Þjóðviljinn - 11.10.1980, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 11.10.1980, Blaðsíða 25
Helgin 11.-12. október 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 25 visna- mál 4c C' ' —■> 'J /- Umsjón: Adolf J. Petersen Breytast tímar nú á ný Sumri hallar, hausta fer, hevri snjallir ýtar, hafa fjallahnúkarnir húfur mjallahvitar. þessa alkunnu visu orti Soffia Jósafatsdóttir á Stóru-Ás- geirsá i Vihidal. Soffi'a var móð- ir Helgu Steinvarar Baldvins- dóttur er fluttist til Vesturheims ogorti þar sin þekktu ljóö undir dulnefninu Undina. Timinn er hraðfleygur, sum- arið fljótt aö liöa. Vonandi kunna allir þessa haustvisu Kristjáns Jónssonar:- Allt fram streymir endalaust, ár og dagar liöa. Nú er komið hrimkali haust. horfin sumars bliöa. Já, þaö er kominn sá árstimi þegar skuggarnir fara að lengj- ast, veður aö breytast. Þaö snjóar i Esjuna og á Reykjanes- fjallgaröinn og aö sjálfsögöu viöar. Þaö er komiö haust, sum- arfriin að mestu búin hjá mann- fólkinu, allskonar félagsstarf- semi fer i gang, menn stiga á stokk og strengja þess heit aö vinna nú félagi sinu allt það gagn sem þeir mega. Svo stiga menn niöur af stokknum meö heitstrenginguna i fanginu, fara meðhana heim af félagsfundun- um og láta hana upp á hillu þar sem önnur gögn um félagsmál erugeymdog rykfalla stundum. Svo er þetta sláturtiöin. Fallegu lömbin, sem fæddust og léku sér sem önnur börn i vor, eru leidd i dauöaklefann i haust svohægtsé aö selja dönskum og frönskum sælkerum af þeim ketiö á hóflegu veröi. Lömbin deyja i æsku, en lambamæöur gráta. Hverfur yndi, ástin snauð undan varö aö láta. Nú eru litlu lömbin dauö og iambamæöur gráta. Tlmarnir breytast, og þaö haustar aö, kannski i tvennum skilningi. Hjálmar Þorsteinsson á Hofi kvaö: Breytast timar nú á ny, naum er skiman oröin. Valdiö grimu veldur því, vona hrimar storðin. Það er sem ýmsir hagyröing- ar blandi saman hinu árstiðar- bundna hausti og sinu eigin ævi- hausti, það er aö skuggarnir hvelfist yfir fólk sem fold þegar lifshlaupiö eða sumariö er aö llða, samlikningin sé rétt. Benjamin Sigvaldason kvaö: Brotnar alda. Bylurinn báru- faldar linu. Haustiö kalda huga minn hefur á valdi sinu. Gránar um hjalla mel og mó, minnkar fallegt gaman. Bárur allar út um sjó eru aö spjalla saman. Loan og aörir farfuglar hafa kvatt sina sumarbústaði og fæö- ingarheimili og haldið til hlýrri staöa. Blööin á trjánum blikna og blómin fölna. Haustvisur Kristjóns Jónssonar eru sumar- kveöja: Hausta tekur, fölnar fold, fögur blómin valia, kærust nú, aö kaldri mold, kalin, hrakin falla. Blikna skógar, blikna tún, blikna hólar, grundir, fölnar rós I fjallabrún fönnum hvitum undir. Yfir hafiö heim til sin höröum stormi drifin nú er litla lóan min léttum vængjum svifin. Þegar sumar-sólin skin sævar-brúnum undir, si og æ ég sakna þin sárt, um aftanstundir. Þú, sem lipur Ijóðin hér lékst á hörpu þina, nú um sæinn sendi ég þér sumarkveöju mina. Myrkriö og haustkuliö leggur lifiöi náttúrunni i dvala. Sa mt er einsog allt lifi og haldi vöku sinni. Jafnvel útsynningurinn lætur ekki á sér standa og kveð- ur viö raust eigi siöur en Jón M. Melsted sem einmitt lét til sin heyra um útsynninginn: Fönn viö læsist fjöruborö, forin ræsi myndar. Sjórinn æsist, stynur storö. Sterkir hvæsa vindar. Veöra sköll ei veita hlé. Veina fjöll og drangi. Hvm i öllu, eins og sé ótal tröll á gangi. Umbrot kynja hörö eru háö. Haglél dvnja og iöa. Skruggurdrynja um lög og láö, likt og hrynji skriöa. Fuglar geyma aö fá sér dúr. Flestir gleyma veiöum. Ljósin streyma ofan úr efri heima leiöum. Stundirnarstreyma fram sem á aö ósi. Haustiö hverfur I timans djúp, meö sinar minn- ingar i sálum mannanna, mis- jafnar aö gæöum og góöum fyrirheitum, eins og Sveinbjörn Björnsson frá Narfakoti kvaö um hinn siöasta sumardag 1913: Ars og tiöar eirðlaust hjól ekkert getur tafiö. Nú er hinsta sumarsól sigin bak viö hafiö. Vakta hljóma vindur ber vestar, austar, sunnar, likt og ómi 1 eyrum mér andvörp náttðrunnar. Ber nú hliðii4bieika«kinn, blöðum greinarvtýna, litli berjamóinn minn misst hefur fegurð sina. Eg er sjálfur að eins hjóm örlaga fyrir völu, lifsins má ég lúta dóm likt og blómin *fölu. Margir trega liöinn sumar- tima og láta viöhorf sln i ljós á margvislegan máta, t.d. kvaö Jens Síemundsson þessa sléttu- bandavisu um haust: Degi hallar, náköld nótt nistir fallin stráin. Tregi alla hrellir hljótt, hýrgast valla bráin. An sléttubanda kvaö Jens svo þessa lýsingu á haustinu, en undirhringhendum bragarhætti: Komið haust og húmar aö, heyrist raustin vinda, titrar laust f lundi blaö, lóan skaust i gær af stað. Hér er svo ný frétt úr slátur- tiðinni: Þungt er bölhins þekkta manns þjáöur rauna sárum, alvarlegu augún hans eru full af tárum. ZX

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.