Þjóðviljinn - 11.10.1980, Side 6
6 SIDA — ÞJÓÐVILJINN
UÚOVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
i tgefandi: Otgáfufélag Þjóftviljans
Framkvemdastjóri: Eiftur Bergmann
Ritstjórar: Arni Bergmann, EinarKarl Haraldsson. Kjartan Ólafsson
Auglýsingastjóri: Þorgeir Olafsson.
Umsjónarmaftur Sunnudagsblafts: Guftjón Friftriksson.
Afgreiftslustjóri: Valþór Hlöftversson
Blaftamenn: Alfheiftur Ingadóttir, Einar örn Stefánsson, Ingibjörg Haralds-
dóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson.
Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon.
tþróttafréttamaftur: Ingólfur Hannesson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Ellsson
Ctiit og hönnun: Guftjón Sveinbjörnsson, Sævar GuftbjörnssoiL.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Safnvörftur:Eyjólfur Arnason.
Auglýsingar: Sigríftur Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Skrifstofa: Guftrún Guövarftardóttir, Jóhannes Harftarson
Afgreiftsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurftardóttir.
Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlftur Kristjánsdóttir.
Bflstjóri: Sigrún Bárftardóttir.
HúsmóAir: Anna Kristin Sverrisdóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Jtkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guftmundsson.
Ritstjórn, afgreiftsla og auglýsingar: Sfftumdla 6, Reykjavfk, sfmi 8 13 33.
Prentun: Blaftaþrent hf.
Nýja tæknin
• Stéttarfélög prentiðnaðarins hafa lagt áherslu á
tækni- og atvinnuöryggismál starfsmanna í þessari
grein i samningunum. Atvinnurekendur hafa notað sér
sérmál fólksins í prentiðnaðinum sem átyllu til þess að
tefja gerð heildarsamninga við ASí. En þessi deila er
fyrirboði um það sem koma skal hér á fslandi sem
annarsstaðar í heiminum.
• I helstu iðnvæddu ríkjum Vesturlanda eru um 17
miljónir manna atvinnulausar og framundan er tækni-
þróun sem gera mun f lestum fyrirtækjum kleift að stór-
auka f ramleiðslu sína samfara 30 til 50% fækkun starfs-
fólks. Eftir aldarfjórðungs þróunarskeið er þriðja iðn-
byltingin hafin fyrir alvöru. Gufuaflið og síðan raf-
magnið voru hornsteinar f yrri byltinganna tveggja í iðn-
þróuninni, en nú hefst örtölvuöld. ,,Sú stund er runnin
upp að vélarnar geta gert allt, sem mennirnir geta
unnið”, skrifaði Karl Marx 1857, þegar hann boðaði að
kapitalisminn myndi óhjákvæmilega leiða til afnáms
vinnunnar og aldurtila auðvaldskerf isins. Spásögn hans
er ekki fjarri raunveruleika næstu áratuga.
• Framleiðslan sjálf er ekki lengur vandamálið sem
við þarf að fást. Hið mikla viðfangsefni sem krefst úr-
lausnar er skipting framleiðslunnar. Jöfn skipting
þeirra auðæfa sem framleidd eru og jöfn skipting nauð-
synlegrar vinnu til handa öllum þegnum þjóðfélagsins,
segir André Gorz í bók sinni öreigalýðurinn kvaddur,
sem Réttur birtir kafla úr í nýútkomnu hefti.
Gorz heldur því f ram að hin nýja félagslega og póli-
tíska barátta standi um það hvort í hönd eigi að fara óöld
atvinnuleysis eða gullöld frístundaf hvort aðeins fáir út-
valdir fái að vinna í framtíðinni, eða hvort vinnu og auði
aukinnar framleiðslu verði réttlátlega skipt og jafnvægi
finnist milli nauðsynlegrar vinnu og frístunda. Gorz
hvetur til þess að verkalýðshreyfing og vinstri menn
skilji sinn vitjunartíma og beisli örtölvubyltinguna til
þess að byggja upp betra þjóðfélag, en láti ekki hefð-
bundin viðhorf hrekja sig í vonlausa varnarstöðu.
• í Rétti f jallar Páll Theódórsson eðlisfræðingur um
örtölvutæknina, aðdraganda hennar, þróun, stöðu
hennar og möguleika á næstu árum. Niðurstöður hans
um áhrif örtölvubyltingarinnar á (slandi eru m.a. þess-
ar: ,,Allar horf ur eru á að með hjálp hennar megi á 15 til
20 árum ná svo mikilli framleiðniaukningu í íslenskum
atvinnuf yrirtækjum að aðeins þurf i um helming þeirrar
vinnu sem nú er nauðsynleg. Svo byltingarkenndum
breytingum gæti f ylgt verulegt atvinnuleysi og hörð átök
á vinnumarkaðinum, þannig að meiri ógæfa fylgdi
breytingunum en gæfa. Hins vegar gæti tæknin fært
okkur 40 klukkustunda vinnuviku í reynd á t.d. næstu 10
árum og kannski 30 stunda vinnuviku 10 til 15 árum síðar.
