Þjóðviljinn - 11.10.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.10.1980, Blaðsíða 5
Helgin 11,—12. október 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Niðurstöður skoðanakönmnar DB: 30,8% á móti hernum 15,3% eru óákveðnir 53,8 meö „af illri nauðsyn” • Dagblaðið birti i gær niðurstööur úr skoöanakönnun meðal 600 Ikarla og kvenna alls staðar að af landinu um afstöðuna til banda- riska hersins. 15,3% voru óákveönir 53,8% sögðust styðja veru hers- ins og 30,8% voru henni andvigir. Ef aðeins er tekið tillit til þeirra * sem tóku afstöðu til spurningarinnar lýstu 36,4% sig mótfallna erlendri hcrsetu I landinu en 63,6% studdu hana. Yfirskrift fréttar- innar i dagblaðinu I gær var ,,Af illri nauðsyn” og var hún sögö lýsandi fyrir þá sem væru fvlgjandi hersetunni. Þjóðviljinn leitaði I gær til Svövu Jakobsdóttur og Braga Guðbrandssonar og spuröi þau álits á þessum niðurstööum og könnuninni sem slikri. Svava Jakobsdóttir, fyrrverandi alþingismaður: „Hernámsandstæðingar eru ekki lítill sér- trúarsöfnuður” ,,Það er ágætt að Dagblaðið skuli gera könnun sem þessa, það hjáipar okkur hernámsand- stæðingum við aö endurskoða baráttuaðgerðir okkar og meta stöðuna”, sagði Svava Jakobs- dóttir, fyrrverandi alþingis- maður. ,,Það kemur mé á óvart hversumargir eru óákveðnir og þó maður hafi ekki leyfi til að gera þvi fólki upp skoöanir, þá geta vart ailir i þeim hópi verið hernámssinnar.” „Samkvæmt þessum niður- stöðum nær andstaðan við hernámið út fyrir raðir okkar sósialista oe stuðningsmanna okkar. og sti staðreynd ætti að vera okkur hvatning til að taka höndum saman við það fólk i baráttunni gegn hernum. Það sýnir sig lika að áróður Morgunblaðsins um að hernáms- andstæðingar séu litill sértrúar- söfnuður Alþýðubandalagsmanna eða kommúnista eins og þeir kalla það, er alls ekki réttur.” „Það vekur einnig athygli, sagði Svava, „að margir þeir sem telja sig fylgjandi hernum hafna veru hans hér sem eðlilegu ástandi en telja hana illa nauðsyn. Þetta vekur spurningar um það annars vegar hvort ekki skorti á upplýsingar meðal almennings um alþjóðamál og eðli hernaðarbandalaga og að hinu leytinu finnst mér þessi afstaða benda til undarlegs tómlætis og þekkingaleysis á þvi hvert hlut- Svava Jakobsdóttir: „Undarlegt tómlæti um hvert yrði hlutskipti okkar tslendinga ef til styrjaldar kæmi”. skipti okkar Islendinga yrði ef til styrjaldar kæmi. Það er eins og fólk geti ekki gert sér i hugarlund afleiðingar þess að hafa hér her- stöð heldur trúir það blint á áróður hernámssinna. Þó niður- stöðurnar sýni hversu mjög þessi langa herseta heíur slævt trúna á sjálfstæði okkar og sjálfsbjargar- viðleitni, er ég þó ekki jafn svart- sýn þeirra vegna og margir aðrir. Ég les ekki út úr þessari könnun að herinn verði hér um alla framtið”, sagði Svava. Um könnunina að öðru leyti sagði Svava að nú þegar gerðar hafa verið l'jórar kannanir af þessu tagi á rúmum áratug væri fróölegt að bera hinar óliku niður- stöður þeirra saman i tengslum við innanlandsástandið á hverj- um tima og alþjóðamál, til að