Þjóðviljinn - 26.07.1980, Page 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN HELGIN 26—27. júll
Guðrún
Agústsdóttir:
En nú er eins og borgin hafi vaknað
af dvala, matsölustaðir og kajfihús
spretta upp eins og gorkúlur
Líf í borg
Er Reykjavík skemmti-
leg — falleg borg?
Þaö hefur ekki fariö fram hjá
neinum aö miöborg Reykjavíkur
hefur breyst. 1 hana hefur færst
lif. HUn er aö lifna viö. Fyrir
nokkrum árum geröist þar aldrei
neitt nema e.t.v. á 17. jUní, sum-
ardaginn fyrsta og 1. mai. Fólk
átti yfirleitt ekki annaö erindi i
miöbæinn, en aö skreppa i banka,
pósthUs og borga reikninga.
Einstaka menn reyndu þó aö hitt-
ast á götuhornum og rabba sam-
an — annars voru allir aö flýta
sér á milli stofnana.
KaffihUs I miöborginni lögöu
upp laupana og miöbærinn hélt
áfram aö vera dauöur.
En nU er eins og borgin hafi
vaknaö af dvala, matsölustaöir
og kaffihUs spretta upp eins og
gorkUlur, Félagsstofnun stUdenta
hefur bryddaö upp á nýjungum og
er oröin afar aölaöandi mótstaö-
ur. útihátiöahöld og uppákomur
þar sem fólk tekur þaö upp hjá
sjálfu sér aö skemmta fólki eöa
vekja athygli á skoöunum sinum
eru oröin tiö.
Pylsuvagnar og útimarkaöur
gera sitt til þess aö laöa fólk aö
miöborginni.Hverjum þetta er aö
þakka er erfitt aö fullyröa, en
framtakssamt fólk hefur komiö
fram meö nýjar hugmyndir,
sem borgaryfirvöld hafa tekiö
vel I og jafnframt bryddaö upp á
nýjungum sjálf.
Fleiri og fleiri gömul hUs eru
gerö upp og I þau flytur fólk sem
hefur áhuga á þvi aö vernda og
bæta gömul hús. Nýuppgert
Landlæknishúsiö á Torfunni,
eins fallegt og þaö er oröiö aö inn-
an sem utan, hefur vonandi sann-
fært þá sem andsnúnir voru friö-
un Torfunnar um ágæti þessarar
ákvöröunar.
Allt þetta á sinn þátt 1 þvi aö
gæöa miöborgina lifi.
NU er bUiö aö gera nýtt deili-
skipulag fyrir Grjótaþorpiö og
vonandi ná þær hugmyndir um
varöveislu og endurnýjun sem
þar eru fram aö ganga.
Næsta skref held ég aö ætti aö
vera aö minnka akstur einkabila I
miöborginni, hvort sem þaö yröi
meö fækkun bilastæöa þar, eöa
meö þvi aö loka einstaka göt-
um — þaö væri liklega best aö
fara hægt i þær sakir meö þvi aö
loka götum einstaka daga þegar
umferöin er mest. Annars er um-
feröin I Reykjavik (og reyndar
annars staöar llka) talsvert
ruddaleg. Fólki viröist oft liggja
öll ósköpin á og ekki tækifæri til
aöpælast áfram, „svína”,er látiö
ónotaö. Meö hækkandi eldsneyt-
isveröi veröur þaö sifellt brýnna
aö umferöin veröi jafnari. Þaö er
nefnilega heldur . klénn bensin-
sparnaöur aö vera slfellt aö „gefa
I” og bremsa. Aö undanförnu hef-
ur veriö reynt aö reka áróöur fyr-
ir hjólreiðum. Þaö er Ut af fyrir
sig mjög skynsamlegt, en þaö
fylgir bara sá böggull skammrifi
aö þaö er stórhættulegt aö hjóla
hér I Reykjavik. Okumenn eru
ekki vanir aö þurfa aö taka tillit
til hjólreiöamanna og þvl er ltk-
legt aö hjólreiöamaöurinn veröi
haröast Uti I hita baráttunnar um
aö komast leiöar sinnar.
