Þjóðviljinn - 26.07.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.07.1980, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN HELOIN 26.-27. júli UOBVHUNN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Otgefandi: Útgáfuféiag Þjófiviljans Framkvemdastjóri: Eióur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraidsson, Kjartan ölafsson Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir. Auglýsingastjóri: Þorgeir Oiafsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsbiaös: Þdrunn Siguröardóttir Rekstrarstjóri: Olfar Þormóösson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. lþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson Otlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur:Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Sigrföur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröardóttir. Simavarsia: ölöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Báröardóttir. Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavfk, sfmi 8 13 33. Prentun: Blaöaþrent hf. Hreinsid óþverrann — annað ekki! •Á baksíðu Morgunblaðsins á f immtudaginn var matti lesa þá frétt, að Olaf ur Jóhannesson, utanríkisráðherra haf i samþykkt að nú þegar yrði haf inn undirbúningur að byggingu eldsneytisgeyma á vegum Banaríkjahers í ná- grenni Keflavíkur og að hér væri um framkvæmd að ræða, sem áætlað séað kosti 45 miljarða íslenskra króna. • Sem betur fór reyndist þessi frétt Morgunblaðsins byggð á fölsunum, eins og f leira, sem þar má lesa þessa dagana. ( viðtali við Ólaf Jóhannesson, sem Þjóðviljinn birti í gær tekur utanríkisráðherra skýrt fram, að hann hafi enga slíka heimild veitt. • Ekki er síður mikilvægt, að í Morgunblaðinu í gær segir Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra afdráttar- laust, að allar hugmyndir um miljarðatuga fram- kvæmdir á vegum Bandarikjahers hljóti að vera háðar samþykki ríkisstjórnarinnar. Auðvitað fer utanríkisráð- herra með hið formlega vald í þessum efnum, eins og Olafur Jóhannesson hefur tekið fram, en fyrirfram er ekki ástæða til að ætla að núverandi utanríkisráðherra misbeiti því formlega í blóra við samstarfsmenn. • Það er sjálfsagt að gera þá kröfu til Bandaríkjahers, að hann hreinsi upp eftir sig óþrif in á Miðnesheiði, bæði þau sem af olíumengun stafa og önnur, — hann hefur hvort sem er ekki annað þarfara að gera. Hugmyndin um 45 miljarða framkvæmdir við nýja eldsneytisgeyma fyrir herinn byggir hins vegar á því að nota lélegt ástand eldri geyma, sem skálkaskjól til að færa hér út kvíarnar og gera fsland að b i rgðastöð fyrir mun meira magn eldsneytistil hernaðarþarfa en hingað til hefur verið um að ræða. Slíkt kemur auðvitað ekki til greina. • Þá er einnig fyrir löngu tímabært að stöðva hönnunar- vinnu við þá amerisku f lugstöðvarbyggingu, sem Bene- dikt Gröndal gaf á sínum tíma húsameistara ríkisins fyrirmæli um að vinna að, þótt samtök íslenskra arki- tekta hafiaf sinni hálfu settalgert bann á alla hönnunar- vinnu við það verk. • Ákvæði stjórnarsáttmálans og afstaða Alþýðubanda- lagsins hindra það, að hér verði byggð ný amerísk flug- stöð, a.m.k. meðan núverandi ríkisstjórn situr, og því er hönnunin út í bláinn. • Við islendingar getum auðveldlega reist okkar eigin flugstöðvarbyggingu á Keflavíkurflugvelli af hóflegri stærð á næstu árum, og þurfum ekki á neinu betlifé að halda til þeirra hluta, né á húsagerðarlist Bandaríkja- hers. • Framkvæmdir við flugstöð og eldsneytisgeyma á vegum Bandaríkjahers á Suðurnesjum upp á 70—80 milj- arða skulum við hins vegar bara ekki tala um hvað þá heimila. Það eru margar verklegar framkvæmdir, sem kalla að á landi hér. Samt er á þessu ári ekki gert ráð fyrir að verja nema 126,5 miljörðum króna til allra opin- berra f ramkvæmda í landinu, og gert er