Þjóðviljinn - 11.10.1980, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 11.10.1980, Blaðsíða 13
Helgin 11,—12. október 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Leikfélag Sauðárkróks skrapp i leikferð til Finn- lands í ágústlok s.l. og sýndi Týndu teskeiðina eftir Kjartan Ragnarsson þrisvar sinnum í jafn- mörgum finnskum borgum. Ásdís Skúladóttir leikstýrði verkinu og var með i förinni. Við tókum hana tali einn rigningar- daginn fyrir skömmu, og spurðum fyrst hvert héfði verið tilefni fararinnar. A.S.: Þetta vildi þannig til, að það var ákveðiö að halda i fyrsta sinn leikhúshátið áhugaleikhópa á Norðurlöndum og islenskum áhugaleikhópum boðið að vera með. Þrjú leikfélög hérlendis gáfu kost á sýningum, og var Týnda teskeiðin ein þeirra. Þeim Stefáni Baldurssyni leikhússtjóra og Pétri Einarssyni leikara og skólastjóra var faliö að fjalla um þessar sýningar, og varð okkar Raett við Ásdísi Skúladóttur leikstjóra um Finrtlandsferð Leikfélags Sauðárkróks Þauleika I Týndu teskeiðinni: f.v. Guðbjörg Bjarman, Elsa Jónsdóttir, Haukur Þorsteinsson, Hafsteinn Hannesson og Helga Hannesdóttir. Til að forðast misskilning skal tekið fram að myndin sýnir ekki „stöðu”, unna af leikstjóra, heldur uppstiliingu sem Ijósmyndari gerði til að fá sem besta lýsingu á and- lit leikaranna! Týnda sýning fyrir valinu. Þetta val fór fram i aprfl, og þá var strax farið að vinna að undirbúningi ferðar- innar, sem var að sjálfsögðu mikiö fyrirtæki. Leikfélag Sauðárkróks er ekki fjársterkt fremur en önnur áhugaleikfélög, en stuöningur fékkst frá bæjarsjóði Sauðár- króks og fleiri aðilum. Yfirleitt voru allir sem leitað var til mjög velviljaðir og vildu stuðla að þvi að af ferðinni gæti oröið. Einnig fékkst stuðningur frá norrænu samböndunum sem að hátiöinni stóöu en þaö voru Norræna áhugaleikhúsráðiö og Teateram- atörrenas Samarbetskommitté, sem er finnska áhugaleikhúsmið- stööin. Undirbúningsvinnan hvildi á hópnum sem heild en framkvæmdastjóri LS er Eriing örn Pétursson og for- maöur félagsins er Helga Hannesdóttir. Allur undirbúningur tókst meö ágætum, nema hvað vandræði komu upp I sambandi við leik- tjöldin, vegna þess að skipsferð féll niður, og varö aö senda þau meö flugvél á siðustu stundu. Um tima leit úr fyrir aö viö yrðum aö sýna tjaldalaus, en sem betur fór komu tjöldin til Finnlands daginn fyrir sýningu okkar á hátiöinni. Hátiðin hófst i sænska leikhús- inu I Turku (Abo) föstudaginn 29. ágúst og stóö i þrjá daga. Týnda teskeiöin var opnunarsýning hátfðarinnar. Aö halda dampi Blm: Hvernig voru viðtökur áhorfenda? A.S.: Þær voru i raun frábærar. Það var skemmtileg reynsla aö sitja i salnum innan um fólk sem skildi ekki orö af þvi sem sagt var á sviöinu, nema kannski „pabbsi” og mammsa” og „kommúnisti”! ASauöárkróki og raunar viðar höfðum við vanist dúndrandi hlátri alla sýninguna, og ég var hálfhrædd um að leikurunum tækist ekki að „halda dampi” frammi fyrir sal sem lltið sem ekkert skildi af texta. En þeim tókst það mjög vel, og fengu reyndar sterk viðbrögö og dúndrandi hlátur rétt eins og heima. Ég get ekki stillt mig um aö skjóta þvl inn hér að Týnda teskeiðin hefur verið sýnd á annarri listahátlð. En það