Þaö getur veriö erfitt aö dæma
um baö hvort borgin, þar sem
maöur er uppalinn sé falleg eöa
ekki. Mér finnst hUn fal-
leg — meö nokkrum undantekn-
ingum þó — en hitti oft fólk bæöi
innlent og erlent sem sér ekki
þessa fegurö — er hins vegar
heillaö af fegurö höfuöstaöar
Noröurlands. Þessu getur veriö
erfitt aö kyngja. Þegar spurt er
nánar Ut I þessa sálma er bent á
ófrágengnar lóöir I kringum
verksmiöju- og iönaöarbyggingar
og ennfremur hversu dreifö borg-
in er. Akureyri sé mun heillegri
bær. I Reykjavik sé mikiö af auö-
um óræktarsvæðum sem þjóni
engum tilgangi, en sltti borgina
I sundur. Þau vandamál sem
fylgja dreiföri byggö þekkja þeir
mæta vel hjá S.V.R. Þegar
Reykjavlk er borin saman viö
borgir af svipaöri stærö erlendis
kemur í ljós aö vegalengdir éru
hér miklu meiri en þar, og er auö-
velt aö sjá hversu óhagkvæmt þaö
er.
Þær hugmyndir sem fram hafa
komiö um þéttingu byggöar yröu
til þess aö gera borgina samfelld-
ari og fallegrbsvo ekki sé talaö
um sparnaöinn sem af þvl hlytist
aö nýta þessi svæöi áöur en ráöist
er I aö byggja ný Uthverfi meö
ærnum tilkostnaöi. Þau svæöi er
athuguö hafa veriö eiga þaö sam-
eiginlegt aö vera meira og minna
I órækt. Þaö mælir þvi ýmislegt
meö þvi aö reyna aö fylla upp I
þær eyöur sem myndast hafa I
byggöina hér.
Ýmislegt hefur veriö gert til
þess aö laöa fólk til höfuöstaöar-
ins. Eg minnist bæklings sem
Reykjavikurborg lét gefa Ut aöal-
lega ætlaöan Utlendingum. 1 þeim
bæklingi var feröamönnum boöiö
upp á aö setjast inn á tiltekiö
kaffihUs I miöborginni og horfa á
fallegar stelpur sem gengju
framhjá. Þaö var sumsé gefiö I
skyn aö islenskar stUlkur væru
fjarska fallegar, sem þær llka
eru. En strákar höfuöstaöarins á
ýmsum aldri eru llka fjarska fal-
legir og hæpiö aö taka þaö ekki
fram. Þaö er nefnilega ekki alveg
sjálfgefiö aö allir feröamenn séu
karlar. A þessum slöustu og
verstu tfmum er konur nefnilega
famar aö feröast! Þessi setning
um fegurö kvennanna var felld
niöur þegar bæklingurinn var
endurskoöaöur áriö 1974, og hann
var skrifaður aö minnsta kosti
áratug áöur en viö Islendingar
kusum okkur hana Vigdisi sem
forseta og áöur en Rauösokka-
hreyfingin fór> aö láta á sér
kræla.
En þaö er ennþá ýmislegt I
þessum litla bæklingi sem orkar
tvimælis, þar stendur t.d. aö
,Avert heimili hversu fátæklegt
sem þaö er hefur eigið bóka-
safn — þar sem á lslandi býr ein
mesta bókmenntaþjóö heims-
ins,” — áöur haföi komiö fram
aö „flestir reyni aö byggja sér sln
eigin hýbýli sem hæfi draumum
þeirra um „ideal living”, kaupi
sér lóö og byggi svo hvenær sem
þeir hafi tlma og peninga. Þegar
inn er komið eru heimilin eins og
beint upp Ur hýbýlaprýöistlmarit-
um”. Þessu til frekari staöfest-
ingar er mynd af glæstu einbýlis-
húsi I Vesturbænum. Hvar eru þá
fátæklegu heimilin meö bóka-
söfnunum? Ef til vill hefur skap-
ast hefö um gerö sllkra auglýs-
ingabæklinga og fegrun á staö-
reyndum sjálfsögö, en þarna er
nokkuö langt gengiö, þvl raun-
veruleikinn er allt annar hjá
mörgum Ibúum borgarinnar. Þaö
er ekki hægt aö treysta þvl aö ein-
stæöa móöirin, sem er aö leita sér
aö leigulbúö á uppsprengdum
markaöi geri sig ánægöa meö aö
lesa þennan bækling Utgefinn af
Reykjavikurborg. Hún er alla
vega ekkií hópi þessara „flestra”
sem lýst er I bæklingnum.
Ég held aö þaö sé full ástæöa til
aö endurskoöa bækling þennan,
en þó er ennþá meiri ástæöa til aö
fara hina leiöina aö þvi aö minnka
fjarlægöina milli draums og
veruleika aö bæta veruleikann og
ráö bót á þeim hlutum sem slst
eru liklegir til aö komast I feröa-
mannabæklinga.