• Vinnusparnaðurinn verður mjög mismunandi eftir
greinum. Uppeldi barna og hjúkrun aldraðra mun t.d.
kref jast sömu vinnu já, við getum kannski sinnt þessum
þáttum enn betur síðar þegar örtölvutæknin hefur losað
vinnuafl í öðrum greinum. I f jölmörgum starfsgreinum
verður stórkostleg fækkun starfsf ólks, en áhrif a örtölvu-
tækninnar mun gæta misfljótt í hinum ýmsu greinum.
Þessi þróun mun valda mikilli röskun i verkaskiptingu í
þjóðfélaginu. Eigi þjóðin að njóta þeirra kosta, sem hin
nýja tækni býður upp á, verða launþegar atvinnurek-
endur og stjórnvöld að gera sér Ijósa grein fyrir eðli og
möguleikum þessarar tækniþróunar. Án verulegs flutn-
ings vinnuafIs milli atvinnugreina, samhliða styttingu
vinnutimans#getum við ekki notið þeirra kosta, sem hin
nýja tækni býður upp á. Hér sem víðar mun það sannast,
að hver er sinnar gæfu smiður".
• Á næstu 10 til 20 árum verður gjörbreyting á atvinnu-
starfsemi og þióðlífi öllu af völdum nýrrar tækni. I þvi
felast bæði hættur og möguleikar. Það verður í sivaxandi
mæli verkefni vinstri manna og verkalýðshreyfingar að
ná tökum á þessari þróun.
* úr aimanakínu
Dagblaðið gerir það
gott þessa dagana. Það er
búið að koma sér í stöðu
dómarans, og engu er lík-
ara en að það sé talið
óskeikult eins og páfinn
forðum, vegna þess að
nokkrum sinnum hafa
niðurstöður þess í skoð-
anakönnunum reynst
nærri lagi. Skoðanakann-
anir eru sama marki
Betlistafir og
her í landi
brenndar og fréttir al-
mennt; innihaldið mótast
af ástandinu á hverjum
tíma. Þaðþarf ekki mikið
til að breyta niðurstöðum
stórlega og það er ekki
sama hver á heldur, eða
hvernig er spurt.
Þeir Dagblaösmenn bregöa
yfir sig hjúp hlutleysisins og
enginn þorir aö vefengja úrslit-
in,nú telja allir Gunnar vinsælli
en Geir og herinn hefur fengiö
traustsyfirlýsingu landsmanna
rétt einu sinni.
Einhvern veginn hefur þaö
oröiö svo i baráttu herstööva-
andstæöinga aö þeir hafa tekiö
nokkuö stórt upp i sig og neitaö
aö trúa öðru en aö meirihluti
þjóðarinnar væri andvigur her-
setunni. Þaö hefur veriö visaö
til ástar á landinu og tungunni,
andstööu gegn vopnaburöi og
hernaðarbrölti og þess, að allt
hugsandi fólk hlyti aö vilja lifa i
þessu landi sem hlutlaus og
vopnalaus þjóö.
Reynslan sýnir bara allt
annaö. Þrátt fyrir bolabrögð
VL-manna hér um áriö skrifaöi
meirihluti kjósenda undir þaö
betliskjal.og hvernig átti annaö
aö vera? Aratugum saman hef-
ur verið aliö á kaldastrlðsþrugli
og nauösyn þess aö vera i
„varnarbandalagi” og þar hafa
lagst á eitt borgarapressan og
rikisfjölmiölarnir. Ég minnist
langra viötala viö Joseph Luns
og ýmsa herforingja sem hafa
skundaö gegnum herstööina i
sinum ljótu einkennisbúningum;
ekki hefur staöiö á fjölmiölun-
um aö sinna þeim. Þá rekur
dularfulla kafbáta ævinlega á
fjörur Morgunblaðsins þegar
eitthvaö er aö gerast innanlands
eöa utan, sem húsbændum á
þeim bæ er ekki að skapi.
Þannig er aliö á þeim skoöunum
af þeim sem völdin hafa aö okk-
ur sé hoilast að halla okkur aö
„lýöræöisrikjunum”, en þaö er
aldrei tiundaö hvaö þau riki
hafa i pokahorninu, hvert eöa i
hvaöa tilgangi þau senda her-
sveitir sinar út og suöur til aö
„bjarga” lýöræðinu.
