Þjóðviljinn - 12.07.1980, Page 10

Þjóðviljinn - 12.07.1980, Page 10
10 StÐA — ÞJÓDVILJINN Helgin 12,—13. jiilí. ,/Ef þú ert nógu andskoti duglegur geturöu náö því mikla marki að borga 60% af launumí ríkissjóö og bæjar,og skröltir samt áfram á holóttum vegi á hálfónýtum bíl (sem þú hefur ekki tíma til að gera viö og ekki geö til að setja á verkstæði af því aö þú ert svo eldklár í bílaviðgerðum). Sföan borgarðu himinháar upphæðir í söluskattinn þinn.síma og rafmagn og svo má lengi telja." Pabbinn er yfirleitt ný- farinn eða rétt ókominn i. Mér hefur veriö faliö aö láta I ljós viöhorf eiginkonu járniön- aöarmanns til hins mikla vinnu- álags sem tiökast meöal þeirra og áhrifa þess á heimiliö. Reyndar eru þeir ekki einir um þrældóm- inn. Allir Islendingar vinna eins og skepnur, jafnt yfirmenn og undirmenn, eiginmenn og eigin- konur. Þegar viö tölum um vinnu er aö jafnaöi átt viö þá athöfn sem viö fáum greitt fyrir i beinhöröum peningum. Þvi meiri vinna, þvi fleiri krónur. En til hvers? Ef þú ert nógu andskoti dugleg- ur geturöu náö þvi mikla marki aö borga 60% af launum i rik- issjóö og bæjar, og skröltir samt áfram á holóttum vegi á hálfónýt- um bfl (sem' þú hefur ekki tima til aö gera viö og ekki geö til aö setja á verkstæöi af þvi aö þú ert svo eldklár I bllaviögeröum). Siöan borgaröu himinháar upphæöir I söluskattinn þinn, sima og raf- magn og svo má lengi telja. II. Þú lest f blööunum aö svo og svo miklu af peningunum sem þú hef- ur veriöaö þræla fyrir veröi eytt i alls kyns styrki, tryggingar, verölaun, veislur, og snobbery, sem þú hefur kannski ekki minnsta áhuga á og alla vega engan tlma til aö sinna. Hvaö er svo gert i málinu? Bölvaö I hljóöi, bitiö á jaxlinn, kannski tæmd ein flaska eöa tvær, svona til aö þurfa ekki aö horfast i augu viö þá staöreynd aö þú ert haldinn vinnusýki (saman- ber drykkjusýki, alkóhólisma; bara ennþá verra). III. Þú getur ekki slappaö af, þú hreinlega veröur aö vinna uppl skattinn, fyrirskuldum. Og svo er þaö villan og gólfteppi út I öll horn og allt heimilistækjafarganiö, sem veröur aö vera til svo frúin geti lika unniö úti. IV. Fyrir nokkru var öll yfirvinna bönnuöum nokkra vikna skeiö og kom þá I ljós aö sáralitil rýrnun varö á framleiöslu og afköstum. ATHYGLISVERT og enn þá at- hyglisveröara, aö þrátt fyrir þessa reynslu fór allt I sama fariö aftur, um leiö og yfirvinnubann- inu lauk. Er þetta sjúklegt? Bæöi frá hendi stjórnenda og vinnuafls? Komiö hefur til tals hjá Félagi jámiönaöarmanna aö banna yfir- vinnu. Sikt held ég leysi litinn vanda, þar eö þaö sem bannaö er reynist oftast afskaplega eftir- sóknarvert. Eins og alkohólisti hættir ekki aö drekka þó flaskan sé tekin frá honum, hann útvegar sér aöra. Eins er vinnusjúklingur sem ekki fær nóg, t.d. I Slippnum, viss meö aö reyna aö komast aö i bila- bransanum eöa jafnvel I frysti- húsiö á kvöldin, flaka eöa bera blokkir. Allt er betra en ekkert og gæti fleytt honum upp I hátekju- skattinn. V. Ég vil undirstrika aö þetta á viö um flesta, jafnt karla sem konur. Eina frú þekki ég sem vinnur I verksmiöju hálfan daginn, skúrar á tveim, þrem stööum seinnipart- inn og prjónar lopapeysur viö- stööulaust þess á milli. I páskaboöinu voru peysurnar meöfför, enda ábyrgöarleysi aö sitja auöum höndum og þaö á