Þjóðviljinn - 11.10.1980, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 11.-12. október 1980
Af sænsku gleraugnamafíunni
Það er mikil gæfa fyrir íslenska menningu,
að fá að vera í samnorrænni kúltúrsambúð og
því ber að faana hvað sem allir Svarthöfðar
segja. Og þóaookkur hér uppi á fslandi f innist
skandinavískir sérfræðingar stundum fara
yf ir vitið til að höndla viskuna (sbr. vatnið og
lækurinn), þá getum við þó alltaf huggað
okkur við það að þeir eiga bakaleiðina eftir.
Hvað sem öðru líður ber ég mikla virðingu
fyrir skandinavískri félagsspeki. Það er
nefnilega þannig með mannskepnuna, hún
hef ur löngum fyllst dýpstri lotningu, fyrir því
sem henni hefur þótt óskiljanlegast.
Hvernig á til dæmis íslenskur sveitamaður
að skilja, að umdeildasta menningarsögulegt
fyrirbrigði samtíðarinnar í Skandinavíu, skuli
vera Andrés Ond.
Já, ég verð að játa það að til skamms tíma
fannst mér eins og stundum slægi útí fyrir
samnorrænum sérfræðingum í innrætingu
þarna.
Svo var það í sumar, að ég var að þvælast
útá Granda og betla mér fisk, að gamall
trillukall kom að máli við mig og spurði mig,
hvortég væri ísænsku gleraugnamaf íunni. Ég
vissi ekki einu sinni, hvað hann var að f ara en
f lýtti mér heim til að f letta fyrirbrigðinu upp í
lllustreret konversasjonsleksikon for fag og
videnskabsmænd.
„Brillemafie...Brillemafie... Brillemafie".
Nei, ekki var hún þar. „Glasögonmafie
...Glasögonmaf ie" Jú, viti menn.
Glasögonmafie! (Og nú lauslega snarað)
Gleraugnamafía eru samnorræn samtök vit-
manna (intelektuelle)sem nota gleraugu sem
nautnalyf. Sænska Ijóðskáldið Kaj Rosenblum
er upphafsmaður þessarar hreyfingar, en
áhrifunum af sterkum gleraugum lýsir hann
frábærlega f þessu litla Ijóðkorni:
Nu sætter jeg briller PÁ næsen
og alter i dettefine
som havde jeg sætt I næsen
unseav kokaine
Eftir að Rosenblum hafði þannig uppgötvað
áður óþekkt notagildi gleraugna fór að bera
talsvert á því að gleraugna væri neytt í óhóf i,
þótt margir gætu að vísu haft nokkurn hemil á
gleraugnafýsninni. Menn brugðu upp léttum
lesgleraugum í góðra vina hópi, eða kannski
bara lonníettum eða linsum, líkt og þegar
dreypt er á sjerríi eða púrtara í intelektúelum
samræðum.
Aðrir lögðust í sterkari gleraugu, urðu háðir
þeim og gátu loks ekki án þeirra verið. Þeir
voru orðnir þrælar gleraugnafýsnarinnar.
Þessar upplýsingar úr leksikoninum fór ég
svo með niður á Granda og fékk að launum
spyrði af siginni ýsu.
Ég hef alltaf verið hinn mesti nautnaseggur
og þar aðauki haldinn mikilli forvitni um hina
órannsakanlegu vegi menningarinnar og
listarinnar, svo ég fór auðvitað beint til næsta
gleraugnasala og fékk mér sterkustu nær-
sýnisgleraugu sem völ er á — og viti menn:
Ekki hafði ég fyrr sett þennan vímugjata á
nefið, en mér var Ijós leyndardómur sænsku
gleraugnamafíunnar. Ég steinlá af gler-
augunum og sem ég lá afvelta í undursam-
legum gleraugnarús, varð mér það svo undur
Ijóst hvers vegna það er mál menningar-
málanna í dag, að banna lungann af þeim
barnabókmenntum sem nú eru á boðstólum.
Þær eru, eins og við í gleraugnamafíunni
segjum, allt of einhliða og einfölduð mynd af
raunveruleikanum, en þó er höfuðglæpurinn í
barnabókmenntum samtíðarinnar sá að í
þeim er leitast við að viðhalda ríkjandi ástandi
í þjóðfélaginu.
André-sOnd getur að okkar dómi talist
samnefnari fyrir allt það háskalegasta sem
börnum er boðið uppá, þar sem Rip, Rap og
Ruptilheyra ekki venjulegri kjarnaf [ölskyldu,
aðekki sé minnst á Onkel Joakim, sem aldrei
vinnur ærlegt handtak, en veður þó í
peningum.