ráð f yrir í láns- fjáráætlun, að allar lánveitingar allra fjárfestingar-^ lánasjóða okkar verði í ár 57,5 miljárðar. Þessar tölur eru ekki hærri m.a. vegna þess að menn telja sig vera að berjast gegn verðbólgu og af þeim ástæðum heimta margir hóf í framkvæmdum. • Hvað skyldu svo þeir sömu menn segja um þá hug- mynd, að hefja á Keflavikurflugvelli framkvæmdir fyrir 70—80 miljarða? k. Vantrú vesælla? • Fyrir tveimur mánuðum flutti Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri þann boðskap í íslenska sjónvarpinu, að ekkert væri því til fyrirstöðu á f jármálasviðinu, að við íslendingar gætum ráðist í að reisa stóriðjufyrirtæki, sem við ættum sjálfir. Þrátt fyrir þetta klifa Geir Hallgrimsson og Morgun- blaðið nær daglega á því, að hér sé allt að farast af því Hjörleifur Guttormsson og Alþýðubandalagið vilji ekki reisa hér erlend stóriðjuver. • Allir sem til þekkja vita að á vegum iðnaðarráðu- neytisins er nú unnið af meiri krafti en oftast áður að undirbúningi margvíslegra nýiðnaðarverkefna, og m.a. athuganir í gangi varðandi orkufrekan iðnað. • Skyldi Morgunblaðinu og Geir Hallgrímssyni líða svona illa af því þessi fyrirtæki eiga að verða íslensk? k. • úr aimanakínu Allir sem hafa komiB nálægt leiklist vita að til þess að leik- sýning beri sig þarf ákveðinn áhorfendafjölda, og hús sem tekur 1 - 200 manns I sæti getur aldrei staðið undir atvinnuleik- list. Um aðra listastarfsemi i Eiginlega hafði ég hugsað mér að skrifa atmanaksgrein i siðasta Sunnudagsblaðið i minni umsjá um heilabrot min i fram- haldi af lesningu bókarinnar ,,The Bleeding Heart” eftir Marylyn French. Svo verður þó ekki. enda hefur Jóhanna Kristjánsdóttir gert þaö ágæta vel I Mbl. auk þess segir FIosi að Sunnudagsblaðið sé hið mesta kvennablaö i minni umsjá, amk. eitt tölublað þess (12. júll). Þetta er auðvitað al- veg gasalegt svo nú sný ég mér að ákaflega ókvenlegu málefni i staðinn, þ.e. skipulagsmálum og menningarpólitik, og læt nægja um „kvennamálin” að ráðleggja fólki að lesa fyrr- nefnda bók. Þegar rætt er um menningar- pólitik og nauðsyn þess að yfir- völd hafi einhverja slika, er ekki átt viö að öll menningarstarf- semi og listsköpun sé undir ein- hverskonar yfirstjórn, sem skammti fé, boð og bönn til ingarmiðstöðvar. Slik miðstöð getur verið hverfinu lyftistöng — athvarf fyrir félags- og tóm- stundastörf og aðstaða til lista- starfsemi af ýmsu tagi, — ekki aðeins fyrir þá sem búa I hverf- inu.heldurfyrir alla borgarbúa, sem sumir hafa ekki einu sinni komið i hverfið. Þvi miður virðist hugmyndin að baki skipulagningar menn- ingarmiðstöövarinnar alls ekki miða aö þvi að atvinnulist, amk. ekki leiklist og varla tónlist sé stunduð i húsinu. Salurinn þar sem leiksviöið á að vera heitir fyrirlestrarsalur og tekur 99 manns i sæti. Enginn búnings- klefi er I nágrenni sviðsins og ekki hægt að komast á klósett nema I gegnum eldhúsiö. Auk þess er gluggaröð meðfram öll- um stærstu sölum hússins en myrkvun salanna hefur verið eitt aðalvandamálið á leiksýn- ingum t.d. á Kjarvalsstööum og Félagsstofnun. Annar salur er fyrirhugaður I menningarmið- stöðinni, sem merktur er á teikningum „börn”. Þar virðist gert ráð fyrir sviði I horninu og er lögun hans heppileg fyrir. barnasýningar. En það er hvergi hægt að komast inn á sviðiö nema úr sal! Menningarmiðstöðin I Breið- holti er I raun fyrsta húsið sinn- ar tegundar sem reist er á Is- MENNINGARMIÐSTÖÐ — TTL HVERS? listarinnar. Listsköpun hlýtur alltaf að vera háð ótakmörk- uðu frelsi og flestar tilraun- ir til aö stjórna listsköpun ,,aö ofan” eru dæmdar til að mis- takast — veröa haft en ekki hvatning. Það er þó svo að list- sköpun er sjaldnast algerlega frjáls, ma. vegna þess að verð- lagning er ekki frjáls, aðgöngu- miöar t.d. á leiksýningar eru niöurgreiddir