föstudaginn langa. Þaö liggur i augum uppi aö blessuö bömin veröa hornreka i þessu vinnusýkisþjóöfélagi okkar. Viö borgum jú nokkurn veginn þegjandi og hljóöalaustþau útgjöld sem þeim eru samfara s.s. dagheimilisgjöld, skólagjöld og tiskufatnaö. Enda eru þau flest merkt ein- hverju risafyrirtæki út I heimi, svo sem Lee Cooper, Partner, Rydel High School o.fl. Enda mæöur sem stela sér tíma til aö sauma gallabuxur eöa bol á börn sin varla taldar eölilegar. Þá væri nú praktiskara aö koma sér I bónus. VI. Eitt eiga þó börn járniönaöar- manna sameiginlegt, þau eru stolt af feörum sinum. Spuröu: „Hvaö gerir pabbi þinn?” Og svariö er: „Hann smíöar skip” eöa „Hann lagar stóru skipin.” Og af svipnum aö dæma hefur hann gert þaö aleinn og meö annarri hendi. Börn flugmanna og ýtustjóra eru kannski jafn- stolt. Þaö er hins vegar erfitt fyrir litil börn aö sjá tilganginn I þvi aö feöur þeirra sitji og skrifi nótur eöa svari i síma állan daginn. Börn skipta pöbbum I stéttir af fullkomnu tillitsleysi og fyrirlitn- inguá skoöunum hinna fullorönu. Annars hafa þau mjög litiö af honum aö segja. Pabbi er yfirleitt annaöhvort nýfarinn eöa rétt ókominn... VII. Þaö er skemmtilegt hversu stéttlaus viö erum íslendingar þrátt fyrir aö stööugt er veriö aö reyna aö draga okkur i dilka eftir atvinnu, menntun, aldri, greind o.fl. A 1. mai er reyndar mikiö um slagorö svo sem „Niöur meö auö- valdiö”, „Oreigar allra landa sameinist”, en hvert er hiö is- lenska auövald, hverjir aröræn- ingjar og öreigar? Ég þekki þá ekki I sundur. Þetta stéttleysi er áberandi ef viö athugum þann hóp sem ég er fulltrúi fyrir hér I dag — eigin- konur járniönaöarmanna. Þær eru úr öllum áttum. Kennarar, kaupmenn, frystihúskerlingar, hárgreiöslumeistarar, hjúkr- unarfræöingar, gjaldkerar, iön- verkakonur og nokkrar sem láta sig hafa þaö aö vera bara hús- mæöur. Af þessu leiöir aö börnin okkar fá mjög ólikt uppeldi og fara inn á hin ólikustu sviö I þjóöfélaginu, og svo veröur, Guöi sé lof, meöan uppeldisstofnanir ná ekki alger- lega yfirhöndinni. Nauösyn þess aö feöur og mæöur geti veriö meö og sinnt börnum slnum veröur stööugt ljósari. Reynslan og rannsóknir hafa kennt okkur aö börn sem al- ast upp án stööugt endurtekinnar umhyggju og atlota einangrast og veröa innhverfari, neita sam- bandi viö veröld sem reynslan hefur kennt þeim aö hefur ekkert uppá aö bjóöa. Og börn sem þekkja varla heimiii sín nema sem svefnstaö, en eru alin upp á stofnunum þar sem allir eru steyptir i sama mót veröa eölilega ósjálfstæöar hóp- sálir. Búast má viö aö slikt samfélag ali af sér leiöitamari borgara, en hætt er viö aö minna veröi um áberandi einstaklinga sem þora aö ganga ótroönar slóöir. VIII. Ef stefnir sem horfir, siglum viö hraöbyri I strand. Ég held viö veröum aödraga saman seglin og reyna aö gera upp viö okkur hver ju á aö sleppa og hvaö er þess viröi aö halda í. Viljum viö þræla eins og viö gerum og til hvers er þá barist? Þvi ekki aö leggja frá sér byrö- ina stund og stund; hún hleypur ekki frá okkur. Eöa erum viö eins og þrællinn I „Beöiö eftir Godot”, sem stendur kengboginn og slefandi undir byröinni meöan húsbóndinn lifir i lystisemdum. Af hverju leggur hann ekki pinklana frá sér? Getur hann ekki sleppt þeim? Jú auövitaö. Vill hann láta vorkenna sér? Eöa