En mín gleraugu eru með þeim sterkustu á
boðstólum á gleraugnamarkaðnum í dag og
þess vegna vil ég ganga lengra. Ég vil banna
Litlu gulu hænuna. Það er tæplega tilviljun að
Litla gula hænan er gul. Hér er um greinilega
kynþáttafordóma (rasisma) að ræða. Litla
gula hænan er líka kvenkyns og það þarf ekki
sterk gleraugu til að sjá í gegnum þá
kvenfyrirlitningu sem endurspeglast í þeirri
staðreynd að henni eru ætluð öll skítverkin á
heimilinu. Þeir sem eru karlkyns og hvorug-
kyns í sögunni (hundurinn, kötturinn og
svínið) þurfa ekki að sá fræinu, slá hveitið,
þreskja það, mala eða búa til brauðið. Hér er
litla gula hænan ímynd óæðri kynstofns,
semsagt gul húsmóðir. Og þó að reynt sé að
klóra í þakkann með því að segja að hinir fái
ekki að borða brauðið, tekur ekkert barn
mark á því, eftir að hafa kynnt sér Andrés
önd.
Og þær eru sannarlega fleiri barna-
bækurnar sem ætti að banna og setja á „ Index
librorum prohibitorum". Tökum tilaðmynda
Gagn og gaman. ( þeirri bók úir og grúir af
stórhættulegri innrætingu. Hvað segja menn
til dæmis um þetta: „Hani segir ga-ga-gó.
Hæna segir ga-ga-ga." Er hér ekki verið að
gera því skóna að hænan, sem er kvenkyns,
hafi lágkúrulegra tungutak en kallinn — sé
óæðri tegund? Eða „Mamma kemur með
kókó, mjólk og kökur. Pabbi kemur í bíl og
reykir pipu". Manni bókstaf lega sortnar fyrir
gleraugum.
En það eru fleiri bækur sem ríður á að
banna börnum að lesa. í Njálu er til dæmis að-
eins á einum stað minnst á það að maðUr haf i
þurft að ganga til hversdagslegra starfa, en
það er þegar Höskuldur Hvítanesgoði fer í
heyskap út á tún. Auðvitað höggva Njálssynir
umsvifalaust af honum hausinn fyrir vikið.
Hér er tvímælalaust gefið í skyn að vinnandi
stéttir eigi ekki að halda höfði.
Jafnvel Biblían er stórvarasöm vegna
predikunar um viðhalda á núverandi ástandi.
„Heiðra skaltu föður þinn og móður. Þú skalt
ekki stela. Þú skalt ekki girnast eiginkonu
nágranna þíns ..." o.s.fr.v.
Nei, það er ekki fyrr en maður er sjálfur
kominn í gleraugnamafíuna, að maður hefur
öðlast skilning á því hvaða lesefni er
börnunum fyrir bestu (Vigga fæðist. Vigga
fer að tala. Vigga fer á barnaheimili. Vigga
verður flugfreyja. Vigga verður fegurðar-
drottning. Og guð má vita hvar Vigga endar).
Og að lokum finnst mér fara vel á því að
rif ja uppgömlu góðu vlsuna, sem guðfaðirinn
I gleraugnamafíunni fór með áður en hann
steinlá af nærsýnisgleraugunum, sem hann
var búinn að setja upp.
Eitt skulu vita allir saman
áður en missi ég rænuna
banna ætla ég Gagn og gaman
og Gulu litlu Hænuna.
Flosi
son 15. júli 1979 lét hann aö þvl
liggja a6 eitthvaö væri gruggugt
viö samskipti Siguröar Helga-
sonar og Seabord World Airline I
Bandarikjunum. Nú segir sagan
aö Kristjana Milla hafi leigt sér
einkaspæjara i New York til aö
láta kanna feril og bakgrunn Sig-
urðar Helgasonar i Bandarlkjun-
um.
Fyrir
Kristinn
Finnbogason er ekki af baki dott-
inn frekar en fyrri daginn. Fréttir
herma aö hann sé nú orðinn einn
af aöalmönnunum i Samvinnu-
feröum h.f. og eru vist ekki allir
hrifnir af þeim itökum. Gigi alls
fyrir löngu var haldinn fundur
Framsóknarmanna I Heykjavik
og uröu töluveröar æsingar þegar
þetta bar á góma,en Kristinn er
aö sjálfsögöu kominn inn i feröa-
skrifstofuna i gegnum samvinnu-
hreyfinguna.