Mergurinn málsins er þó sá,
aö á meöan herinn hefur þau
itök sem hann hefur i efnahgs-
lifinu þá veröur hann aufúsu-
gestur þeirra sem á honum
græöa. Herinn veitir fjölda
manns atvinnu, hann sér skipa-
félögunum fyrir talsveröum
flutningum og viö skulum ekki
gleyma þvi aö lendingarleyfi
Flugleiöa i Bandarikjunum eru
einmitt til komin vegna veru
hersins hér. Enda stóö ekki á
þeirri hugmynd aö láta herinn
„bjarga” Flugleiöum meö þvi
aö betla hjá Kananum um meiri
fiutning i lofti.
Nei, á meðan jafnvel verka-
lýösfélög á Suöurnesjum sjá sér
hag i að styöja herinn, og bæjar-
félögin þar suður frá leggja
blessun sina.yfir áform hersins
um nýja og stærri oliugeyma og
gera ekkert i mengunarmálun-
um i nágrenni herstöðvarinnar,
(hvaö þá mengun hugarfarsins)
þá er ekki mikils að vænta.
En hvaö skal gera? Hvernig
getum viö herstöövaandstæö-
ingar snúiö blaöinu við og gert
fólki ljóst aö án brottfarar hers-
ins veröur þessi þjóö ekkert
annaö en leppur sem réttir upp
betlistafi þegar eitthvaö bjátar
á? Þvi er erfitt aö svara, en þó
má varpa fram ýmsum hug-
myndum.
Akveðnar hliöar hermálsins
hafa legiö i þagnargildi. Til
dæmis hefur mjög litiö veriö
fjallaö um allt þaö neikvæöa
sem hernum fylgir, ef frá er tal-
iö menningarniðurrif sem fylgir
útvarpi og sjónvarpi vallarbúa
og „ástandiö” hér fyrrum. Þaö
hefurmér vitanlega ekkert ver-
iö gert til aö varpa ljósi á eitur-
lyfin sem streyma fra vellinum
og þeir vita um sem þaö vilja
vita. Þá er enn töluvert um þaö
að ýmis konar spilling, ef ekki
vændi, fylgi hermönnum sem
koma i bæinn. og ganga ýmsar
sögur um þá starfsemi, sem
vert væri aö kanna nánar. Það
er nú einu sinni svo aö þó aö viö
höldum langa fyrirlestra um
Kristín
Astgeirsdóttir
skrifar
heimsvaldastefnu og hagsmuni
auövaldsins, þá svifur þaö tal
inn um annaö eyraö og út um
hitt hjá sliku fólki sem ekki
hrærist dags daglega I slikum
hugtökum. Þaö er áreiðanlega
vænlegra til árangurs i barátt-
unni gegn hernum aö höföa til
persónulegrar reynslu hvers og
eins, jafnframt þvi sem viö
höldum áfram aö safna upplýs-
ingum og koma þeim á fram-
færi.
Þaö finnst kannski mörgum
sem ekki blási byrlega i barátt-
unni eftir niöurstööur könnunar
Dagblaösins (30% á móti hern-
um), en við skulum bara segja
eins og Geir,aö við tökum niöur-
stööunum meö fyrirvara og
skjótt skipast veöur i lofti. Her-
máliö hefur veriö heldur viö-
kvæmt i stjórnarsamstarfi und-
anfarinna ára og hefur nánast
veriö þagaö i hel, meöan aliö er
á hugmyndum um hættuna úr
austri. Jafnvel innrás Rússa i
Afganistan varö tilefni til þess
að gripa i höndina á Nató og
segja eins og litlu börnin:
Passaðu mig.
Raunin er hins vegar sú aö á
meöan viö erum innan Nato og
bundin af samningum erum viö
skotmark og hamingjan hjálpi
okkur ef til stríös kemur, sem
Deng Xiaoping i Kina spáir inn-
an tiu ára (sjá Þjóöviljann 10.
okt. 1980)
Viö veröum aö sannfæra fólk
um aö þaö er best aö halda sig
fjarri hættusvæðinu. Ef viö
ætlum að búa börnum okkar
betri heim, þá veröur það best
gert meö þvi aö kjarnaoddunum
verði beint frá Islandi og aö viö
sláumst i hóp þeirra þjóöa sem
berjast fyrir friði og afvopnun,
utan allra hernaöarbandalaga.
Ef venjulegt fólk skilur ekki
þessar staðreyndir og vill áfram
láta teyma sig á asnaeyrum
Rússagrýlunnar, ja þá er ég al-
veg ráöalaus. — ká.
— ekh