Þjóðviljinn - 26.07.1980, Síða 18

Þjóðviljinn - 26.07.1980, Síða 18
18 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN HELGIN 26.-27. júli Örn Ágúst Guðmundsson tannlæknir: „Er dottinn út úr lífsgæða- kapp- hlaupinu’' „Ef þú ert aö fiska eftir einhverj- um hátekjumanni sem er á fullu f lifsgæöakapphlaupinu, þá heid ég aö þii hefir ekki hitt á rétta mann- inn. Hafi ég og kona mln einhvern tfma veriö komin þar á skriö erum viö rækilega dottin dtiir því. Gerö- um þaö þegar viö fórum til Noregs 1973 — ég var þar i framhalds- námi — og ætlum ekki aö skrá okkur f þaö fræga hlaup héöan af. Hitt er annaö aö ég vinn fremur mikiö, allajafna frá 9—5 og tek eng- an matartima. Aöur vann ég meira, aldrei skemur en til kl. 7 á kvöld- in.” örn Agúst aö störfum. Þetta segir Orn Agilst Guömundsson tannlæknir. Hann hdf störf 1966 og setti upp sina eigin stofu áriö eftir. Hann var þá löngu giftur maöur og búinn aö eignast tvö börn. Eigiö húsnæöi eignaöist fjölskyldan 1969 og hefur nú nýver iö stækkaö viö sig. Farinn að lýjast um fjög urleytið — Er þetta ekki dæmigert lffs hlaup manns á þinum aidri? „Þaö held ég. Maður varö aö vinna mikiö sérstaklega fyrst I staí meöan maöur var aö koma upf stofu og fbúö. Lánakjörin voru afar slæm, engir gildir sjóöir til al ganga f,svo aö ekki þýddi annaö er leggja nótt viö dag. Vinnudagurinn var llka alltof langur. Menn eru farnir aö lýjast ansi mikiö viö stól- inn þegar klukkan er oröin fjögur. Ég finn talsverðan mun á mér, enda slæmur f baki, vann mér til óbóta ef svo má segja á skólaárun- um þegar ég stundaöi erfiöisvinnu og hef aldrei náö mér siöan.” — Nú skilst mér, aö tannlæknar hafi taisvert hærri tekjur en Pétur og Páll úti i bæ. Þarftu samt aö vinna ekki skemur en 40—50 klst. á viku? „Já, ennþá þarf ég þess og mun þurfa meöan viö erum aö komast út úr mestu skuldunum vegna ibúöa- kaupanna. Þaö má kannski segja sem svo aö fjölskyldunni heföi dug- aö gamla Ibúöin sem var 120 ferm., en viö hjónin vorum sammála um aö breyta til. Börnin eru þrjú og stunda öll hljóöfæraleik og þurfa þess vegna mikiö pláss. Konan er tónlistarkennari og kennir I hálfri stööu viö Tónmenntaskólann og tekur lika nemendur heim, svo aö þú sérö aö viö þurfum aö hafa rúmt um okkur. Mér finnst aö fjölskyld- an þurfi aö hafa vissan ramma til aö geta lifað ánægjulegu lifi og geti ég stuölaö aö þvi þá geri ég þaö. Þess vegna vinn ég svona mikiö. Hitt er svo annaö mál aö ég stefni aö þvi aö stytta vinnutlmann. Okk- ur brá mjög viö aö vera I Noregi. Þar er vinnutiminn miklu styttri og þaö byggist fyrst og fremst á þvi aö þaö kostar ekki eins mikiö og hér aö eignast eöa leigja sér húsnæöi. Lánakjörin hjá tannlæknum I Noregi lika allt önnur. Þar er hægt aö fá góö lán til aö koma upp stofu. Höldum okkar réttindum ÞU talaöir um háar tekjur tann- lækna. Jú, þaö er rétt. Viö höfum góöar tekjur og höldum okkar hlut I veröbólguæöinu. Taxtanefnd fylg- ist meö veröhækkunum og reiknar taxta okkar samkvæmt veröbreyt- ingum jafnóöum, þannig aö viö lækkum ekki i launum eins og aör- ar stéttir gera. Viö höldum okkar réttindum sem samiö var um. Þaö gera aörir ekki, og meöan svo er er kannski