var fyrsta leiklistarhátið áhugaleik- félaga á íslandi sem Leikfélag Húsavikur stóð fyrir I tilefni 70 teskeiðin í Turku ára afmælis félagsins. Hátiðin var á Húsavik og tóku 4 leikfélög þátt I henni. Þetta var aldeilis einstakt framtak af hálfu Hús- vikinga og þeim likt! Blm.: Hvernig fór hátiðin i Turku fram? A.S.: Já, þarna voru sýnd sam- tals átta verk, þar af fjögur frá Finnlandi, og eitt frá hverju hinna landanna. Sýningarnar voru að degi til, en á kvöldin var safnast saman til aö ræöa hverja sýningu fyrir sig. Fjögurra manna hópur tók allar sýningarnar fyrir og gagnrýndi i smáatriðum. Helga Hjörvar sat I þessum hópi, en hún er formaður Norræna áhugaleikhúsráðsins. Hún dró sig þó i hlé þegar rætt var um okkar sýningu. Georg Malvius, leikhússtjóri Sænska leikhússins i Turku, hafði orð fyrir hópnum þegar okkar sýning var rædd. Þessi umræða og gagnrýni var okkur sérstök upplifun, og mjög gagnleg. Þaö var aldeilis maka- laust að hlýöa á hvernig fólk sem ekki skildi texta verksins f jallaöi um sýninguna algjörlega út frá leiklistarlegu sjónarmiöi. Að visu var umfjöllunin dálitið skritin á köflum þegar t.d. útfærsla ákveð- inna atriða eða túlkunarleið átti sér forsendur I texta eöa boöskap verksins. Sem dæmi má nefna aö mikið var rætt um útfærslu verksins sem heild eða stil þess. Þeir vildu meina að þar væri tvennskonar stilbrögöum beitt og aö brúa þyrfti betur i sjáanlegri, ytriathöfn.þeirra tvo'stila. En aö ókkar mati brúaði textinn sjálfur þetta bil afskaplega ljúflega. Ekki voru nú allir sammála um þetta atriði og m.a. stóö upp sænskur leikhúsmaöur og taldi aö einmitt þetta atriöi væri styrkur og sérkenni sýningarinnar og ætti sér greinilega rætur i verkinu sjálfu. Georg Malvius spurði þá hvernig hann vissi þaö, ekki heföi hann lesið verkiö, en Sviinn svaraöi fyrir sig og sagöi barasta „ekki þú heldur”! Svona eftir á aö hyggja viröist mér sem okkar sýning hafi vakið einna heitustu leiklistarlegu um- ræðuna. Já, ég sagði aö umræöan hefði verið markviss og nákvæm út frá leiklistarlegu sjónarmiöi. Ekkert fyrirgefiö Fyrst var sýningin tekin fyrir sem heild þ.e.a.s. hvernig sú leið sem valin var á útfærslu verksins heföi tekist. Siöan voru hraöabreytingarnar og stööur teknar fyrir eöa hiö tón- ræna og myndræna eöli sýningar- innar. Jafnframt var fariö út i út- færslu á einstaka athöfnum og hvernig þaö væri gert miöaö viö tilgang þess i verkinu. T.d. hvernig staöið er að þvi að rífa innyfli innan úr hráum kjúklingi, hvernig haldið á og drukkið úr vlnglösum. Þótti þeim islensku leikararnir halda vel á glösum og drekka sérdeilis „professionelt”! Siöan var leiktúlkunin tekin fyrir og einstakir leikarar meö tilliti til t.d. hljómbrigöa i túlkun, persónubyggingar og þróunar i gegnum sýninguna. Þeir töldu marga leikarana á mjög háu plani miöað viö áhugaleikara og furðuðu sig jafnframt á hæfni þeirra sem i raun komu þarna fram I fyrsta sinn. Sögðu þeir samleik þeirra aldeilis einstakan og sem heild heföu þeir „prófessi- onelt” yfirbragö. Haft var á oröi eftir seminariö aö viö heföum veriösvo „prófessional” að okkur hefði ekkert verið fyrirgefið! i sannleika sagt er þaö engin tilviljun þó helstu leikarar sýningarinnar vektu hrifningu þvi L.S. er gamalgróiö leikfélag og þetta fólk hefur leikið saman svo árum og jafnvel áratugum skiptir og það engar smárullur. Má hér nefna aö Haukur Þorsteinsson hlaut listamanna- laun i ár. Leikmynd og búningar voru siðan t^kin fyrir á sama hátt. t Þótti þeim leikmyndin góö og falla vel aö eöli sýningarinnar. 