og i verði á bókum eru innifaldir ýmsir skattar og gjöld til hins opinbera. Sumar listgreinar eru lika háðari um- hverfi sinu en aðrar og óhugsandi að stunda þær nema ákveðin skilyrði séu fyrir hendi. I næstum hverju plássi á landsbyggðinni eru samkomu- hús sem eru miðstöövar menn- ingar- og félagslifs. Þau hýsa undir sama þaki dansleiki, fundi, leiklistarstarfsemi, klúbba ýmiss konar og fleira. Sllk hús skapa skilyrði fyrir frjótt og liflegt mannlif og and- lega upplyftingu og eru þvi eins þýðingarmikil og ibúöar- húsnæðið. Þau eru samastaður fólksins, — félagsmiöstöö þar sem hægt er aö hittast, spjalla saman, stunda áhugamálin, og njóta listar. Þó aö slik félags- heimili séu I flestum sveitum landsins, hefur Reykvikingum enn ekki tekist að eignast slika menningarmiðstöð. Að visu þjóna leikhúsin, Kjarvalsstaöir, Háskólabió, Norræna húsið, Félagsmiöstöð stúdenta , bóka- söfnin og fleiri stofnanir þessu hlutverki að nokkru leyti. En hvergi nægjanlega. 011 leikhúsin I Reykjavik búa við verulegan húsnæðisskort, þrátt fyrir hina gifurlegu leik- húsaösókn. Þess eru dæmi að sýningar gangi árum saman, m.a. vegna þess að þær eru sýndar i svo litlu húsnæði, og þær skila engum hagnaöi, þótt tugir þúsunda sjái þær. þessum húsum sem fyrr eru nefnd, held ég að óhætt sé að segja að tónlistin og þó einkum myndlistin komist þar nokkuð vel til skila, enda t.d. Kjarvals- staðir fyrst og fremst reistir sem myndlistarhús. En vegna hins mikla húsnæðisskorts fyrir leiklistarstarfsemi hafa öll þessi hús verði nýtt að ein- hverju leyti fyrir leiksýningar. Kjarvalsstaðir, Norræna húsið og Félagsmiðstööin eru þó öll ákaflega illa fallin til leiklistar- starfsemi og hefðu smávægi- legar breytingar á húsnæðinu gertþar gæfumuninn. Það hefur sem sagt alls ekki verið gert ráð fyrir að þessi hús yröu nýtt til sliks. Það er vissulega von manna að hið nýja Borgarleikhús muni sinna hinu margþætta hlutverki menningarmiöstöðvar borgar- innar meö sóma. En Borgar- ' leikhúsið getur aldrei hýst alla leiklistarstarfsemi borgarinnar enda reyna stofnanaleikhus gjarnan aö fara t.d. með barna- sýningar I úthverfin. Auk þess eiga leikhús eins og Alþýðuleik- húsið og nemendaleikhúsið ekki aögang að nokkru húsnæði i borginni, sem hægt er að telja viðunandi fyrir listrænar og fjárhagslegar þarfir leikhúss- ins. Það var þvl mörgum mikiö gleöiefni, þegar þaö fréttist að i Breiðholtinu væri nú að hefjast bygging myndarlegrar menn- Þórunn Sigurðardóttir skrifar landi. Það mun hýsa mun fjöl- breyttari starfsemi en sam- komuhús landsbyggðarinnar. Til þess aö húsiö geti staðið und- ir nafni verður að vera hægt að flytja þar bæði leiklist og tónlist svo vel sé, og hér er aöeins um skipulagsatriði aö ræða, en ekki fjármuni, nema að mjög óveru- legu leyti. Reynslan af fyrr- nefndum húsum I borginni sýnir að þörfin fyrir húsnæði undir leiklistarstarfsemi er svo brýn, aö þaö er óhugsandi annað en aö I menningarmiðstöðinni I Breið- holti eigi eftir aö fremja leiklist I framtiðinni, jafnvel þótt húsiö sé nánast óbrúklegt til þess. Það er óbætanlegt ef ekki á að nýta reynsluna sem fengist hefur viö leiksýningar I Norræna húsinu, Kjarvalsstööum og Félags- stofnun til að koma I veg fyrir fleiri slys. Þrátt fyrir óendan- lega erfiðleika I sambandi við hljómburö, loftræstingu, raf- lagnir, ljósaútbúnað, búnings- klefa, leiksvið, ljósaeinangrun og fleira hafa þessi hús verið nýtt æ ofan I æ af atvinnu- og áhugafólki, frjálsum leikhópum og stofnanaleikhúsum. Bygging menningarmiðstöðvar I Reykjavik, þar sem á engan hátt virðist hugsaö fyrir leik- listarstarfsemi, verður þvi aö teljast með meiriháttar afglöp- um I islenskum skipulags- og menningarmálum, á hvern sem þau kunna að skrifast.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.