kanna hvaða áhrif það hefði á skoðanir manna um hernámið. „Slikt verður auðvitað ekki gert á svipstundu”, sagði Svava, „en fróðlegt væri að fá það fram." Eins nefndi hún að niöurstöðurn- ar vektu forvitni um aldurs- skiptingu þátttakenda þótt ekki væri vist að hægt væri að fá hana uppgefna án þess að ganga of nærri þeim sem i hlut eiga. — Al Bragi Guðbrandsson kennari: „Herðum róðurinn fyrir pj óðaratkvæðagreiðslu” — Ég held að þessi niðurstaða sé nokkurnveginn eins og við mátti búast, sagði Bragi Guð- brandsson menntaskólakennari og einn miðnefndarmanna í Sam- tökum h ers töðv aa nd stæð- inga. — Það eina sem kemur verulega á óvart er hve margir taka afstöðu, þ.e. hvaö hópur hinna óákveðnu er lftill. Það sem mér finnst e.t.v. at- hyglisverðast við þessa könnun eru ekki niðurstöðurnar sém slikar. Ég held að raunverulegur hópur hinna óákveðnu sé stærri en niðurstöðurnar gefa til kynna. Reynslan af skoðanakönnunum sýnir að fólk sem hefur ekki skoð- anir á málinu, svarar eigi að siður oft ákveðið og þá jafnan meö rfkjandi ástandi. Þaö er al- gengt t.d. i félagsfræðilegum at- hugunum, aö þegar lagðar eru spurningar fyrir fólk, þá sýna rannsðknir að það svarar, þrátt fyrir að þaö hafi enga skoöun. Þá svara menn eins og þeir telja að aðriri mundu svara eða eins og menn telja að sé „rétt” svar. Þetta á sérstaklega við, þegar spurt er um málefni sem hafa ekki veriö mikið til umræðu, hafa ekki verið í brennidepli þjóð- málaumræðu rétt áður en könn- unin fer fram. En það er ákveöin tilhneiging hjá mörgum að svara sllkum spurningum I takt við óbreytt ástand. Akveðnir hópar útilok- aðir Hér er einnig vert að benda á það, aö könnun Dagblaðsins byggist á slmaviötölum og úr- takið er unnið upp úr sima- skránni. Það er auðvitað ljóst að ákveönir þjóðfélagshópar eru þar með útilokaöir frá sjálfu úrtak- inu. Sérlega held ég aö þar sé um að ræða ungt fólk, t.d. námsfólk. Þetta fólk hefur yfirleitt ekki sima, en reynslan hefur sýnt að I þessum hópi eru herstöðvaand- stæðingar miklu sterkari en könnunin gefur tíl kynna. í Há- skólanum og framhaldsskólum hefur t.d. hvað eftir annað verið ályktaö gegn hernum og Nató. Þarna höfum við meirihluta, en þessi meirihluti á meöal ungs fólks kemur ekki fram I þessari könnun. Nú kann að vakna sú spurning, hvort viö á meöal herstöðvaand- stæðinga, sem höfum barist fyrir þjóöaratkvæöagreiðslu um her- inn, eigum að leggja þá baráttu niður. Ég held aö þvert á móti eigum viö einmitt að herða róður- inn fyrir þjóöaratkvæðagreiðslu, vegna þess að það er sýnt aö sé málinu ekki haldið vakandi, þá verður alltaf erfiöara um vik að halda uppi andófinu. Það er nokkuð athyglisvert, að ef niðurstööur þessarar skoöana- könnunar eru bornar saman við könnun sem gerð var 1968. ein- mitt á niðurlægingartimabili við- reisnarstjórnarinnar, þá sér maöur að hlutföllin eru nokkuð svipuð. Lærdómur fyrir Alþýðu- bandalagið Viö Alþýðubandalagsmenn ætt- um að spyrja okkur ákveðinna spurninga I þessum efnum. Nú gerist það 1978 að Alþýöubanda- lagið fer I fyrsta skipti I rikis- stjórn án