Þjóðviljinn - 26.07.1980, Page 31

Þjóðviljinn - 26.07.1980, Page 31
HELGIN 26.-27. JúH .ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 31 HÉR Áslaug Óttarsdóttir skrifar um útvarp og sjónvarp Fimmtu- dagar og fleira Hafiö þið tekið eftir hvað allir eru ánægöir i sjónvarpsleysinu? Það er jú svo mikill timi til alls. Gönguferöir, bióferðir, heim- sóknir, bókalestur o.s.frv.. Margir uppgötva sér til óbland- innar ánægju að þeir eiga börn, jafnvel heila fjölskyldu. Ég er ein af þessum ánægðu, og þar sem ég hlusta aldrei á út- varp nema af slysni eru blöðin eina fjölmiðlafargið sem á mér hvilir þessa 30 fimmtudaga. Annars lenti ég i sliku slysi nú i vikunni og heyröi þá Dr. Gunn- laug Þórðarson ræða daginn og veginn. Hann talaði m.a. um þessa miklu gæfu mörlandans, júlimánuð og alla hina fimmtu- dagana, og taldi að Islendingar ættu að boða þetta fagnaðarer- indi um jarðkringluna alla. Við skyldum kveða okkur hljóös á vettvangi S.Þ. og öðrum þeim stöðum sem heimsbyggðin má I okkur heyra. Og við ættum að segja þeim hversu miklu betri okkar fimmtudagar væru öör- um dögum og fá þá til að taka upp slika daga, komandi kyn- slóöum tegundarinnar til ómældrar gæfuum alla framtið. Undir þessum lestri varö mér hugsaö til könnunar sem gerð var á vegum S.Þ. I tilefni barna- ársins tlttnefnda. Tveir hópar barna voru spurðir hvaöa vonir þeir byndu við framtíðina. Ann- ars vegar voru börn frá Banda- rlkjunum og hins vegar börn frá fátæku landi f S-Ameríku. N- Amerikubörnin töluðu um stór- fenglega tölvutækni, almenn- ingssamgöngur til annarra hnatta og fleira I þeim dúr. Hin S-Amerísku bundu vonir við góð húsakynni, nægan mat, jafnvel sima og aðra „sjálfsagöa” hluti. Sá dagur kann að koma aö fulltrúar lslands á samkomum þjóðanna bregði þeim vana að klappa saman lófunum eða rétta upp hönd á „réttum” stöð- um og þegja þess á milli. A þeim degi vona ég að boöskapur okk- ar verði annar og brýnni en holl ráð til vesturheimskra velmeg- unarþjóða um að hvlla sig nú á sjónvarpsglápi einn dag I viku. En burtséð frá þessu get ég vel veriö sammála Gunnlaugi um allt hiö i'lla sem af sjón- varpsglápi stafar. Bæði hvaö varðar samveru manna og sam- skifti en ekki sist áhrif þessa fjölmiðils á börn. Þau eiga enn erfiðara en við með að gera greinarmun á raunveruleikan- um og því sem gerist á skján- um. Þegar svo börnin eyöa orðiö mörgum klukkutlmum á degi Ihverjum fyrir framan tækin, eins og alsíða mun I löndum hinna „frjálsu fjölmiðla”, eru menn komnir á hættulega braut. WHi HEN ENTERING THIS ULTRA-MODERN HOTEL, THE RECEPTION OFFICE, LOUNGE, READING & WRITING ROOM ARE TO THE LEFT. THE CENTER DOOR LEADS THROUGH THE CLOAKROOM INTO THE RESTAURANTS. Nokkrar svipmyndir úr bæklingi er gefinn var út i tilefni opnunnar Hótel Borgar. Danssalurinn eða „Gullhöllin” BRAGÐLAUKURINN AOaldyr Kvennastofa Kálfasulta 1 kg magur kálfabógur (má einnig nota svfnabóg) 2 laukar 2 gulrætur 1—2 lárviðarblöð 1 tsk heil svört piparkorn 1 tsk timian örlitið af negul sellerísalt kryddpipar. Sjóöið kjötið og grænmetið I 1 1 af vatni með kryddinu. Þegar kjötið er orðiö meyrt er soöiö slaö, kjötið og grænmetiö lagt I bita I form og soðinu hellt yfir. Sé kjötið ekki af bóg, þarf matarlím út I. Setjiö sultuna I Isskáp (gjarnan I pressu.) þar til sultan er orðin hleypt. Þessi sulta er tilvalin fyrir þá sem vilja gæta 1 OG aö þyngdinni. Hún er best með nýjum