1 heild var þetta hin ágætasta gagnrýni miðað viö ósköpin sem aðrir leikhópar fengu I hausinn. Sérdeilis ánægjulegt var aö finna þarna raunverulega svörun viö öllu þvi sem viö höfum veriö aö grúska i, vinna og útfæra. Mér varö nú hugsaö tii þeirrar gagnrýni sem viö eigum aö venjast hér hema I blööum þar sem miklu máli er alltaf eytt I aö segja frá atburöarás leikritsins, verkiö rætt sem bókmenntaverk, en leiksýningin, leiklistin sjálf veröur útundan. Leikstjórn og leiktúlkun er oft á tiðum afgreidd i örfáum oröum i jákvæöa eöa neikvæöa átt án nokkurrar leik- listarlegrar röksemdafærslu. Aörar sýningar Blm.: Þiö sýnduö viðar en á há- tiöinni? A.S.: Já, viö sýndum lika i Espo, sem er vinabær Sauöár- króks, og i Stúdentaleikhúsinu I Helsinki. Blm.: Gátuð þiö kynnt ykkur finnskt leikhús i feröinni? A.S.: Nei, þvi miöur, til þess vannstekkitimi. Egsá t.d. aöeins tvær æfingar,þaö var æfing á Linu Langsokk i Finnska leikhúsinu og æfingu á West-Side Story i Sænska leikhúsinu. Viö urðum hinsvegar vör við þaö aö leikhús- lif er i mikilli grósku i Finnlandi, og Finnar eru mjög hreyknir af leikhúsaösókninni hjá sér. En á hátiöinni sjálfri sáum viö þessar sjö sýningar, sem þar voru i dag skrá áuk Týndu teskeiöarinnar, og þóttu mér fjórar þeirra einna athyglisveröastar. Norski hópurinn Virgo sýndi verk sem heitir Den store farveslukeren og er ætiaö bæöi börnum og fullorðnum. Þetta fannst mér skinandi skemmtilegt verk. Þaö fjallar um einvald, sem hefur tekiö gleðina, litina og tón- listina frá fólkinu, og siðan taka trúður og köttur sig til og frelsa fólkiö undan áþjánni. Leikflokkur frá Espo sýndi verk sem heitir Black Rock City, um vandamál atvinnulaura ung- linga. Þá var sænsk sýning, Siggi Drott, um dýrkun á iþrótta- hetjum. Loks má nefna finnsku sýninguna ölresan, sem leikin var á finnsku. Þar upplifðum viö þaö sem allir aörir þátttakendur uppliföu þegar viö sýndum, nefni- lega aö viö skildum ekki orö. Við skildum glöggt aö viö slikar að- stæöur beinir maður ósjálfrátt at- hygli sinni aö ytri teiknum sýningar svo sem látbragði, svip- brigöum, hljómbrigöum i túlkun, segjanda i stööum og allri út- færslu til þess aö freista þess aö skynja atburöarás og boöskap. Þessi finnski hópur, sem er frá Valkeakoski, hefur mikinn hug á aö koma til Islands og heimsækja Sauðárkrók. Blm.: Er nokkur von til þess aö aörir landsmenn en Sauökræk - lingar fái aösjá Týndu teskeiöina i ykkar uppsetningu? A.S.: Þaö er mikill hugur i leik- félagsfólki nyrðra aö koma meö sýninguna suöur og sýna ibúum höfuöborgarsvæöisins hvaö þaö er sem við höfum verið aö bera á borð erlendis sem kynningu á islenskri áhugaleiklist. Enn er ekki afráöið hvort og hvenær af þessu getur oröiö, en veriö er aö kanna möguleika. Gleymum ekki geðsjúkum Kaupið lykil 18. október

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.