Guörún Ág.
Einar Karl Haraldsson
Fatladir ekki sér heldur med
Nitján hundruð áttatiu og eitt er alþjóðaár
fatlaðra. Það er nú mikil lenska að heiga hvert ár
sérstökum málaflokkum og mörg þörf málefni
berjast um athygli landsmanna. En samtök fatl-
aðra hafa gætt þess að minna rækilega á sig i
tima og lagt fast að stjórnvöldum og sjálfum sér
að nota yfirstandandi ár til undirbúnings en
alþjóðaárið til framkvæmda. Margháttað undir-
búningsstarf er unnið þessar vikurnar og eins og
horfir i dag er þess að vænta að talsverð tiðindi
verði i málefnum fatlaðra á næsta ári.
Sameinuðu þjóöirnar greina
fötlun meö svofelldum hætti.
„Skilgreining á fötlun er af
ýmsum toga. Þó er almennt
ályktað aö hver sá geti talist
fatlaöur sem ekki getur um alla
framtlö á eðlilegan hátt tekiö
þátt I störfum og leik meiri
hluta jafnaldra I samfélaginu.
Fötlun er jafnt af likamlegum
sem andlegum toga spunnin”.
1 heimsbyggö allri eru um
10% ibúa fatlaöir andlega eöa
llkamlega samkvæmt þessari
skilgreiningu. Auk þess er aö
jafnaöi um 5% sem um lengri
eöa skemmri tima eiga i erfiö-
leikum meö aö bera sig um
vegna slysa, aldurs og fleiri
hreyfihamlandi þátta. Hér á
landi eru um 23 þúsund manns i
fyrri flokknum, og 11 til 12
þúsund manns I hinum siöari.
Málefni fatlaöra snerta á beinan
hátt miklu stærri hóp, m.a. aö-
standendur og fólk I heilbrigöis-
stéttunum. Slöast en ekki sist
snerta þau okkur öll, þjóöar-
heildina, þvi aö hvernig sem
litiö er á máliö skiptir þaö miklu
aö þessum stóra hópi sé gert
kleift aö vera virkur I þjóöfélag-
inu.
A vegum nefndar sem
undirbýr alþjóöaárið er nú verið
aö vinna aö endurskoöun á gild-
andi lögum og reglugeröum um
málefni fatlaöra. Stefnt er aö
þvl aö á næsta ári veröi sett
heildarlöggjöf um þessi efni I
staö núgildandi laga og reglu-
geröa sem eru hátt á annan tug,
ósamstæö og Urelt sum hver.
Sennilega veröur þar tekiö miö
af nýsamþykktum lögum um
aöstoö viö þroskahefta sem
þykja til fyrirmyndar, og um
leiö veröa þau felld inn I heild-
ina. I annan staö er unniö aö
vlötækri stefnumótun I mál-
efnum fatlaöra I tengslum viö
frumvarpsgeröina og undirbúin
áróöursherferö alþjóöaársins.
Atján dauöaslys hafa oröiö
I umferöinni þaö sem af er þessu
ári á móti fimm allt áriö I fyrra.
Fleiri hafa einnig slasast i
umferöinni en áöur og margir
eru örkumla fyrir lifstiö. Billinn
tekur stóran toll i mannslifum
og örkumlum. Bregöast þarf
hart viö á þessu sviöi bæði meö
lagasetningu og aukinni
fræöslu. Starfshópur um slysa-
varnir er nú aö störfum og
veröur væntanlega hægt aö
byggja á niöurstööum hans
skynsamlegar Urbótatillögur er
snerta slys I heimahúsum,
vinnuslys og umferðarslys.
Þegar hafa veriö settar fram
kröfur um lögleiöingu bílbelta
og hnakkpúöa, og markvissari
ökukennslu. Eitt sviö veröur
sérstaklega tekiö fyrir en þaö er
nauösyn breytinga á bæjar-
skipulagi til þess aö fækka
umferöarslysum. Fötlun af
völdum slysa hefur I för meö sér
gifurlegan samfélagslegan
kostnaö og hér er þvi til mikils
aö vinna fyrir opinbera aöila og
öll þau samtök sem meö einum
eöa öörum hætti starfa aö slysa-
vörnum.