eölilegt aö sumum finnist hér vera um forréttindi aö ræða. Tannlæknar hafa lika frá gamalli tiö fengiö vel borgaö fyrir vinnu sina eins og margar aörar sérhæfö- ar stéttir, t.d. læknar. Þá sögu þekki ég reyndar ekki, en ég vildi að aörar stéttir gætu haldiö eins vel á sinum málum gagnvart atvinnu- rekendum eins og okkur hefur tekist.” — Þér finnst þú þá ekki vinnu þræll? „Nei, þaö finnst mér ekki. Am.k. ekki miöaö viö þá menn sem vinna erfiöisvinnu fyrir litla borgun. Sé sú viömiöun notuö er ég mikill for- réttindamaður.” Er farinn að hugsa öðruvisi — Hvaöa viöhorf hefur þú til fyr- irvinnuhugtaksins? „Eins og ég sagöi áöan vinnur konan mfn hálfan daginn viö kennslu á veturna svo aö ég afla peninganna ekki einn, þó aö minar tekjur séu meiri en hennar. 1 byrj- un búskapar okkar fannst mér sjálfsagt aö konan ynni úti meðan ég var aö læra, en ég var ekkert hrifinn af þvi, að hún héldi þvi áfram. Mér fannst ekki æskilegt aö börnin væru ein heima og ég geröi alltaf ráö fyrir aö vinna fyrir fjölskyldu. Annars man ég ekki hvort ég hugsaði þaö nokkurn tima beinlinis, þetta varð bara svona og þótti alveg sjálfsagt. Eg er raunar farinn aö hugsa talsvert ööruvisi um þessi mál núna, sérstaklega eftir aö telpurn- ar eru orönar svona stórar,15 og 19 ára.Sú eldri er t.d. alveg aö ákveö- in aö halda slnum hlut aö öllu leyti þó aö hún giftist og ég er alveg sammála henni I þvl. Svona breyt- ast tlmarnir.” „ Vinnudagurinn er alltof langur. Menn eru farnir að lýjast ansi mikið við stólinn þegar klukkan er orðin fjögur. ” | hjá okkur sem vinnum hjá Þjóöieikhúsinu. Viö fáum þó aöeins einn mánuö borgaöan, hinn vinnum viö af okkur. Ég er afar ánægöur meö lífiö og tilveruna og hef engar sérstakar óskir um breytingar á mlnum högum. Hann heitir Reinhart Agúst Reinhardtsson þessi heimilisfaöir, ungur maöur og hress og finnur aö þvl er hann segir sjálfur lltiö fyrir stressi velferöarþjóöfélagsins Is- lenska þar sem á oröi er haft aö flestir vinni sér til óbóta. 60 timar og félagsstörf að auki — 60 timar á viku finnst mér mikil vinna, finnst þér þaö ekki llka? ,,JU að sjálfsögöu er þaö.en ég finn ekki svo mikiö fyrir þvl. Þetta er ekki erfiö vinna likamlega, and- lega álagiö er meira og stundum veröur þaö ansi mikiö,en oftast er þetta rólegt og afslappaö. Annars heföi ég ekkert á móti þvl aö stytta vinnudaginn,þá heföi ég meiri tima fyrir félagsstörfin sem mér eru ákaflega mikils viröi og mitt hálfa lif ef svo má segja. En eins og ég sagöi áöan þá má ég ekki missa peningana. Viö hjónin erum aö kaupa gamalt hús sem er nokkuö dýrt og lánakjörin eru enn verri þegar keypt er gamalt heldur en nýtt. Annars er ég ekkert aö kvarta yfir peningaleysi, viö höfum þaö mjög gott eins og sa gt er — samtals yfir miljón á mán. en mér er þaö alveg ljóst aö ég einn gæti ekki unn- iö fyrir öllum þeim peningum sem fjölskyldan hefur til ráöstöfunar. Konan bjargar málunum og þaö gera konur yfirleitt núoröiö og þess vegna er hægt aö halda kaupinu svona lágu hjá öllum þorra launa- manna.” Leiðinlegt að vera heima allan daginn — Cr þvi aö konan bjargar mál- unum eins og þú segir, hvert er þá viöhorf þitt til