þess að tekið sé á her- stöðvamálinu og auðvitað er flokkurinn ábyrgur fyrir stefnu rlkisstjórnarinnar I utanrlkis- málum sem ööru. Hann er ekki I sterkri aðstöðu til aö halda á lofti gagnrýni á það ástand sem hann ber ábyrgð á. Þetta hefur komið I veg fyrir að Alþyðubandalagið hafi haldið herstöðvamálinu vak- andi. Þegar þetta er haft I huga, þurfa menn ekki að vera svo ýkja 'undrandi á þessum niðurstöðum. Timabundið giidi Skoðanakönnunin sem gerð var 1976 skipti þjóðinni hins vegar í tvo nokkum veginn jafna helm- inga. Þarna kemur fram það sem ég held að skipti töluverðu máli I sambandi við skoðanakannanir almennt, það er þetta tlma- bundna gildi sem niðurstöður þeirra hafa alltaf. Skoöanir manna breytast mjög snögglega eftir aðstæöum. Þorskastriöið 1976gjörbreyttiskoðunum manna á málinu. Nú eru aðstæður okkur óhagstæöar og þá eru niðurstöð- urnar ekki upp á marga fiska. Þaö er athyglisvert að i svörum fólksins sem Dagblaöiö vitnar I I dag, kemur hvergi fram nein sklrskotun til þess möguleika að hér séu geymd kjarnorkuvopn, eða að herstöðin gæti hugsanlega orðið skotmark I styrjaldar- átökum. Bragi Guðbrandsson: „Hermáiið hefur stööugt veriðað fjarlægjast brennipunkt stjórnmálaumræO- unnar”. Náum ekki til fóiksins Herstöðvaandstæðingar hafa lagtá það höfuðáherslu aðundan- förnu að berjast fyrir skilningi á þessu breytta eöli herstöðvar- innar, en þessi málflutningur hefur að þvi er viröist ekki náö eyrum fólksins I landinu. Og ástæðan er áreiöanlega sú, að hermálið hefur stöðugt verið aö fjarlægjast brennipunkt stjórn- málaumræöunnar á tslandi. Jafnvel þótt við fáum ný gögn og Framhald á bls, 27 Jötun sam- þykkir verk- fallsheimild Frétt af upp- sögnum verka- fólks gagn- rýnd SjómannafélagiO Jötunn I Vestmannaeyjum sam- þykkti á félagsfundi 4. okt. sl. aö veita stjórn og trúnaöarmannaráöi heimild til verkfallsboöunar. Mikiar umræöur uröu á fundinum um kjaramál sjómanna og innri mál sjómannasamtak- anna og var fulitrúum félagsins á Sjómannasam- bandsþingi falið aö efia sem mest má veröa baráttuþrek og samstööu innan sjó- mannasambandsins. Þar sem fundurinn var haldinn áður 'en fiskverð var ákveðið var ekki ályktað um það, hinsvegar vítt, að enn einu sinni skyldi það ekki liggja fyrir á réttum tlma. Taldi fundurinn, að full ástæða væri til þess fyrir sjó- mannasamtökin að huga að nýjum leiðum til fiskverðs- ákvörðunar og tryggja betur hag sjómanna. Þá gerði fundurinn eftir- farandi ályktun um frétta- flutning: „Fundurinn lýsir yfir vanþóknun sinni á þeim tviskinnungshætti sem lýsir sér I fréttaflutningi opin- berra fréttastofnana af fjöldauppsögnum verka- fólks. Annars vegar lltinn og ómarkvissan fréttaflutning varðandi uppsagnir verka- fólks i sjávarútvegi og hins vegar þann gegnriarlausa fréttaflutning varðandi uppsagnir hjá Flugleiðum. Fundurinn telur fulla ástæðu tilþess (fyrir fréttamenn) aö fara jafn rækilega ofan I saumana á orsökum upp- sagna verkafólks i sjávarút- vegi og gert hefur verið við málefni Flugleiöa.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.