dást aö hvaö hann er duglegur aö bera? Er hann hræddur um aö veröa rekinn ef hann hvilist? Eöa veit hann kannski ekki betur? Og hver er svo hinn haröi hús- bóndi? Er þaö rfkisstjórnin,fyrirtækiö? Sumir segja eiginkonan? hún geri svo miklar kröfur. Hún segir: þaö er ekki ég,heldur samfélagiö. Viö getum ekki veriö eftirbátar hinna, börnin mega ekki skamm- ast sín fyrir okkur og heimiliö. Kannski þaö séu börnin sem eru hinn haröi húsbóndi! Heimspekingurinn og skáldiö Kahil Gibran segir: Ef þiö viljiö brjóta hásæti haröstjórans, þá byrjiö á því aö brjóta hásætiö sem þiö hafiö búiö honum i huga ykkar. IX. Lífsgæöakapphlaupiö er erfitt hlaup og ekki á allra færi aö taka þátt I því. Það hlýtur aö vera hræðilegt aö uppgötva aö leiöarlokum aö maöur hafi hlaupiö fram hjá lif- inu án þess aö taka eftir þvi og aö of seint sé aö snúa til baka. Og standa þá frammi fyrir þeirri staöreynd aö til einskis haföi veriö barist. (Endurprentaö eftir 3ja tbl. Vinnunnar m. teyfi höfundar.) Iðjublaðið og kók Björn vinur minn Bjarnason I Iöju segir mér, aö þaö sé rangt sem ég held fram I svari viö fyrir- spum blaöamanns Þjóöviljans I gær. Ég segi i svari minu, aö Iöja sé, aö þvi er ég best viti, eina félagiö í landinu sem sé I IUL, alþjóöasambandi starfsfólks viö matvælaiönaö. Þetta segir Bjöm aö sé rangt. Iöja sé ekki IIUL. Ég hef enga ástæöu til aö rengja þaö. Þvi biö ég forláts. En úr þvi ég er byrjaöur aö skrifa er rétt aö þaö komi fram, aö mér finnst þaö i sjálfu sér ekki höfuöatriöi hvort Iöja er f þessum samtökum eöa ekki. Söm er gjörö þeirra sem aö blaöi Landssam- bands iönverkafólks standa, er þeir birta auglýsingu frá kóka- kóla á baksföu blaösins á sama tfma og starfsbræöur þeirra I ööru landi vita ekki hvort þeir lifa af þann dag sem þeir vakna til aö morgni. Ekki vegna krankleika heldur vegna hryöjuverka innan kókverksmiðjunnar f Guatemala City, sem hafa raunar magnast sföustu mánuöi. Björn segir f svari sinu viö spumingu blaöamanns Þjóövilj- ans f gær, aö ástæöan til þessarar Athugasemd frá' Hauki Má Haraldssyni, ritstjóra Vinnunnar auglýsingabirtingar sé sennilega sú, aö samskiptin viö Vífilfell hf. séu og hafi alltaf veriö góö. Ég fæ i fyrsta lagi ekki séö aö þau samskipti þurfi á nokkurn hátt aö versna þótt auglýsingar frá fyrirtækinu hætti aö birtast i Iöjublaöinu, og i ööru lagi veit ég aö þau verkalýösfélög erlend, sem fariö hafa I aögerðir gegn kókrisanum, hafa ekki gert þaö vegna væringa eöa ósamkomu- lags viö lókalfabrikkur viökom- andi landa. Aögeröimar hafa sprottið af samkennd verkafólks- ins meö þjáöum og ofsóttum meö- bræörum og starfsfélögum I Guatemala, og beinst gegn fram- leiöslu, framreiösluog söluá kóki. Einfaldlega vegna þess aö Coca Cola Company hefur lausn þessa máls i hendi sér, en er tregt til aö- geröa. Og þaö er þess viröi aö haft sé i huga,aö Vífilfell hf. er auðvitaö ekkert annaö en angi af risafyrir- tækinu Coca Cola Company. Annars get ég lesiö þaö úr loka- oröum Bjöms, aö honum sé um og ó um þessa auglýsingarbirtingu, og þaö hvarflar ekki aö mér aö álfta aö hann sé heilshugar fylgjandi henni. Þá þekki ég hann aö minnsta kosti ekki rétt. Haukur Már Haraldsson ritstj. Vinnunnar. Svona kemur maftur út úr kreppunni.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.