fyrirvinnuhugtaks- ins og verkaskiptingar á heimll- um? „Ég er alveg klár á þvl aö ég er ekki eina fyrirvinna heimilisins,en ég er samt mjög gamaldags I þess- um efnum. Ég,gætifyrir þaö fyrsta alls ekki ímyndaö mér mig I þeim sporum aö vera heima en konan ynni úti. Af hverju? Það væri bara svo hrútleiðinlegt og svo hef ég alist upp viö aö þaö sé hlutskipti konunnar aö gera heimilisverkin. Aö vi'su hefur konunni minni tekist aö breyta hugsunarhætti minum dálltiö og fyrst hún vinnur úti allan daginn er ekki nema sanngjamt aö ég tæki til hendinni á heimilinu.” — Hvaö helduröu aö þú eyöir mörgum timum á viku f heimilis- störf? „Þaö fer ekki mikill tlmi I þau hjá mér. Svona tveir timar gæti ég trúaö. Ryksugan er alveg á minni könnu og viö erum jafnvlg á innkaup og aödrætti til heimilisins en annars sér hún um þetta aö mestu. Lika lærdóminn hjá stelp- unum og allt sem viðkemur skólan- um. Ætli hún vinni ekki eins mikiö heima og heiman.” — Er hennar vinnuvika þá 80 tlmar? „Ég gæti vel Imyndað mér þaö.” Þetta kemur af sjálfu sér — Nú vinnur þú 60 tlma á viku og ert aö sinna félagsstörfum flest kvöld, hvernig gengur þér aö sam- eina föðurhlutverkið allri þessari athafnasemi? Hefuröu kannski slæma samvisku stundum vegna barnanna? Ég held aö samviskan myndi naga konu og móöur I þínum sporum. „Nei, ég hef ekki slæma sam- visku. Þetta gengur ágætlega. Telpurnar eru orðnar þaö stórar og eru báöar mikiö I félagsstörfum „ Við höfum rætt þetta hjónin og erum sammála um að hafa þetta svona, þangað til ég fæ nóg af vinnunni. ” Hef ekki hugsað það mál — En hvernig hefur þér gengiö aö sameina fööur- og húsbónda- hlutverkiö útivinnu þinni? „Þaö er nú hægt aö spyrja mann þannig aö ekki sé hægt aö svara. Ég verö a ö segja alveg eins og er aö þetta hef ég aldrei hugsaö um. Ég hef aldrei litiö á vinnu mina sem neitt vandamál. Þvert á móti, ég hef talið hana forsendu fyrir vel- llöan fjölskyldunnar. Ég veit aö börnin eru örugg heima hjá móður sinni á meöan ég er aö vinna og ég hlakka alltaf til aö koma heim. Viö erum enda mjög samhent fjölskylda sem á sér mörg áhuga- mál og mörg þau sömu. Viö hjónin erum félagar krakk- anna svo aö hvorki ég né hún höfum þurft aö beita miklu foreldravaldi. Og húsbóndavaldiö. Varstu aö tala um þaö? Ég hef aldrei gengiö neitt sérstaklega upp I þvl. Ætli ég sé nokkuö fremurhúsbóndinn á heim- ilinu en hún. Viö vinnum saman og tökum ákvarðanir i sameiningu. Þarf þá nokkurn sérstakan hús- bónda?” — Ertu þá ánægöur meö karl- man nshlutverkiö? ..Ég er persónulega mjög ánægöur maöur og llöur ágætlega I karl- mannshlutverkinu, en ég sé ýmsa annmarka bæöi fyrir karla og kon- ur til aö haga lifi sinu aö eigin vild. Hinn langi vinnutlmi hér á landi er þar afgerandi þáttur. Sennilega heföi ég ekki áttaö mig eins vel á þvl og ég geri nú, hefðum viö ekki dvalist erlendis um skeiö.” — hs / Reinhardt Agúst Reinhardtsson leikmunavörður hjá Þjóðleikhúsinu „Félags- störfin eru minn lúxus” — Vinnusjúlingur, ég? Nei, þaö er af og frá. Ég vinn um 60 tima á viku aö jafnaöi.aö visu eftirvinnu, annaö er ekki hægt. Mánaöarlaun min fyrir dagvinnuuna eru um 410 þúsund og enda þótt konan vinniúti allan