðér einn!" Nú var rútan komin niður að Bif röst, en þar stóð á hlaðinu föngulegur hópur eigulegra stútungskvenna. Það fór ekki milli mála að þetta einvalalið ætlaði að taka sér far með rútunni, enda fóru þær að tínast inn. Þarna voru engar alþýðukonur, heldur greinilega allt konur úr hópi betra fólks. Sú sem virtist hafa orð f yrir hópnum tók sér sæti við hliðina á konunni minni og hinar meira og minna f kring. Ég held að þessi sem settist hjá konunni minni sé alþingismaður eða eitthvað svoleiðis. Ég býst við að á þessari stundu höf- um við heiðurshjónin bæði séð eftir því að setjast ekki hlið við hlið. Konan sem sat við hliðina á konunni minni sagði í óspurðum f réttum, að hópurinn væri að koma úr hópef li eða konferens um réttarstöðu kvenna í vígðri og óvígðri sambúð og viðurlög við ótimabærum nauðgunum, sem mjög virtust fara í vöxt innan veggja heimilanna. „Þá átt þú nú áreiðanlega hvergi heima," gall í vininum við hliðina á mér. Svo rétti hann þessari hefðarkonu séníverbrúsann á milli sætanna og sagði: „Fáðér einn!" Þessi orð og athöf n féllu ekki í góðan jarð- veg, en var þó látið kyrrt liggja. Nú kom vand- ræðaleg þögn, sem brátt var rofin af sessunauti mínum sem sagðist halda að berrassaði Japaninn, sem dansaði á Lækjar- torgi á Listahátíðinni, hafi verið með fingur- traf á tippinu af því að hann hefði, eins og hann sagði, „slasað sig á honum við komuna til íslands, sennilega stigið í hann." Þetta þótti hefðarkonunum ekki nógu vel lukkuðorðræða og ein sagði: „Er ekki hægt að fjarlægja manninn?" Ég lempaði hann í aftasta sætið aftur og reyndi að svæfa hann þar. Auðvitað sárnaði mér svolítið þegarég heyrði einaaf hefðarkon- unum segja: „Mér finnst að kónar eins og þessir tveir ættu nú ekki að fá far með áætl- unarbílum." Ég þorði auðvitað ekki að reyna að leiðrétta misskilninginn, var raunar viss um að mér yrði ekki trúað, en raulaði nokkrar góðar vögguvísur yf ir sénívermanninum, en það var loksins í Kollafirðinum sem hann sofnaði og þá svo fast að ekki hafði tekist að vekja hann, þegar við heiðurshjónin yf irgáfum Umferðar- miðstöðina. Og núna, er ég að reyna að rif ja upp hvaða vögguvísa það var sem loksins hreif; gæti komið sér vel seinna. Já, mig minnir að hún hafi verið svona: Þetta er gaman þykir mér. Þú ert kominn áða. Ég skal gefa þér geníver ef gengurðu til náða. Flosi. Or Galtalækjarskógi Sumarmót í Galtalækjarskógi Rækjustrídi Færeyinga og Græn- lendinga er nú lokiö Rækjustríði Færeyinga og Grænlendinga er nú lokið með því, að land- stjórnin í Færeyjum varð við kröfum heimastjórn- arinnar grænlensku um að skipa færeyskum togurum að hætta veiðunum. Færeyingar voru búnir að veiða þann skammt af rækju sem þeim hafði verið úthlutaður, en héldu áfram eftir það og vakti það mikla reiði Grænlend- inga. Eins og undanfarið ár verður haldið sumarmót um verslunar- mannahelgina I Galtalækjar- skógi. Þaö er umdæmisstúka nr. 1 og islenskir ungtemplarar sem halda mótið og verður þaö með liku sniöi og unanfarin ár — al- gjört áfengisbann og ætlast til þess aö fólk njóti náttúrunnar og þess sem boöið veröur upp á alls gáð og glatt f lundu. Norrœnir leikritahöfundar þinga: Örnólfur Árnason kjörinn formaöur örnólfur Árnason var nýlega kjörinn formaður samtaka leik- ritahöfunda á Norðurlöndum. Leikritahöfundar héldu þing sitt I Gautaborg og var rætt um ýmis hagsmunamál höfunda. Leikritahöfundar berjast fyrir þvi að losna undan prósentu- kerfinu þ.e. að höfundar fái hluta af aögöngumiöaverði i sinn hlut, en þeir segja aö slikt kerfi sé löngu úrelt, þar sem miðar séu nú víðast niöurgreiddir af riki, en kerfiö miðast við einkarekstur. Sviar og tslendingar hafa breytt örnólfur Arnason , formaður Sambands norrænna leikritahöf- unda.Þjv. rækjustríö bls 2 10,6 cic Guðrún þessu og væntanlega koma hin Noröurlöndin á eftir. Af öðrum baráttumálum má nefna aö samtökin vilja stuðla aö þýöingum leikrita á önnur norðurlandamál og aö höfundar hafi sömu stööu hvar sem er á Norðurlöndum. Þá vilja þeir fá aðild að stjórnun leikhúsa likt og aðrir þeir sem viö leikhús vinna. Samband leikritahöfunda hefur skipulagt fjölda námskeiöa fyrir félagsmenn og verða einhver slik væntanlega haldin hér á landi á næstu árum. Eins og áður sagði var örnólfur Arnason kjörinn for- maöur sambandsins og gildir kjör hans til tveggja ára. Tillaga Erlendar Paturssonar: Samar fái sérstaka aðild að Norðurlandaráði Erlendur Patursson Þjóð- veldisforingi I Færeyjum hefur lagt fram tillögu til Noröurlanda- ráðs um aö Samar fái sérstaka aðild að Noröurlandaráöi og verði samningi um ráðið breytt með þeim hætti að þetta verði mögu- legt. Erlendur segir I tillögunni, að þaö sé grundvallarsjónarmiö I þessu máli, að Samar séu ein þjóð og sú staðreynd að þeir búa I þrem rlkjum (Noregi, Svlþjóð og Finnlandi) eigiekkiaðverahindr- un I vegi fyrir þvl að þeir varð- veiti stöðu slna sem þjóö. Samar héldu nýlega þing I Trömsö og þar staöfestu Samar fyrri óskir slnar um aðild aö Noröurlandaráöi. Erlendur Patursson var á því þingi og hefur nú tekiö formlega upp þetta mál. (14. sept.) Félag íslenskra iðnrekenda: Kannar flutningskostnað Félag islenskra iðnrekenda hefur sett á laggirnar nefnd til að gera alhliða úttekt á flutnings- kostnaði innfluttra vara. Sérstak- lega skal taka tillit til uppbygg- ingar á töxtum vöruflutninga- félaga fyrir innflutt iönaðarhrá- efni og bera þá saman við taxta fyrir innfluttar samkeppnisvörur. Einnig skal nefndin kanna um hvaöa frávik sé að ræöa frá þess- um töxtum svo um raunhæfan kostnaöarsamanburð geti verið að ræða. Formaöur nefndarinnar er Gunnar J. Friöriksson en með honum starfa Ingvi I. Ingason Kristján Agnarsson, Olfur Sigur- mundsson og Þórður Friöjónsson sem jafnframt er deildarstjórí hagdeildar Félags Islenskra iön- rekenda. -áþj

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.