kartöflum, rúgbrauði og smjöri, eða hrásalati. LIMRUR Krummi Þessa andskotans óplumkenningu, sem er ógnun við klerk- dómsins menningu, hirði Kölski og Marx, svo ég komist nú strax til að krunka með heilagri þrenningu. rs Landslag Er þau stóðu og horfðu yfir Stórasand, mælti Steinsen við ungfrú Birkiland: „Hvílíkt ógnarland, hvilikt auðnarland! Það fer yrður svo vel, ungfrú Birkiland.” Þorsteinn V aldimarsson Þessi visa barst umsjónar- manni Sunnudagsblaðs um það leyti er hann var aö yfirgefa skút- una á leiö til Köben. Til útskýr- ingar skal tekið fram aö Ólöf vinnur á símanum, en elskulegir samstarfsmenn umrædds um- sjónarmennis höfðu kvatt með rósum, vlni og Kirkjuriti árituðu með þessari visu: Ertu nú Tóta alveg bit — Ólöf þegiðu á meðan! með hvltvln, rósir og Krikjurit kemstu aldrei héðan! —AB. „Hingað koma ýmsir sem áöur voru á móti varðveislu Torfunnar” örn og Kolbrún fyrir utan Torfuna. Ljósm — Ella— Veitingahúsið í Torfunni: „Jú, hingað hafa komið ýmsir af þeim mönnum sem höföu lýst yfir andstöðu við varöveislu Bernhöftstorfunnar. Og ég fæ ekki betur séð en þeir séu bara býsna ánægðir yfir húsinu” sagði örn Baldursson, annar eigenda hins nýja veitingahúss I Torfunni. Rekstur veitinga- hússins hefur gengið með afbrigðum vel eftir því sem örn sagði og mun betur en hann og hinn eigandinn, Kolbrún Jóhannesdóttir, höfðu þorað að vona. „Fiskréttirnir eru lang vinsælastir, einkum Skötuselur- inn. Við gerðum samning við fisksala sem tryggir okkur allt- af nýjan Skötusel og hann er langmest keyptur hjá okkur.” „Hvar er Skötuselurinn . veiddur?” „Hann er veiddur I kringum landið. Oftast eru það humar- bátarnir sem fá hann I trolliö.” „Er mikið af útlendingum sem borðar hjá ykkur?” „Já, og þeim fer fjölgandi. Reyndar má segja að hér sé alltaf fólk allan daginn, þvl við seljum kaffi og kökur um miöjan daginn. Nú erum við að opna annan sal uppi á lofti til viöbótar við herbergið og innan skamms fáum við leyfi til að selja létt vln.” „Verða leikmyndateiknarar með myndir á veggjunum hjá ykkur áfram?” „Já, við gerðum samning við Félag leikmyndateiknara og innan skamms verður sýning Lárusar Ingólfssonar tekin niður og sett upp yfirlitssýning á verkum ýmissa leikmynda- teiknara. Slðan er ætlunin að setja upp teikningar af búning- um og leikmyndum úr sýning- um sem á að fara að frum- sýna.” „Og hvernig finnst ykkur svo húsið hæfa fyrir starfsemi af þessu tagi?” „Alveg prýðilega og viö erum mjög ánægð með vinnu arkitektsins, Knúts Jeppesen. Ég held aö flestir séu sammála um að endurbygging hússins hafi tekist mjög vel og þaö hentar ágætlega fyrir þessa starfsemi okkar ”, sagði Orn Baldursson að lokum. þs ympíuleikar?’ Það fer heldur lítið fyrir fréttum af Olympiuleikunum I Moskvu I blaði allra lands- manna, Morgunblaðinu, sem lætur eins og leikarnir séu ekki til. Sagan segir að dyggur flokksmaður, forystumaður I einu sérsambanda Iþróttahreyf- ingarinnar og kaupandi Morgunblaðsins hafi farið á fund Styrmis ritstjóra og kvartað undan þessari afstöðu blaðsins. Hann sagði að útilokað væri fyrir Morgunblaöiö að ætlast til þess aö dyggir stuð- ningsmenn þess færu að kaupa önnur blöö til þess aö fá fréttir af leikunum. Morgunblaðiö yröi þvíað láta af þessari vitleysu og fara að sinna Olympíuleik- unum. Styrmir ritstjóri lét sér ekki bregöa, en spurði: Ha? Hvaöa Olympluleika?

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.