Alkunna er aö mannvirki
okkar eru ekki hönnuö meö
þarfir fatlaöra i huga. I nýlegri
byggingarreglugerö fyrir allt
landiö er mælt svo fyrir aö allar
opinberar byggingar skuli ytra
sem innra vera hannaöar meö
þessar þarfir I huga. Svipaöar
reglur gilda um ibúöarhúsnæöi
en er ekki enn fylgt stranglega
eftir. í umfjöllun Þjóðviljans i
siöasta Sunnudagsblaöi um
aögang fatlaöra aö opinberum
byggingum sýndi sig aö enda
þótt nýjar reglur séu komnar I
gildi er langur vegur frá þvi aö
hönnuöum séu orönar þær svo
eiginlegar aö þær séu Utfæröar á
fullnægjandi hátt. Hafi þab
Ritstjórnargrein
tekist varöandi lyftur eöa
breidd huröa, þá rekst hinn
fatlaöi allt I einu á þröskuld eöa
á alltof bratta skábraut o.s.frv.
Fyrir heilbrigöan er ætlö erfitt
ab setja sig i spor hins fatlaða,
en hönnubir og ráðamenn þurfa
eigi aö siöur aö leggja sig betur
fram um þaö.
Ef aöal hagsmunamálum
fatlaöra er raöaö I forgangsröö
koma atvinnumálin áreiöanlega
fyrst. Mikils átaks er þörf I þvi
aö fjölga atvinnutækifærum,
koma á virkri vinnumiðlun fyrir
fatlaöra, fleiri vernduöum
vinnustööum og jafnvel aö
skylda atvinnurekendur aö hafa
jafnan einhverja fatlaða I vinnu.
Ferli og aðbúnaöarmálin ganga
atvinnumálunum næst og þar
eru verkefni til fjölda ára.
Menntunarmál fatlaöra eru
ákaflega mikilvægur mála-
flokkur þar sem mikilla úrbóta
er þörf svo og aukin fræösla til
almennings, m.a. meö kynningu
á kjörum fatlaöra i skólum.
Slöast en ekki slst má aldrei
gleymast aö öryrkjar og aldr-
aöir eru langtekjulægstu hópar
landsmanna.
t gegnum öll þessi brýnu
hagsmunamál gengur eins og
rauöur þráöur hvort fatlaöir
eigi aö deila kjörum og blanda
geöi viö okkur hin i skólum, hús-
næöi og á vinnustað, eöa vera
sér á stofnunum. Sérhúsnæöi
fyrir fatlaöa, sérskólar og
verndaöir vinnustaöir eru góöra
gjalda veröir aö vissu marki
viö lausn brýnasta vanda. En -
tslendingar eru nú á þvl stigi
mála aö krafan hlýtur aö vera
um jafnrétti fyrir fatlaöa og aö-
lögun aö venjulegum lifs-
háttum. Þeir eiga ekki aö vera
sér heldur meö.
Framkvæmd alþjóöaárs
fatlaöra og þær umbætur sem
aö er stefnt munu kosta
peninga, mikla peninga. Þjóö-
viljinn hvetur til þess aö fjár-
veitingavaldiö standi sig
myndarlega i þessum efnum og
tryggi Framkvæmdasjóði
öryrkja og fatlaöra viöbótarfé,
auk þess sem þannig veröi búiö
um hnúta aö framkvæma megi
lögin um aöstoö viö þroskahefta
meö reisn. Þar má nefna m.a.
rekstur heimilis fyrir innhverf
börn og þá reglu aö foreldrar
sem gæta þroskaheftra barna á
heimilum skuli eiga rétt á hálfu
daggjaldi vistheimilis.
A þessu ári veröur tekin i
notkun sundlaug viö Sjálfs-
bjargarheimilin I Reykjavik og
nýveriö var tekin fyrsta skóflu-
stunga aö sundlaug viö Endur-
hæfingardeild Borgarspitalans.
Þessar framkvæmdir kveikja
vonarneista hjá fötluöum sem
áreiöanlega munu ekki láta sitt
eftir liggja á alþjóöaárinu.
Magnús Kjartansson hefur likt
fötluöum viö ónýtta auölind sem
þjóbfélagiö eigi aö veita fjár-
munum i aö beisla, enda sé þaö
ein aröbærasta fjárfesting sem
hægt sé aö leggja 1.11. mai ræðu
á Húsavík sagði Magnús:
„Barátta fyrir réttindum fatl-
aöra er jafnréttisbarátta, en
einnig barátta fyrir bættum
þjóöféiagslegum afköstum,
aukinni arösemi og betra lifi
okkar allra.”
—ekh