daginn er þaö heldur lltiö. Viö erum fjögur i heimili, telpumar eru 10 og 15 ára og þurfa sitt eins og gengur. Ég er yfirleik- munavöröur hjá Þjóöleikhúsinu og hef veriö þaö I ein 14 ár og líkar vinnan mjög vel. Þetta er allfjöl- mennur vinnustaöur, ætli mannskapurinn losi ekki vel hundraöiö, allt prýöisfóik, skapríkt sumt, en þaö kryddar bara tilveruna. Ég tek llka mikinn þátt f félagsstörfum, er i stjórn tþróttafé- lags Kópavogs, skátafélagsskapn- um, formaöur Ungmenna- sambands og þjáifa krakka Kjalar- nesþings I fótbolta á kvöldin. Ég kann þvl ekki vel aö vera aðgeröar laus, enda finnst mér sumarfrfiö f lengra lagi. Þaöerutveir mánuðir svo aö þær hafa nóg fyrir stafni flesta daga. En þaö er rétt aö ég er ekki mikiö heima. Flest kvöld er eitthvaö um aö vera og stundum er ég I simasambandi við fólk fram' undir miönætti. Konan hefur sama áhugamál og ég og er I kvenna- starfinu hjá 1K. Konurnar eru okk- ur mikil lyftistöng. Stundum erum viö bæöi á fundum á kvöldin og þá getum viö oft tekiö krakkana meö og þá er allt I lagi. En oftar er þaö að hún er heima og ég á fundum. Viö höfum rætt þetta hjónin og erum sammála um aö hafa þetta svona þangaö til ég fæ nóg af þessu. Þessi félagsstörf mln eru hug- sjónastarf og sjálfboöaliöastarf og ég fæ alveg ótrúlega mikiö útúr þessu sjálfur. Maöur kynnist lygi- lega mörgu góöu og skemmtilegu fólki sem veitir mér mikla ánægju og þannig séö má segja aö félags- störfin séu minn lúxus. Varöandi fööurhlutverkiö þá finnst mér ég ekki vanrækja neitt I þeim efnum. Annars kemur þessi spuming mér á óvart, ég hef ekki hugsað svo mikiö um fööurhlut- verkiö. Þetta hefur komiö svona allt af sjálfu sér. Ég hef náttúrlega treyst á konuna aö hún sæi um bömin og hef aldrei haft áhyggjur af þeim.” —Og þú ert þá ánægöur met karlmannshlutverkiö? „Já, svo sannarlega. Mjög ánægöur.” — Finnst þér vera pressa á ykkur utanfrá aö eignast svo og svo mikiö? „Viö látum slikt ekki hafa nein áhrif á okkur. Viö eigum allt sem viö þurfum.en þvl er ekki aö neita aö viö þyrftum aö fara aö endur- nýja sumt t.d. heimilisvélar. Þær em famar aö ganga úr sér. En viö blöum bara róleg þangaö til viö höfum efni á þvl. Húsiö gengur Reinhardt Agúst Reinhardtsson yfirleikmunavöröur i Þjóðleik- húsinu — Myndir Ella fýrir. Okkur þykir öllum gaman aö feröast og viljum alls ekki minnka þaö þó aö þaö sé dýrt.” Vinnusjúklingur? — Þú segist ekki vera haldinn vinnusýki en þekkiröu einhvern slikan? „Já, og þá á ég viö menn sem vinna og vinna aö þvl er viröist aöeins til aö geta keypt eitthvaö sem engin sérstök þörf er fyrir. Fyrst hús, svostærra hús, svo finni húsgögn, siöan bll og kannski ann- an bfl og loks sumarbústað. Ég þekki t.d. einn sem er kominn á fimmtugs aldur. Hann vann þangaö til fyrir fáum árum aldrei skemur en til 2—3 á nóttinni. Hann var sjálfs slns húsbóndi eftirvenju- legan vinnutlma og gat þess vegna unnið ótakmarkaö. Nú er hann farinn aö hægja á sér og vinnur ekki nema til kl. 10—11 á kvöldin. En mér er spurn, hvenær ætlar maöurinn aö njóta peninganna? Hannhefurekkitíma til þess. Hann er alltaf aö vinna.” — hs

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.