Kristjana
Milla Thorsteinsson, eiginkona
Alfreös Eliassonar fyrrv. Flug-
leiöaforstjdra, sem hefur veriö
ýtt frá öllum áhrifum i félaginu,
berst nú hatrammlega gegn Sig-
uröi Helgasyni forstjóra. t frægu
Þjóöviljaviötali viö Alfreö Elias-
skömmu var Helga Ölafssyni
skákmanni boðiö á hiö árlega
skákmót i' Tiblis I Sovétrikjunum
en þar tefla jafnan fjölmargir
sterkir stórmeistarar. A þessu
móti heföi Helgi átt möguleika á
þvi aö krækja sér I stórmeistara-
titil en hann varö aö hafna þátt-
töku vegna fjárskorts og auk þess
heföi hann þurft aö hætta viö þátt-
töku I tveimur helgarskákmótum
á tslandi en þau eru nú ein helsta
tekjulind islenskra skákmanna.
Erslæmt til þess aö vita aö okkar
allra bestu skákmenn þurfi aö slá
hendinni á móti gullnum tækifær-
um, en sjóöir Skáksambandsins
eru hvorki svo digrir né stórir aö
þeir geti hlaupiö undir bagga svo
aö nokkru nemi.
Menn
Kristinn
Kristjana Milla
Margir vildu meina aö meö þvi
væri Island aö lýsa yfir óbeinum
stuðningiviö innrás Sovétmanna i
Afghanistan og illa meöferö
þeirra á andófsmönnum heima
fyrirfm.a. sendu Islenska andófs-
nefndin og Hvatarkonur frá sér
haröoröar yfirlýsingar vegna
málsins.
1 næstu viku heldur fslenska
landsliöiö i knattspyrnu til
Moskvu og mun þar keppa gegn
Sovétmönnum...
Hvellur
Mikil
blaöaskrif uröu I vor og frameftir
sumri vegna þeirrar ákvöröunar
aö Isiensir iþróttamenn skyldu
keppa á olympfuleikunum.
varö á ritstjórnarskrifstofum
Frjáls framtaks h.f. þegar Hildur
Einarsdóttir ritstjóri Lifs og
Birna Siguröardðttir auglýsinga-
stjóri blaösins sögöu upp störfum
I fyrravetur. Uppsagnirnar komu
i kjölfar á erfiöri sambúö viö Jd-
hann Briem framkvæmdastjóra.
Nú ætla þær stöllur aö hefna
Höröur
harma sinna og hefja útgáfu á
nýju blaði i samkeppni viö blöö
samsteypunnar Frjáls framtaks.
Hafa þær fengiö Asmund Einars-
son, gamalreyndan blaöamann,
bróöur Hildar, til liös viö sig.
Nýja blaöiö á aö heita Betra lif og
telst þaö til nýlundu aö þaö veröur
prentaö á dagblaöapappir en ekki
gljápappir eins og Lif.
Prófessorsembætti
i rekstrarhagfræöi i viöskipta-
deild Háskóla Islands hefur nú
veriö auglýst laust til umsóknar.
Þetta er embætti sem Guölaugur
Þorvaldsson gegndi, þó aö hann
hafi ekki I raun setiö I embættinu
siöanhann var kjörinn rektor há-
skólans áriö 1973. Sá sem likleg-
astur er talinn til aö sækja um og
hreppa embættiö er Þórir Einars-
son.
biöa nú meö töluveröri eftirvænt-
ingu eftir þvi hvern menntamála-
ráöherra skipar lektorisagnfræöi
viö heimspekideild Háskóla Is-
lands en umsóknarfrestur um
stóöuna rann út i ágúst. Þetta er
staðan sem losnaði er Gunnar
Karlsson var skipaöur prófessor.
Umsækjendur eru fimm, þeir
I nar Laxness, GIsli Gunnarsson,
HelgiÞorláksson, Ingi Sigurösson
og Jón Margeirsson.
Vísir
reynir nú ákaflega aö rétta sig úr
þeim öldudal sem blaöiö hefur
komist I eftir aö þaö tapaði smá-
auglýsingamarkaönum fyrir
Dagblaöinu. Stækkun og upp-
stokkun blaösins er liöur í aö snúa
vörn I sókn þó aö aögeröirnar séu
meö næsta örvæntingarfullum
blæ. Miklar sviptingar eru á blaö-
stjórninni og eru uppsagnarbréf
frá þeim Daviö Guömundssyni
framkvæmdastjóra og Heröi
Einarssyni fjármálastjóra lengi
búin aö liggja á borðinu. Eig-
endur blaösins, m.a. bilakóng-
arnir i Heklu og Ford, munu hafa
veriö farnir aö örvænta um fjár-
magn sitt i blaðinu og jafnvel
veriö farnir aö hugsa um aö setja
þaö i eitthvaö arövænlegra, en
tapiö á Vísi er nú oröiö geysi-
mikiö.